Morgunblaðið - 13.01.1967, Page 10
10
MORGOTTBLAÐIÐ, BÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1967.
við umsögn um
Athugasemd
VASABÓK 1967
1 MORGUNBLAÐINU 8. janúar
birtist alllöng grein eftir Magnús
nokkuirn Óskarsson, lögfræðing,
sem vinnur ihjá Reykjiavákur-
borg, sem nefnist „Vasalbóik 1967.
Athugasemdir um útgá£u“. Hér
er um að ræða ýmsar aðfinnslur
við almanaksvasabók þá, sem
undirritað fyrirtæki hefur gefið
út um langt áralbiiL
Grein þessi er skrifuð af lítilli
sanngirni ,og þar sem ýmsar að-
finnslurnar eru beinMnis rangar,
þykir rétt vegna þeirra mörgu,
aem eiga þessa bók, að leiðrétta
íangfærslurnar.
Alvarlegasta rangfærslan er
sú, að símanúmerum Slysavarna
lélagsins sé brenglað, og vitnar
höf. í því sambandi til símaskrár
innar, sem kom út fyrir nærri
þrem árum, án þess að ganga
úr skugga um, hvort ekki kunni
að hafa orðið breytingar á símum
Slysavarnafélagsins á þeim tíma.
Er það bjarnargreiði við Slysa-
varnafélagið, sem leggur jafnan
mikla áherzlu á, að símanúmer
þess séu rétt tilfærð þar sem þau
eru birt.
í>á kvartar Ihöf. undan því, að
ekki sé getið einkennisstafa bif-
reiða á Sauðárkróki og Húsavik.
Hann virðist ekk-i vita, að þess-
ir kaupstaðir hafa sömu ein-
kennisstafi fyrir bifreiðir og
Skagafjarðar- og Þingeyjarsýsl-
ur.
Ennfremur eru aðfinnslur við
töflu um flóðtíma á ýmsum stöð-
um á landinu, en tafla þessi er
fengin hjá almanaki Þjóðvina-
félagsins. Höf. finnast „merkileg-
ar athugasemdir" um ýmsa staði
á landinu og tilfærir m.a. þessi
dæmi: Keflavík (við Faxaflóa),
Ísafjörður (kaupst.) og Húsavík
(verzlunarst.). Hann virðist ekki
vita, að til eru fleiri en ein Kefla
vík og ein Húsavík á landinu,
og að Ísafjarðarkaupstaður stend
ur við Skutulsfjörð, en ekki við
ísafjörð.
Ýmsar aðfinnslur höf. eru
Mtilvægar og aðrar nánast hót-
fyndni, svo sem eins og kvart-
anir út af efnisyfirlitinu, þar
sem hann átelur að ekki skuli
getið um vísuna „Ap., jún., sept.,
nóv.“! Sama má raunar segja um
augljósa prentvillu í sambandi
við gengi Kanadadollars.
' Um kaflann „Söfn og opiniber-
ar stofnanir" hefur höf. ýmis-
legt að athuga, m.a. segir hann,
að upplýsingar um Borgarbóka-
safnið séu úreltar og villandi.
Þær voru þó fengnar hjá safn-
inu sjálfu á s.l. ári, þegar unnið
var að endurskoðun bókarinnar.
Sama er að segja um töfluna um
ferðir strætisvagnanna. Leiðir
26 og 27, sem vantar í töfluna,
voru ekki teknar til starfa, þeg-
ar unnið var að bókinni.
Loks segir höf. að nýmæli sé
yfirleitt ekki að finna í bókinni,
að frátöldum kafla um vín, sem
honum finnst ómerkilegur, m. a.
virðist honum koma það spanskt
fyrir sjónir,. að gæði víns séu
misjöfn eftir árgöngum, og að
fleiri glös fáist úr flösku af
„heitum“ vínum en „léttum".
Honum er þó óhætt að treysta
því, næst þegar hann neitir víns,
að þessar upplýsingar eru rétt-
ar. En fullyrðing höf. um, að
ekki séu önnur nýmæli í bó’k-
inni, er alröng. Ef hann hefði
Útsala Útsala
Hefst á morgun föstudag 13. janúar.
HATTA og SKERMABÚÐIN
Bankastræti 14.
Húsfélagið Sólheimum 23 óskar að ráða reglusaman
HÚSVÖRÐ
Starfinu fylgir 3 herbergja húsvarðaríbúð á 1. hæð.
Æskilegt er að umsækjandi sé eitthvað vanur með-
ferð rafvéla, þar eð hann þarf m. a. að annast dag-
lega umsjón með lyftum, þvottavélum og kyndi-
tækjum. Nánari upplýsingar um starfið gefur for-
maður húsfélagsins Einar M. Jóhannsson. Skrifleg-
ar umsóknir óskast sendar stjórn Húsfélagsins Sól-
heimum 23, Reykjavík.
hálf K A S KÓ trygging bætlr:
brunatjón
Brunatjón á bíliun eru algeng. iiállk.aakóti \ ggingia
bætir brunaskemmdir sem kunna aff verða á bifreið-
inni í akstri eða i geymslu.
Rúðutjón af völdum steinkasts frá öðrum bil eru
orðin mjög algeng með hinni vaxandi umferð á malar-
vegum okkar.
Hálfkaskótryggingin bætir brot á öllum rúðum bílsin3.
þjófnaðar-
tjón
%
Bílþjófnaðir Iiafa færst mjög í vöxt undanfarið.
Hálfkaskótryggingin bætir skemmdir af völdum þjófn-
aðar og einnig vegna tilrauna til þjófnaðar á bíl.
ÁBYRGDP
Með hiiini ódým HÁLFKASKÓTRYGGINGU
ÁBYRGÐAR getið þér leyst yður undan áhyggjum
vegna ofangreindra óhappa á mjög hagkvæman hátt.
ÁBYRGÐ HF. innleiddi þessa tryggingu þegar 196]
og hefur hún notið vaxandi vinsælda.
ÁBYRGÐ HF. Uyggii eingöngu bindíndisfólk
•g býður þesavegna H;’ ' ; '1'1
Leitið upplýsinga þegai í dag.
ÁBYRGDP
Tryggingaféldq íyrir bindindismenn
Skúlaqötu 83 . Riykiavtk . Símar 17455 Of 17847
gert sér það ómak að bera sam-
an bækurnar fyrir 1966 og 1967,
mundi hann hafa séð, að öll
kort af gatnakerfi Reykjavíkur
eru ný og eirau fleira en árið
áður, að nýtt kort í litum er af
Evrópu og nýtt kort í litum af
íslandi; einnig að bætt hefur
verið í bókina „vísitölu bygg-
ingarkostnaðar'* og „Hjálp í við-
lögum. Blástursaðferðin". Höf.
minnist raunar á þann kafla og
varar menn við að treysta hon-
um án þess að hirða um að at-
buga, hvort þar er rangt með
farið eða ekki, og verður það
að teljast ábyrgðarhluti.
Þó að ýmsar rangfærslur höf.
hafa verið leiðréttar hér að fram
an, skal það fúslega játað, að
bókin er ekki villulaus, enda
mun seint hjá því komizt að vill-
ur slæðiát inn, þótt þeir sem að
bókinni vinna séu allir af vilja
Gerðir að ha|a hana sem réttasta.
En hafi tilgangur höf. verið sá
einn að benda notendum bókar-
innar á villurnar í henni, svo að
þeir gætu varað sig á þeim, þá
hefði hann ekki sjáifur átt að
gerast sekur um það, sem hann
ásakar útgefendur Vasabókarinn
ar fyrir.
Steindórsprent h.f.
- Úr öllum áftum
Framhaild af Ibls. 3
Það var rétt. Maðurinn
vann sér til hita og meira en
það. Undirritaður heldur það
sjaldgæft að fólk svitni í 28
stiga gaddi.
— Hvað ertu búinn að vinna
hérna lengi?
— Ég er ekki búinn að
vinna hérna nema í raokikur
ár. Annars er ég búinn að
vinna í frystiklefum í 20 ár.
— Og þú unir þér vel í kuld
anum?
— O, jiá, j<á.
— Þú hlýtur að bregða þér
til sumar- og sólarlanda þeg-
ar færi gefst!
— Nei, það læt ég vera.
Maður venst þessu. Mér finnst
þetta ágætt.
Við lítum í kringum okkur
og undrumst að fólk skuli
deyja úr ’hungri í heiminum.
Þarna eru fleiri tugir tonna
af karfa, ’komnum alla leið
frá Nýfundnalandi. Þarna er
síld í þúsundum pakka. Og
ef vel er að gætt, má sjá á
hlíðar smjörfjallsins milli síld
arinnar og karfans.
Frammi í stóra salnum, þar
sem síldin ef þvegin og henni
pakkað í öskjurnar, hittum
við Helgu Helgadóttur, stóra
konu og glaðlega, með gula
gúmmívettlinga á höndunum.
— Hvort er skemmtilegra
að vinna í síld eða karfa?
spyrjum við í fátfræði okkar.
— Ég vil nú ekkert gera upp
á milU þeirra.
— Síldin er ólíkt skemmtl-
legri, segir konan við borðið
andspænis Helgu. Og svo virð
ist sem flestir séu henni sam-
mála. Svo komumst við að
því, að Helga er elzta starfs-
kona fyrirtækisins, hefur unn
ið þarna síðan fyrirtækið var
sett á laggirnar fyrir 35 árum.
Tveir synir hennar unnu eintx
ig í gær við að koma síld-
inni í verðmæti.
Og það kemur til mín kona
og biður mig að koma á fram-
færi leiðréttingu á ranghermi
sem hatfnfirzk æska varð að
sæta á þrettándanum. Hún
sagði, að það væri alls ekki
rétt að kerana hafnfirzkum
unglingum um þau ölæti, setn
áttu sér stað í Hafnarfirði á
þrettándanum. Táningar frá
Reykjaví'k, Kópavogi og Siltf-
urtúni koma þá til Hafnar-
fjarðar, segir konan, og um-
turna öllu þar, vitandi, að
skuldinni verður skellt á Hafn
firðinga. Ég keim þessu á fram
færi, þótt þetta sé grein um
síld í Hafnarfirði en ekki Vel-
vakandi.
En ferlíkið heimtar meira.
Við megum ekki trufla fólkið
otf lengi — sú voru boð verk-
stjórans; Ferlí’kið rymur að
baki okkar, þegar við göng-
um niður stigana. í forstof-
unni slær ammoníakslykt-
inni fyrir vit okkar. Þetta er
gallið. Aldrei hefur þótt af
þvi sæt lyktin.
— brandur.
Tilboð óskast
í íslenzka ísaða síld 4 — 12 stk. pr. kg.
CIF CUXHAVEN HUSSMANN AND HAHN GMBH,
CUXHAVEN, WESTERN GERMANY, TELEP-
HONE: 23081 — TELEX: 0232151/2.
Skrifstofustarf
Karl eða kona óskast til skrifstofustarfa í heild-
verzlun í Kópavogi. Bókhalds og vélritunarkunn-
átta nauðsynleg. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl.
fyrir 17. þ.m. merkt: „Nú þegar — 8643“.
HÚSNÆÐI
til leigu nú þegar, í vel staðsettu verzlunar og
iðnaðarhverfi í Reykjavík. Heppilegt fyrir teikni-
stofu, skrifstofu, saumastofu, eða ýmsan smærri
iðnað og föndur, svo og félagsstarfsemi. Þurr og
rúmgóður kjallari. Afgirt lóð og góð bílastæði.
Kaup geta komið til mála.
Upplýsingar gefur
GÚSTAF A. SVEINSSON, hæstaréttarlögmaSur
Laufásvegi 8, Reykjavík — Sími 1 11 71.