Morgunblaðið - 13.01.1967, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.01.1967, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐTÐ, FöSTUDAGUR 13. JANÚAR 1967. 27 U Thant fer fram á aukinn fjárstyrk Eitt af 2885 umferðaróhöppum ársins 1966. New York, 12. jan. NTB. U THANT fór í dag fram á aukið framlag allra aðildar- landa Sameinuðu þjóðanna til að standa straum af kostn- aði við dvöl hersveita Sf» á Kýpur. Verða hersveitirnar á eynni fram til 26. júní sam- 2885 árekstrar og slys á árinu '66 FJÖGUR hundruð og tólf manns Blösuðust og sex biðu bana í 2885 árekstrum og umferðarslys- um innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur árið 1966. Hafði árekstrum fjölgað um 147 frá ár- inu áður og slysum um 29. At- hyglisvert er að slysum á börn- Um fjölgaði úr 66 í 98 og að 46 ftf þessum 98 voru yngri en sex ára. Af 76 fullorðnum fótgang- endum sem slösuðust í umferð- inni voru 47 eldri en fimmtíu ára og 14 komnir yfir sjötugt. Svo virðist sem utan'bæjar- tnönnuim sé mjög hætt við að lenda I árekstrum í Reykjavík. Ef reiknað er með að tveir ökumenn séu aðilar að hverjum árekstri eða slysi, var fimmta hver bifreið sem lenti í árekstri í Reykjavík utanbæjarbifreið. Alls lentu 1166 utanbæjarbif- reiðar í árekstrum og umferðar- slysum í Reykjavík á síðastliðnu ári. Fimm mánuðir á síðastliðnu ári eru þó með lægri árekstra- tölu en sömu mánuðir árið þar á undan. I>að eru apríl, júlí, ágúst, september og október. Geysileg aukning varð á inn- flutningi bifreiða. Endanlegar — MAO Framhald af bls. 1. Dreifibréfin segja, að Peng Chen hafi verið skotinn til bana í Peking síðdegis á mánudag. Ekki var getið um það í dreifibréfun- um hvort morðinginn hefði ver- ið handtekinn. f>á segir í sama dreifibrófi, að rauðu varðliðarn- ir hafi handtekið fyrrv. áróðurs- málaráðherra Tao Chu á þriðju- dag. Að lokum getur dreifibréfið þess, að fyrrv. varnarmálaráð- herra Peng The-huai marskálkur hafi ásamt þremur öðrum valda- iniklum starfsmönnum kínversku Btjórnarinnar reynt að fremja ejálfsmorð með því að stökkva fram af byggingu í Peking á mánudaginn. Tveir létust við fallið, en hinir tveir slösuðust mjög alvarlega. Nöfn þessara fjögurra manna voru birt í dreifi bréfinu, en heimildarmaðurinn mundi aðeins tvö þeirra, að því er „Morgunpósturinn" segir. Samkvæmt fréttastofufregnum frá Tókíó mun Mao hafa gripið Inn í valdabaráttuna til að etyrkja aðstöðu sína enn betur og auk þess hert tak sitt á hern- um. Landher Kir.a er hinn Btærsti í heimi og telur um 2,5 milljónir manna. Fylgi hersins er geysi þýðingarmikið, ræður úrslitum í valdabaráttunni og lykillinn að svarinu um eftir- mann Maós. Menningarbyltingar- nefnd hersins hefur verið tekin til algerrar endurskoðunar. Hef- ur Maó skipað í hana 1® menn. Ráðgjafi nefndarinnar er Chiang Ching eiginkona Maós, en for- maður hennar er Hsu Hsiang- Chien marskálkur. Nefndin er Bkipuð æðstu yfirmönnum hers- ins. 1 Skipun hinnar nýju nefndar er Bkref í áttina að því, „að styrkja enn menningarbyltingu öreig- anna“, að því er Peking-útvarpið Bagði. Leiðari dagblaðs hersins játaði f dag, að innan hers alþýðunnar væru öfl fjandsamleg Maó. Leið- erinn hvetur til „grimmilegra árása á þessi fáliðuðu öfl innan hersins, sem þar eru í valdaað- Btöðu, og sem virðast ætlá að velja sér veginn til kapítalism- ans“. Þá hvetur leiðarinn kín- versku þjóðina til að fylkja sér um Maó og færa hina miklu menningarbyltingu öreiganna til sigurs. Kínverski kommúnistflokkur- inn hefur gefið öryggislögregl- unni meira svigrúm til að elta uppi andstæðinga menningar- byltingu Maós formanns, að því er japanskur fréttamaður í Pek- ing sagði í dag. Fréttamaðurinn hefur þessar upplýsingar frá veggauglýsing- um í Peking, sem segja, að þessi á'kvörðun hafi verið send bréf- lega til viðkomandi aðila um allt land. Fréttamaðurinn segir ennfremur, að reglur til að herða á eftirlitinu með menning- arbyltingunni kveði á um, að sér hvern þann, sem staðinn sé að því, að dreifa andbyltingarfregn miðum, skýrslum eða skjölum, sem gagnrýni Maó eða Lin Piao, skuli handtaka. Þá eru öryggis- verðirnir beðnir um að fara ekki með ofbeldi gegn hinum andbylt ingarsinnuðu öflum, til þess að unnt sé að halda lögum og reglu í landinu. Samkvæmt fregnum kommún istablaðanna Ta Kung Pao og Wen Wei Pao, sem gefin eru út í Shanghai hefur Maó í nafni al- þýðunnar í Shanghai skipað öll- um verkamönnum að hverfa aft- ur til vinnu sinnar. Skipun Maós marka ný tímamót í menn- ingarbyltingunni, segja blöðin og hafa fregn sína eftir frétta- stofunni Nýja Kína. Kínversk útvarpsstöð, sem heyrist til i Tókíó, sagði að hermenn í fjöl- mörgum borgum kínverska al- þýðulýðveldisins hafi lýst fylgi sínu við Maó. Ríkisstjórnin hefur kallað heim sendiherra sinn í Lissabon, Wu Wen-ui, á þeim forsendum, að Portúgölum hefði mistekizt að stöðva aðgerðir andþjóðernis- sinna í Macao. Heimildir herma, að portúgalska ríkisstjórnin hati látið sér í létfcu rúmi liggja fjór- ar mótmælaorðsendingar, sem Wu afhenti varðandi aðgerðir andþjóðernissinnanna í Macao. tölur liggja ekki fyrir enn, en fyrstu ellefu mánuðina voru fluttar inn 5325 bifreiðar. Allt árið H965 voru fluttar inn 3391 bifreið. Umferðardeild rannsókn- arlögreglunnar fékk til meðferð- ar á síðastliðnu ári 3263 mál sem er 333 málum meira en lögregl- an í Reykjavík gaf skýrslur um. Mismunurinn stafar af því að sumir aðilar snúa sér beint til rannsóknarlögreglunnar og auk þess fær hún til rannsóknar mál utan af landi, sem Reykvikingar eru aðilar að. Til samanburðar fylgir hér með yfirlitsskýrsla yfir árekstra og slys á árunum 1961'—1966 að báðum meðtöldum. Árið 1961 urðu 1688 árekstrar og slys. Slasaðir voru 177, þar af 6 dauðaslys. Árið 1962 urðu 2il80 árestrar og slys, 512. Slasaðir voru 302, þar af 7 dauðaslys, 125. Árið 1963 urðu 2461 árekstrar og slys, 271. Slasaðir voru 339, þar af 5 dauðaslys, 37. Árið 1964 urðu 2609 árekstrar og slys, 58. Slasaðir voru 356, þar af 9 dauðaslys, 17. Listmáluii á gler á kvikmyndasýn- ingu Germaníu Á MORGUN, laugardag, verða sýndar frétta- og fræðslumyndir á vegum félagsins Germania, og eru fréttamyndimar frá helztu atburðum í Vestur-Þýzkalandi í desember sl. Fræðslumyndirnar eru þrjár. Ein þeirra er um Bremerhaven, hafnarborg, sem mörgum íslend- ingum er kunn, en þar er mikill fiskiðnaður. önnur fjallar um forna rómverska vegi í Suður- Þýzkalandi, en sýnir jafnframt fagurt landslag á þeim slóðum, gamlar byggingar og nýtízulega vegagerð. Síðasta fræðslumyndin er I litum. Hún sýnir prófessor Georg Meistefmann mála á gler og getur að sjá myndir hans í hinum ýmsu kirkjum Þýzka- lands, ráðhúsinu og útvarpshús- inu í Köln. Mun marga fýsa að sjá hvernig listaverk sem þessi verða til, en þau ryðja sér æ meir til rúms hér á landi, t. d. sem skreyting í kirkjum. Sýningin verður í Nýja bíó og hefst kl. 2 e.'h. öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. kvæmt ákvörðun Öryggis- ráðsins. í bréfi til aðildarlandanna segir U Thant, að til að gæzlu- sveitunum sé kleift áð vera á Kýpur f-ram að þessum tírna skorti átta milljónir dollara. Til þessa hefur dvöl hersveitanna á eynni kostað 70 miUjónir dK>ll- ara. Hersveitirnar voru sendar til Kýpur eftir hin blóðugu átök grísku og tyrknesku þjóðabrot- anna á eynni. Kostnaðinn við dvöl hersveit- anna átti samkvæmt uppruna- legu áætluninni að greiða með ifrjálsum framlögum a'ðildar- landa SÞ. Árið 1965 urðu 2738 árekstrar og slys, 229. Slasaðir voru 389, þar af 8 dauðaslys, 33. Árið 1966 urðu 2886 árekstrar og slys, 147. Slasaðir voru 418, þar af 6 dauðaslys, 29. Framan greint sýnir, að mest hefur fjölgun umferðarslysa og árekstra verið 1962, minnst 1964 og næst minnst á sl. árL - SLÍTA Framhald af bls. 2 inni verði ekki beint gegn kín- versku þjóðinni heldur „Mao Tse-tung og klíku hans“. Hern- aðarsérfræðingar í Moskvu segja, að hér sé þó mjótt á mvm- unum. Árðursherferðin sé byggð á þeirri vissu, eða a.m.k. þeim ótta —, að Kínverska Alþýðu- lýðveldið verði í framtíðinni fjandsamlegur nágranni án til- lits til þess hver sigri í valda- baráttunni þar. — VIETNAM Framhald af bls. 1. þorpið og sprengja í loft upp þau 75 hús eða svo sem íbúana hýstu. Margir sögðu að víst hefðu Viet Cong menn komið þar, en ekki hefðu þeir haft bækistöð í þorpinu og eigandi gúmmiverk- smiðju, sem þar var og var eyði- lögð eins og annað, þvertók fyrir að hann hefði stutt Vjet Cong eða að nokkurn skæruliða þeirra væri að finna meðal 150 starís- manna verksmiðjunnar. „Ég hef aldrei greitt eyrisvirði til Viet Cong“ sagði hann, „og allir starfs menn mínir hafa í fórum sínum nafnspjöld gefjn út af trúnaðar- manni suðurvietnömsku stjórnar innar í Ben Cat”. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurgeir Jónsson, Einar Arnalds, Hákon Guðmundsson, Jóhana Hafstein, Baldur Möller, Theódór Líndal, Þórður Björnsson, Björn Fr. Björnsson og Jón N. Sigurðsson. — Ljósm. Fétur Thomsen. Nefndin, er kannar dómskipun og meðferð dómsmála, tekin til starfa HINN 20. desember sL kom nefnd sú, sem dómsmálaráðherra hefur skipað til athugunar á dómaskipun og meðferð dóms- mála, saman til fundar. Sat dómsmálaráðherra fundinn og ræddi við nefndina um verk- efni hennar og tilhögun á störf- um hennar. Lagði dómsmálaráðherra með- al annars áherzlu á, að tillögur sem fram kæmu í nefndinni um einstök atriði í starfsháttum dómstólanna, sem til bóta þættu horfa, yrðu bornar fram jafnóð- um, en ekki beðið þess að nefnd- in lyki störfum, en ljóst væri, að ýmsir þættir starfa hennar, svo sem athugun á dómaskipuninni, mundu taka lengri tíma en svo, að hagkvæmt væri að úrbætur, sem hægt væri að gera á afmörk uðum atriðum, biðu eftir heild- arniðurstöðum. 1 nefndinni eiga sæti: Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, sem er formaður, Einar Arnalds, hæsta- réttardómari, Theódór Líndal, prófessor, Hákon Guðmundssoo, yfirborgardómari, Þórður Björns son, yfirsakadómari, Björn Fr. Björnsson, sýslumaður, Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti og Jón N. Sigurðsson. hæstaréttarlögmað- ur. (D’m-- og kirkjumálaráðu- n&j .. . 12. janúar 1967).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.