Morgunblaðið - 13.01.1967, Síða 28

Morgunblaðið - 13.01.1967, Síða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað flleqgiittlrfafeftr FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1967 Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins ís braut gat á brezkan togara - stýrisútbúnaðurinn eyðilagðist f BREZKI togarinn Northern Sceptre frá Grimsby lenti í ís fyrir vestan Island sl. miðviku- dagsmorgun. Stýrisútbúnaður togarans eyðilagðist og gat kom á kyndiklefann. Lekinn er samt ekki svo mik- ill, að dæla hefur vel undan. Togarinn Robert Hewett frá Fleetwood kom Northern Scep- tre til aðstoðar og tók hann í tog. Héldu togararnir til Reykjavík- ur. Geir Zoéga, umboðsmaður brezkra togara á íslandi, tjáði Morgunblaðinu í gærkvöld, að hann hefði talað við Robert Hewett þá um daginn. Voru tog- ararnir þá komnir á Faxaflóa, en þar var hið versta veður. Samt sem áður gekk ferðin allvel og var ganghraði Robert Hewett, með hinn í eftirdragi, 4 til 4% míla á 'klet. Var búizt við, að Missti akkerið ó rúmsjó Raufarhöfn, lfi. janúar. HAFÖRNINN, flutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, lestaði hér 2 þúsund tonn af síldarlýsi sl. laugardag. Skipið kom hingað frá Svíþjóð, «n á leiðinni missti það annað akkerið á fullri ferð á rúmsjó. Fóru með því tveir hlekkir úr keðjunni. í>að er mjög sjaldgæft, að akkeri týnist svona á rúmsjó. — Einar. togararnir kærnu á ytri höfnina undir miðnætti, en þar mun Magni taka Northern Sceptre í tog og færa að bryggju. í dag verður togarinn tekinn í slipp. Hann er um 800 tonn að stærð, byggður 1996. t !Þá gerðist sá atburður í gær- dag um borð í Northern Scept.re, að stýrimaðurinn tvíbrotnaði á fæti, er hann var við vinnu sína. íkki var Geir Zoéga kunnugt um tildrög slyssins. Stýrimaðurinn átti að flytjast í Landakotsspítala um leið og togarinn kæmi að bryggju. Erlend kona falsaði ávís- anir fyrir um 90 þús. kr. Stakk af til Kaupmannahafnar, en skildi vin sinn eftir allslausan RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur í gær og sl. miðvikudag fengið í hendur fimm falskar ávísanir, sem bandarísk kona, Bonnie J. Parker, hefur gefið út til að greiða ýmsan vaming, sem hún hefur keypt í verzlunum. Eru ávísanir þessar samtals að upphæð 2000 dollarar (um 90 þús. kr. ísl.). Ávísanir þessar eru Fært um flesta þjóð- vegi - en mikil hálka Vegir sunnanlands spillast vegna aurbleytu SAMKVÆMT upplýsingum er Mbl. aflaði sér hjá Vegamála- skrifstofunni er nú svell mikið að fara úr vegum á láglendi hér sunnan- og suðvestanlands, og á stoku stað, t. d. í Mosfellssveit og i Borgarfirði eru vegir farnir að spillast vegna bieytu, og hætt við að svo verði á fleiri stöðum, næstu daga. Hellisheiði er all- varasöm vegna hálku. Fært í Dali og allt upp í Reyk-. hólasveit, en mikil hálka er á fjallvegum öllum strax og komið er upp úr Borgarfirði. Á Vest- Framhald á bl«. 3 frá banka í New York, og hefur hann gefið þær upplýsingar að reikningnum, sem ávísanirnar eru stílaðar á, hafi verið lokað 26. nóvember 1965. Rannsóknar- lögreglunni er kunnugt um að Bonnie Parker hefur selt fleiri ávísanir hér á landi en þær fimm sem hér að framan eru upp tald- ar. Konan er nú farin til Kaup- mannahafnar, en skildi bér eftir ungan mann Lewis W. Parker að nafni, sem ungfrú Parker virðist hafa haft að leiksoppi. Mikið af varningi þeim, sem hún keypti hérlendis fannst í hótel- herbergi hennar að Hótel Loft- leiðum, og hefur rannsóknarlög- reglan tekið hann í sína vörzlu. I>au hjúin, Bonnie Parker og Lewis W. Rollman, komu hingað til landsins hinn 3. þ. m. með Laftleiðaflugvél frá New York. Hafa þau síðan búið á Loftleiða- hóteli, eða þar til á miðvi'ku- dagsmorgun að Bonnie fór með vél frá Flugfélagi íslands til Kaupmannahainar. Var ungfrú Parker ósköp óspör á að gefa út ávísanir meðan hún dvaldi hér, og lét oft í það skína að hún hefði yfir mikium fjármunum að ráða. Rannsóknarlögreglan tók Roll- man til yfirheyrslu í fyrrakvöld, og sagði hann þá að hann hefði Framhald á bls. 3 SH stöðvar frystingu síldar Sjónvarp 6 daga í viku 1. sept? tJTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær að sjón- varpsdögum skyldi fjölgað upp í 4 í viku 1. febrúar nk. Ennfremur að sjónvarpað skuli 5 daga í viku frá 15. mai nk. og 6 daga í viku frá 1. sept. nk. Þessi lenging íslenzka sjón- varpsins er þó háð því að sjónvarpið hafi fengið þann mannafla og þau tæki, sem forráðamenn þess teija frum- skilyrði þess að hægt sé að f jölga sjónvarpsdögum. Menntamálaráðherra mun nýlega hafa skrifað útvarps- ráði og óskað þess að sjón- varpsdögum yrði fjölgað hið fyrsta upp í 6 daga í viku. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna mun hafa skrifað meðlim- um sinum og fyrirskipað þeim að hætta frystingu sáldar, þar sem ekki séu nægir markaðir fyrir hendi og þegar hafi verið fryst upp í þá sölusamninga, sem gerð- ir hafa verið. Þessi mál koonu til umræðu á fundi SH í gær og var þar samþykkt eftirfarandi tiliaga: „Framhaldsauikafundur S. H. haldinn lí. janúar átelur, að ekki skuli hafa verið endurnýjaður vöruskiptasamningur, 1 því fortni, sem þeir áður voru, við Pólland og Tékkóslóvakíu, þ. e. á jafn- virðiskaupagrundvelli með á- kveðnum vörulistum. Telur fund urinn að unnt hefði verið að ná viðskiptasamningum á óibreyttum grundvelli. Þessi lönd hafa verið meðal helztu kaupenda að freðsíld frá Islandi og hefir nú kotnið í ljós, að ekki reynist unnt að selja þeim nema brot af þvd magni, er þau áður keyptu atf freðsíld, og mun breyttu viðskiptafyrir- komulagi hér aðallega um að kenna. Afleiðing af þessu er, að frysti- húsin hafa nú neyðzt til aö hætta frystingu á síld.“ Steindór Iljörleifsson, form. ] L.R. ásamt Guðrúnu Indriða- dóttur, elzta félaga Leik- ( félagsins, en Guðrún var sér- staklega heiðruð á heiðurs- . sýningunni. Að baki þeirra' sést Brynjólfur Jóhannesson, I forrn. Félags ísl. leikara. Lítil brögð ó óhóflegri neyzlu deyíilyljn LÍTIL brögð virðast vera á mis- notkun eiturlyfja á íslandi, og má í því sambandi geta þess, að landlækni hefur vart borizt eitt einasta tilfelli um misnotkun deyfilyfja á sl. ári. Landlæknir fær skýrslu um þess háttar tUfelli bæði frá lög- reglunni og eins eftirlitsmanni með lyfjaverzlunum á landinu, og sagði hann í samtali við MbL að sáralítil brögð virtust vera á því að menn neyttu deyfilyfja í ólhófi nú sl. ár. Surprise selur síld og flsk H AFN ARF J ARÐARTOG ARINN Surprise seldi síldarafla í Þýzka- landi sl. miðvikudag og í gær, alls 168,7 tonn, sem seldust fyrir 84.369 mörk. Síldina tók togar- inn á Neskaupstað. Þá seldi Surprise 48,4 tonn af fiski fyrir 59.817 mörk. Um 800 Færeyingar hyggja á vinnu hér FÆREYSKA blaðið Dimmalætt- ing skýrir nýlega frá því, að ekki muni færri Færeyingar hyggja á íslandsferð tii að starfa á bátaflotanum og í fiskvinnslu- stöðvunum en undanfarin ár. Telur blaðið, að um 860 Færey- ingar muni ætla til islands tii starfa á vertíðinni, eða svipaður f jöldi og 1966. Þá kemur fram í blaðuui, að á siðasta ári hafi um 200 fær- eytskir sjómenn starfað á norsk- um fiskibátum og togurum. Hins vegar hafi fækkað fær- eyskum sjómönnum það ár á þýzikum og enskum togurum m.ð að við 1966. Innan við 50 hafa ráðizt á þýzika togara og um 20 Færeyingar hefðu unnið á brezkum togurum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.