Morgunblaðið - 29.01.1967, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1967.
n'
I
l
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
John Steinbeck
STUNDUM er sagt, að orð-
færi íslenzkra blaða sé mun
kurteislegra nú hin síðari ár,
en áður var. Má vel taka und
ir þessa skoðun margra, þótt
hinu sé ekki að leyna, að
taugaveiklunar kennir
stundum í orðfæri hinna
beztu manna. Slík taugaveikl
un náði hámarki í Þjóðvilj-
anum í gær.
Engum sem fylgist með
skrifum kommúnista um
menningarmál dylst, að þeir
hafa ríka tilhneigingu til
að dæma verk höfunda eftir
pólitískri afstöðu þeirra. Þeg-
ar þjónustulund höfunda við
„málstaðinn" bregzt tekur
Þjóðviljinn til sinna alkunnu
ráða gegn þeim.
Steinbeck hefur skrifað unt
Vietnam að undanförnu og
greinar hans m.a. birzt í
Morgunblaðinu. Hann hef-
ur reynt að kynna sér
ástand mála þar í landi af
eigin raun og skrifar þaðan
án milliliða, en af því getur
Þjóðviljinn ekki státað.
Steinbeck er einn merkasti
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■
Tauga-
veikiun
skáldsagnahöfundur sem nú
er uppi. Hann hefur aldrei lát
ið segja sér fyrir verkum. Fft
ir heimsókn hans til Sovét-
ríkjanna fyrir nokkrum ár-
um, þótti hörðustu andstæð-
ingum Sovétskipulagsins
hann skrifa svo sanngjam-
lega um ferð sína þangað, að
TarsLs þótti rétt að gagnrýna
hann allharkalega í bók sinni
Deild 7. Þá talaði Þjóðviljinn
ekki um „siðferðilega niður-
Iægingu“ Steinbecks.
Þessar hugleiðingar eru
sprottnar af gefnu tilefni,
orðum Austra um Steinbeck
í Þjóðviljanum í gær. Þau
sýna allt annað en það, að
kurteisi hafi aukizt í skrifum
íslenzkra blaða. Orðrétt segir
Austri um Steinbeck:
„nú skilur hann ekki
neitt nema fögnuð
veiðigleðinnar innan
um hinar skækjurnar í
trússi innrásarhers-
ins“.
Var einhver að tala um
Söm Lidman?
s
Framlhald af bls. 1.
1965, en sú för var liður í þjálf-
un þeirra fyrir Apollo tilraunirn
ar.
* • Geimfaramir þrír era hinir
fyrstu í Bandaríkjunum, sem
Iáta lífið í geimvísindatilraun.
I fyrra fórust tveir aðrir geim-
farar — í flugslysi skammt frá
MacDonnel flugvélaverksmiðj-
unum í St. Louis í Missouri —
en þeir voru ekki að vinna við
geimvísindatilraunir.
Geimfararnir höfð'U verið
nokkrar klukkustun-dir í geim-
farinu, þegar slysið bar að hönd
um — og gert ýmsar atlhuganir
rétt eins og þeir væru í tilrauna
flugi. Höfðu þeir haft samband
við vísindamenn í geimstöðinni
nokkrum sekúndum áður en eid-
urinn kom uipp. Heyrðist aldrei
neitt frá þeim, sem gefið gat til
kynna, að þeir hefðu orðið varir
bilunar. Eru sérfræðingar sann-
* færðir um að slysið hafi gerzt
á augabragði og mennirnir lát-
izt samstundis.
Ekki varð sprengimg í geim-
farinu og sakaði engan annan.
Hundruð manna voru í nánd v-.ð
' slysstaðinn, þar á meðal ljós-
myndarar og fréttamenn, en
svæðið var þegar girt af og tekið
Edward White á gönguferð
sinni um himingeiminn í
júní 1965.
i Slysið kvikmyndað
í NTB frétt segir, að eldurinn
— Geimfararnir
fyrir alla umferð. Bannað var að
birta myndir fyrst um sinn.
BLAÐBURÐARFÓLK
1 EFTIRTALIN HVERFI:
VANTAR
Skerjafjörður —
sunnan flugv.
Túngat.a
Lambastaðahverfi Síafnar<*ata
Miðbær Blesugróf
Snorrabraut Selás
Talið við aígrciCsluna, sími 22430
hafi sennilega kviknað í geymi,
rétt undir klefa geimfaranna, þar
sem voru súrefnisbirgðir þeirra,
rafhlöður og fleira. Hafi reyk
leitt um súrefnistækin og geim-
fararnir kafnað, áður en þeir
næðu til björgunartækjanna í
geimfarinu. Síðari fréttir benda
til þess, að mennirnir hafi bók-
staflega stiknað á augabragði af
hinum gífurlega hita, er varð í
klefa þeirra, þegar eldurinn
komst í súrefnið.
Yfirmenn í geimistöðinni
ákváðu að fjarlægja ekki lík
geimfaranna úr geimfarinu, þeg
ar í stað. Voru þau höfð þar í
sjö klukkustundir, til þess að
auðvelda rannsókji á slysi þessu.
Ein af þeim tilraunum, sem
geimfararnir áttu að gera var
að yfirgefa geimfarið í skyndi
með hugsanlegt óhapp í huga.
Almenn sorg ríkti á Kennedy-
höfða í dag. Þar voru margir, sem
misst höfðu nána samstarfsmenn
og persónulega vini. Þar við bætt
ist að margra mánaða starf var
að engu gert.
Að sögn talsmanns geimvísinda
stöðvarinnar í Houston var slys-
ið kvikmyndað. Auk þess eru all
Virgil Grissom er hann kom
úr geimferðinni í marz 1965.
ar samræður við geimfarana til á
segulbandsspólum, að venju. —
Gögn þessi voru innsigluð og
verða afhent opinberri rannsókn
arnefnd.
Johnson forseta barst fregnin
um slysið á Kennedy-höfða
skömmu eftir að hann hafði und
irritað samkomulagið um frið-
samlega nýtingu himingeimsins.
Var hann í hópi rúmlega sextíu
sendiherra, í Hvíta húsinu og
höfðu ekki allir lokið við að
skrifa undir. Varpaði fregnin
dökkum skugga á gleðina, sem
ríkt.i yfir samkomulaginu — hin
um nýja áfanga í batnandi sam-
skiptum stórveldanna.
í yfirlýsingu forsetans, sem
birt var skömmu síðar, lét hann
í ljós djúpa sorg yfir fráfalli
geimfaranna „Þrir hughraustir,
ungir menn hafa látið líf sitt í
þjónustu bandarísku þjóðarinn-
ar. Við syrgjum þá og hugsum
til fjölskyldna þeirra", sagði
hann. Sennilegt er talið, að for-
setinn verði viðstaddur útför
geimfaranna.
Roger Schaffe á íslenzkum h esti. Myndina tók Ólafur K.
Magnússon ljósm. Mbl.
Apollo farsins að nýju. Einnig
skiptir miklu máli hvort geim-
farið er algerlega ónýtt eða
hversu miklar skemmdirnar á
því urðu.
Alla vega v%rður að fresta
því að senda Apollo geimfar á
braut umhverfis jörðu. Þegar
hefur þeirri tilraun verið frest-
að nokkrum sinnum en nú átti
að gera hana 21. febrúar n.k.
Þjálfa verður nýja menn til far-
arinnar og segir Thompson, að
þeir Walter M. Schirra, Don F.
Eisele og Walter Cunningham
taki við. Þeir hafa þegar fengið
margra mánaða þjálfun. Upphaf
lega stóð til, að þeir færu með
„Apollo 2“ sem senda átti á loft
í haust, en vegna bilana var
ákveðið að fresta þeirri tilraun
og voru geimfararnir þá settir
sem varamenn fyrir áhöfn „Ap-
ollo 1“. Geimförin voru á hinn
bóginn í mörgum atriðum frá-
brugðin hvort öðru og þarfnast
varamennirnir því ýtarlegri
þjálfunar.
Önnur AP-frétt frá Kennedy-
höfða hermir, að allt frá því
fyrst var farið að reyna „Ap-
ollo 1“, hafi komið fram ótal
vandamál. Hafi framkvæmda-
stjóri Apolloáætlunarinnar, Dr.
Joseph Shea, skýrt svo frá á
fundi nýlega, að alls hefðu orð-
ið rúmlega tvö hundruð bilan-
ir auk mörg hundraða atriða, sem
breytt hefði verið þegai verið
var að reyna geimfarið.
Þá komu fram margskonar
vandamál í stjórntækjum, svo að
fresta varð tilrauninni fram í
janúar. Nokkrum vikum síðar
töfðust tilraunir á jörðu enn
vegna bilunar og þá ákveðið að
gera tilraunina í febrúar.
Frá Sjálfsfæðis-
félögum í M»rð-
urlandskjörd.
eystra
Sjálfstæðisfélag Árskógsstrand-
ar
^Aalfundmr Sjálfstæðisifléla.gis
Árskógsstrandar verður haldinn
næstkomandi þriðjudagskvöld
klukkan 8.30.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, ræðir stjórnmálaviðhorf-
ið.
Sjálfstæðisfél Einar þveræingur
Sjálfstæðisfélagið Einar þver-
æingur heldur aðalfund sinn
næstkomandi miðvikudag klukk
an fjögur síðdegis í fundarsal
íslenzk-Ameríska félagsins, Bún
aðarbankahúsinu Akureyri,
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra ræðir stjómmálaviðhorf-
ið.
Tefur tunglferðaáætlunina.
í AP-frétt frá geimvísinda-
stöðinni í Houston í Texas skrif-
ar Ronald Thompson, að slys
þetta sé bandarískum geimvís-
indum þungt áfall og mikill
hnekkir fyrir tunglferðaáætlun-
ina. Bæði hafi þarna farizt þrír
af bezt þjálfuðu og reyndustu
geimvísindamönnum Bandaríkj-
anna og geimfarið sjálft, sem
gerðar höfðu verið á margs-
konar endurbætur. Telur Thomp
son einsýnt, að slysið muni
valda margra mánaða töf á tungl
ferðaáætluninni, en segir, að
sérfræðingar telji of snemmt að
slá nokkru föstu þar um. Það
verði ekki ljóst fyrr en orsalz-
ir slyssins hafi verið nákvæm-
lega rannsakaðar. Mikið veltur
á því, hvort slysið á rót að rekja
til eðlilegrar bilunar á þessu
einstaka geimfari eða hvort um
er að ræða galla á byggingu þess
þannig að gera verði breyting-
i ar á teikningum og hefja smíði
Upphaflega var fyrirhugað að
skjóta fyrsta Apollo geimfarinu á
loft fyrir árslok 1966. Vr fyrst
ráðgert að reyna í nóvember en
síðan frestað fram í desember.
Fiskimjöls^ram-
Eeilfendurá fundi
FUNDUR var haldinn í gær-
morgun í Félagi íslenzkra fiski
mjölsframleiðenda og hófst
hann kl. 10 árdegis.
Til umræðu voru markaðs-
horfur á sölu lýsis og mjöls. A
fundinum skýrði dr. Þórður Þor
bjarnarson frá fundi alþjóða-
samtaka fiskimjölsframleiðenda,
sem haldinn var í París fyrir
nokkru. A fundinum í gær var
stjóm félagsins falið, að gera
þær ráðstafanir, sem hún tel-
ur nauðsynlegar í þessum efn-
um.
Sjálfstæðisfél. Drangur
Sj álf stæðisf élagið Drangur
heldur aðalfund sinn næstkom-
andi miðvikudag í fundarsal ís-
lenzk-Ameríska félagsins klukk
an fjögur síðdegis í Búnaðar-
bankahúsinu Aknreyri. Magnús
Jónsson, fjármálaráðherra, ræð
ir stjórnmálaviðhorfið.
Sjálfstæðisfél. Akureyrar
Sjálfstæðisfélag Akureyrair
boðar til almenns stjórnmála-
fundar næstkomandi miðviku-
dagskvöld klukkan átta þrjátíu
í Bjargi, félagsheimili Sjálfs-
bjargar. Frummælandi Ma.gnús
Jónsson, alþingismaður.
Vörður F.U.S.
Vörður F.U.S. Akureyri boðar
til kvöldverðarfundar n.k.
fimmtudagskvöld klukkan 7.30 í
Sjálfstæðishúsinu (litla sal).
Ath. breyttan fundardag. Magn-
ús Jónsson, fjármálaráðherra
ræðir stjómmálaviðhorfið.