Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1907. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigrugjaldi. SENDUM IVIAGIMUSAR SK|PH0LT(21 símar 21190 eftir lokur* simi 40381 _ siM' 1-44-44 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31169. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAINl VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. f-p--'BHAIC/GAN RAUÐARÁRSTÍG 31 SfMI 22022 Bíltdeignn GREIÐI Lækjarkinn 6, Hafnarfirði. Sími 51056. Þessi hundur hefur tapazt Vinsamlegast hringið í síma 33042. ^hr Páskafrí Og þá er páskafríið byrjað. Þetta er lengsta „helgi“ ársins, frídagarnir hjá flestum fleiri en um jólin. Þeir, sem hugsa sér til hreyf- inga, vildu sjálfsagt hafa fríið enn lengra, því mikill vill alltaf meira. Hinir, sem sitja heima auðum höndum og bíða eftir að dagarnir líði, verða dauðfegnir að byrja starfið á ný. En hvort sem menn sitja heima eða eru á flakki verða menn jafna svolítið stirð- ir til vinnu að loknu löngu fríi. Það tekur einn eða tvo daga að „komast í gang“ á. ný. Margir velta því fyrir sér hvernig skynsamlegast sé að eyða jafnlöngu fríi. Það fer sjálfsagt eftir efnum og ástæð- um hvers og eins. Þeir, sem teknir eru að reskjast, verða hvíldinni fegnir fyrst í stað. Siðan byrja þeir að biða eftir næsta vinnudegi. Hinir, sem eru ungir og frískir og eiga heimangengt, ættu umfram allt að lyfta sér eitthvað upp — þó ekki væri nema að fara í fjallgöngu einn dag. Hún end urnærir og frískar — og þótt hún gefi ekki eilíft líf getur hún blásið nýjum krafti 1 menn. Mjög skynsamlegt er fyrir fullfrískt fólk að hanga inni við sjálfum sér og öðrum til leiðinda — þ.e.a.s. ef það hefur tækifæri til þess að fá sér hreint loft í lungun. Annars var það ekki ætlun- in að leggja ykkur neinar lífs- reglur, aðeins að benda á gam- alkunnar staðreyndir. Vonandi tekst ykkur flestum að verja páskafríinu vel — ykkur sjálf um og öðrum til gagns og ánægju. Skyrlaus borg Ég gekk eins og grenj- andi ljón um allan bæ í gær í leit að skyri. Það virðist vera orðið eitt af því ófáanlega í henni Reykjavík. í einni mjólk urbúðinni sagði afgreiðslu- stúlkan: „Við höfum ekki feng ið skyr í fjóra daga. Þér fáið hvergi skyr. Það er ekki fram leitt lengur hér sunnatilands. Nú kemur það allt að norðan — og ef ekki er bílfært senda þeir einhvern smáslatta með flugvél, en það er allt of dýrt að flytja skyr flugleiðis hing- að suður.“ Ég arkaði alla leið upp i Mjólkurstöð, var samt orðinn of seinn — og búið var að loka. Mér tókst samt að ná tali af einni afgreiðsludömunni, sem horfði hvössum augum á klukkuna, eins og til þes3 að gefa mér til kynna að hún væri ekki til viðtals eftir sex. Samt sem áður tjáði hún mér það, að í þeirri búð hefðu þær aðeins fengið einn skyrdall þann daginn og upp úr hon- um hefði selzt á einum stund- arfjórðungi. Fólkið hefði rif- izt um skyrið. Eftir lauslega athugun á skyrmálum höfuðstaðarins skildist mér helzt, að smjör- fjallið fræga hefði orðið til þess að bændur fækkuðu mjólkurkúm svo mjög hér sunnanlands, að nú er engin mjólk afgangs til skyrfram- leiðslu, Vonandi lagast þetta smám saman, en annars væri vel þegið, að hlutaðeigandi að- ilar skýrðu frá ástandi og horf um í mjólkuriðnaðinum áður en fólk fer almennt að gera ráðstafanir til þess að fá skyr sendingar að norðan. ★ Óvenjuleg „smygl- vara“ En úr því að ég minnist á skyrið að norðan er ekki úr vegi að geta um mjólkina það an líka. Kunningi minn, sem var að koma flugleiðis frá Akureyri í gær, birtist nefnilega í dyr- unum hjá mér með heljarmik inn kassa undir hendinni. „Ég var að fljúga", sagði hann — „og keypti smáleka fyrir þig.“ Það hýrnaði heldur betur yfir mér, því „leki“ sá, sem menn kaupa í flugferðum, er ekki af lakara taginu. „Ég kaupi mér kassa í hverri ferð“, sagði hann — og ég varð hálfundr- andi, því að þetta er mikiil hófsmaður. Ég spurði hann hvort ekki hefði verið erfitt að komast með heilan kassa í land, en hann hélt nú ekki. Svo skellti hann ,lekanum“ á borð ið hjá mér. Þá sá ég, að þetta var ekki venjuleg „smyglvara“ því á kassanum stóð: „AUÐ- HUMLA, 10 ltr, gerilsneydd mjólk. Mjólkursamlag KEA, Akureyri. Ég varð í rauninni hálffeg- inn, að þetta var mjólk — úr því að það voru hvorki meira né minna en tíu lítrar. Hitt hefði varla borgað sig. Hagkvæmar um- búðir Þarna voru þá komnar hinar nýstárlegu mjólkurum- búðir KEA. í pappakassanum var plastpoki fullur af mjólk — og meira en það: Á kass- anum var krani — svo að nú var ekki annað að gera en setja könnuna undir og skrúfa frá Þetta eru ákaflega hag- kvæmar umbúðir — og þægi- legt að geyma mjólkina í þess- um kössum í ísskápnum. Því miður var ég nýbúinn að kaupa mjólkurhyrnur, en komst að raun um það, þegar ég kom kass- anum fyrir í skápnum, að minna fer fyrir honum en fimm eins lítra mjólkurhyrn- um okkar Reykvíkinga. Nú á ég aðeins eftir að reyna geymsluþolið — og um það segi ég ykkur eftir pásk- ana. En eitt er víst, að ný er KEA-mjólkin góð. í Reykjavík heyrir maður stundum, að menn séu á hött- unum eftir „kassa“ og gengur víst ekki alltaf vel. Þegar tal- að er um „kassa“ er víst átt við bjór, sem farmenn og flug menn mega hafa með sér í land. Ég hef aldrei reynt að ná mér í slíka kassa, en ég er hins vegar búinn að fá áhuga á þessum kössum að norðan. Ég gæti vel trúað því, að þetta yrðu eftirsóttar mjólkurum- búðir hér í Reykjavík, ef þær yrðu á boðstólum í mjólkur- búðum okkar. Þá hugsa ég fyrst og fremst til húsmæðr- anna, sem rogast með fimm og sex mjólkurhyrnur heim til sín á hverjum morgnL Þórarinn B. Þor- láksson Eftirfarandi bréf hefur borizt: „Hundrað ára minning, Þór- arins B. Þorlákssonar, hins ágæta listamanns, hefur með sæmd verið getið og til stofn- að með sýningu á verkum hans, fögrum og stílhreinum. þar sem ríkir rósemd og frið- ur íslenzkrar náttúru. Framlhald á bls. 5 Hvers vegna eftirsóttur ? er Volkswagen svo VW 1500 VW 1300 1600 VARIANT 1600 FASTBACK Hann er með loftkældo vél, sem aldrei frýs né sýður ó. Hann hefur sjólfstæða snerilfjöðrun á hverju hjóli og er því sérstaklega þægilegur d holóttum vegum. Hann er á stórum hjólúm og ‘hefur fróbæra aksturshæfileika í aur, snjó og sandbleytu. Auk þess er vélin staðsett afturí, sem veifir enn meiri spyrnu. Hann er öruggur ó beygjum, vegna mikillar sporviddar og lógs þyngdarpunkts. Hann er með alsamhraðastilltan gírkassa og því auðveldur í aksfri í mikilli borgarumferð, Hann er með viðbragðsmikilli og öruggri vél og veitir skemmtilegan akstur við góð aksturs-skilyrði. Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn. HEILDVERZLUNIN SÍMI 21240 LAUGAVEGI 170-172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.