Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
19j
Austurbæ jarbíó:
ANGELIQUE
OG KONUNGURINN
Aðalhlutverk:
Michele Mercier
Robert Hossein
Jcan Rochefort
Samy Frei
Austurbæjarbíó sýnir núna
þriðju myndina um Ange-
lique og hafa hinar tvær fyrri
náð hér verulegum vinsældum.
Myndir þessar eru gerðar eftir
sögum, sem skrifaðar eru af
frönsku ihjónunum Serge og
Anne Golon. Hafa þessar bækur
selzt mjög vel og er þessi kvik-
mynd gerð eftir þeirri áttundu
í röðinni. Sú íiíunda er þegar
komin út og heitir Angelique
og svarta messan.
Sögur þessar fjalla um Ange-
Iique, fagra dóttur fátæks aðals-
manns, sem vann sér frama og
auð við frönsku hirðina. í þess-
ari sögu, er Angelique kölluð til
hirðar Loðvíks fjórtánda, en þar
eru viðsj’ár miklar, og lendir hún
í miklum ævintýrum.
Jeanne Moreau og Rex Harrison
í gula Rolls-Royce-inum.
Gamla bió:
GULI ROLLS-ROYCE-INN
Aðalhlutverk:
Rex Harrison
Jeanne Moreau
Shirley MacLaine
Alain Delon
Ingrid Berman
Omar Sharif
Gamla bíó hóf sýningar á
páskamynd sinni núna um helg-
ina. Hún er sérstök að því leyti,
að aðalhlutverkið er leikið af
gulum Rolls-Royce bíl, sem er í
öllum þremur sögunum, sem
myndin fjallar um. Mikið af góð
um leikurum er í myndinni, eins
og sjá má hér að ofan.
Allar sögurnar eiga það sam-
eiginlegt, að ástaræfintýri snýst
I kringum bílinn og eiga þau sér
mjög misjafnan endi. I>að fyrsta
endar með óhamingju. Annað
endar með ást í meinum og j
þriðja með hamingju.
Háskólabíó:
JUDITH
Aðalhlutverk:
Sofia 'Loren
Jack Hawkins
Mynd þessi gerist árið 1948,
um það leyti, sem Palestína er
•ð verða að ríki. Hyggja Arabar
& innrás og hafa fengið þýzkan
•tríðsglæpamann, til að stjórna
herjum sínum. Gyðingar vilja
ná manninum, en enginn þekk-
ir hann í sjón.
Komast þeir að þvi, að hann
átti konu, sem hann yfirgaf,
vegna þess að hún var af Gyð-
ingaættum. Hafði hún sloppið
lifandi úr fangelsi, en sonur
þeirra týnist þar Hafa þeir upp
á henni og tekst eftir hennar
fyrirsögn að ræna manninum.
Hafast upp úr honum áform
Araba og einnig segir hann
Judifih frá því, að sonur þeirra
sé á lífi, og að hann viti hvar
hann er, en er síðan drepinn í
árás Arabanna, áður en hann
getur sagt hvar sonurinn er.
Laugarásbíó:
SIGURÐUR FÁFNISBANI —
HEFND GRÍMHILDAR
Aðalhlutverk:
Rolf Henninger
Maria Marlow
Herbert Lom
k
Laugarásbíó hefur nú sýnt í
nokkra daga síðari hluta mynd-
arinnar um Sigurð Fáfnisbana
og nefnist þessi hluti Hefnd
Maria Marlow sem Grímhildur.
Grímhildar. Varð mikil aðsókn
að fyrri hluta þessarar myndar,
og er ástæða til að ætla að
marga langi til að sjá þann siðari,
enda hefur aðsókn verið mjög
góð það sem af er. Mynd þessi
var, sem kunnugt er, tekin að
talsverðu leyti á íslandi. Verður
haldið áfram sýningum á mynd
inni eftir páska.
Mynd þessi fjallar um það, er
Grímhildur, kona Sigurðar Fáfn
isbana vinnur þann eið, að hún
skuli hefna morðs hans. Gengur
hún með barn Sigurðar. Líða
fram stundir og gengur hún að
eiga Atla Húnakonung. En ekki
gleymir hún harmi sínum og
hefndaráformum og fær þeim
loks framgengt.
Hafnarbíó:
HILLINGAR
Aðalhlutverk:
Gregory Peck
Diane Barker
Walther Matthau
Rafnmagsbilun veldur því að
ein af risabyggingum New York
borgar myrkvast. Á meðan fell-
ur maður út um glugga á 27.
hæð. Meðal þeirra mörgu, sem
eru í byggingunni, er maður að
nafni Stilwell (Gregory Peck)
og kemur í ljós, þegar hann kem
ur út úr húsiriu, að hann hefur
misst minnið.
Hann fær með sér leynilög-
reglumann ,til að reyna að finna
út eitthvað um fortíð sína. Hvað
eftir annað er reynt að myrða
þá, þar sem Stilwell býr yfir
einhverju leyndarmáli, sem
mönnum er annt um að komist
ekki upp. Hann leitar hjálpar sál
fræðings og tekst loks að muna
nóg, til þess að átta sig á hverjir
vilja hann feigan og vegna
hvers.
Nýja bíó:
HEIMSÓKNIN
Aðalhlutverk:
Ingrid Bergman
Anthony Quinn
Kvikmynd þessi er gerð eftir
leikriti Dúrrenmatts með sama
nafni. Myndin fjallar um það,
er ríkasta kona heims tilkynnir
að hún ætli að flytja aftur heim
til fæðingarbæjar síns í Evrópu.
Borgarbúa verða óðir um upp-
vægir og allir vilja njóta góðs
af. Er borgin hreinsuð og snyrt
fyrir komu hennar.
Anthony Quinn og Ingrid Berg-
man í Heimsókninni.
Tilgangur hennar reynist vera
sá, að hefna gamalla misgerða.
Býður hún borgarbúuim tvær
milljónir dollara, ef þeir vilji
taka Serge MiUer af lífi, en
hann var einn af helztu borgur-
um staðarins. Vill hún þannig
hefna þess, að hann vildi ekki
viðurkenna að hún væri ófrísk
eftir hann, þegar hún var 17
ára gömul. Enginn gefur sig
fram til þess, en hún fer þá aðr-
ar leiðir.
Stjörnubíó:
MAJOR DUNDEE
Aðalhlutverk:
Charlton Heston
Richard Harris
Jim Hutton
James Coburn
Senta Berger
Mynd þessi gerist á dögum
þrælastríðsins í Bandaríkjunum.
Er frásögnin byggð á dagbókum
ungs lúðursveins, sem varðveitzt
hafa til þessa dags.
Major Dundee er fangelsis-
stjóri í herfangelsi og hefur ver-
ið sendur þangað af vígvöllun-
um, vegna þess að hann hefur
verið ósveigjanlegur í meðför-
um. Indíánar í suðvesturríkjun-
um hafa látið ófriðlega og fær
hann þá hugmynd, að nota sjálf-
boðaliða úr hópi fanga, til að
berja þá niður.
Meðal fanganna er æskuvinur
hans úr Suðurríkjaher og sver
hann að drepa Majorinn, að her-
ferðinni lokinni.
Leiðangurinn heppnast eftir
mikla erfiðleika, meðal annars
vegna þess, að Major Dundee
tekst að fá Frakka á móti sér til
viðbótar við Indíána.
Virna Lisi í „Að kála konunni
sinni“.
Tónabíó:
AÐ KÁLA KONUNNI SINNI
Aðalhlutverk:
Jack Lemmon
Virna Lisi
Terry Tliomas
Stanley Ford lifir lífinu
ánægður, enda ríkur og dáður
piparsveinn. Hann teiknar teikni
myndaseríu og hefur þann hátt
á, að prófa sjálfur öll ævintýri,
sem söguhetjur hans eiga að
komast í, sem oft verður til þess
að hann lendir í vandræðum.
Allt gengur þó vel, þangað til
hann hittir stúlku, sem kemnr
fáklædd upp úr tertu í pipar-
sveinaboði. Er gleðskapur þar
mikill og þegar hann vaknar
heima hjá sér um morguninn, er
stúlkan við hlið hans og þau
bæði með giftingarhringa. Læt-
ur Stanley þá sögulhetju sína gift
ast líka og byrja að 'hugsa um
hvernig losna megi við konuna.
Endar þetta með því að hann
fellur sjálfur undir grun um að
hafa drepið konu sína, þegar
hún skyndilega hverfur.
Kópavogsbíó:
O.S.S. 117
Aðalhlutverk:
Kerwin Mathews
Nadia Sanders
Mynd þessi er framhald af
sama myndaflokki og kvikmynd
in Banko í Bangkok, sem sýnd
varí Kópavogsbíó í fyrra. í byrj
un myndarinnar er einn af starfs
mönnum bandarísku leyniþjón-
ustunnar myrtur á Korsíku. Eina
vitnið segir það vera slys, en
leyniþjónustan sendir samt einn
af sínum beztu mönnum, til að
rannsaka málið.
Hann kemst að því, að þarna
er glæpahringur að verki, sem
starfar á vegum erlends ríkis.
Hafa þeir undir höndum tæki,
sem getur fundið og staðsett kaf
báta mjög nákvæmlega og þá
er hægt að granda þeim fyrir-
varalaust. Veltur á miklu að
koma í veg fyrii að þeir komi
þessum tækjum í notkun.
Hafnarfjarðarbíó:
SUMARIÐ MEÐ MONIKU
Leikstjóri: Ingmar
Bergman ;
Aðalhlutverk:
Harriet Anderson
Lars Ekborg
Harry Lund er einskonar snún
ingapiltui í postulínsverksmiðju,
þar sem aðrir starfsmenn gera
honum lífið heldur leitt. Hann
hittir Moniku, sem er frökk
stúlka og lífsreynd. Hún sem
strax að hún getur náð tökum
á þessum unglingi, fer með hann
í bíó og á afvikinn stað á eftir.
Monika á stóra fjölskyldu og
háværa, sem henni leiðist. Flyt-
ur hún að heiman í fússi og
leitar á náðir Harrys, sem ekki
þorir að fara með hana heim.
Flytja þau í bát, sem faðir hans
á og búa þar bæði, eftir að
Harry hefur verið rekinn úr
vinnunni. Eyða þau sumrinu
saman í sænska skerjagarðin-
um og lifa á því, sem náttúran
veitir. En svo haustar og Monika
er ófrísk. Henni leiðist húshald-
ið og hefur lítinn áhuga fyrir
barninu. Sígur því senn á ógæfu
hlið með sambúðma. ., —
Bæjarbíó:
DARLING
' e’kstjóri:
Jcbn Schlesinger
í'ðalhlutverk:
Jolie Chirstie
Dirk Bogarde
Lawrence Harvey ' (
Fáar myndir hafa hlotið jafn
mikið lof og jafn góða aðsókn
á síðustu árum, eins og kvik-
myndin Darling. Hún fékk þrjú
Oscarsveiðlaun, og verðlaun
kvikmyndagagnrýnenda í Holly-
wood, Golden Globe, sem bezta
erlenda mynd ársins, kvikmynda
gagnrýnendur í New York kusu
Julie Christie i Darling
hana bez.r mynd ársins og
Sehlesinger bezta leikstjórann.
Myndin fjallar um unga
stúlku, sem þráir ekkert fremur
en skjótan frama í heimi aug-
lýsinga, tízku og hins ljúfa lífs,
þar sem i”:amsnautnir ráða oft
mestu u:n hver kemst lengst.
Fyrir hisi '.: og hégóma fórnar
hún sínuo' eina möguleika á að
lifa hami Jusömu iífi-