Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. 23 Átfrœður í dag: Jón Pétursson bóndi, Geitabergi 1 DAG, á fyrra bænadegi kyrru- vikunnar, skírdag, á áttræðisaf- mæli merkur bóndi og félags- málamaður, Jón Pétursson, fyrr- verandi hreppstjóri á Geitabergi í Svínadal í Hvalfjarðarstrandar hreppk Svínadalur er falleg sveit og mörgum kostum búin. Há fjöll, hnarrreist og tignarleg, setja »vip sinn á byggðina. Á báða vegu dalsins og fyrir botni hans eru gróðursælar hlíðar með nokkrum skógargróðri og blóma angan. Hér haldast í hendur ágæt beitilönd, skrúðgræn og rennislétt tún, gagnsemi og feg- urð, sem verður hverjum sem þetta augum lítur hugljúft um- hugsunarefni og laðar til sín. Fis’kisæl vötn þekja allt miðbik dalsins. Á heiðskírum og logn- kyrrum sumardegi standa fjöll- in, sem umlykja dalinn, á höfði í kristalstærum vötnunum, er sú endurspeglan fögur á að líta. Vötnin eru þrjú og líða lækir i nokkrum bugðum á milli þeirra. Fremst er Geitabergsvatn, næst eæ Þ'órustaðavatn en neðst er Eyrarvatn. Úr því rennur Laxá út í Grunnufjörur. Nokkru fyrir neðan Eyrarvatn er hár foss, Eyrarfoss, sem gerður hefur ver- ið laxgengur svo að hér er nú samfelt veiðisvæði miili fjalls og fjöru. í Vatnaskógi, sem er í hlíð- inni sunnan Eyrarvatns, hefir kristilegt félag ungra manna haslað sér völl, reist þar sumar- búðir og fallega kapellu. Lagði hinn mikli mannvinur séra Frið- rik Friðriksson grundvöll að þessari starfsemi æskulýðsins þarna og átti þar margar ánægju og gleðistundir við hið góða og göfuga hugsjónastarf sem hann vann að allt sitt líf. í skauti þessa fallega og gróð- ursæla dals hefir Jón Pétursson alið allan aldur sinn, Jón er fæddur á Draghálsi, fremsta bænum í dalnum. Drag- háls stendur undir skjólsælli hlíð móti suðri, nýtur þar vel sólar allan ársins hring. Grös- ug engja og beitilönd eru á flatlendinu neðan við bæinn sem ná frá túnfætinum alla leið nið- ur að Geitabergsvatni. Rennur Draghálsá um þetta landsvæði út I vatnið. Til annarrar handar ▼ið Dragháls er Grafardalur. í dalnum er samnefndur bær. En til hinnar handar er Geldinga- dragi en um hann liggur hinn florni þjóðvegur í Borgarfjörð og tfl vestuT og norðurlands. Á Draghálsi ólst Jón upp með floreldrum sínum, Pétri Jónssyni bónda þar frá Ferstiklu og Hall- dóru Jónsdóttur frá Efstabæ. Pétur á Draghálsi gerði þar garðinn frægan. Var hann á sinni tið mjög í forystu með byggingar í nýjum stíl og rækt- unarframkvæmdir enda snjall búlhöldur. Hugur Jóns hafði 1 æsku mjög mótazt af þessu um- hrverfL Að hlúa að gróðurríki náttúrunnar, efla mátt þess og þroska skyldi verða lifsstarf hans. I»á ákvörðun tók hann á uppvaxtarárunurn í Draghálsi >g þeirri hugsjón hefur hann reynzt taúr. Jón Pétursson hóf búskap á Draghál&i, fyrst í sambýli við föður sinn en að honum látnum féll honum í skaut öll ábúð á jörðinnL Um þær mundir kvænt ist hann konu smni Steinunni Bjarnadóttur á Geitabergi. Vel var i hendur Jóns búið er hann hóf búrekstur á Draghálsi. En umbótahyggjan og framlþróunin á öllum sviðum þjóðlífs vors var Jóni í blóð borin, svo öllu var vel í borfi haldið og sótt fram um allt er stefndi til vaxtar og öryggis í búskaparháttum. Engj- arnar á Dragháisi stórbætti Jón með áveitu úr Draghálsá. En um hagnýtingu vatnsins úr ánni þurfti þess að gæta að hún gat gerst áleitin um grjót og sand- burð á engið er mikill vöxtur hljóp í hana. Hafði Jón haft fyr- irhyggju um varnir gegn þessu er að haldi komu. En mikil breyting var hér á orðin bæði um grasvöxt og heygæðL Nokkru eftir iát tengdaföður Jóns, hér- aðshöíðingjans Bjarna Bjarna- sonar á Geitabergi tóku þau hjón in, Jón og Steinunn þá ákvörð- un að flytja búferlum frá Drag- hálsi að Geitabergi þar sem Steinunn var fædd og uppalin, Bjarni á Geitabergi hafði venð stórtækur umbótamaður í bú- skap sínum. Kom hann upp reisu legum byggingum á Geitabergi og ræktunin þandist út í hönd- um hans. Vakti stórhugur þeirra nágranríanna, Péturs á Drag- hálsi Jg Bjarna á Geitabergi í byggingum og ræktun, mjög at- hygli, vegfarenda um dalinn og bárust fregnir af þessu víða. Jón kvaddi æskuheimili sitt með góðum endurminningum. En bugðarefnin voru hin sörou á Geitabergi og á þessari stóru jörð var gatan greið til fram- tíðar umbóta og vaxtarþroska. Jón undi því strax vel hag sín- um eftir skiptin og hefur farn- azt þarna vel. Við hliðina á því að sinna, með myndarlegum hættL þeim önnum sem stórum búrekstri fylgir og standa í um- bótaframkvæmdum, hefir Jón Pétursson um dagana innt af hendi margvísleg félagsmála- störf fyrir sveit sína og byggðar- lag. Hann gegndi hreppstjóra- störfum um alllangt árabil og var jafn lengi formaður skatta- nefndar hreppsins. f»á var hann hreppsnefndarodd'viti um sfceið og í sýslunefnd. Fleiri opimber störf voru falin florsjá hans. Hafa störf þessi öll farið hon- um mjög vel úr hendi. Jón er um alla hluti stakur reglumaður. Dómgreind hans og sanngirni hefir jafnan vísað honum veg- inn til rétts úrskurðar um það er til hans kasta kom að leggja dóm á. Jón Pétursson er prýði- lega greindur maður, í bezta lagi sjálfmenntaður, hygginn og raunsær og vill hvers manns vanda leysa enda að sama skapi vinsæll. Það er bæði fróðlegt og ánægjulegt að hitta Jón Péturs- son til skrafs og ráðagerða. Hann er maður mjög viðræðugóður. Það fer ekki framhjá neinum, sem við hann ræðir, hve vítt hugsanasvið hans er og hve víða hann kemur við og hye hugleik- ið honum er að kryfja hvert mál til mergjar og láta eigi staðar numið fyrr en fengizt hefir lausn á þeim ráðgátum sem umræðurn ar beindust að hverju sinni. Það er ánægjulegt að heimsækja þau hjónin Jón og Steimunni, hans ágætu konu. Gestrisnin og inni- leikinn í öllum móttökum yljar þeim um hjartarætur er að garði ber. Nú hafa þau hjónin Jón og Steinunn látið af búskap á Geita bergi fyrir nokkru. Fólu þau bú og jörð í hendur tengda- syni sxnum Jó*hanne&i Jónssyni, greindum manni og umibótasinn- uðum, sem færir þarna út kví- arnar í byggingum og öðru sem til vaxtar og þroska sbefnir I búskapnum. Son misstu þau Jón og Stein- unn uppkominn er þau höfðu ætlað að tæki við af þeim er þau létu af búskap á GeitabergL Var þeim hjónum mikill harmur kveðinn við fráfall þessa mann- vænlega sonar. En vissulega var korna tengdasonarins inn á heim ilið þeim mikil sárabót og fyll- ing þeirra vona og óska sem tengdar voru við soninn sem þau urðu á bak að sjá í blóma lífsins. Þau hjónin Jón og Steinunn hafa eignazt og alið upp stóran barnalhóp og eiga miklu barna- láni að fagna. Þeim varð níu barna auðið. Eru átta þeirra á lítfL en einn sona þeirra lézt upp kominn eins og vikið er að hér að framan. Elzt þeirra systkina er Sigríð- ur húsfreyja á Lundi í Lundar- reykjadal. Þrír sona þeirra, Pét- ur, sem er næst elztur þeirra systkina, Einar og Haukur sem eru bifvélavirkj ar, eiga alllr heimia í Reykjavík. Pétur er for- stjóri atlhafna- og afkastamikils véltæknifyrirtækis þar í borg. Einar og Haukur eru kvænt.ir. Bijarni sem er þriðji í aldursröð- inni hefir getið sér mikinn orð- stír í Bandaríkjunum fyrir af- burðagáfur og lærdóm í stærð- fræði. Lauk hann prófi í þeirri grein við Berkley-háskóla í Cali- florníu en er nú stærðfræðipróf- essor við Vanderbilt-háskólann í Nashville í Tennessee í Banda- ríkj’unum. Hann er kvæntur bandarískri konu. Þrjár systurn- ar, Halldóra, Erna og Elísa, sem er yngst, eru allar giftar. Hall- dóra á heima í Kópavogi, Erna á Geitabergi og Elísa á Akur- eyri. Það er bjart yfir hug og sinni sveitunga Jóns Péturssonar í dag og annarra sem af honum haifa haft kynni á langri ævi. Minn- ingarnar um farsæl störf þessa bændaöldungis vekjja í huga fólksins hlýjar kenndir í hans garð, ræktarsemi og vinarhug. Þess munu þau hjónin, Jón og Steinunn fyllilega verða áskynja er kunningjar þeirra og skyldulið fylkir liði í félagsheim ili hreppsins í dag þeim til heið- urs. Hið dugmikla og fyriihyggju- sama fólk sem hér býr hefir auk stórtækra búskaparframkvæmda á undanförnum árum, búið vel í haginn fyrir félagsstarfsemi alla í hreppnum með því að reisa þar stórt og veglegt félags heimili, samkomustað þar sem hreppsbúar geta rætt hugðar- mál sin og glaðst og skemmt sér í góðra vina hóp. Ber bygging þessi glögg og skýr merki þess manndómsþroska sem þarna hef ir þróazt um langt skeið. Sér hinn áttræði öndvegishöldur þar ráðna rán eins þáttar þeirra hug sjóna sem hann á langri ævi hef- ur kostað kapps um að rætast mætti. Það er sameiginleg énægja allra þeirra sem heiðra þau hjón in, Jón og Steinunrú, með ná- vist sinni á þessum merkisdegL að fá taekifæri til þess að taka í ’hönd þeirra og árna þeim allra heilla og blessunar. Pétur Ottesen. BRIDGE ÚRSLJT í 4. umferð í meistara- flokki í íslandsmótinu í bridge urðu þessi: Sveit Böðvars v. sv. Gests 8-0 — Hjaiita v. sv. Aðalsteins 6-2 — Agnars v. sv. Hannesar 7-1 — Halls v. sv. Benedikts 8-0 — Ólafs v. sv. Sigurbjörns 8-*0 — Gests v. sv. Sigurbjörns 7-1 Sigurður var að smíða leiktjöld fyrir Húnavökuna, er við 1 litum inn hjá honum á sunnudegL Byggðatrygging er almenningshlutafél. — Eina tryggingarfélagið úti á landi EINA tryggingafélagið, sem staðsett er úti á landsbyggð- inni er Byggðatrygging á Blönduósi og er það jafn- framt eina tryggingarféiagið, sem er almenningshlutafélag. Framkvæmdastjóri þess er ungur maður, Sigurður Kr. Jónsson. Hann var önnum kafinn við að smíða leik- tjöld fyrir Húnavökuna, þeg ar við litum inn til hans síð degis á sunnudegi, en lagði frá sér hamarinn til að fræða okkur um fyrirtæki sitt. — Byggðatrygging var stofnað hér á Blönduósi og fór af stað fyrir 6 árum. Það er almenningshlutafélag, og eru allir hluthafar í Húna- vatnssýslu. Aðeins tveir eru nú burtfluttir. Hluthafar eru rétt tæpir hundrað, félagið er opið hverjum sem er og hámarkshluitur er 5000 kr. Við önnumst allar algengar tryggingar utan líftrygging- ar, svo sem slysatryggingar, ábyrgðartryggingar, bifreiða tryggingar, dráttarvélatrygg- ingar, brunatryggingar, heim ilistryggingar o.s.frv. Starf- semin hefur gengið vel og við höfum greitt 5—8% í arð það sem af er. Samt sem áður mættu íbúar Norður- landskjördæmis vestra minn- ast þess að þetta félag er til og tryggja hjá því, því við gefum ekki lakari kjör en aðrir. — Frá upphafi ætluðum við ekki að einskorða okkur við sýsluna eina, heldur teygja okkur yfir allt kjör- dæmið. Við höfum umboðs- Síðasti leikurinn var úr 3. um- ferð. Að fjórum umferðum loknum er staðan þessi: st. 1) Sv. Benedikts Jóhannss. 22 2) — Halls Símonarsonar 21 3) — Hannesar Jónssonar 20 4) — Hjalta Elíassonar 18 5) — Agnars Jörgensen 17 6) — Ólafs Guðmundss. 15 7) — Böðvars Guðmundss. 14 8) — Gests Auðunssonar 10 9) — Aðalst. Snæbjörnss. 6 10) — Sigurbj. Bjarnas. 1 Að fjórum umferðum loknum í I. flokki er sveit Jóns Magnús- sonar efst í A-riðli með 32 stig. en í B-riðli er efst sveit Alberts menn í öllu kjördæminu og auk þess í Strandasýslu og Akureyri. Allir geta gerzt hluthafar. Við höfum ekki áhuga á að loka félaginu fyr ir neinum. En stofnbréfirí seldust öll hér. Svo gáfum við út hlutdeildarhlutabréf. Þeim fylgir sú kvöð að 50 þús. kr. trygging hjá félag- inu verður að vera fyrir hendi fyrir 500 kr. hlut. Hlutabréfin sjálf voru kvaða laus. Að öðru leyti hafa þau seinni sömu réttindi, bæði hvað snertir atkvæðisrétt og arð. — Það hefur vissa kosti að hafa félagið staðsett hér. Við höfum verið heppntr varðandi slysatjónið hjá bif- reiðunum. Tilefni þess að þetta hlutafélag varð til, var m.a. það að við úti á landi, teljum okkur vera að greiða tjónið, sem verður í umferð- inni á Reykjanesskaganum. Það er að sjálfsögðu mikht minna hér þar sem hættan er minni vegna lítillar umferð- ar. Ef hægt verður að halda þessum iðgjöldum, sem ekki eru svo lítil, heima, þá er það til góða fyrir byggðar- lagið sagði Sigurður að lok- um. í stjórn Byggðatryggingar eru nú: Stefán Á. Jónsson á Kagaðarhóli, formaður, Björg vin Brynjólfsson, á Skaga- strönd, ritari, og meðstjórn- endur Jón Karlsson á Blöndu ósi, Sigurður Tryggvason á Hvammstanga og Jóhannes Björnsson á Laugabakka. Þorsteinssonar með 22 stig. Tvær efstu sveitirnar úr hvorum riðli fllytjast upp í meistaraflokk og fjórar neðstu sveitirnar í meist- araflokki spila í I. flokki næsta ár. Fimmta umferð fer fram í dag, og hefst kl. 13,30, 6. umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 20,00. Á morgun fer fram 7. umferð keppninnar og hefst keppni þá kl. 20,00. Á laugardag verða spil- aðar tvær síðustu umferðirnar og hefst sú fyrri kl. 13,30, en sú síðari kl. 20,00. Spilað er í Sig- túni við Austurvöll. Keppnis- stjóri er Guðmundur Kr. Sig- urðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.