Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967.
Draummíla tvo daga í rðð
Jim Ryun er í sérflokki meðo/ bandarískra hlaupara
Kjörskrá
KÆRUFRESTUR vegna kjörskrár er til 21. maí n.k. Rétt
til þess að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa allir þeir,
sem þar voru búsettir 1. des. sl. og verða 21 árs eigi síðar
en á kjördegi. 1
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Lækjargötu 6B
aðstoðar við kjörskrárkærur. Skrifstofan er opin daglega
frá 10—10. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma
20671. Kjörskrárkærur sérstaklega á milli 9—5 í síma 24940.
Princeton University. — Frá
Þorsteini Þorsteinssyni.
Nú er vorið komið og frjáls-
íþróttakeppni er flutt úr fyrir
dyr. Fyrst um sinn eru það
skólamót eða mót á milli félaga,
sem eru aðalatriðin á dagskrá,
en snemma á vorinu er töluvert
um boðhlaupsmót, þ.e.a.s. mót,
sem er einungis keppt í boð-
hlaupum, köstum og stökkum.
Jim Ryun virðist ætla að bæta
sér upp tapið fyrir Dave Pat-
rick í vetur og hefur skilað und-
arlega góðum tímum nýlega.
Fyrir stuttu hljóp hann 3:54.7 í
mílunni og það er ekki langt
síðan það hefði gilt sem heims-
met. í þessu tilefni sagði þjálf-
arinn hans: „Jú, ég myndi segða,
að þetta væri all sæmileg míla.“
Svo setti Ryun fyrir tveim vik-
um „nokkurskonar“ met með því
að hlaupa, í boðhlaupi að vísu,
míluna tvívegis undir 4:00 mín-
útum á tveim dögum 3:59.1 og
3:55.6. Englendingurdnn John
Whetton og Ryun eru einu
mennirnir, sem hafa gert það.
Lengi var það draumur mílu-
hlaupara að ná skemmri tíma en
fjórum mín. — og tími þar undir
því kallaður „draummíla". .
Á elzta boðhlaupsmóti lands-
ins, Pennsylvania Relays, var
það nýju 11 milljóna króna „Tar-
tan“-brautinni að þakka, að 28
mótsmet féllu. „Tartan“ er gerfi-
efni, sem mjög líkist gúmmí og
hlaupurum tekst að ná frábær-
um afrekum á þessum brautum.
Helzt voru það 440 yarda hlaup-
ararnir, sem vöktu athygli og
Rice University hafði fjóra sam-
an í boðhlaupssveit, sem skilaði
3:06.9. Svo voru 5 aðrir, sem
skiluðu 45 sek. í 440 yards vega-
lengd í sínum boðhlaupum. En
stjarnan í Pennsylvania var Dave
Patrick. Á tveim dögum hljóp
hann á 4:04.8 og 4:10.8 míluvega-
lengd og 1:50 í 880 yards. Mesta
athygli vakti þó 17 ára ungling-
ur, Martin Liquori, sem hljóp
míluna á 4:04 og degi seinna
1;50 í 880 yards. En það vakti
ekki athygli þegar Jim Elliot,
þjálfari Patricks á Villanova til-
kynnti, að Liquori ætlaði að
hefja þar nám næsta haust
og það er líklegt, að Liquori
haldi Villanova nafninu hótt á
lofti, þegar Patrick útskrifast
eftir eitt ár.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Ryun tekur á móti keflinu í 4 xl mílu hlaupi.
Valur vann Þrótt 5-1
— og skoruðu Valsmenn öll morkin sex
VALUR sigraði Þrótt í fjórða
leik Reykjavíkurmótsins á
fimmtudagskvöld með 5 mörk-
lim gegn 1. Sigurinn var auð-
unninn en öllu minni en ætla
hefði mátt eftir tækifærum og
nær látlausri sókn VaLsmana að
markí Þróttar.
Oft fer það svo hjá ísl. liðum
(og reyndar öðrum einnig) að
þeim veitist erfitt að skora mörb
þegar um sífellda sóknarpressu
er að ræðia. Þannig var það hjá
KR gegn Þrótti á döigunum og
sagan endurtók sig í leik Vals
við þá. Þróttararnir reyndu að
verjast og drógu lið sitt aftur
á varnarstöðu. Þrögn varð oft
ínikil á vítateignum og við það
iréðu Valsmenn ekki. Bezt gekk
Iþeim er þeir hörfuðu og drógu
vörn Þróttar fram og gerðu síð-
an skyndiupphlaup.
í fyrri hálfleik skoraði Ingvar
Elíasson tvö mörk fyrir Val og
.var það síðara þó greinilega
skorað úr rangstöðu þó dómar-
inn hefði ekkert við það að at-
ihuga.
í síðari hálfleik skoraði Her-
mann Gunnarsson á 10. mín og
skömmu síðar Reynir Jónsson
'en snöggt skot hans fór af varn
armanni í markið.
Um miðjan hálfleik varð Gunn
laugur að sSekja knöttinn í mark
Vals en markið var sjálfsmark,
’skorað af Halldóri Einarssyni
miðverði. Ætlaði Halldór að
'bjarga snöggu gegnumbroti
Kjartans miðvarðar með því að
senda Gunnlaugi markverði
knöttinn eða spyrna í horn, en
svo vildi til að knötturinn hafn-
aði efst í horni, óverjandi mark.
Á síðustu mínútu leiksins
skoraði Hermann Gunnarsson
5. mark Vals með fallegu og ó-
verjandi skotL
Leikurinn í heild var heldur
daufur og aldrei um neina
keppni að ræða. Til þess voru
yfirburðir Vals allt of miklir.
Mefnd til stuðn-
ings fyrir stríðs-
glæpadómsstól
IMBL. hefur borizt fréttatil-
kynning frá „30 manna nefnd
itil stuðnirugs Alþjóðlega stríðs-
glæpadómstólnum", sem sett var
fetofn um síðustu helgi. í yfirlýs
ingu nefndarinnar segir að hún,
telji það „siðferðilega skyldu
að fletta ofan af stríðsglæpumi
og ákæra þá sem valdir eru aí
þeim“. Ennfremur að „nauðsyn-
legt sé, að fram fari ítarleg rann
sókn á athæfi Bandaríkjastjórn-
ar í Vietnam“. Undir yfirlýsingu
þessa skrifa 30 menn og konur
úr ýmsum starfshópum.
Sjónvarpsloftnet
Höfum ýmsar stærðir af loftnetum fyrir
flestar rásir, kapal, festingar magnara
o.fl., mjög hagstætt verð. Heildsölubirgð-
ir.
Önnumst uppsetningar og viðgerðir á
loftnetum, fljót afgreiðsla.
Úrvalstegundir sjónvarpstækja.
Hagstæðir afborgunarskilmálar.
Radioval
Linnetsstíg 1. — Sími 52070, Hafnarfirði.
HVÍTT
Tékkneskt postulín
Hlutirnir á þessari mynd eru í gerð sem
heitir ANITA og í skreytingu númer
C-2399-Platin.
í þessari skreytingu er hægt að fá keypta
staka hluti, og þannig hægt að safna sér
í stell eftir því sem hverjum hentar.
Biðjið um ANITA í skreytingu C-2399-
Platin.
Fæst í búsáhaldaverzlunum.
Umboðsmenn:
Jón Jóhannesson & Co
heildverzlun. — Sími 15821.