Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. ILj Tákn og helgir siðir Eftkr dr. Jakob Jónsson TÁKN og siðir eru ekki einskis- verð atriði, því að í daglegu lífi mannanna úir og grúir af táknum og táknrænum siðum. Og helgir siðir tíðkast ekki að- eins innan kirkjuveggjanna. Maður nokkur sagði mér frá þvi, að þegar íslenzki fáninn var dreginn upp á Stjórnarráðshús- Inu 1. des. 1918, hefði mátt sjá fíleflda karlmenn gráta eins og börn af hrifningu. Hvernig stóð á því, að mislitur klútur, settur upp á stöng gat valdið slíkum geðbrigðum? Fáninn er tákn með ákveðinni merkingu, og felur meira í sér en unnt er að segja með orðum eða mæltu máli. Gamla fólkið sagði, að sá sem kæmi auga á regnboga í skýjum, ætti að hafa yfir eftirfarandi orð: „Friður milli guðs og manna, — friður milli himins og jarðar“. — í>etta var helgur siður, enda þótt hann ætti sér stað utan kirkjuveggja. í umgengni fólksins innbyrð- ls er mikið af táknrænum sið- um. Þú býður heim vinum þín- um til matar og drykkjar, vegna þess að borðhaldið er frá fornu fari tákn þess, að vér samein- umst um guðs gjafir til eflingar því lífi, sem hann hefir gefið. Kveðjur eru táknrænar, sömu- leiðis ávörp. Eitt handtak eða höfuðhreyfing getur sagt meira en löng ræða undir vissum kring umstæðum. Siðirnir breytast. í>au tíma- bil geta komið fyrir í sögunni, að sömu siður og venjur hald- ist óbreytt árum og jafnvel öld- um saman. Allt líf er þá í föst- um formum, unz allt í einu fer að bresta í viðum byggingar- innar og hin gömlu form taka að leysast upp í formleysu og glundroða. Ástæðurnar geta verið margar, svo sem örar breytingar í atvinnulífi, borgir myndist og stækki, erlend áhrif aukist, og síðast en ekki sízt, að hugsunarháttur og trú taki breytingum. Svo nátengdir eru siðirnir trúarlífi manna, að breytt viðhorf í trúarefnum hafa beinlíríis verið nefnd siða- skipti eða siðbót. Allur hinn vestræni heimur, og ef til vill allur heimurinn, eins og vér skynjum hann oftast, hefir nú verið að lifa harla snöggar breytingar í siðum og háttum. Ný tákn hafa verið notuð, svo sem hamar og sigð, örvarnar þrjár, eða hinn öfugi Þórshamar. Gamlir siðir eru i upplausn. Má þar nefna þéring- arnar. Fyrir svo sem einum ára- tug þéraðist ókunnugt fólk, og yrðu menn dús, fór það fram á þann hátt, að annar aðilinn gerði um það formlega tillögu, og var gjarnan tekizt í hendur. Nú snýr unga fólkið upp á sig, ef það er þérað, og sjálft veður það að hverjum og segir þú alveg formálalaust. Það er ekki ýkja langt síðan, að karlmaður bauð konu arminn, að riddara sið, ef hann vildi, að þau leiddust, en nú leiðist fullorðið fólk, eins og smábörn leiddist fyrir tuttugu árum. Helgir siðir og tákn hafa einnig breytzt. Karlar og konur sitja nú sitt á hvað á kirkju- bekkjum, en ekki sitt hvoru megin við ganginn, eins og áður var. Jarðarfararsiðir eru orðnir hreinn glundroði, að þvi er virðist, og ýmsra breytinga er farið að óska í sambandi við hjónavígslusiði. Endur fyrir löngu var td. hringtáknið notað við hjónavígslur og geymist i fornbréfum fagur formáli, er hafður yfir, þegar hringar voru upp settir. Guðbrandur biskup Þorláksson afnam þennan sið, en nú fara margir fram á, að hringvigslan sé innleidd að nýju. Þar koma einkum til greina amerísk og ensk áhrif. Það er langt síðan þess fór að verða vart, að kirkjusiðir væru í upplausn á Norðurlöndum og minnkandi skilningur á merk- ingu og gildi tákna, sem áður höfðu verið viðurkennd. Einu sinni hlustaði ég á Gustaf Aulen biskrj^flytja erindi um kirkju- siði Svíþjóð kringum 1890. Biskupinn er gamansamur mað- ur og dró upp ýmsar smá- skemmtilegar myndir. Meðal annars sagði hann frá því, að í sókn einni hefði fólk verið að undirbúa páskamessu, og vildi auðvitað nota hinn fegursta skrúða, sem kirkjan átti. Og málið var í rauninni ekki vanda- samt, því að inni í skrúðhúsinu hékk fagurlega útsaumaður hökull, svartur að lit. Hann hafði ekki verið notaður síðan á jólunum, svo að nú var vel til fallið að tjalda honum á upp- risuhátíðinni. Þarna var með öðrum orðum horfin tilfinningin fyrir merkingu litanna, táknum hins dimma og bjarta, Ég hefi eitt sinn komið inn í norska dómkirkju, þar sem allt gólfið var þakið hinu fegursta teppi, sem sérstaklega hafði verið ofið handa kirkjunni. En skrautið á því var hvorki meira né minna en fangamark Krists. Ég hafði orð á því við biskup staðarins, að ég kynni illa við að ganga á þessu tákni og sjá fólk troða á því um alla kirkju. Biskup sagði, að alla, sem bæru eitt- hvert skyn á tákninu, hryllti við þessu, en því miður hefði það ekki verið athugað fyrr en of seint, þegar búið var að dúk- leggja kirkjuna. Nú kynni einhver að spyrja, hvers vegna menn séu svo við- kvæmir fyrir þessum hlutum? Hvort vér getum ekki komizt af án þeirra? Þá er því til að svara, að vér komumst ekki af án tákna og siða í daglegu lífi, en í kirkjunni eru þeir hvorki meira né minna en nauðsyn, samkvæmt eðli málsins. Ýmsir sálfræðingar, svo sem Jung, hafa gert sér far um að rannsaka og íhuga gildi helgitáknanna. Þeir vekja athygli á því, að það sem fram fer eða býr í djúpvitund mannsins verði ekki túlkað, nema með táknum, því að vit- rænar skýringar nái ekki yfir það nema að mjög takmörkuðu leyti. Táknin, og þar með taldir táknrænir siðir hjálpa mannin- um til að skynja og lifa veru- leika, sem svari til þeirra, og við það endurnýist maðurinn sjálfur andlega. En tákn og siðir eru einnig túlkun þeirra kenn- inga eða þess lífs, sem kirkjan vill vekja með söfnuðinum, og þess vegna eru tákn eða siðir ekki valdir af handahófi. Til að semja helgisiðaform fyrir kirkj- una, þarf þess vegna bæði þekk- ingu á fræðum hennar, og mikla reynslu í andlegum iðkunum. Slíkt má ekki gerast af handa- hófi eða jafnvel út frá duttlung- um tízflcunnar einum saman. Þess vegna er ástæða til að fagna því út af fyrir sig, að vaknað hefir helgisiðahreyfing, sem leggur áherzlu á að endurskoða helgi- siði, kanna sögu þeirra og merk- ingu. En reynslan sýnir, að hér eru ýmis ljón á veginum, og sitt hvað að varast. Þess verður oft vart, þegar rætt er um þessi mál manna á meðal, að villzt er á skrauti og táknum. Hið fagurfræðilega hefir raunar alltaf verið samofið guðsdýrkuninni, bæði í kristn- um og heiðnum sið. Einmitt þess vegna er auðvelt að villast á því, hvað það raunverulega er, sem gefur hinum kirkjulegu tákrnun og siðum gildi sitt. Mörg tákn eru upphaflega hlutir, sem ekki eiga neitt skylt við skraut. Hóimarinn og sigðin eru verkfæri, krossinn aftöku- tæki, brauð og ávaxtavín ekki annað en fátækrakostur á heim- ilum Gyðingalands til forna. Messuskrúði prestsins á uppruna sinn í fatnaði, sem tilheyrði hinni rómversku fornöld. Hök- ullinn er t.d. upphaflega eins- konar ermalaus kyrtill, sem festur var saman á öxlunum. Smám saman kemur fram sú til- Jakob Jónsson hneiging að búa hann fegurra og listrænna skrauti, með út- saumi eða á annan hátt. Hökull- inn fær sumstaðar í kirkjunni sérstakan lit eftir árstíðum kirkjuársins, hvítan á stórhátíð- um, rauðan á dögum andans og píslarvættisins, fjólubláan á iðrunardögum og yfirbótardög- um föstunnar, en svartan á dán- ardegi Drottins. Grænn litur merkir gróður andans. Hökull- inn fær einnig vegna lögunar sinnar sérstaka merkingu (í táknmáli kirkjunnar). Hann minnir á kærleika guðs, sem allt hylur og öllu veitir skjól. Hann minnir á krossinn, sem lá á herðum Krists, og það ok, sem kristnum manni ber að taka á sig. Þess eru dæmi, að prestum hefur fundizt hökullinn þungur á herðum sér, ekki vegna efnis- ins, sem í honum er, heldur vegna táknsins, sem enginn dauðlegur maður fær risið und- ir. Táknið breytist ekki, þótt hluturinn sé gerður úr skraut- lausu 'efni, en hins vegar myndi það þykja furðulegur hlútur, ef það fólk, sem vill búa híbýli sín fegurð og herbergi sín list- munum, gæti sætt sig við, að kirkjan væri fyllt af rusli og ósmekklegu dóti. En á hinn bóg- inn á iburðurinn eða óhófið enn síðuT við. Ég hefi séð suður í Þýzkalandi svo gullbúna kirkju, að svo virtist sem hún væri ein- göngu af gulli gerð að innan. Prófasturinn, sem sýndi mér hana, sagði, að hann hefði eitt sinn átt þess kost að vera prest- ur við þessa gull-kirkju, en „ég afsalaði mér því“, sagði hann og bætti við: „Ég get ekki til þess hugsað að eiga að predika boðskap Jesú frá Nazaret í slík- um salarkynnum". Ég hefi oft hugsað til þessarra orða em- bættisbróður míns, en það get- ur vel verið, að einhver liggi mér það illa út, en ég er svo for- hertur, að ég hefði vel getað hugsað mér að vera þarna prest- ur — ekki vegna gullsins, held- ur þrátt fyrir það. í þessari kirkju, sem gerð var í grísk- kaþólskum stíl, er einhver feg- ursta Kristsmynd, sem ég hefi augum litið. Svo var sem augu frelsarans fylgdu manni, hvar sem numið _ var staðar í kirkj- unni. — Öðru sinni hefi ég fundið það skýrar en venjulega, að efnið eða íburðurinn er ekki aðalatriði. Það var á heimili Kristjáns Schelderup, þegar hann sýndi mér kaleikinn og patínuna, sem einn af samföng- um hans í Grini-fangelsinu hafði skorið út með hnífnum sínum. Þessir hlutir voru notaðir í þvottahúsinu á Grini, þar sem fangarnir höfðu altarisgöngur á laun, krupu á pokunum, sem hafðir voru undir óhreina tauið og notuðu brauðmola frá kvöld- verðinum fyrir oblátur, en sanasol fyrir messuvín. Þarna hafði Schelderup haft prests- þjónustu og veitt sakramentið. í sambandi við helgisiði kirkj- unnar er söngur, bæði vígsl- söngur og sálmasöngur. Söngur- inn er út atf fyrir sig tákn, tón og messusvör eru samtal milli prests og safnaðar. En sam- kvæmt eðli guðsþjónustunnar flytur presturinn kveðju, boð- skap ritningarorðanna, og bless- unarorðin í nafni Guðs — og söfnuðurinn svarar með amen, með lofsöng og bæn. Þess vegna fer bezt á því í kirkju, að söng- flokkurinn sé staðsettur gagn- vart altarinu, en ekki gagnvart söfnuðinum, eins og í leikhúsi. Um sönginn sjálfan er það að segja, að enginn sérstakur söng- ur eða söngtegund hefir meiri rétt en önnur 1 kristinni kirkju. Hér verður hver tími að rata sína eigin leið. Og ekkert er því til fyrirstöðu, að fleiri en ein tegund söngs sé tíðkuð, ef prest- ar og forsöngvarar eru undir það búnir. En þess ber að gæta, með tilliti til söngsins, alveg eins og annarra listgreina, að íburð- ur og oflæti nái ekki yfirhönd- inni yfir ein.faldleik listarinnar, og söngurinn sé ekki séreign lítils söngflokks, heldur safnaðar ins í heild. Annað, sem vandlega verður að athuga við gerð helgisiða- forms, er það, að það sé miðaS við trúfræðileg grundvallaratriðl viðkomandi kirkjudeildar. Stundum, þegar rætt er um end- urbætur á helgisiðum íslenzku kirkjunnar, tala menn með hálf- gerðri fyrirlitningu um gildandi siði, kalla messuna danska messu, eins og hér sé um eitt- hvað að ræða, sem kúgunarvald Dana fyrr á öldum hafi innleitt. Og síðan krefjast menn þess að innleiða klassiska messu í stað- inn, og það orð er ákaflega fínt, því að það merkir það, sem er sígilt frá fornu fari, og helzt um alla framtíð. Ég vil taka það fram, að ég er síður en svo and- vígur endurskoðun helgisiða, en ég vil ekki, að menn tali með fyrirlitningu um messuform is- lenzku kirkjunnar, — líki þvi við hauslausar líkneskjur eða önnur aifskræmi. Ég hefi átt of margar helgar stundir í íslenzk- um kirkjum til þess að ég vilji láta tala með óvirðingu um það Framhald á bls. 24 TijápSöntur í skrúðgarða stórar og góðar plöntur. Rósir 8 tegundir ......... verð kr. 70.— Rósarunnar 12. teg..... verð frá kr. 25.—75.- Rifs og sólber .............. verð kr 40.— Roðaber .................... verð kr. 65.— Rauðölur ................... verð kr. 40.—* Baunatré ................... verð kr. 55.— Hornviður ..................verð kr. 55.— Gljámistill ................ verð kr. 20.—55.- Snæþyrnir .................. verð kr. 20.—55.- Garðaþymir ................. verð kr. 20.—65.- Fjallagullregn ............ verð kr. 85.— Rauðtoppur ................. verð kr. 65.— Snækórona .................. verð kr. 65.— Runnamura .................. verð kr. 65.— Alparibs ................... verð kr. 20.— Reyniblaðka ................ verð kr. 65.— Silfurreynir ............... verð kr. 35.— Klifur og vafningsplöntur .. verð kr. 125.— Opið til kl. 10. — Nseg bílastæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.