Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967, 13 er minnst 2 km langnr frá vegamótum og nær til 3—4 býla, og er þetta lág- marksskilyrði til þess, að vegur komist í tölu þjóð- vega, nema hann nái til kirkjustaðar, félagsheim- ilis, skóla eða heilsuhælis. Ennfremur má telja lands braut að innsta býli, þar sem aðalfjallvegur liggur upp úr byggð. H. Stuðningur ríkisins við sýsluvegi hefur verið aukinn verulega, en þeir eru 2.000 km á lengd. III. Skv. lögunum er nú ár- lega varið 12%% af heildar- tekjum vegamála til styrktar gatnagerð í kaupstöðum og Ikauptúnum, en áður var til þess ætlast að byggðarlögin eæju um vegi innan sinna marka. Er 1/10 af þessu fé varið til að hraða aðkallandi framkvæmdum og hefur því til þessa verið varið til endur bóta á vegum gegnum Sel- foss og Kópavog. HINAR MIKLU FRAM- KVÆMDIR SróUSTU ÁRA. Fyrsta árið, sem nýju vega- lögin voru í gildi, árið 1964, voru tekjur vegasjóðs áætlað- ef 262,2 millj. kr., árið 1965 281,1 millj. kr., árið 1966 831,9 millj. kr. — og hafa tekjurnar öll árin orðið enn meiri en þessu hefur numið. IMeðal hinna umfangsmiklu vegaframkvæmda, sem unnið hefur verið að í tíð við- reisnarstjórnarinnar, má sér- ■taklega geta þessara: Lagningu Rey'kjanes- brautar — fyrsta þjóð- vegar landsins með varanLegu slitlagi — en sú framkvæmd kostaði um 270 millj. kr. Gerð jarðganignanna \ um Stráka vegna vegalagningar milli Siglufjarðar og Skaga tfjarðar. ★ Vegur fyrir Ólafsvík- lurenni. Lagning Múlavegar við Eyjafjörð. Ennfremur má nefna mikla vegagerð á Vestfjörðum, Bkv. Vestfjarðaáætluninni, og á AusturlandL Af brúaframkvæmdum ber •érstaklega að geta hins mikla mannvirkis, sem er brúin yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi, en henni verður væntanlega lokið í sumar. Verður þá bílfært í Öræfi að austan, en vantar þá aðeins um 30 km veg um Skeiðarár- sand, til þess að akfært sé orðið umhverfis landið allt. Á þessu ári verður varið til vegamála um 480 millj. kr. — og eru framlög til þeirra mála þá orðin nær 600% hærri en á síðasta valda ári vinstri stjórnarinn- ar, 1958, þegar Fram- sóknarmenn fóru með þau mál. Hækkun vega gerðarkostnaðar á þessu tímabili er talinn vera allt að 90%, þegar ekki er reiknað með auknum afköstum stórvirkari og betri véla en áður voru notaðar. Auk þeirra stóru átaka, sem að framan voru nefnd, hefur verið hafinn undirbún- ingur að því að gera varan- legt slitlag á fleiri hraðbraut- ir, m.a. á vegina út frá Reykja vík, Austurveg og Vestur- landsveg, svo og vegarkafla út frá Akureyri. Hraðbraut- ir í landinu — þ.e. vegir með meira en 1000 bíla umferð á dag — eru nú taldir vera um 350 km að lengd, og er áæti- að að kostnaður við að undir- byggja og gera varanlegt slit- lag á hina fjölförnustu af þessum vegum, eða um 230 km, muni kosta um 1500 millj. Gera þarf heildaráætl- un og útiboðslýsingar vegna þessara framkvæmda, og er þess vænzt að þær geti legið fyrir síðla á næsta árL Það, sem hér hefur verið rakið, sýnir svo ekki verður um villst, þær stórfelldu breytingar í framfaraátt sem orðið hafa í vegamálum, síðan viðreisnarstjórnin tók við. Samgöngumálaráðherra, Ing- ólfur Jónsson, hefur af mikl- um ötulleika og alkunnum dugnaði haft forgöngu um þessi miklu umskiptL Er vissulega ólíku saman að jafna, hinum miklu fram- 'kvæmdum síðustu ára og dáð leysi því og óráðsíu, sem ein- kenndi stjórn Framsóknar á þessum málum. Hefur „Tím- inn“ því hlaupið illa á sig, með því að hætta sér inn á þessa braut. REYKJAIM ESBRALT — fyrsti þjóðveff&irinii með vsianlegu sSitlagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.