Morgunblaðið - 02.06.1967, Side 17

Morgunblaðið - 02.06.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. 17 Aldrei jafngóð tækifæri til framkvæmda — og á síðustu árum — segir Guðmundur H. Garðars- son, sem skipar 10. sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðmundur H. Garðattason, viðskiptafræðlngur, formaður V. R. GUÐMUNDUR H. Garðars- son, viðskiptafræðingur, sem skipar 10. sæti á framboðs-. lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er 38 ára gamall, fæddur í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Ragnheiði G. Ás- geirsdóttur og eiga þau einn son. Hann lauk stúdentsprófi árið 1950, prófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla íslands árið 1954 og var við fram- haldsnám í hagfræði í Þýzka landi árið 1954—55. Sumarið 1965 stundaði hann nám í al- þjóðlegum markaðsfræðum við Harvardháskólann í Bandaríkjunum. Guðmundur H. Garðarsson starfaði við Iðnaðarmálastofnun íslands 1955—60, en frá 1961 hefur hann verið málssvari Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna. Guðmundur hefur starfað mikið í samtökum ungra Sjálfstæðismanna allt frá ár- inu 1948. Verið formaður Stefnis, félags ungra Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, ritstjóri tímaritsins Stefnis, og setið í stjórnum Heimdall- ar og Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Hann hefur því verið í forustusveit ungra Sjálfstæðismanna um árabil. Aðeins 28 ára gamall, árið 1957, var Guðmundur kjör- inn formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem þá var nýorðið launþega félag og gegnir hann því starfi enn. Hann hefur enn- fremur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir verzl- unar- og skrifstofufólk og situr m.a. í stjórn Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna og í stjórn Alþýðusambands ís- lands. Einnig á hann sæti í Verkalýðsráði Sjálfstæðis- flokksins. Við spyrjum Guðmund í upp- hafi hvað hann vilji segja um á- hrif þeirrar frjálsræðissfefnu, sem upp var tekin 1960 í verzlun og viðsikiptum, á starfsaðstöðu og kjör verzlunarfóLks. — Það er augljóst miál, að í þeim efnum hefur mjög breyzt til hins betra fyrir verzlunina í heild og hefur það ekki hvað sízt komið launþegum í þeirri stébt til góða. En það er ekki að- eins verzlunarfólk, sem hefur notið góðs af þeim miklu breyt- ingum, heldur öll þjóðin eins og hin mi'kla og almenna velmegun ber glöggt vitni um. Þá er það ánægjulegur árangur þessarar stefnu, að auknir og nýir mögu- leikar hafa skapast í uppbygg- ingu fyrirtækja, en rekstur margra þeirra styðst mjög við vinnu verzlunar og skrifstofu- fólks. Á það t.d. sérstaklega við hina glæsilegu uppbygginigu flug félaganna, en 1 þeim efnum mundi ég segja, að viðreisnin hafi skapað gjörbyltingu. Aukin velmegun síðustu ára hefur einnig orðið til þess, að almenningur þarfnast aukinnar þjónustu af hálfu verzlunarinnar, en slíkt hefux auðvitað haft í för með sér, að starfsmönnum hefur fjölgað, jafnframt því sem þjón- ustan hefur orðið fjölbreytilegri. Er þetta í samræmi við þá þróun, sem jafnan á sér stað, þar sem framfarir eru miklar og lífskjör góð. Enda er það eftirtektarvert, að af þeim 4000 félögum, sem eru í Verzlunarmannafélagi Reykja- vífcur í dag, eru 53% á aldrmum 20-40 ára og er það mikil breyt- inig frá því sem var áður um aldursamsetningu fyrir t.d. 20 árum. Þarna hefur mi'kill fjöldi ungra marma og kvennia hazlað sér völl við mikilvæg þjónustu- stöff, í heildverzlun, smásölu, hjá tryggingarfélögum, skipafélögum, flugfélögum í lyfjaverzlunum o.s. frv.“ „Hvað vilduð þér segja um þá breytingu, sem orðið hefur á kjörum verzlunarfólks á þessum tíma?“ „Ég er kannski ekki rétti mað- urinn til þess að kveða endan- lega upp úr um það, hvort kjörin séu nægilega góð. Um það má auðvitað alltaf deila en við sem erum í forustunni fyrir þessu fjölmenna félagi, leitumst jafnan við að skapa fólkinu nægilega og réttláta hlutdeild í þjóðartekj unum. Kjör fólfcsins eru nokkuð mismunandi, fer það bæði eftir starfsaldri, þjónustugrein og jafn vel stöðu einstakra fyrirtækja. Það er eins í þessari atvinnugrein og flestum öðrum, að yfirborgan ir tíðkast þar. Hins vegar tel ég engan vafa á því að kjör vérzl- unar- og skrifstofufólks í heild hafa breytzt til hins betra á síð ustu árum, en auðvitað má allt- af betur gera“. „Hvað teljið þér, að helzt hafi áunnizt í kjara. og hagsmuna- málum verzlunar- og sfcrifstofu- fólfcs? „Auk betri kjara, að því er varðar beinar launagreiðslur, hef ur verzlunarfólk fengið lífeyris sjóð, sem er rúmlega 10 ára gam- all og er mjög öfliug stofnun. Höfuðstóll hans er nú um 140- 160 millj. kr. Auk þess að gegna meginhlutverkinu, lánar sjóður inn sjóðsfélögum vegna íbúðar- bygginga og fbiiðarkaupa og námu þessi lán á sl. ári 44 millj. kr. Þá hefur verzlunarfólki einn- i'g verið tryggð aðild að Atvinnu leysistrygginigum með samning- um við vinnuveitendur og fyrir tilstyrk núverandi ríkisstjórnar. Aðild að atvinnuleysistrygging- um var mjög mifcilsverður áfangi fyrir verzlunar- og skrifstofufólk. Þá hefur tekizt að tryiggja fólte inu samninga um lengra orlof og stóraukin veikindafrí. Annars ætíla ég ekki að rekja þetta nánar, vil aðeins segja, að nokkur vott ur um það að fólk hafi verið ánægt með forustu þessa félags Framhald á bls. 19 Frambjóðendur hafa orðið Kosningar í borgarstjórn Á PUNDI borgarstjórnar Reyfcjavíkur sl. fiimmtudag fór fram kjör ýmissa trúnaðarmianna borgiarstjórnar. Porseti borgarsltjórnar til eins árs var kjörim frú Auður Auðuns. Fyrsti varaforseti var kjörinn próf. Þórir Kr. Þórð- anson og annar varaforseti Gásli Hal'ldósson. Skriifarar borgarstjórnar voru kjörnir þeir Birgir ísl. Gurnnarsson ag Sigujón Bjönsson og til vara þeir Bragi Hannesaon ag Jón Smorri Þorleifsson. í borgiarróð voru kjörin þau Auður Auðuns, Birgir ísl. Gunnarsson, Gísli Halldiórsson, Guðmundur Viigifússon og Kristján Benedifctsson. Til vara: Geir HaHgrímsson, Þórir Kr. Þórðarson, Gunnar Helgason, Jón Snorri Þorleifsson og Einair Ágústsson. Kosning þriggja manna hannsson. G-listi: Þorvaldur Kristmund* son. Kosningu hlutu: Guðmundur H. Guðmundsson, Skaphéðinn Jóhannsson og Þor- valdur Kristmundsson. Varamenn voru kjörnir af tveim listum án atkvæða- greiðslu: Ingólfur Finnbogason, 'Páll Flygenring og Sigurður Guðmundsson. Kosning þriggja manna í heil- brigðisnefnd og þriggja til varas Birgir fsl. Gunnarsson, Ingi Ú. Magnússon, Úlfar Þórðarson. Framhald á bls. 19 Geir Hallgrímsson, borgarstjo ri, flytur Berlínarbúum þakkir Reykvíkinga fyrir vináttugjöf ina. byggingarnefnd og þriggja til vara. A-listi: Bárður Daníelsson. D-listi: Guðmundur H. Guð- mundsson og Skarphéðinn Jó- Vinargjöf Berwnarbúa til Reykjavíkur afhjúpuð SNEMMA í gærmorgun kom hingað tii landsins þýzka skemmtiferðaskipið R e g i n a M a r i s með um 240 Berlínar- búa, sem hér munu dveljast í 2 daga. Meðal farþeganna er dr. Brunner, borgarritari V-Berlín- ar, og um hádegisbilið í gær af- henti hann borgarstjóranum í Reykjavík, Geir Haligrímssyni, afsteypu af birni, sem er i skjald armerki Berlínarborgar. — Við- staddir athöfnina voru ambassa- dor V-Þýzkalands og nokkrir tugir Þjóðverja af Regina Maris. Myndinni hefur verið komið fyrir á grasflöt sfcammt frá Tjörninni. Dr. Brunner flutti stutt ávarp, er hann afhenti gjölfina. Sagði hann m.a., að hann vonaðist til að þessi stytta yrði til að auka enn á veLvild og vináttutengsl þessara tveggja borga, og lýsti yfir þeirri ósk sinni, að fleiri íslendingar myndu í framtíðinni heimsækja Berlín, og fleiri Berllnarbúar sæktu íslendinga hekn. Síðan þakkaði Geir Hallgrímsson gjöf- ina með stuttu ávarpi. Mósaíkmusík KlNVERSKI píanistinn Fou Ts’ong ték að ,sér hérumbil ,allt tónlistarlíf í Reykjavík í fjóra daga. Tvisvar lék hann með Sin- fóníuhljómsveitinni,' tvö kvöld í töð, og aftur önnur tvö kvöld í röð fyrir Tónlistarfélagið. Það var því óhjákvæmilegt að kynn- ast leik þessa ágæta manns. Tónlistarfélagskonsertinn hófst með Sjakonnu eftir Handel, og Var þar myndarlega af stað far- ið. Á eftir fylgdi B-dúr síðsón- atan eftir Schubert, en þar var einhver fölvi á litum, mistur, sem gerði harmleik sónötunnar að léttvægum óþægindum. Ekki diytti góðum upplesara í hug að verða óðamála í hvert sinn, og alvöruténn kæmi í frásögnina — þess vegna kom það á óvart a8 heyra Fou Ts’ong hlaupa til og Ifrá með tempóið í fyrsta þætti. og það af svona yfirvegaðri ná- tovæmni! Seinni tvö verkin á efnis- skránni virtugt eiga betur vi9 skap Fou Ts’ong, en það voru Pólonaise-fantasian, op. 61. eftir Chopin og h-moll sónata Liszts. Sónatan var flutt með miklum tilþrifum, og það voru jafnfrarrvt 'tilþrif, sem aldrei misstu marks. Píanistinn gaf öllum smáatriðum Ifyllsta svigrúm án þess að heild- armyndin yrði nokkuð grisjótt Liszt-sónatan er nefnilega ekkl imúsík, sem vindur fram, hún er öllu fremur í ætt við mósaíta i tónum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.