Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNf 1967. Hans Guðmundsson — Minningarorð VALLARSÝN og persónuleiki sumra manna er þannig, að það hvarflar ekki að manni, að þeir geti horfið af sjónarsviðinu. Þannig glæsimenni var Hans Guðmundsson. Það var því erfitt að trúa þeirri fregn, að hann hefði orðið bráðkvaddur og væri allur. Ekki kemur í hug að ætla mór að gefa tæmandi lýsingu á Hans vini mínum GuðmundssynL enda var hann einn þeirra, sem ekki verða metnir að verðleik- um nema af langri viðkynningu. tg var um árabil heímagangur á heimili hans og eftirlifandi kontj. hans, Arndísar Skúladótt- ur, og ég gæti trúað, að kunn- ingsskapur minn við þau hjón sé orðinn um tuttugu ára gam- all. Því er það, að ég held mig hafa þekkt Hans Guðmundsson nokkuð vel, og það er hægt að koma áliti mínu á honum fyrir í örfáum orðum. Hans var einn mesti öðlingur, sem ég hef kynnzt um dagana. Hressilegur í allri framkomu, síglaður, jafnt í örðugleikum sem velgengni. Alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd, ef eitthvað á bjátaði, og t Eiginmaður minn, faðir okk- ar og tengdafaðir, Eggert Kristjánsson, skipstjóri, Lindargötu 20, andaðist á Landakotsspítala að morgni 1. júní. Jarðarför- in auglýst síðar. Katrin Eiríksdóttir, börn og tengdabörn. t Móðir okkar, Sigrún Jónasdóttir frá Björk, Grímsnesi, andaðist að Elliheimilinu Grund 31. mai Sigrún Guðmundsdóttir, Valur Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Halifríður Guðmundsdóttir, fsafold Guðmundsdóttir, Leifur Guðmundsson. t Eiginmaður minn, Sigurður Jónsson, Steinsbæ, Eyrarbakka, lézt á sjúkrahúsinu á Selfossi þriðjudaginn 31. maL Regina Jakobsdóttir. t Móðir ofckar, Guðrún Pálsdóttir Michelsen frá Sauðárkróki, lézt að heimrli sinu Hverfis- götu 108 miðvikudaginn 31. mai F. h. aðstandenda, Ottó A. Michelsen. allra manna lundliprastur, hvernig sem blés. Hann hafði næmt auga fyrir því broslega, og það er mér ógieymanlegar stundir, sem ég hef átt á heimili hans ,og aldrei mun firnast end- urminningin um þann góðvilja, sem alltaf stafaði frá hinu milda brosi og hugarfari Hans Guðmundssonar. Hvar sem maður hitti Hans Guðmundsson fyrir, hafði hann einkennileg áhrif á mann. Það var ómögulegt að verða annað en lífsglaður við það eitt að sjá honum bregða fyrir á götu, jafn vel að sjá honum bregða fyrir i bifreið gat lyft drunga hvers- dagsins. Hans Guðmundsson var kempa í fleiri en einni merk- ingu, og mér kemur ekki i hug að gerast meyr í þessari stuttu kveðju til hans, það væri ekki að hans skapi. Hann var allra manna traustastur í vináttu sinni, og að lokumn vil ég óska þess, að vinátta okkar sé ekki á enda, þótt nú sé svo komið, að við sjáumst ekki að sinni. Ég vona, að hvorki elli né nokkuð annað fái afmáð kynni okkar Hans Guðmundssonar úr huga mér. Það var lífslán að hafa þekkt þann heiðursmann. Valtýr Pétursson. F. 24. nóv. 1914 — d. 27. maí 1967 HEIMILI þeirra Hans Guð- mundssonar og systur minnar t Jarðarför móður okkar, Þuríðar Sæmundsen, sem lézt 27. maí sL fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 3. júní kl. 2. Þorgerður Sæmundsen, Magdalena Sæmundsen, Pétur Sæmundsen. t Jarðarför móður okkar, Maríu Guðbjargar Sigurgeirsdóttur, Kleppsvegi 36, fer fram frá Dómikirfcjunni föstudaginn 2. júní kl. 1,30. Laufey Þórðardóttir, Sólborg Þórðardóttir, Olgeir Þórðarson, Ólafur B. Þórðarson, Árni Þórðarson. t Hjartfcær eigimmaður minn, faðir oikkar, tengdafaðir og afi, Sigtryggur Levi Agnarsson Langboltsveg 37, verður jarðsettur frtá Foss- vog6kirkju laugardaginn 3. júní kL 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm af- þökkuð, en þeim er vildu minnast hans er bent á Hj artaverndarfélagið. Þórunn Stefánsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Arndísar hefur verið mér at- hvarf í blíðu og stríðu og marg- ar beztu endurminningar mínar tengdar þvL Þar hefur ætíð ríkt mikið og róandi jafnvægi, vökull áhugi á mörgunt málefn- um og algjör trúnaður milli for- eldra og barna. — Eitt sinn var ég þar lengi rúmfastur vegna fótbrots, sem við venjulegar að- stæður hefði orðið mér til óþol- andi leiðinda, en stundum ligg- ur við að ég hugsi með söknuði til þess tíma, svo ánœgjulegt var heimilislífið. — Ungir lista- menn sem á þeim árum voru skotspænir þessa borginmann- lega háðs sem íslendingum er svo tamt andspænis nýjum vinnubrögðum áttu þarna grið- arstað, og mörg verk þeirra hengd á veggi þessa yfirlætis- lausa heimilis, þar sem listrænt starf var metið til jafns við aðra þætti mannlegra atihafna — og án allra fordóma. Fóir skilja betur en listajnenn sem ganga á móti sbraumnum hvern þótt slík heimili eigá i framvindu lista á hverjum tima. Um það mætti sfcrifa heila bók, og hana efcki ómerka. Og nú er vinur minn og mág- ur Hans Guðmundsson skyndi- lega látinn, þessi maður sem var gæddur meiri lífsþrótti en almennt gerist, ásamt einstök- um hæfileikum til að fylla út í líf kunningjanna svo um mun- aði. Góðvild sem átti sér eng- in takmörk, græskulaus sívöfcul kímnigága, og orðheppni sem var með einsdæmum, allt þetta og ótal margt fleira verður vin- um hans ógleymanlegt. — Hvar sem Hans kom sópaðist burt í einni svipan hverskyns væmni og skinhelgi, hlutirnir fóru að heita sínum réttu nöfnum, ag í Ijósi skopsfcynsins tófcu menn málefni og umhverfi á sig ann- an blæ, sannari og ekki sízt þolanlegri. Það vill þvælast fyrir mörgum að koma auga á það sem sjálfsagðast er í tilver- unni, en þá náðargáfu átti Hans flestum fremur þeirra sem ég hefi þekkt, og meðal annars þessvegna fann maður til sér- stakrar tegundar vellíðanar í návist hans. Hann var einn þeirra fáu sem ég sýndi mót- þróalaust allar myndio* í vinnu- stofu minni ef hann óskaði þess, og á slíkum stundum varð ég oft mun næmari fyrir þ>ví sem ég var að fást við. Lát Hans Guðmundssonar táknar tímamót í lífi nánustu skyldmenna og vina, en hann er langfrá horfinn. til þess átti hann of mikinn hlut I æfi okkar. Þorvaldur Skúlason. BNNÞÁ hefur dauðinn barið að dyrum fyrirvaralaiust. Aðfara- nótt sL laugardags varð bráð- kvaddur sambýlismaður akikar t Sonur minn, Jón Magnússon, verður jarðsunginn frá Breiða bólsstað í FljótS'hlíð, laugar- daginn 3. júní kl. 2 e.h. Bíl1- ferð verður frá Umferðarmið stöðinni kl. hálf tólf. Fyrir mína hönd og syst- kina hins látna. Guðbjörg Jónsdóttlr. Hans Guðmundsson, 52 ára gam- all. Hann var fæddur 24. nóvem- ber 1914, foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson verkstjóri er lézt 1929 og kona hans Sesselja Stefánsdóttir er lézt í ársbyrjun 1965. Kynni okkar hjóna af Hans og hans ógaetu konu Arndísi (Dæju) Skúladóttur urðu fyrst náinn er þau fluttu í sambýli við okkur fyrir rúmum 20 árum. Sambýlið við þau hjónin hefur öll þessi ár verið hið ákjósan- legasta. Þegar við nú stöndum á vegamótum lífs og dauða, þökk- um við Hans innilega fyrir ánægjulegt sambýli, við munum lengi minnast hans góðu mann- kosta, ánægjulega viðmóts ag vinarþels, sem við svo oftlega urðum aðnjótandi. Kæra Dæja, þér, börnum þín- um, tengdabörnum, barnabörn- um og öðrum ættingjum þíns elsikulega eiginmanns, vottum við hjónin og börn ofckar inni- legustu samúð og biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur í sorg- um ykkar. Carl H. Sveins. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekfcst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt í DAG er til moldar borinn Hans Guðmundsson, Hansi eins ag við köll'uðum hann ávallt. Hann varð bráðkvaddur aðfaranótt 27. maí sL Aðeins hálfri klukkustund áð- ur en Hansi var kvaddur burt úr þessum heimi hitti ég hann að máli glaðan og ánægðan, þar sem hann ásamt eiginkonu sinni og starfsfélögum var staddur á héfi fyrirtækis þess, er hann hafði starfað hjá um árabiL Þun.gbærari hefði mér orðið kveðjustundin, ef ég hefði vit- að, að þar kveddi ég vin minn í hinzta sinn. Hansi var mjög skapgóður maður og hrókur alls fagnaðar á mannamótum og hélt hann þessum einkennum til hinztu stundar. En það sem prýddi hann mest og bezt var hjálp- fýsi hans og greiðvikni við alla. Reyndist enginn fjölskyMu minni hjálplegri, þegar á reyndi, en einmitt hann. Margar mínar Ijúfustu bernsku minningar eru tengdar Hansa, enda þótti mér mjög vænt um hann eins og reyndar ofckur systkinunum öllum. Alltaf gaf hann sér tíma til að gleðja börn og gera eitthvað fyrir þau og mega litlu sólargeislarnir hans, barnabörnin, nú sjá á bak ynd- islegum afa. Dæju, Hrafnhildi, Láru, Elínu, Othari og tengdabörnunum votta ég mína dýpstu samúð. Sökn- uðurinn er mikill, en megi minningin um ástríkan eigin- mann og föður létta djúpa sorg. Elsa. María Guðbjörg Sigurgeirsdóttir -Minning Fædd 2. júni 1885. Dáin 28. maí 1967. f DAG fer fram frá Dómkirkj- unni útför Maríu Guðbjargar Sigurgeirsdáttur, Kleppsvegi 36, sem andaðist í Landakotsspdt- alanum 28. f. m. María var fædd að Haga í Staðarsveit 2. júni 1885 og hefði því orðið 82 ára í dag, ef henni hefði gefizt þessir fáu dagar til viðbótar langri ævL Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigurgeir Sig- urð&son og Guðríður Ólafsdótt- ir. Á ungum aldri fluttist hún með foreldrum sínum að Hellis- sandi og átti þar heima um ára bil. Árið 1913 giftist María Þórði Árnasyni ættuðum úr Flatey á BreiðafirðL Eignuðust þau hjón- in sex börn og eru fimm þeirra á lífi: Laufey, sem gift var Baltívini S. Baldvinssyni, Sól- borg sem gift var Adólf Ás- björnssyni, — en þær systur hafa nú báðar misst menn sína fyrir nokkru — Olgeir og Ólaf- ur kvæntir systrunum Jóhönnu og Evu Bjarnadætrum og Árni kvæntur Katrínu Guðgeirsdótt- ur. Fná Hellissandi fluttust þau hjón á æskustöðvar Þórðar, Flatey á Breiðafirði en þar and- aðist Þórður 30. nóv. 1922. Varð sá missir mikið áfall ungri konu með fimm börn í ómegð, en fátt til hjálpar fátækum á þeim tíma. Varð María að koma þrem börnum sínum í fóstur: Sólborgu tóku foreldrar hennar en þeim Ólafi og Árna kom hún til góðs fólks, sem þeir báðir minnast með þakklætL Hin börnin tvö sfcildi María aldrei við sig. Með þeim háði hún sína hörðu lífs- baráttu oft við slíka erfiðleika að næsta óskiljanlegir munu þeim, sem nú eru að erfa þetta land. Árið 1926 fluttist hún til Reykjavikur þar sem hún bjó börnunum sinum tveim vistlegt og hlýtt heimili og auðnaðist síðar að sameina syni sina alla og tengdason undir væng sinn, þar til þeirra eigin heimili og skyldur kölluðu þá að heiman. Á heimili Mariu ríkti jafnan miikil gleði þegar fjölskyldan var saman komin og til slíkra samfunda var stofnað við hvert tækifæri sem gafst. Eibt lítið af- mæli var eins og hátáð, hvort heldur eldri eða yngri meðlimir fjölskyldunnar áttu i hlut. And- streymi og erfiðleikar mótuðu aldrei hrjúf spor í sálarlíí Maríu, til þess var hjartagæzka henn- ar og lífsgleði nógu mikil. Hlut- verk sitt taldi hún það eitt að miðla öðrum ekki aðeins hlýju og ástúð heldur og hluta þeirra veraldargæða, sem henni hlotn- uðust. Náði faðmur hennar þó ekki aðeins um eigið sifjalið, heldur langt þar útyfir. Hér er ekkert ofsagt, það vita þeir sem minninguna geyma. María naut þeirrar hamingju að halda and- leigri heilbrigði til hinztu stund- ar. Líkamlegt þrek hennar var nobkuð farið að gefa sig hin síð- ari árin, en hún gat þó sinnt ýmsum léttari störfum é heimili Olgeirs sonar síns og Jólhönnu tengdadóttur sinnar. Fyrir stuttu síðan fékk hún aðkenningu að iheilablæðingu, aem innan fárrai daga, en þó skyndilega varð henni að bana. Á þessum hennar útfarardegi eru það ekki einasta ættingjar, sem minnast Maríu Sigurgeirs- dóttur heldur fjöldi vina, sem senda þafckir og kveðjur göfugri konu við burtför hennar aí þess- um heimL Július Baldvlnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.