Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. unni „Order of the British Empire“ fyrir störf sín að kennslu og menningarmálum á fslandi. Brezki sendiherrann, Halford MaoCleod, afhenti heið- ursmerkið fyrir hönd drottning- arinnar. Viðstaddir voru margir vinir Branders úr kennara- BREZKI sendikennarinn Donaldstéttinni, og Geir Hallgríms- Brander var í gær sæmdur orð- son, horgarstjóri, Ármann Donold Bronder yfirgefur íslond Snævarr, háskólarektor o.fL. Brander fer frá íslandi í dag og lýkur þar með níu ára þjón- ustu hans á íslandL Á myndinni réttir MacCleod sendiherra, Donald Brander heiðursmerkið. Vinstra megin við þá eru Philip MacCleod, son ur sendiherrans og frú Brander. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) — Tákn og helgisiðir Framhald af bls. 11 táknmál, sem hér er notað i orð- um og at'höfnum. Hér er heldur ekki um að ræða neina sér- danska messu, heldur eitt hinna mörgu forma, sem orðið hafa til á vegum lúthersku kirkjunnar. Og hver er í rauninni hin sí- gilda messa? Kaþólska kirkjan hafði lengi vel margháttuð af- brigði í formum, ekki síður en frumkirkjan sjálf. Lútherska kirkjan erfði helgisiði kaþólsku kirkjunnar, en brátt urðu til all- margar uppástungur um messu- gjörðina og aðra helga siði. Lúther gerði að minnsta kosti þrjár tilraunir til endurskoðun- ar, og síðan hócfst sú þróun, sem enn er ekki lokið, og verður von andi aldrei lokið til fulls, svo framarlega sem lífsmark er með kirkjunni. Það er réttlætan legt að tala um einstaka liði messunnar sem klassiska í þeirri merkingu, að þeir séu harla forn ir. En aldurinn einn getur ekki gefið neinu trúartákni gildi sitt. Ef svo væri, hví skyldum vér þá ekki taka upp friðarkossinn, sem í sjálfu sér er eitt fegursta tákn kirkjunnar, en Guðbrand- ur biskup lét sig hafa það að banna. Ég er samt ekki viss um, að allir hafi verið jafnánægðir með þá ráða- breytni. Mér hefir aldrei orðið ljósari hin geysilega fjölbreytni, sem ríkir innan kristinnar kirkju með tilliti til tákna og helgisiða, held ur en á heimsþinginu mikla í Amsterdam, þegar yfir 150 kirkjudeildir komu saman. Við guðsþjónustu voru kennimenn skrýddir svo marglitum skrúða og ólíkum að sniði, að yfir var að líta sem blómagarð. Þarna voru rauðklæddir Indverjar, Eþíópíumenn í heiðfoláum skrúða og Skandínavar í svört- um hempum með pípukraga, svo að ég nefni aðeins dæmL Þetta minnti mig á hinar mörgu tungur, er postularnir töluðu á hinni fyrstu hvítasunnu. En á þessu þingi komst ég einnig áþreifanlega að raun um, að helgisiðir og framkvæmd þeirra er mjög háð hinum trúfræði- lega skilningi kirkjudeildanna. Þar var altarisganga er fram fór eftir kalvinskum sið. Altaris gestir sátu við aflangt borð, presturinn var aðeins skrýddur einfaldri, dökkri skikkju, og náðarmeðölin gengu mann frá manni, eftir að hann hafði haft yfir innsetningarorðin, bænir og útdeilingarorðin. Þarna var erki- foiskup Svía, og fjöldi lútherskra manna, bæði presta og leik- manna, en anglíkanar sátu kyrr- ir í sæti sínu. Það er ekki of sagt, að þetta hafi valdið sárs- auka, bæði meðal þeirra sjálfra og þingheims yfirleitt, að ekki skyldi geta átt sér stað fullkomið samfélag við kvöld- máltíðarborðið. Atburður sama eðlis kom fyrir hér i dómkirkj- unni I Reykjavík fyrir nokkr- um árum. Erkibiskupinn í Kant- araborg sýndi íslenzku kirkjunni þann vináttuvott og bróðurlega kurteisi að senda hingað full- trúa sinn til að vera með við biskupsvígsluna. En það furð- aði marga á því, að hinn enski bróðir vor skyldi ekki veita sakramentinu viðtöku, heldur aðeins krjúpa til bænar i kóm- um. f blöðunum var ráðizt á hinn enska prest, og honum brugðið um að hann flytji kald- ar kveðjur. Ef greinarhöfundur hefði sett sig inn i hina guð- fræðilegu hlið ' málsins, hefðu þeir getað sagt sér sjálfir, að hér var ekki um óvingun að ræða, heldur hitt, að enska þjóðkirkj- an telur sakramentið þvi aðeins hafa gildi, að presturinn, sem þjónar við altarið. sé vígður af biskupi úr svonefndri postul- legri röð, en það eru lútherskir biskupar á íslandi ekki. Þetta hefir útilokað anglikana frá því að vera til altarið bjá íslenzkum prestum. Málin hafa staðið þann ig, að fulltrúar hákirkjuhreyf- ingarinnar í hópi enskra guð- fræðinga hafa viljað halda fast við hinn þrengri skilning, en þó hafa frjálslyndir menn komið því til leiðar, að biskupa-r láta það óátalið, að einstaklingar geri það upp við sig sjálfir, hvort þeir gangi til guð borðs, þó að viðkom-andi prestur fullnægi ekki hinum réittu skilyrðum, sa-mkvæmt anglíkanskri trú- fræðL Þess vegna sagði enski presturinn við mig eftir mess- una í dómkirkjunni, að ef hann hefði verið hér í einkaerindum, hefði hann ekki skoðað hug sinn u-m að vera með oss til altaris, en af því að hann var fulltrúi erkibiskupsins, vissi hann ekki nema slíkt atferli yrði skoðað sem stefn-uyfirlýsing erkibisk- upsins sjálfs. Því tók hann held- ur á sig áfellisdóm vanþekking- arinnar hér á íslandi. Ég hefi nefnt hákirkjuhreyf- inguna í þessu sambandi. Hún er þannig til orðin, að á 19. öld- inni fór að vakna mikill áhugi ýmsra enskra guðfræðinga á því að endurvekja siði og venjur kaþólsku kirkjunnar og halda þeim við, svo sem auðið yrði. Síðan breiddist hreyfingin út til Þýzkalands, og nokkuð til Norðurlan-da. í ritgerð í safn- inu „Religion in Kirche und Gegenwart“, nýjustu útgáfu, er þess getið, að á íslandi sé nokk- ur hópur manna, sem fylgi hreyfingunni. Nú vil ég taka það skýnt fram, að hrey-fing þessi er talin hafa haft jákvæð áhrif í kirkjulífi margra landa og opnað augu manna fyrir því, að tákn og siðir eru ekki þýð- ingarlausir, heldur mikilsvert form trúrænnar hugsunar. Hins vegar hefir veikleiki hreyfingar innar lýst sér í því, að sú ofur- áherzla, sem hún hefir lagt á kaþólsku kirkjuna sem fyrir- mynd, sljóvgar tilfinninguna fyrir þeim mun, sem óneitanlega er á kaþólskri og lútherskri kenningu, með tilliti til mess- unnar. En það gefur auga leið, að allar endurbætur á helgisiða- formi vorrar kirkju hljóta að miðast við það, að það túlki lútherska trúarhugð en laði ekki fólkið yfir til kaþólsku kirkjunnar. Það er auðvitað ekki auðgert að skýra grundvallar- muninn á kaþólskri og lút- herskri messu í fám orðum, en ég hygg, að auðveldast sé að ábta sig á honum út frá mein- ingarmu-n, sem er á orðinu náð, gratia. Náðin er kærleikur guðs. En hvernig veitir maður- inn náðinni viðtöku? f kaþólsku kirkjunni er náðin hugsuð sem dulrænn kraftur, sem veitist manninum í sakramentum kirkj- unnar. En það er grund- vallaratriði í messunni, að sakra mentið sé haft um hönd af presti í réttri vígsluröð. Hvað gerist þá í messunni? Presturinn íer með ákveðin fyrirskipuð orð, og við það breytast náðarmeSölin í líkama Jesú og blóð. f hinni táknrænu athöfn færir Kristur fórn sína að nýju, og presturinn lyfitir kaleiknum hátt yfir höfuð sér, svo að allur söfnuðurinn geti lotið Kristi. Og við nautn sakramentisins fær maðurinn hinn dulræna kraft, náðina. Þegar náðin er þannig túlkuð, sjáum vér hvílíkur reginmáttur er fenginn í hendur prestinum, sem með orðum sínum kemur þessu til leiðar. Engin furða, þótt sumt í siðum kirkjunnar miðist þá við það, að prestin- um sjálfu-m veitist lotning, og hann sé settur öðrum mönnum hærra. Hinn lútfoerski skiln- ingur er a-nnar. Vorir guðfræð- ingar líta einnig á náð guðs sem kærleika guðs, en hún veitist manninum án alls tilverknaðar, og þá einnig án tilverknaftar prestsins. Við kvöldmáltíðina gerir presturinn ekkert krafta- verk á náðarmeðulunum. Þau eru og verða ekkert annað en venjulegt brauð og vín. En „I og með“ máltiðinni gefur Kristur sjálfan sig, náð sína, kærleika sinn, líkt og móðirin gefur ást sina í og með hverjum matarbita, sem hún gefur börn- unum sínum. Það er drottinn, sem veitir máltíðina, en prest- inn er aðeins þjónnmn, sem gengur um beina eða ber á borð. „í líking skærri", eins og Hallgrímur segir, er Kristur oss nærri við kvöldmáltíðina, og trú uð mannssál skynjar náð hans í gjöfum hans, hina sömu náð, sem birtisft í kærleika hans á krossinum. Kvöldmáltíðin held- ur áfram að vera minningar- máltíð, lofgjörðarmáltíð og þakkarmáltíð, en messufórnin er ekki lengur til samkvæmt hin um kaþólska skilningL Við þetta hljóta tákn og helgisiðir að miðast. Reynsla liðinna alda foefur sýnt, að í lúthersku kirkj- unni er unnt að fara margar leið ir. Þar ríkir mikil fjölforeytnL svo að sumir armar hennar teygja sig mjög langt til ka- þólskrar messugjörðar að formi, en víða á sér stað guðsþjónustu- gjörð, sem hefir aðeins mjög takmarkað siðakerfL Norður- landakirkjurnar hafa ratað með- alveg, sem ég fyrir mitt leyti tel mjög skynsamlegan. Sjalcjan hefi ég fundið það betur en á helgileikaráðstefnu, sem ég átti einu sinni kost á að vera á. Hún var haldin í Frakklandi. Þar kom í ljós, að skilningur manna á helgileikjunum fór mjög mik- ið eftir því, frá hvaða kirkju- deild þeir komu. Sænskur helgi- leikur var þar sýndur, að vísu fagur og góður skáldskapur, en svo nákvæmlega byggður upp af helgitáknum, sem mörgum voru orðin framandL að hann fór fyrir ofan garð og neðan hjá fjölda áhorfenda. Þrátt fyrir þetta varð ég þess var, að grísk- kaþólsku fólki fannsit þetta táknakerfi fátæklegt hjá því, sem það hafði vanizt heima hjá sér, því að fáar kirkjur eru svo nákvæmlega byggðar upp sem tákna- og siðakirkjur sem hin grísk-orþodoksa. Hins vegar áttu sumir kalvínskir menn, ekki sízt Hollendingar mjög erfitt með að skilja allt tákn- mál, sem snerist um altarið. Guðsþjónustur þeirra eru mjög sneiddar táknum og helgisið- urn, og helgileikur var í þeirra augum ekkert annað en venju- legur leikur með kristilegu efni, sýndur i kirkju í stað leik- húss. Þetta snertir að vísu ekki helgisiðamálið nema óbeinlínis, en það sýndi mér, svo að ekki varð um villzt, að einmitt Norð- urlandakirkjurnar, að undan- skilinni hinni hákirkjulegu hreyfingu, eru svo nærri hófi, að hægt er að skilja og hafa sam vinnu við þá, sem eru til vinstri og hægrL án þess að glata nokkru af eigin eðli. Þessari stefnu eigum mér umfram allt að halda. Lútherska kirkjan er kirkja orðsins, og getur því komizt af án flókinna helgisiða, en hún getur einnig talað með táknum, því að táknin eru í rauninni orð, sem fengið hafa sýnilegt hreyfanlegt eða áþreif- anlegt form, frábrugðið maeltu málL ‘ Ég ræddi áðan dálítið um þá sál.fræðilegu skýringu á gildi foelgisiðanna, að táknin töluðu til undirvitundar og djúpvitund- ar mannsins, og hefðu endur- nýjandi áhrif. En jafnvel þótt vér ekki aðfoyllumst hina róm- versk-kaþólsku skoðun á náð- inni og sakramentinu, er ekki þar með sagt, að ekkert gerisit í guðsþjónustunni annað en það, sem fram fer í djúpvitundinni. Ég bað einu sinni tvo skyggna menn að segja mér, hvað fyrir F. 25. apríl 1886. D. 21. mai 1967. ÞAR, sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Ég get ekki látið hjá líða að skrifa nokkur orð við fráfall frú Emilíu Briem, ekkju séra Þor- steins Briem á Akranesi, svo hugstæð hefur þessi kona jafn- an verið mér siðan ég sá hana fyrst og heyrði talað um hana. Síðar varð faðir minn að- njótandi kærleiksverka þessara hjóna og var hlutur frú Emilíu þar ekki minni. Hef ég ætíð tal- ið mig standa í þakklætisskuld við þessa konu síðan. Bið ég nú góðan guð, sem nú hefur leyst hana frá jarðneskum þrautum að vefja hana nú í sínum kær- leiksfaðmi og að hún megi upp- skera ríkulega sín laun í landi lifenda. Atvikin höguðu því þannig, að eftir að foreldrar ntvínir brugðu búi sökum vanheilsu, varð faðir minn heimilismaður á Kirkju- hvoli til þess að hjálpa til við bú það, sem var þar jafnan. Veiktist hann þar um Hvíta- sunnu 1944 og lá þar heima þar til 7. júlí um sumarið, en þá fékk hann sjúkrahúsvist á Landa koti. Sótti ég hann þá upp á Akranes. Aldrei gleymi ég þeirri þá hefði horið í kirkju. Þeim bar saman í öllum meginatriðum. Þeir sáu báðir dýrðlegt ljósa- foaf leika um altarið og yfir því, svo mikið, að presturinn virtist hverfa inn í það, en út frá þessu ljósi streymdu gullin bönd til fovers manns, sem í kirkjunni var. Ég er ekki að biðja menn að leggja meira upp úr þessu en þeim finnst skynsamlegt, — en getum vér ekki að minnsta kosti litið á þessar sýnir sem tákn þess, sem raunverulega gerðist þar sem menn eru saman komm- ir í nafni Krists. Hinir skyggnu vinir mínir sögðu báðir, að þeim hefði fundizt, að ekW hefðu allir í kirkjunni verið jafn opnir fyrir hinum gullna krafti. Hvað, sem því líður, fer guðsþjónustan fram, til þess að vér getum veitt kraftinum af hæðum viðtöku. komu minni að Kirkjuhvoli, hvernig frú Emilía hlúði að sjúklingnuon í sjúkrakörfunni og kvaddi föður minn, sem var að leggia upp í sína síðustu ferð á sjúkrahús. Ekki kom til mála að minnast mætti á greiðslu fyr- ir allan þennan tíma, sem hann naut þeirrar beztu hjúkrunar, sem hægt var að veita í heima- húsum frá hendi þessarar elsku- legu konu. Var kynning föður míns við þetta heimili eins og sólargeisli. Hann var maður við- kvætmur í lund, og oft þegar ég kom að sjúkrabeði hans þetta sumar, bað hann guð að blessa þau hjón og Valgerði, dóttur séra Þorsteins, fyrir alla þá ást- úð, sem hann naut þar, heilsu- lítill eldri maður. Þannig stráðu þau hjón kærleik og ástúð til samferðaimannanna. Byggð Akraness mun ætíð blessa minningu þeirra, og allir, sem urðu kærleika þeirra að- njótandi og þeir voru margir. Vil ég að endingu senda að- standendum frú Emiliu Briem mína innilegustu samúðarkveðju. Blessuð sé minning frá Emilíu Briem. Fanney G unnarsd óttir. Oktavía Emelía Briem — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.