Morgunblaðið - 02.06.1967, Page 28

Morgunblaðið - 02.06.1967, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. UNDIR VERND e ‘SS — Þau virðost að minnsta kosti vera það, eftir bréfunum þeirra að dæma, svaraði Pauia brosandi. — Ó, Agga frænka, er það ekki alveg dásamlegt! Frænka tók af sér gleraugun og fægði þau. — Ja, svei! Er ég ekki orðin viðkvæmnisleg á gamals aldri? Það er alltaf að koma móða á gleraugun mín! Einmitt þennan sama dag kom Lance til Brentwood, klukkan um þrjú. — Komdu inn, Lance! sagði Paula og rétti honum báðeir hendurnar, eins og ósjálfrátt. — Þú verður að skoða allt hérna og fara inn í öll herbergin. Þú verður að segja mér — og ekki draga neitt undan — ef ég hef gleymt einhverju, eða ef eitt- hvað er, sem betur mætti fara. Ó, Lanc, þetta þarf allt að vera svo fullkomið — og meira en full- komið! Farðu nú, Lance og að- gættu það....... horfðu á það, bætti hún við með áherzlu, þeg- ar hann horfði aðeins á hana sjálfa. Og loks var hún farin að stappa í gólfið af óþolinmæði. - Ég var að segja þér að skoða þetta! — Nú, ég geri ekki annað en að skoða, svaraði hann. — Skoða það, sem mig langar til að skoða. Æ, elsku Paula, alveg ertu yndisleg í dag! Má ég ekki segja það? Ofurlítill roði færðist í kinn- ar hennar. — Jú, vitanlega máttu það. Það væri skárra ef þú mættir það ekki! — Nú, þetta er sjálfri þér að kenna, sagði hann. Og svo allt í einu laut hann fram og kyssti hana beint á munninn. Hann hafði ekki kysst hana síðan þarna forðum, heima hjá Davíð, þegar hún lá í rúminu, svo föl- leit og yfirgefin. — Ó, Lance! hvíslaði hún. Hann laut niður og kyssti hana aftur. — Hlustaðu nú, Paula elskan, sagði hann. — Ég hef dálítið alvarlegt mál að tala um við þig. Hvað setlarðu að gera þegar hann Wainwright og hún mamma þín eru setzt hér að? Þá þarftu ekki lengur að skreyta húsið, óg af bréfunum þeirra skilst mér, að þau langi ekkert að hafa neinn þriðja mann í húsinu hjá sér, ekki einu sinni dóttur. Hvað á þá að verða af þér? — Ég ætla að fara og verða um tíma hjá henni Öggu frænku, sagði hún. — Og þá býst ég við, að ég fari til henn- ar Marjorie aftur. Stúlkan, sem kom þar í staðinn minn, ætlar að fara að gifta sig. Allt í einu hló hún. — Það er eins og allar stúlkur hjá Marjorie gifti sig! En svo flýtti hún sér að bæta við: — Nema ég, auðvitað. — Það er leiðinlegt, að þú skulir vera svo ljót, að enginn vilji giftast þér, sagði hann og horfði á hana hlæjandi og hélt enn um hendurnar á henni. — Það er engin von, að neinn vilji eiga mig, finnst þér? En röddin var ekki sérlega einbeitt. — Enginn von, að því er ég bezt fæ séð, sagði hann hlæj- andi. — Þú ert nú ekki sérlega falleg — rétt snoppufríð, en svo eru svo margar snoppufríðar stúlkur til í heiminum — svo ertu ekki sérlega sniðug, og svo ertu fjandi geðvond, það verð-ur jafnvel þú að játa. — Er það, Lance? Hann hló aftur að kvíðanum, sem var í rödd hennar. — Ég er bara að sýna þér, hvað ég er göfuglyndur að vilja þig, þrátt fyrir þetta allt, sagði hann, glott andi. — Þú sérð, Paula, elskan, að áætlanir þínar um framtíð- ina eru allar bandvitlausar. Það getur vel verið, að þú verðir eitt hvað áfram hjá henni Öggu frænku þinni, kannski nokkra daga, kannski nokkrar vikur, en svo kemurðu til Manchester og verður hjá mér. Já, það er allt í lagi, við giftum okkur og fáum þessa íbúð, sem ég sagði þér frá þegar ég bauð þér fyrst út, manstu? Bjarta og skemmtilega og svo vinnum við allan daginn og skemmtum okkur á kvöldin. — En hvernig get ég unnið í Manchester? — Þú getur unnið hjá mér, fest á mig hnappa, lesið upp- skriftir í blöðunum, klippt þær út og týnt þeim, og svo komið með illa steikta steik handa herra þínum og hús'bónda. Kannski tekur herrann ekki eft- ir því, hvað hún er vond, meðan þú ert í fallegum kjól og ert til- búin með varirnar, hvenær sem hann langar til að kyssa þær, og það er ég hræddur um, að verði nokkuð oft. Hvernig lízt þér á þetta, Paula? Hún hló en hláturinn var eitt- hvað kæfður. — Þú ert bjáni, Lance, þú veizt ósköp vel, að ég ætla ekki að hryggbrjóta þig. Það varð ofurlítil þögn og hann virtist ætla að fara að segja eitthvað en kæmi því ekki út úr sér. Einhver vöðvi í háls- inum á honum hreyfðist. Allt í einu leit hún upp og sagði: — Jæja, hvað gerum við nú. En svo sagði hún og vafði hann örmum: — Ó, elsku, elsku Lance! Hvað þú léttir af mér fargi. Hvað það er indælt að elska einhvern, sem hægt er að hlægja með! Ég hef verið að vona, vikum saman, að þú bæð- ir mín, bætti hún við í eymdar- tón og tyllti sér á tá og horfði beint framan í hann: — Þú ætt- ar þó ekki að fara að vola? Hann hóstaði. — Bölvuð vitleysa er þetta. Vitanlega dettur mér það ekki í hug. Hvernig gat þér dottið það í hug? Hann faðmaði hana og þau kysstust og héldu áfram að kyssast góða stund. Og það svo, að þrátt fyrir allar áhyggj- ur Paulu af undirbúningnum undix komu móður sinnar, >á heyrðu þau ekki þegar bíllinn þeirra ók upp að húsinu. Þau voru komin inn í forstofuna og voru boðin velkomin af þjón- ustufólkinu, áður en Paula og Lance hefðu hugmynd um, að þau væru komin. — Ó, Lance, þau eru komin! æpti Paula. — Fljótur nú, hvaí eigum við að gera. Ég hlýt að líta hiræðilega út, öll úfin og svo er varalitur um allar kinnarnar á þér. Hann reyndi eftir föngum að ná varalitnum af sér með vasa- klútnum sínum ,og hún að laga á sér háirið með fingrunum. Á næsta andartaki var hún í faðmi móður sinnar og síðan faðmað: Don hana að sér, og þær grétu báðar, sem var auðvitað bjána- legt, og einhver undarleg hljóð heyrðust líka í kverkunum á Don. En þá litu þau Don og móð- ir hennar spyrjandi augum á Lance. Hvað var þessi ungi mað ur þarna að gera við þes.sa end- urfundi fjö'lskyldunnar? Bæði vissu þau auðvitað, hver hann var. Lucy minntist þess, að hún hafði séð hann fyrsta daginn sem hann hafði komið í heim- sókn til Paulu. Og Don fór dá- lítið hjá sér, er hann minntist þess, að hann var sonur unnustu hans fyrrverandi. Hann rétti fram höndina. Paula brosti. — Þetta er allt í lagi, Don, þú verður að venja þig við að sjá hann hérna öðru hverju framvegis. Við ætlum sem sé að gifta okkur. Meira að segja voru-rn við að ákiveða það núna rétt áðan. — Ja hérna! sagði móðir hennar og greip andann á lofti. — Þetta kemur svei mér óvænt! sagði Don. — Já, og það kemur mér meira að segja líka á óvart, sagði Lance og glotti. — Og þægilega á óvart, verð ég að segja. Paula tók Lance undir annan arminn og Don undir hinn — En það kom mér bara ekkert á óvart, sagði hún. — Ég hef verið að 'bíða vikum saman eftir bónorðinu hans Lancr. — Og ég hélt he’zt, að hann ætlaði aldrei að geta hert sig upp í það, sagði rödd utan úr dyrum og Agata frænka kom inn. — En ég sagði honum, að ef hann léti ekki af því verða 1 dag, skyldi hann fá að gista í verkfæraskúrnum. Ég æt1aði sannarlega ekki að lofa svona lyddu að vera í bezta gestaher- berginu hjá mér. Og svo skellihlógu þau 511. Allir föðmuðust og Lance og Paula viriust gera meira úr þvi en tækifærið gaf tilefni til. (Sögulok). Síml *?832 - 19775. Pottamold Blómaáburður Palma vindsœngur er ungversk gœðavara Laugavegi 13. Útveggja&leimi Hraunsteypusteinninn, mál 20x20x40 sm. aftur fáanlegur. Keyrum heim. HELLU OG STEINSTEYPAN, Hafnarfirði Sími 50994 og 50803. Mil] i vegg j asteinn Fyrirliggjandi milliveggjasteinn. Þykktir 7 sm. og lOsm. HELLIj OG STEINSTEYPAN, Hafnarfirði Sími 50994 og 50803. Gangsléttahellur Hinar viðurkenndu gangstéttarhellur okkar eru nú aftur fáanlegar, ólitaðar og litaðar. Einnig sérlega fallegir skrúðgarða-kantsteinar. HELLU OG STEINSTEYPAN, Hafnarfirði Sími 50994 og 50803. Ákvæðisvinna Menn óskast í vinnu. HELLU OG STEINSTEYPAN, Hafnarfirði Simi 50994 og 50803.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.