Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 32
DREGIÐ EFTIR 4 D/VGA FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967 Hermennirnir farnir úr Hvalfirði - Esso annast um störf beirra í B Y R J U N maí fluttust bandarísku hermennirnir úr herbúðunum í Hvalfirði, að undanteknum einum eða tveimur, sem voru þar áfram TriElu stolið í FYRRINÓTT var 1% tonna trillu stolið úr skýli inn við Vatnagarða. Rannsóknarlögregl- an auglýsti eftir bátnum í útvarp inu og var skömmu síðar var henni tilkynnt um, að báturinn væri fundinn út við Grandagarð. Var báturinn óskemmdur. fyrst um sinn til eftirlits. — Jafnframt tók olíufélagið Esso að sér umsjón olíugeym anna og eldvarnir. Þó stóð til að ráða tvo menn til að ann- ast eftirlit með herbúðunum sjálfum og viðhald þeirra f stað hermannanna, sem eftir urðu til að byrja með. í Hval firði voru u.þ.b. 40 bandarísk ir hermenn. Samkvæmt gömluim samning- um vdð ban.daríska herinn hefur olíuÆélagið Esso um langan tírna séð um rekstur olíugeymanna í Hivalfirði, skipt um olíu á þeim og afgreitt herskip, sem hafa tekið olíu í Hvalfirði. í samn- ingum Esso og bandarísika hers- ins var ákvæði þess efnis, að Esso gæti tekið að sér vörzlu olíugeymanna og eldvarnir, ef á þyrfti að halda. Þetta hefur olíufélagið Esso nú tekið að sér samkvæmt heimiMarákvæði þess ara gömlu samninga. Skipin flykkjast á mið- in frá Austfjörðum Flestar verksmiðjur þar tilbúnar til að hetja brœðslu SÍLDARSKIP, sem gerð eru út frá Austfjörðum, tínast nú hvert af öðru á miðin. í fyrrakvöld fóru t.d. þrír bátar frá Neskaup- stað, og tveir í gær og dag. Aðr- ir tveir munu fara síðar. Síldin mun vera hátt á 3ja hundrað mílur út af Dalatanga, en ekki tókst blaðinu að afla upplýsinga um, hve margir bátar væru að veiðum nú. Fréttaritari Mbl. á Neskaupstað upplýsti að einn bátur hefði fengið 100 tunn- ur af síld í gær, og að síldin virtist vera að nálgast landið. Fréttaritarar Mbl. í öðrum út- gerðarstöðum og austanlands höfðu flestir sömu sögu að segja, þar eru bátar sem óðast að fara á miðin og verksmiðjur eru alls staðar tilbúnar til að taka á móti síld. Fréttaritari Mbl. á Raufarhöfn sagði, að þar væri landað úr 2-3 tunnuskipum á dag, og ennfremur væri unnið þar að endurbótum á löndunar- bryggju, svo að mikil atvinna væri nú í bænum. Sáttafundur Sáttafundur var í vinnudeilu Farmanniaisambandisins í gaar- kvöldi. Hófst fundurinn kl. 9, og var honum ólokið þegar MbL hafði sdðast fregnir af ‘honum um 11 leytið. Hafði þá ekkert gerzt. Holnfírðingnr Munið að gera skil í Lands- happdrætti Sjálfísfæðisflokksins Skriifistofan að Strandgötu 29 er opin frá fcl. 9 - 22 alla daga, en á sunnudögum frá 1-3. Klukkan í flugvéiinni sem férst stanzaði kl. 21.17 Loftferðaeftirlitið telur flugvelina hafa verið í óeðlilegu lágflugi LOFTFERÐAEFTIRLITIÐ hóf í gær rannsókn á flaki flugvélar- innar, sem stakkst í sjóinn skammt frá Yiðeiy skömmu fyrir kl. 21 í fyrrakvöld. Telur Loft- ferðaeftirlitið flugvélina hafa verið í óeðlilegu lágflugi, em með hennd fórst flugmaðurinn, Ósk- ar Friðbertssion, 23 ára, til heimilis að Langholtsrvegi 19, sonur Friðberts Friðbertssonar og RagnhSldar Guðmundsdóttur. Flugvélin, sem var af gerðinni Piper Cherokee og bar einkenn- is.stafina TF-AIJ, var eign Flug- sýnar hf og kom vélin til ís- Meginísinn í 40-50 sjómílna fjarlægð SIF, flugvél Landhelgisgæzlunn- I bjargi. Þar er þó vel fært skip- ar, fór í ísflug í fyrradag. Er um, og ís með þéttleika 1/10— meginísinn í u.þ.b. 53 sjómilna 3/10 eru um 5 sjómílur frá Homi. fjarlægð frá Rit, en spangir og íshrafl er alla leið að Hom- Eiríkur Kristófersson, skipherra í samtali við Mbl. Starfsmenn Landhelgisgæzlunn ar voru hundeltir með hótunum - ef þeir greiddu ekki í kosningasjóð Framsóknar H IN N landsþekkti skip- herra, Eiríkur Kristófers- son, sem á sínum tíma varð frægastur fyrir að ylja Bretum undir uggun- um I „þorskastríðinu", sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann hefði verið að hugleiða Fáskrúðsfjarð arhneykslið, en þótt það smávægilegt á móts við atvinnukúgun Framsókn- ar í kringum 1930, „þegar heimtað var af öllum varð skipsmönnum, annað hvort að þeir greiddu í kosninga- sjóð Framsóknarflokksins eða vera reknir að öðrum kosti. Framsóknarmenn eltu mig í þrjú ár með hót- unum, en ég greiddi þeim Eiríkur Kristófersson aldrei eyri í sjóði þeirra. Ég hýst við að Jóhann heitinn P. Jónsson, skip- herra á gamla Óðni, hafi verið eini starfsmaður Landhelgisgæzlunnar þá, auk mín, sem slapp frá þessari atvinnukúgunar- herferð Framsóknarflokks ins. Helzt vildu Framsókn- armenn setja það skilyrði, að allir starfsmenn gæzl- unnar gengju í flokkinn, en þó mun hitt hafa nægt að greiða í kosningasjóð Framsóknar. Það sem gerðist á Fá- skrúðsfirði eru því engin tíðindi fyrir mig. Atburð- irnir þar koma mér síður en svo á óvart. Ég man eftir hvernig við vorum hundeltir á sínum tíma — og ég býst ekki við að flokkurinn hafi breytzt í eðli sínu“. íshrafl og spangir teyja sig inn í Húnaflóa iwn 30 sjómílur a>us<tur af Horni. Norður af Skaga er 7/10— 9/10 þéttur ís í u.þ.b. 58 sjó- mílna fjarlægð og norður af Grímsiey er álika þéttur ís í 40 sjómflna fjarlægð og um það bil 65 sjómílur norður af Rauðunúp um. Slitrótt ísíhrafl er víðast 25—35 sjómílur frá landi, en ekki virðist skipum stafa hætta af þvi ísreki lands sl. haust. Kristjón Gunnlaugsson, aðál- flugkennari Flugsýnar, sagði Morgunblaðinu í gær, að Óskar heitinn hafi verið í æfingaflugi er slysið varð, því hann hafi verið að því kominn að ljúka svonefndu A-prófi, sem gefur réttindi til einkaflugs. Sagði hann, að Óskar hafi ver- ið búinn að ljúka bóklegum prófum, en átt eftir sjálft flug- prófið. Hafi hann haft flugskír- teini flugnema á meðan. Kristján Gunnlaugsson sagði, að flugvélin hafi verið í notkun við flugkennslu fyrr um daginn og þá ekki orðið vart neinna bil- ana. 1 viðtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Jónsson, yfir- maður Loftferðaeftirlitsins, að flak flugvélarinnar hafi verið sett imn í skýli á Reykjavíkur- flugvelli. Hreyfillinn hefði ver- ið athugaður strax um morgun- inn og athugað yrði hvort vatn væri í olíu eða eldsneyti. Hreyf- illinn yrði hreinsaður upp vegna isjávarseltunnar og síðar settur i gang til reynslu. Sigurður sagði, að lítið væri að marka mælitæki vélarinnar, þar sem þau hafi verið í sjó. Klukka í vélinni hefði stanzað kl. 21.17 og hefði líklega gengið í um 15 mínútur eftir að vélin isökk í sjóinn. Hann sagði einnig, að þegar Framhald á bls. 31 G-listomenn kusu I-lislamenn! ÞAÐ vakti athygli á borgar- stjórnarfundi í gær, að G-lista- menn kusu I-listamenn í ýmsar trúnaðarstöður á vegum Alþbl. í borgarstjórn. Þannig var erki ó- vinurinn Jón Hannibalsson kos- inn varaendurskoðandi borgar- reikninga, Sigurður Guðgeirsson var kjörinn í framfærslunefnd og Guðjón Jónsson varamaður í Hafnarstjórn. Þessi kosning vekur sérstakia athygli veigna þeirrar yfirlýsingar Þjóðviljans 9. maí sl. að þeiir ®am styddu Hannibal væru þar með að segja eig úr Alþýðu- bandalaginu. Nú er spumimgin, fóru G-listamennimk í borgax- stjórn út af línunni eða hefur Þjóðviljinn dregið í land og hætt við að reka sjálfkrafa stuðnings- menn Hannibals? é-h Hverjir aka d nýjum bílnm í sumarleyfið? ÖRUGGLEGA ekki þeir, sem ekki kaupa miða í hinu glæsilega landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. — Hvaða happdrætti annað býður npp á 5 evrópska bíla eftir 4 daga fyrir 100 krónur? Að hika er sama og að tapa. Þið sknlið ekki hika við að kaupa miða í landshappdrættinu, því að þá þurfið þið ekki að láta þá hugsun naga ykkur að ef til vill ættuð þið nú nýjan bíl, ef þið hefðuð keypt miða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.