Morgunblaðið - 06.06.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.06.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1967. BILALEIGAN -FERÐ- Da^gjald kr. 350,* og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDU M BILA LEIGfl MAGNÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötn 103. Siml eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifaliÖ í ieigugjaldL Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SMRIfl TÍMA OG FYRIRDOFN f-j==*B/UUfrSAM RAUDARARSTlG 31 SlMI 22022 Fjaffrir. fjaffrablöff. hijóffkótar púströr oJfl. varahlutlr I margar gerffir bifreiffa Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sum 24180. PILTAR, .= EFÞIÐ EIGIOUNNUSTUHA ÞÁ Á ÉG HRINCrANA / Æ/á'fd/7 /ÍSWt/f7é(S'ÍOf7_ ! /fJ<Tter/-aer/ 8 \ ' \>C=r: J(royd on, GOLFKYLFUR heimsþekktar í meir en 50 ár af reynslu og gæffum. Keðjubréfafaraldur „Móðir” skrifar: „Herra Velvakandi! Mér til sárrar hrellingar sá ég dótftur mína vera að skrifa ótal „keðjubréf“ í gær. Ég man það vel, þegar ég var ung, að þá voru alltaf að gjósa upp svona keðjubréfafaraldur, og maður þorði varla annað en að hlýða þeim skipunum, sean í þessum fíflabréifium stóðu, því að annars átti maður á hættu skjótan dauðdaga, hryllilegan sjúlkdóm; alls kon- ar ógæfu yifir sjálifan sig og sína nánustu, Þetta voru ógeðs- leg bréf með hótunum, og ætti auðvitað að kæra slíkar bréfasendingar og draga bréf- ritarana íyrir lög og dóm fyrir hótanaskrif, jafnvel þótt þeir geri ebki annað en endurrita þeim send bréf. í>eir setja þó alla vegna nöfn sín undir þau og gerast þar með ábyrgir að- iljar lögum samikvæmf. Nú er lengra gengið en áður, þannig að krafizt er peninga. Nú vil ég i fylistu alvöru Skora á alla, sem siík brétf fá, að senda umsvifalaust kæru á sendanda til sakadómara, þar sem krafizt er málrannsóknar og opinberrar ákæru á hendur sendanda vegna hótana og fjárkúgunar. í>ó að ekki kæmi annað til en frímerkjakostnað- ur, þá er það „peningaplokk- ení“ og „blaok-mail“ af svört- usbu gráðu. Virðingarfyllst, Húsmóffir". Unglingavandamál og hlöðuballatízkan „Móðir“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Það er mikið talað um unglinga og unglingavandamól. Og mörg eru vandamálin. En eru ekki mörg þeim fullorðnu að kenna? Ég hef töluvert umgengizt unglinga og séð til þeirra. Þetta eru yfirleitt myndarlegir einstaklingar og mjög sjálf- stæffir. En yfirleitt góðir ungl- ingar, sé rétt að þeim fiarið. Ég las ályktun barnaverndar- nefndar um unglingatizku. Ég átti þess ekki kost að sjá þá sýningu. En þótt ég sé nokkuð við aldur, finnst mér margt af þessum nútíma klæðaburði mjög fallegur ög klæðilegur. En það er annað, sem mér finnst, að barnavenndarnefnd ætti miklu fremur að beita sér fyrir. Það er að unglingar komi efcki í gallabuxum og peysum á dansleiki. Ég hef séð, að í flestuim ef ekki öllum bús- um hór austan fjalls eru tölu- vert margir í slíkum föitum, ungar stúlkur jafnvel í stígvél- um. Svona búnum er þeim hleypt inn, hvað sem annars félagsbeimilin eru falleg og nýtízíkuleg. Er ekki óhollt að venja unglinga á slíkt hirðu-. leysi? Fylgir því hirðuleysi ekki fleira? Þarna ættu þeir fullorðnu, sem þessum húsum ráða, að koma til. Svo er annað: Engar auglýs- ingar um aldurttakmark, sem einungis er til blekkingar og til þess eins að kenna ungiingun- um virðingarleysi ifyrir lögun- um. >ví aldurstakmarkið er næstum undantekningarlaust bara auglýsingin. Með þakklæti, Móðir". Hvernig ná krakkar í brennivín? „Héiðraði V-elvakandi! í pistium þínum hefur oft verið drepið á vín og vín- neyzlu í okkar ágæta landi, svo að það er ef til viH að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar við, en ég ætla nú samt að láta verða af þvL Laust eftir siðustu áramót var opnuð vínútsala hér í bœ og varð það mikið fagnaðar- efni fyrir ýmsa Eyjabúa og gesti Eyjanna. Hrifning manna var svo mikil, að frá föstudagsmorgni til hádegis á laugardag (fyrstu helgina) var selt áfengi fyrir rúmlega hálfa milljón króna, og þegar þessi blöð eru rituð, er búið að selja áfengi fyrir rúmar fimm milljónir. Menn eiga ef til viU ekki að vera að skipta sér af, þótt íull- orðið fóik drekki frá sér vitið, eh í þessum bæ, sem og annars Staðar, hafa verið brögð að því, að unglingar drekki áfenga drykki, og hefur mönnum þótt þetta far.a mjög vaxandi hér, síðan þetta hof Bakkusar var opnað. Nú spyr ég: Hvar fá ungl- ingar, á aldrinum 15—18 ára, vín? Hvaðan? Getur það ver- ið, að einhverjir séu svo lúa- legir að kaupa vin fyrir þetta æskufólk? Skyldi svo nú vera, þá þarf að hafa hendur í hári þeirra og draga þá fyrir dóm- stólana. Gæti það skeð, að af- greiðslumenn þessarar stofnun ar veigri sér við að biðja há- vaxinn, stæðilegan, ungan mann um að sýna nafnskír- teini, eða ef um unga konu væri að ræða, sem bæri gift- ingarhring, og þeir í vafa um aldur hennar, að frekar en að eiga á hættu að móðga hana, þá láti þeir eins og ekkert sé? Með þessu er ég alis ekki að luliyrða, að þetta sé svona, en ef svo skyldi vera, þá þarf hér úrbóta hið bréðasta. Mæður og feður, eruð þið ánægð með, að böm ykkar geti óhindrað fiengið áfiengi með einhverjum leiðum og þannig áitt á hættu að eyðileggja iíf siitt áður en það er raunverulega byrjað? Það er ykkar réttur, að lögun- um sé framfylgt og börn ybk- ar vernduð gegn þessu böli, og þið eigið hekntingu á, að þeir menn, sem hugsanlega gerðu sig seka um ofanskráð afbrot, verði látnir finna, að þeir geta ekki breytt lögunum eftir vild sinni Með þakklæti fyrir birtinguna, Kennari í Vestmannaeyju«n“. Enn um G- og I-listana í pistlinium á laugardag reyndi Velvakandi að skýra að gefnu tilefni, hvernig laga- flækjur leiða til þess, að þeir, sem greiða Hannibalslistanum í Reyk j avík (I-listanum) at- kvæði á sunnudaginn, eru með því að stuðla að finamgangi annars lista, G-listans, sem Magnús Kjartansson er etfstur á. Lesendur hafa taiað við Vel- vakanda og spurt um það, á hvern hátt Alþingi sjólft geti haft áhrif á það, bvernig upp- bótarsætum er úthlutað. Vel- vakandi á ekki sérlega létt með að greiða úr lagaflækjum, en þar sem þetta er mikilvætgt mái, vill hann mega segja þetta: 1) Við kosningarnar 1 Reykjavik 11. júní er kosið beint um 12 þingsæti. Þeim verður skipt eftir venjulegum regílum milli þeirra 6 lista, sem eru í 'kjöri. 2) Að kosningum loknum út- hluitar landskjörstjórn 11 upp- bótarsætum til jöfnunar milli þingflokka. Ljóst er að land- kjörstjórn mun ákveða, hve marga af þessum 11 uppbótar- þingmönnum Alþýðubaindalag- ið fær, á þennan háitt: Hún leggur saman atkvæðabölur, sem G-lietarnir fiá í öilum 8 kjördæmum landsins. Við þá útkomu leggur hún atkvæðatöl ur I-listans í Reyfcjavílk. Al- þýðubandalagið fær síðan upp- bótarþingsæti miðað við þessa tölu. Þvi hærri, sem útkoman hjá 1-listanum hans Hannibaia verður, því fleiri uppbótar- menn tfær þess vegna Alþýðu- bandalagið. 3) Þegar Alþingi kemur saman að loknum kosningum, verða kjörbréf lögð fram, þar á meðal kjönbréf uppbótar- manna. Hið nýja Alþingi sker síffan sjálft úr því, hvort þess- ir menn séu Iöglegir Alþingis- menn. Þeir þingmenn, sem hafa umdeild kjörbréf, svo sem verða kann um einhverja af uppbótarþingmönnum Al- þýðubandalagsins, mega taka þátt í atkvæðagreiðslu um rétt sjálfna sín til að sitja AlþingL Má Velvakandi enn lengja þetta tal sitt um hið dularfuila samband G- og I-listanna með því að minna á, að G-listamenn afneita öllum lista Hannibala. Aðstandendur þess lista báru hann hins vegar fram í nafni Alþýðubaiidaiagsins, og Hanni- bal er hvorki meira né minna en formaður þess. Efflilegt hefffi veriff, aff hann hefði feng iff hluta af tíma Alþýffubanda- lagsins í umræðum í hljóff- varpi og sjónvarpi. Það varð efcfci, en um það er við að- standendur G-listans eina að sakast, því að þeir réðu þvi, hverjir kornu fram í natfni Al- þýðubandalagsins. íbúð til leigu nú þegar. 5 herb. íbúð í Hlíðahverfi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „2282“. íbúð óskast! 2ja—3ja herbergja íbúð óskast til leigu strax eða 1. júlí. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. júní merkt: „Nauðsyn — 8624“. Skíðaskóhnn í Kerlmgafjöllum Simi 10470 mánud. — föstud. kl. 4—6, taugard. kl. 1—3. Bjarni Beinteinssom LÖGFR/EÐINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (SIU1.I » VALMf sImi i3sa« -♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.