Morgunblaðið - 06.06.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.06.1967, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1967. Afstaða Sovétríkjanna og Kína í deilunni fyrir botni Miðjarðar- hafs stórhættuleg heimsfriðnum Fyrst eftir að sló í brýnu með Aröbum og Israelsmönn- um fyrir nokkrum vikum var ljóst, að stórveldin ætluðu að fara varlega í að láta í ljós álit sitt á atburðunum eða taka afstöðu til þeirra. Hver þjóðarleiðtoginn af öðrum, frá Washington til Moskvu, lét í ljós vonir um, að deil- urnar hjöðnuðu sem fyrst, svo að friður mætti haldast austur þar. Bak við tjöldin ræddu sendiherrar og aðrir sendimenn stórþjóðanna uni það, hvemig unnt væri að trygrgja frið og virtust flestir þeirrar skoðunar, að bezt væri að leysa málið á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Aimennt virtist sú skoðun ráðandi, að bein íhlutun stór- veldanna yrði stórhættuleg heimsfriðnum. En 23. mai sl. bárust óvænt- ar fregnir frá Moskvu. Þá um morguninn höfðu Egyptar gripið til þess ráðs að loka Akabaflóa og ísraelsmenn lýst því yfir, að sú ráðstöf- un jafngilti stríðsyfirlýsingu. Nú lýsti Sovétstjómin yfir því, að hver sá, er hæfi árás- arstríð fyrir botni Miðjarð- arhafsins mundi „ekki einasta mæta sameinuðum herafla Arabaríkjanna, heldur og andstöðu Sovétríkjanna og annarra friðelskandi þjóða,“ eins og komizt var að orði. Raunar 'hafði verið ljóst löngu áður, að samúð Rússa væri öll með Airabaríkjun- um. Þedr höfðu árum saman gagnrýnt Israelsríki fyrir yf- irgang á landamærum Ar- abaríkjanna og sakað Vestur- veldin um að beita ísrael fyr- ir sinn vagn. En frá upphafi deilunntar nú höfðu þeir ekki haft hátt um hana d frétta- sendingum og fremur dregið úr árásum sínum á Israel heldur en faitt. Var þvi talið, að Sovétríkin mundu eins og Vesturveldin forðast að taka beinan afstöðu — enda hafði Sovétstjórnin fúllviissað stjórnir þeirra um, að henni væri í mun, að friðuir héldist á þessum slóðum. Enginn vafi er talirm leika á því, að þessi stuðningsyfir- lýsing Sovétríkjanna við Ar- aba (sem endurtekin vair i gærkvöldi, sbr. frétt) varð stórt skref í átt til þess að erjumar komust á það stig, sem nú er orðið og ógnar öll- um heiminum. Arabar, með Nasser i broddi fylkingar, stóðu sýnu sterkari að vígi en áður, aiuk þess sem orðalag sovézku yfirlýsingarinnar fól það í sér, að Sovétstjómin Chou En-lai hafði þegar ákveðið, að fsra- el yrði talið árásaraðilinn, faver svo sem reyndin yrðL • Stefna Bandaríkja- stjórnar Bandaríkjastjóm hefur frá upphafi átakanna fylgt stefnu varkámi. Hún faefur neitað að lýsa yfir fullum stuðningi við Israel og birti síðast í gær, mánudag, ytfirlýsingu, þar sem sagði, að íhún mundi gæta íhlutleysis í málinu. Jafnframt hvatti stjómin til þess, að fainir stríðandi að- ilar legðu þegar niður vopn og deilan yrði leyst á frið- samlegan hátt. Áður hafði Bandaríkja- stjórn þó lýst því yfir, að hún teldi Akabaflóann al- þjóðlega siglingaleið og lokun hans ólöglega og stórlhættu- lega heimsfriðnum. Minnti Bandaríkjastjórn á fyrri yf- irlýsingar Bandaríkjanna um það mál, — þá fyrri frá 1950, er stjómir Bretlands, Frakk- lands og Bandaríkjanna tóku þessa afstöðu, — hina frá 1957, er stjómir fjölmargra þjóða undirrituðu yfirlýsingu sama efnis. Næsta skref Bandaríkja- stjómar var að senda Egypta- landsstjórn orðsendingu, þar sem sagði, að Bandaríkja- menn mundu grípa til allra tiltækra friðsamlegra ráða, er þeir teldu nauðsynleg, til þess að tryggja, að Akaba- flói héldist opinn öllum þjóð- um. Var einnig látið að því liggja, að tækist ekki að fá þessu framgengt með frið- samlegum hætti, væri mld- beiting ekki útiiokuð. Jafn- framt lögðu Bandaríkjamenn áherzlu á það við fsraels- stjóm að fara að öllu með gát og reyna í lengstu lög að halda friðinn. í lok maí mánaðar lagði Bandaríkjais tj órn fyrir Sam- Wilson einuðu þjóðirnar ályktun 1 þremur liðum, þar sem þess var farið á leit við alla, er falut ættu að deilum fsraels og Araba að þeir færu að beiðni U Thants um að forð- allar aðgerðir, er aukið gætu spennuna. Var ályktunin lið- ur í tilraunum stjómmála- manna víðsvegar um faeim til þess að lægja öldumar fyrir botni Miðjarðarfaafs. Á það er bent, að Banda- rikjastjóm sé mjög á móti því að blanda sér í átök og vopnaviðskipti ísraels og Ar- aba. Hún eigi nóg með styrj- aldina í Vietnam og telji auk þess fhlutun stórveldannna stórhættulega heimsfriðnum. Þess ber þá líka að geta, að sú tilgáta hefur komið fram, að tilgangurinn með þessu öllu saman sé einmitt sá að neyða Bandarikjastjóm út í styrjöld við Arabaiikin til þess að gefa Norður-Viet- nam og Kína frjálsari hendur í Suður-Vietnam. Þess er nú minnzt, að Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétrikjanna, kom í skyndiheimsókn til Kairo síðari hluta marzmán- aðar — og með hliðsjón af framkomu Sovétstjómarinnar í þessu máli, eru margir þeirrar skoðunar, að þeir Nassir hafi þá lagt á ráðin um þessi átök, með það í huga að klekkja á Bandarik j amönn- um. Takist að neyða þá til afstöðu með ísrael og beinnar íhlutunar í vopnaviðskipti, verði þeir að veikja stöðu sína I Vietnam. Aðrir mæla gegn þessari tilgátu — og segja, að þróun deilunnar milli fsiraelsmanna og Araba hafi verið svo skjót og tilviljanakennd, að Nasser faafi ekki getað fylgt vand- lega úthugsaðri áætlun. Enn- fremur telja þeir, að Sovét- stjórnin faefði tæpast stuðlað að slíkri áætlun, þar sem hún gæti leitt Rússa beint út I styrjöld við Bandarikjamenn. Johnson • Bretar, Frakkar — og Kína Afstaða Breta og Fratoka hefur einnig einkennzt af varkárni. Stjórnir beggja þjóðanna hafa lýst yfir von um, að deilurnar verði jafn- aðar með friðsamlegum faætti og nú hafa Frakkar lýst yfir hlutleysi og tekið fyrir flutn- ing vopna- og hergagna til hinna stríðandi aðiila. Að vísu er sú ráðstöfun nokbuð tví- eggjað „hlutleysi", því að hún keimur fyrst og fremst illa vdð fsraelsmenn, sem faafa keypt mikið af flugvélum frá Frakklandi og öðrum göngum til flughers síns. Enda herma fregnir frá Israel, að þar séu menn mjög sárir út af fram- komu Frakka, sem þeir faafi talið með sínum beztu vinum og stuðningsmönnum. Þess er á hinn bóginn getið, að Frakkar hafi átt fremur vinsamleg samskipti við Nasser að undanfömu og kæri sig efcki um, að þau breytist til hins verra. De Gaulle tók í upphafi þá stefnu að hvetja til fundair stórveldanna fjögurra, Bandarikjanna, Bretlands, og Sovétrikjanna á þeirri for- sendu, að óhugsandi væri að tryggja frið fyriir botni Mið- jarðarhafs nema þessi ríki væru því öll fylgjandi. Stjóm iir Bandaríkjanna og Bret- lands lýstu þegar fylgi við þessa faugmynd franska far- setans, en Sovétstjómin hefur algerlega neitað að taka þátt í slíkum fundL Bretar hafa frá uppfaafi beitt sér fyrir því, að mál þetta yrði leyst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Harold Wilson, forsætisráðherra, lýsti því yfir fyrir nokkru, að Bretland liti á Akabaflóa sem alþjóðlega siglingaleið og mundi brezka stjórnin styðja Kosygin andstöðu gegn lokun faans. Brezka stjórnin faefur átt virkan þátt í tilraunum til að fá deilurnar leystar á frið- samlegan hátt. Hefur hún sent fulltrúa sína til ýmissa landa í því skyni, m. a. tii Sovétríkjanna. Þá hafa Bret- ar mælzt til þess, að siglinga- þjóðir heims frefi yfirlýsingu þess efnis, að þær tedji Aka- baflóa alþjóðlega siglingaleið og styðji aðgerðir gegn lok- un hans. Bandarikjastjórn befur lýst fylgi við þessa hug- mynd og unnu stjómirnair að samningu yfirlýsingarinnar fyríir síðustu helgi. Búizt var við, að hún yrði lögð fyrir Öryggisráðið fljótlega upp úr helginni, — og gæti þannig skapað viðræðugrundvöil til lausnar deilunnL Ekki verður farið hér nán- ar út í að ræða afstöðu ann- arra ríkja til deilunnair en þess má þó geta að meðal þeirra mörgu þjóða Asíu, sem lýst hafa stuðningi við stefnu Araba eru Kínverjar. Á úti- fundi, sem haldinn var í Pek- ing fyrir nokkrum dögum, var því lýst yfir fyrir faönd Pekingstjómarinnar, að 700 milljónir Kínverja styddu 100 milljónir Araba í baráttunni við ísrael og vestræna heims- valdasinna. Fundarmenn, sem votu um tíu þúsiund talsins, gerðu góðan róm að þessari yfirlýsingu. i Afstaða U Thants Hinsvegar er rétt að minn- ast lítillega á afstöðu fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, U Thants, sem vak- ið ihefur athygli og víða sætt gagnrýni. Hefur honum eink- um verið láð, að hann skyldi svo fljótt láta undan toröfum Egypta um brotitflutning gæzluliðs Sameinuðu þjóð- anna frá Sinai-skaga. Nánari atvik þessa máls voru þau, að 17. maí sL fékk U Thant boð um, að stjórn de Gaulle Egyptalands hefði sent yfir- manni gæzluliðsinis, ind- verska faershöfðingjanum In- dar Jit Rikhye, orðsendingu, þar sem þess væri krafizt, að gæzluliðið færi á bcrott tafar- laust „svo að það yrði ekki fyrir, ef til faernaðarátaka kæmi“, eins og komizt var að orði. Benti orðalag orð- sendingarinnar þegair til þess, að Egyptar vildu fá frjálsar hendur til að hefja hemaðair- átök, — því hefðu þeir óttast árás fsraelsmanna að fyrra bragði og viijað forðast átök við þá, mætti ætla, að þeir hefðu veirið gæzluliðinu fegn- ir sem áður. Fyrstu viðbrögð U Thants voru þau, að héldi stjórn Egyptalands fást við þessa kröfu væru samtökin tilneydd að verða við henni. Margir eru þeimair skoðunar, að þessi afstaða framkvæmdastjórans hafi átt við ailstark rök að styðjast. Gæzluliðið var stað- sett á egypzku laindi með sam þykki egypzkra yfirvialda, sem höfðu fulla heimild til að krefjasit brottflutnings þess. Hefði því verið neitað, hefði það getað eyðilagt trú þjóðanna á gæzlustarfsemi samtakamna. Hitt er annað mál, hvort U Thant þurfti að láta undan Nasser svo fljótt — hvort ekki hefði verið réttara að leggja málið fyrir Allsheirjar- þingið til umræðu, eins og U Thant hafði fulla heimild til, — og vinna þannig tíma, er hefði mátt nota til þess að lægja öldurnar. Þair telja margir að U Thant hafi brugðizt skyldum sínum. Bandairíkjastjóm lýsti þeg- ar undrun sinni yfir afstöðu U Thanits en þess er getið, að hann hafi að nokkru farið að ráðum varaframkvæmda- stórans, Ralphs Bunch, sem er Bandarikjamaður og hefur mikla reynslu sem sáttasemj- ari í deilum ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs. U Thant tjlkynnti sem sé Nasser, að sjálfsagt væri, að S.Þ. yrðu við ósk faans, en benti á, að ekki væri um að ræða, að gæzluliðið hyrfi á brott um stundarsakir og kæmi svo aftur — annað- Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.