Morgunblaðið - 06.06.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.1967, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1967. Útgefándi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstj órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: f lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á. mánuði innanlands. i 5 ARABÍSKUR HITLER au tíðindi, sem borizt hafa frá botni Miðjarðarhafs sL sólarhring eru hörmuleg. Enn einu sinni hefur brotizt út styrjöld milli ísraels og Arabaríkjanna og þau hern- aðarátök, sem nú standa yfir geta b*>tft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Undanfarnar vik- ur hefur ástandið í Austur- löndum nær orðið sífellt ískyggilegra. Sú ákvörðun U Thants að kalla heim friðar- gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna frá Gazasvæðinu er furðuleg og óskiljanleg, enda virðist hún hafa haft þveröfug áhrif við það sem til var ætlazt. Arabaríkin hafa fyrst og fremst sótt styrk og hemað- arlega aðstoð til Sovétríkj- anna og annarra kommún- istaríkja. Sovétríkin höfðu lofað Aröbum oflugum bak- hjalli, ef til átaka kæmi, og Kínastjóm lýsti yfir stuðn- ingi 700 milljón Kínverja við 100 milljónir Araba, eins og komizt var að orði. Án þessa stuðnings hefði Aröbum ekki verið unnt að hefja það taugastríð gegn ísrael, sem hófst með lokun Akabaflóa og nú hefur endað með al- gjörri styrjöld. Adolf Hitler fékk í síðari styrjöld siðferðilegan styrk vegna samninga, sem hann gerði við Stalín og þeir gáfu hernaðaráætlun hans byr undir báða vængi og önnur komm únista ríki hafa nú með beinum stuðningi við hinn arabíska Hitler í Egyptalandi stuðlað mjög að því, að styrj- öld er hafin í Austurlöndum nær. Ábyrgð kommúnista- ríkjanna er því þung og sök þeirra mikil. Enn einu sinni standa þau að baki styrjald- araðgerðum. Ferill kommún- ista í þessum efnum er ekki fagur, þótt ekki sé litið yfir lengra tímabil en frá því að heimsstyrj öldinni síðari lauk. Styrjöldin í Austurlöndum nær sýnir okkur íslending- um, að sú stefna, sem við höf- um rekið í utanríkis- og ör- yggismálum er rétt og enn í fullu gildi. Tækifærissinnar á borð við Framsóknarmenn hafa hvað eftir annað haldið >ví fram að nú væri orðið svo friðsamlegt í heiminum, að óhætt væri að draga úr vömum landsins. Atburðim- ir fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem hemaðarátök geta hvenær sem er leitt til stór- styrjaldar, sýna okkur glögg- lega hve „friðsamlegt“ er í heiminum í dag. Þess vegna munu íslendingar áfram veita stuðning þeirri ábyrgu utanríkisstefnu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur frá upphafi haft forustu um að marka og jafnan síðan verið sterkasti og traustasti máls- svari fyrir. Næstu daga mun væntan- lega koma í ljós, hverja stefnu hernaðarátökin við Miðjarðarhaf taka. Allir hljóta að vona, að ábyrgum öflum takizt að forða lang- varandi blóðsúthellingum, og að hernaðarátökum linni. Eitt er ljóst. Til þess má ekki koma að ríki á borð við fsra- el, sem hefur verið fyrir- mynd annarra ríkja í þessum heimshluta að uppbyggingu og framförum, þurrkist út. Það á við ofurefli að etja. En það er meira í húfi en framtíð ísrael. Þetta er einn- ig spurning um það, hvort Hitlerar okkar tíma eigi að komast upp með ofbeldisverk sín. Orðstír — og jafnvel framtíð — Sameinuðu þjóð- anna er einniig í veði. Þær hafa þegar stigið óheilla- spor í þessu deilumáli. Von- andi tekst þeim að komast á rétta leið á ný og koma á friði við botn Miðjarðarhafs. Hinn heimskunni brezki sagnfræðingur Hugh Trevor- Rope sagði í blaðagrein fyTÍr nokkru, að sér virtist Arab- íska Sambandslýðveldið vera sá staður, þar sem hættast væri við endurvakningu naz- ismans. Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér. Og það hlálega er, að kommúnistar styðja ofbeldi hins arabiska Hitlers, alveg eins og þeir studdu Adolf Hitler á örlaga- stund. ENN einu sinni beinist athygli heimsins að löndunum fyrir botni Miðjarðarhaifsins. Þar er skiollin á þriðja styrjöldin frá því 1948, er ísraelsmenn lýstu yfir stofnun ríkis síns, en það gerðist hinn 14. maí það ár. Að- eins þremur dögum síðar réðust arabisku nágrannaríkin gegn hinu nýstofnaða ríki, en fyrir mnlligöngu Sameinuðu þjóðanna tókst smám saman að koma á vopnahléi milli ísrael og hinna einstöku Arabarikja. Hinn 29. október 1966 skall aftur á styrjöld fyrir botni Mið- jarðarhafsins, en þann dag réð- ust heirsveitir ísraelsmanna inn í Egyptaland. Fáeinum dögum síðar stigu brezkar og franskar hersveitir á land í Egyptalandi við norðurenda Súezskurðsins. Styrjöld sú, sem nú er á skoll in á vafalaust rót sína að rekja að miklu ieytá til Súezdeilunnar 1956. ísraelsmenn unnu þá sig- ur á Egyptum og einn mikil- vægasti árangurinn, sem þeir náðu, var að fá því framgengt, að Akabaflói var opnaður fyrir siglingar þeirra. Þefcta gerðist á þann hátt, að ísraelsmen náðu á sitt vald strandvirkjum Egypta við Tiransundið, þar sem Akaba ftóinn er mjóstur og þaðan sem Egyptar höfðu stjórnað sigling- um inn í flóann. Síðar, þegar vopnahlé komst á, létu ísraels- menn strandvirkin af hendi aft- ur með ákveðnum skilyrðum: Að gæzlulið Sameinuðu þjóðanna tæki við þeim og sæi um, að siglingar í gegnum Tiransundið héldust frjálsar. Aðgerðir Nassers Egyptalands ANTHONY NUTTING, sem var affstoðarutanríkisráðherra Breta, sagði af sér í október 1956, vegna þess aff hann var ósam- mála stefnu brezku stjórnarinn- ar í Súez-málinu. Nýlega sendi hann frá sér bók um Súez-máliff „No End of a Lession“, og gerir hann þar ítarlega grein fyrir þróun málsins og ástæðunum til þess aff hann sagði af sér. 1. marz 1956 vék Hussein Jórdaníukonungur brezka hers- höfðingjanum Glubb Pasha úr embætti forseta jórdanska her- ráðsins og yfirmanns Arabaher- deildarinnar sem hann hafði þjálfað. Þar með hófst sú at- burðakeðja, sem leiddi til Súez- stríðsins, og í sambandi við þetta mál kom fyrst í ljós ágrem ingur Nuttings og samráðherra hans varðandi stefnu Breta 1 löndunum fyrir botni Miðjarðar hafs. Nutting sendi Anthony Eden forsætisráðherra, greinargerð, sem hafði að geyma tillögur um, hvernig Bretar ættu að treysta áhrif sín fyrir botni Miðjarðar- hafs og losa sig undan ábyrgð og skyldum sem þeir hefðu að- eins vafasaman hagnað af. í fyí-sta lagi lagði hann til, að Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér það hlutverk að koma í veg fyrir að styrjöld brytist út milli Araba og Israelsmanna, en 1950 höfðu Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ábyrgzt að gæta fr:ð arins fyrir Miðjarðarhafsbotni. í öþru lagi lagði Nutting til, að Bretar ykju hernaðarlega og aðra aðstoð við þau Arabaríki, sem vinveitt væru Bretum, og að lökum lagði hann til, að forseta undanfarnar vikur hafa einmitt beinzt að því að svipta Israelsmen árangrinum af hinni sigursælu herferð þeirra 1956, sem fólst ekki hvað sízt í opn- un siglingarleiðarinnar um Ak- abaflóa. Samtímis hefur Nasser haft það að markmiði að greiða fyrir þann persónulega álits- hnekki sem bann varð þá fyr- ir vegna sigurs ísraölsmanna. Af þessum ástæðum er ekki úr vegi að rifja upp helztu at- burði Súezdeilunnar 1956. reynt yrði að einangra Nasser og draga úr áhrifum hanis 1 Arabaheiminum. * EDEN HARÐUR En Nutting segir, að augljóst hafi verið allt frá því Glubb Pasha var vikið úr embætti, að Eden hafi verið staðráðinn í að kollvarpa Nasser með einhverj- um ráðum, því að ella mundi Nasser binda enda á öll ítök Breta og áhrif í Austurlöndum nær. Eden var sannfærður um, að Nasser ætti sökina á brott- vikningu Glubbs Pasha. Þannig segir Nutting, að þjóðnýting Súezskurðar 19. júlí hafi verið tækifærið, sem Eden hafi beðið eftir, og þá hafi hann fundið átyllu til þess að beita öllum tiltækum ráðum, pólitísk- um, efnahagslegum og hernaðar legum, til að kollvarpa Nasser og stjórn hans. Eden sendi Eisen hower Bandaríkjaforseta skeyti þess efnis að efnahagslegar þvinganir einar saman mundu ekki duga til að koma vitinu fyrir Nasser, og því hefði herráð inu verið falið að undirbúa hern aðaraðgerðir. í leynilegum boð- skap til forsetans, sagði Eden, að hann hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að eina ráðið til að kollvarpa Nasser væri að beita valdi án tafar og án þess að reyna samningaleiðina. Þegar Dulles utanríkisráðherra, kom til London nokkrum dögum síð- ar, misskildi Eden orð hans þannig, að hann áleit að þrátt fyrir það að Eisenhower forseti, hvetti Breta til að gæta stilling- ar, mundu Bandaríkjamenn Þjóffnýting Súezskuirffarins I júlí 1956 lýstá Nasser yfir því, að Egyptar vildu þiggja að- stoð frá Bretlandi, Bandaríkjun um og öðrum aðilum á Vestur- löndum til þess að byggja As- wanstífluna, en með henni skyldi stigið risavaxið skref til þess að auka á frjósemi Nílar- dalsins með áveitum frá stífl- unni, en þar að auki ekki hvað sízt átti hið mikla orkuver í sam bandi við stífluna að verða grundvölluir stóraukinnar iðn- væðingar Egypta. Bretland og Bandarfkin neit- standa roeð Bretum og Frökk- um. ísnaelsmenn höfðu kvartað niokkru áður undan árásum arabískra hryðjuverkamianna, sem Egyptar studdu, yfir landa- mærin. Frakkar gerðu sér strax grein fyrir því, að þeir gætu fært sér aðstöðu ísaelsmanna í nyt. Frakkar voru fjandsamleg- ir Aröbum og þó einkum Egypt- um, vegna þess að þeir höfðu orðið að lúta í lægra haldi í Sýr- landi og Líbanon, en ekki sízt vegna þess, að þeir grunuðu Egypta um að styðja þjóðermis- sinna í Alsír. Frakkar sendu fsraelsmönnum vopn og her- gögn. Þegar Nasser Þjóðnýtti Súez-skurðinm, ræddi Peres, varnarmálaráðherra fsraels, við frönsku stjórnina um auknar vopnasendingar, og þegar Menzi er, forsætisráðherra Ástralíu, fór til Kairó til að fá Nasser tií að fallazt á að Súez-skurðurinn yrði settur undir alþjóðlega stjórn, ræddu Frakkar við fsra- elsmenn um leiðir til að hertaka Súez-skurðinn. ★ FRAKKAR ÁKAFIR Nutting varaði eindregið við því, að Bretar gengju í of náið bandalag með Frökkum og þar með fsraelsmönnum, þær tvær þjóðir sem Arabar hötuðu mest, og lagði til, að málið yrði ’agt fyrir S.Þ., en Eden sagði ótví- rætt að ef Bretar beittu ekki valdi nú, roundu þeir glata allri olíu sinni í hendur Nasser. Edem sagði, að Bandaríkjamönnum stæði á sama um Súez-skurð, en Frokkum og ísraelsmönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.