Morgunblaðið - 06.06.1967, Side 32

Morgunblaðið - 06.06.1967, Side 32
DREGIÐ f KVÖLD ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1967 5 bátar á leið inn með góðan afla NOKKRIR bátar fengu ágætan afla á síldarmiðunum fyrir aust- an í fyrrinótt. Þegar Mbl. talaði við Norðfjarðarradíó í gærkveldi voru fimm bátar á leið til lands, þ.e. Börkur með 250 tonn, Gísli Árni með 250 tonn, H 'í inn 210, Þorsteinn með rúml. 200 tonn og Dagfari með 250 tonn. Voru þessir bátar væntanlegir til bafn ar snemma í morgun. Síldin er mjög langt úti eða um 360 mílur, og erfið viður- eignar að sögn sjómanna, bæði etygg og stendux djúpt. Ægir var í gær kominn á miðin til þess að taka við síldarleitinni af Haf- þóri, en astictæki hans laskaðist hér á dögunum. í gær var v.b. Heimir á leið frá Seyðisfirði á miðin, og er hann hafði siglt í um 26 tíma og farið um 260 mílur fann hann nokkrar stórar ■torfur. Ætlaði hann að bíða næt- urinnar og reyna að kast á torf- urnar. Fyrsta síldin kom til Norð- fjarðar í fyrradag, og voru það Vörður frá Grenivík með 65 tonn, Bjartur NK 210 tonn og Barði 160 tonn. BÚRFELLSVIRKJUN — stærsta orkuver á íslandi er ein mesta framkvæmd, sem viðreisnarstjórnin hefur beitt sér fyrir. Þessi virkjun markar algjör tímamót í raforkumálum íslendinga. Á myndinni hér að ofan sjást jarðgöngin, sem vatninu verður veitt um, en þau eru tæpir 1100 metrar á lengd. f Kommúnistar misnota almannasamtök — eða talar Skúli Þórðarson í nafni Félags Menntaskólakennara? Á SUNNUDAG var borið I hús hér í bæ blað Moskvukommúnista, Al- þýðubandalagið. Á forsíðu þess er „Opið bréf til launafólks“. Undir, bréf þetta rita ýmsir einstakl- ingar í almannasamtökum og er ekki annað að sjá, en þeir riti nöfn sín undir sem fulltrúar samtaka sinna. En þegar nánar er að gætt er hér um hina mestu blekkingu að ræða. Það þarf raunar ekki að koma neinum á óvart, þótt kommúnistar viðhafi í at- kvæðaveiðum sínum fals- anir og ósannindi, Magnús Kjartansson virtist í sjón- varpssamtalinu um dag- inn kosta kapps um að villa á sér heimildir, þeg- ar hann setti sauðargær- una yfir sig. Og nú í síð- asta Alþýðubandalags- blaði nota kommúnistar nýja tegund reykskýja. sem hylja eiga blekkingar- áróður þeirra og birta nöfn ýmissa kommúnista í því skyni að draga stétta- félög inn í kosningabarátt- una. Þannig eru kommúnistar látnir skrifa undir sem full- trúar ákveðinna félaga. Dæmi: Haraldur Steinþórsson, fyrir Landssamband framhalds- skólakennara, Jón Múli Áma- son fyrir Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Lára Gunnars Landsaamb. 1 rarahalaáltólaiéun. Jftarfsmannafél.Ríklsiltv. 9^-. . \ TrésmiBafé'Iag Reykjavíkur dóttir fyrir Starfsmannafélag Reykijavíkurborgar, Guðmund ur Þ. Jónsson fyrir Iðju, félag verksmiðjufólks, Böðvar Pét- ursson fyrir Verzlunaxmanna- félag Reykjavíkur, Hjálmar Jónsson fyrir Málarafélag Reykjavíkur, Jón Timótheus- son fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur, Páll Bergþórs- son fyrir Starfsmannafélag Ríkisstofnanna, Haukur Már Haraldsson fyrir Hið íslenzka Framhaild á bls. 19 . s/b^TÍ”’ brauoa- og mJóIkurbúöUB Seglskútu hvolfdi 3 piltar lentu í sjónum ÞRÍR ungir piltar lentu í nokkr- um hrakningum um helgina, er lítilli seglskútu, sem þeir voru á, hvolfdi fyrir utan Kópavog. Tveir menn á gúmbjörgunarbát og menn af hraðbát frá slökkvi- liðinu á Reykjavíkurflugvelli björguðu bæði mönnum og skútu. Piltarnir voru á leið til lands úr skemmtissiglingu, og þar sem næstum logn vi>r höfðu þeir bundið segiin föst. Skyndilega kom snögg vindhviða á skútuna, og tókst piltunum ekki að losa seglin í tæka tíð, svo að hún fór á hliðina. Við það hálffyllt- Framh. á bls. 19 Verzlunarmannafél..Rvíkur ^ Caaaaa. Starf smannafél#ut^égsl>. , menH^iskíÍílafennara * c.. ^ . , / - . i-. s - /Af'M ^ f , rsmjrhnaféliríklastofn. fiýÉi v e"n ri ai é I.^^r ara a ii k n /'/ _ X Salaraf éla/j/ Reykjavíkur ^élag Sfsl. kjötiön.mafma StarfsstiJlknafélagiö Sékn fsstðlknaféXaglö Sékn jukrunarfélag Isíands netagm. FuUtruaráðs- fundur í kvöld STJÓRN Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík boðar til skyndifundar með meðlimum Fulltrúa- ráðsins kl. 6 stundvíslega í Sjálfstæðishúsinu í dag. Eru meðlimir Fulltrúaráðsins eindregið hvattir til að sækja fundinn og mæta stundvíslega. Skírteini sýnist við innganginn. Dregíð í kvðld um fimm Evrópubíla í KVÖLD verður dregið í hinu glæsilega landshapp- drætti Sjálfstæðisflokks- ins um 5 evrópskar bif- reiðir. Happdrættið hvet- ur allt Sjálfstæðisfólk, sem enn hefur ekki keypt miða að láta ekki happ úr hendi sleppa. Þeir, sem hafa miða til sölu eru áminntir um að gera skil nú þegar. Miðar eru seldir úr happdrættisbifreiður um í Bankastræti og Aus urstræti, svo og í skri: stofu happdrættisins Sjálfstæðishúsinu við Au: urvöll, sími 17104. Hvc vill ekki eignast nýja bi: reið fyrir sumarið fyri aðeins 100 kr. Nú má en; inn sitja hjá. Fram til si; urs með glæsilegri loks sókn. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.