Morgunblaðið - 15.08.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1967
3
Ríkisarfi Noregs á Norðurlandi
Akureyri, 14. ágúst.
HARALDUR ríkisaríi Norð-
manna kom til Akureyfnr með
föruneyti sínu kl. 16:40 í gær.
Flogið var með Fokker Friend-
shipvél Flugfélags íslands frá
flugvellinum við Stóra-Kropp í
Borgarfirði. Hér tóku á móti
hinum tigna gesti Friðjón Ska»p
héðinsson, bæjarfógeti, Bjarni
Einarsson, bæjarstjóri, og Bragi
Sigurjónssn, forseti bæjarstjórn-
ar.
Gífurlegur mannfjöldi var
saman kominn við flugvöllinn
til þess að fagna rikisarfanum
og bílaþröng á vegum, sem
ligigja að vellinum, var mikil.
Fánar blöktu við stengur um
allan bæ og hópur marina hafði
safnazt saman við Lystigarðinn
í þeirri trú að þar yrði opinber
móttökuathöfn. Svo var þó ekki,
heldur var ekið akleitt til Hótels
KEA, þar sem gestirnir gistu í
nótt. Við Kaupvangstorg var
einnig fjöldi fólks og veifaði
Haraldur krónprins til mann-
fjöldans þegar hann sté út úr
bifreiðinni.
í gærkvöldi sat hann kvöld-
verðarboð bæjarstjórnar Akur-
eyrar að Hóteli KEA ásamt
fylgdarliði sínu og nokkrum ís-
lenzkum gestum. Veður var fag-
urt og blítt hér í gær.
Um kl. 10 í morgun var síðan
lagt af stað til Mývatns. í fylgd-
arliði ríkisarfans voru meðal
annars ‘ Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra og frú, Prafn
kafteinn og Örner kommandör-
kafteinn, Páll Ásgeir Tryggva-
son, sérlegur fylgdarmaður,
seridiherrarnir Tor Myklebost
og Hans G. Andersen og frúr
þeirra og Guðmundur Benedikts
son, deildarstjóri og Þorleifur
Thorlacius, forsetaritari, og frúr
þeirra.
Veður var eins gott og það
getur bezt orðið á sumardegi,
hieiður himinn, logn og hiti.
Ljósavatn var svo spegilslétt, að
fjölliri stóðu á höfði í því og vand
séð var, hvor var skýrari, frum-
myndin eða spegilmyndin. Sízt
er ofsagt, að Norðurland skart-
aði sínu fegursta í morgun,
þegar bilalestin kom að Goða-
fossi og farþegarnir stigu út til
að dást að þessu náttúrudjásni.
Eftir stutta dvöl við fossnið-
inn var haldið áfram austur yfir
iðjagrænar heiðarnar áleiðis til
Mývatns. Sama sólskinið hélzt,
hitinn og blíðan, og sami spegil-
flötur var á Másvatni og áður á
Ljósavatni. Mývatnssveit opnaði
bláan fjallafaðm sinn mót hin-
um göfga gesti og um kl. 12:30
var staðnæmzt á hlaðinu framan
við Hótel Reykjahlíð. Þar voru
fyrir nokkrir fyrirmenn Þing-
eyinga ásamt frúm sínum, Jó-
hann Skaptason, sýslumaður,
Pétur Jónsson, hreppstjóri í
Reynihlið, séra Örn Friðriksson,
Skútustöðum, Sigurður Þóris-
son, oddviti, Grænavatni, og
Böðvar Jónsson, bóndi á Gaut-
löndum.
Guðrún Sigurðardóttir, hótel-
stýra, fagnaði gestum í útidyr-
um. Fram var borinn soðinn Mý
vatnssilungur og steiktar lamba-
kótelettur hvort tveggja með alls
konar jarðávöxtum og græn-
meti, og á eftir skyr og rjómi.
Allt íslenzkur matur eins og
hann gerist beztur í íslenzkri
sveit.
Eftir máltíð og stutta hvíld
var ekið yfir Námaskarð og litið
á brennisteinshverina. Haraldur
gekk óhikað fram á barm eins
hvensins þar sem blár leirgraut-
urinn sauð og bullaði og virti
hugfanginn fyrir sér hina sér-
stæðu matseld islenzkrar nátt-
úru. Brennisteinsfnyk og gufur
lagði yfir fólkið, en enginn lét
sér bregða. Menn og ekki síður
konur gerðu aðeins gaman að
þessari nýju og óvenjulegu
reynislu.
Nú tóku svartir regnskýja-
bólstrar að hrannast upp yfir
norðurfjöllunum og þegar bíl-
arnir voru staddir í Námaskarði
i í bakaleið dundi fyrsta demban
yfir. Hún stó'ð stutt og brátt var
komið í sólskinið aftur. I estin
sveigði heim að hinni rísandi
kísilgúrverksmiðju í Bjarnar-
flagi og ríkisarfinn skoðaði hana
: hátt og lágt í fylgd Birgis Guð-
I mundssonar, tæknifræðings. Með
j al annars klifraði Haraldur upp
j eftir hinum háa turni, nærri því
eins hátt og komizt varð og
t fylgdu honum fáir eftir á þeirri
i göngu, aðrir en Pétur í Reyni-
l hlíð. Er niður var komið aftur
á jafnsléttu kom önnur regn-
| demba, hálfu meiri og ákaflegri
i en sú fyrri. Flestir tóku til fót-
i anna og hlupu til bíla sinna eða
: leituðu skjóls í vinnuskúrum og
varningsskemmum og hvar sem
afdrep var að finna, en Haraldur
konungsson lét regnið ekki á sig
i fá og hirti eigi þótt hann vöknaði
nokkuð, heldur hélt áfram göngu
sinni um verksmiðjusvæðið.
i Þegar komið var að Dimtrtu-
' borgum, var sólin aftur tekin að
skína og mývargurinn að gerast
i nærgöngull. Gengið var um
! stund um Borgirnar í steikjandi
sólarhita og logni, unz ríkisarf-
inn gerði sér lítið fyrir og kleif
rösklega og fimlega háan hraun-
klett, snarbrattan. Nokkrir aðrir
karlmenn og einar tvær konur
vildu ekki heita minni fjalla-
garpar og klifu hamarinn á eftir
honum, en þaðan var hið bezta
útsýni.
Sfðasti viðkomustaðurinn var
við Höfða, en þaðan sér mjög vel
yfir sveitma. .Þar kvaddi Har-
aldur Þingeyinga og hélt síðan
rakleitt til Akureyrar. Þar
snæddi hann kvöldverð í Sjálf-
stæðishúsinu, en flaug síðan aft-
ur til Reykjavíkur með Sif, flug-
vél Landhelgisgæzlunnar.
Sv. P.
Á morgun ferðast ríkisarfinn
um Suðurland. Að Skálholti
kemur hann um kl. 11 árdegis
og verður þar helgistund í Skál-
holtiskirkju, sem opin er öllum,
sem aðstöðu hafa til að taka
þátt í henni. Frá Skál'holti fer
Haraldur ríkisarfi að Gullfossi
og Geysi, en síðan til Þingvalla
og þaðan til Reykjavíkur.
Ráðinn aðstoð-
arbankastjóri
BJÖRN Tryggvason hefur verið
ráðinn aðstoðarbankastjóri við
Seðlabankann.
Hann er fæddur 1924. Lög-
fræðipróf tók hann árið 1951 og
hóf síðan starf við Landsbank-
ann sem lögfræðingur. Björn var
^ varafulltrúi fyrir Norðurlönd í
stjórn Alþjóðabankans árin 1957
og 1958. Síðan hefur hann verið
1 skrifstofustjóri Seðlabankans og
aðallögfræðingur, og hefur gegnt
ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir bankann.
(Frá Seðlabanka íslands)
STAKSTEIMAR
Fréttablað Loftleiða
Loftleiðir gefa út fréttablað
fyrir starfsfólk sitt og í júlí—
ágústhefti blaðsins birtist rit-
stjórnargrein, þar sem m.a. seg-
ir:
. „Við erum öll í vissum skiln-
ingi atvinnurekendur, þar sem
allt það, sem við þurfum að
kaupa okkur til lífsframfæris,
veitir þeim atvinnu, sem fram-
leiðir, flytur og selur þá vöru,
sem við borgum fyrir. Hluti aí
kaupverði japanskrar myndavél-
ar er launagreiðsla til japanskra
handverksmanna, greiðsla fyrir
íslenzkt fiskiskip til norskrar
skipasmiðju er hluti af launum
norskra skipasmiða. Húsgögn frá
'Danmörku, vélar frá Sviþjóð,
allt er þetta á einn eða annan
hátt atvinnutrygging þeirra sem
framleiða og selja“.
Björn Tryggvason.
Akureyri 13. ágúst: — Skoda
fólksbíll frá Dalvík með fimm
manns innanborðs ók fram af
Skipagötu neðan við Samkomu-
hús bæjarins ki. 15.50 í dag og
fór á hiiðina í sjóinn. Ökumað-
ur mun hafa beint athygli sinni
sem snöggvast út á Pollinn, þar
sem menn vou að leika listir
sínar á sjóskíðum. Bíllinn var á
hægri ferð.
Ökumaður meiddist á hand-
iegig, en aðrir í bílnum meiddust
ekki. Bíllinn er ekki talinn
mikið skemmdur.
Ferðataska
týndist
STÓR grábrún ferðataska hvarf
af bifreiðastæðinu við Sölvhóls-
götu milli tíu og hálf ellefu á
sunnudagskvöldið. Hún tillheyrir
þeim hjónunum, Kristjáni og
Huldu, sem vinna að veður-
athugunum á Hveravöllum. Þau
höfðu fengið far með bíl frá
Ferðafélaginu í bæinn og sett
farangur sinn til hliðar meðan
Kristjón fór að ná í leigubíl.
En þegar hann kom aftur var
taskan horfin. Líklega hefur hún
verið tekin í misgripum, og er
þess vinsamlega beiðzt að henni
verði skilað á skrifstofu Ferða-
félagsins, sem fyrst.
^IFSTOFA n,
JOURIST
FERDASKRIFSTOFA
RfKISIIWS
7 duga skemmtilerð
um ein fegurstu
héruð lundsins
21.-27. úgúst
fyrir uðeins
hr. 3.950.og
Stutt ferðalýsing:
1. dagur (21. ágúst): Flogið frá Reykja
vík til Egilsstaða um morguninn.
Eftir hádegi skoðunarferð um Fljóts-
dalshérað og Hallormsstaðaskóg. Gist
á T^irSnm
2. dagur: Kynnisferð á Seyðisfjörð og
víðar. Gist á Eiðum.
3. dagur: Ekið vestur yfir Möðrudals-
öræfi, komið í Námaskarð og Dimmu-
borgir skoðaðar. Gist við Mývatn.
4. dagur: Hringferð Dettifoss, Ásbyrgi,
Axarfjörður, Tjörnes, Húsavík, Laug-
ar. Gist við Mývatn.
5. dagur: Ekið frá Mývatni um Þing-
eyjarsýslu. Goðafoss skoðaður. Síðan
í Vaglaskóg og til Akureyrar, þar sem
gist er.
6. dagur: Dvalizt um kyrrt á Akur-
eyri. Bærinn skoðaður og söfn heim-
sótt. Gist á Akureyri.
7. dagur: (27. ágúst). Ekið í Skaga-
fjörð. Glaumbær og Víðimýrarkirkja
skoðuð. Haldið áfram um Húnavatns-
sýslur, Holtavörðuheiði og Borgar-
fjörð til Reykjavikur.
Innifalið í verðinu er: Öll fargjöld,
6 gistingar með morgunverði og
fararstjórn reynds fararstjóra.
Framlenging ferðar: Þeir, sem óska,
geta gist eina nótt í viðbót að Varma-
landi í Borgarfirði og ferðast mánu-
daginn 28. ágúst um Kaldadal og Þing-
velli til Reykjavíkur. Viðbótargjald
kr. 450.—
Óvenjulega hagstætt tækifæri til að
kynnast landinu. Skráning farþega
og nánari upplýsingar á skrifstofu
okkar.
LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540
íslendingar veita
atvinnu á
N orðurlöndum
f ritstjórnargrein Loftleiða-
ritsins segir ennfremur:
„Undanfarin ár hafa íslending
ar verið miklir atvinnurekend-
ur á Norðurlöndum. Þeir hafa
goldið Norðurlandabúum á tima
bilinu 1960—66 krónur 2.897.
136.613,- eða 67.281.138.9 banda-
ríska dollara umfram það, sem
þeir hafa keypt af fslendingum.
Má t. d. í því sambandi minna
á að talið er að skipabygging-
ar fslendinga einar saman hafí
haldið uppi heilum byggðarlög-
nm i Norem og gefur bað visbend
ingu um hve þýðingarmiklir at-
vinnurekendur íslendingar eru í
þjóðarbúskap hinna Norðurland-
anna.
Það er hverjum augljóst og
auðskilið mál að ef íslenzk
stjórnarvöld létu nú í það
skina, að þau hyggðust draga
úr þessum atvinnubótum til
hinna Norðurlandanna, ef þau
halda lengi enn uppi þeim fjand
skap við Loftleiðir, sem ein-
kennt hefur stefnu þeirra að und
;-anförnu, þá mundi þar margur
| heimilisfaðir, sem nú hefur lifs-
framfærslu af islenzku fé, telja
að áhrifavald SAS á rikisstjórn-
ir Norðurlandanna væri orðið
honum vafasamt búsílag"
Að njóta sama réttai
Og greinin heldur áfram:
„Auðvitað ber íslenzkum
I stjórnmálamönnum að halda á-
fram að efla norræna samvinnu,
tryggja atvinnu n'>»-skra skipa-
I smiða, sænskra vélvirkja,
danskra húsgagnasmiða. En þeir
verða vitanlega einnig að gera
þá kröfu. að himr ^kandinavísku
vinir unni þeim, sem að íslenzk
um flugmálum vinna, sama rétt-
ar, neiti þeim ekki um réttlát-
ar kröfur til þess að fá að stunda
atvinnu sína, tryggja atvinnu-
rekstur þeirra, sem vilja fá að
kaupa þjónustu þeirra á Norð-
urlöndum"
Vissulega eru þau rök þung
á metunum, þegar unnið er að
þvi að tryggja hagsmuni Loft-
leiða á Norðurlöndum, að frænd
þ.ióðir okkar hafa mikinn hag
af viðskintum okkar við þær,
eins og tölur þær, sem nefndar
eru í Loftleiðablaðinu, bera
lióst vitni. Þá er hað og viður-
kennt i viðskiptum menningar-
þjóða að hefð skapar rétt og
Loftleiðir hafa um langt skeið
fenoig aS flnioa á lægri far-
gjöldum en aðrir, vegna þess
að þeir notuðu vélar, sem ekki
voru jafnfullkomnar og flug-
vélar annarra félaga. Þess vegna
er líka fvllsta ástæða til að
treysta því. 'að betta mál leys-
1 ist á farsælan hátt.