Morgunblaðið - 15.08.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. AGÚST 1967
r rr r- r- -*• —-*■ -*
Úitgefahdi:
Framkvæmdastjóri:
iRitstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Askriftargjald kr. 105.00
Uf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá.Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími IO-iIOO.
Aðalstræti 6. Sími 02-4-80.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
)
STAÐA ÞJÓÐARBÚS-
INS FRÁ STYRJALD-
ARLOKUM
T nýútkomnu hefti af Fjár-
málatíðindum birtist grein
eftir dr. Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóra, sem bygg-
ist á erindi, er hann flutti á
fundi í Verzlunarráði íslands
22. apríl s.l. Rekur hann þar
þróun gjaldeyrismála Islend-
inga allt frá styrjaldarlokum
og þá þýðingu, sem öflugur
gjaldeyrisvarasjóður hefur.
Hann bendir á að fyrsta ára-
tuginn eftir styrjöldina hafi
íslendingar búið við stöðugan
greiðsluhalla, sem hafi verið
jafnaður með óafturkræfu
framlagi frá Bandaríkjunum,
sem nam samtals um 1700
millj. króna á núverandi
gengi, en við það er hvar-
vetna miðað þar sem tölur
eru nefndar. Síðan er að því
vikið, að þegar kom fram á
árið 1954 hefði mátt heita að
tekizt hefði að vinna bug á
erfiðleikum eftirstríðsáranna
og var á því ári mjög lítill
halli á greiðslujöfnuðinum og
var nettógjaldeyriseign bank-
anna í árslokin 634 milljón
króna. Erlendar skuldir voru
aðeins rúmar 1000 milljónir
svo að áætlað er að nettó-
skuldastaðan við útlönd, það
er að segja heildarskuldir,
bæði opinberra og einkaaðila
að frádreginni gjaldeyriseign,
hafi aðeins numið 461 millj.
króna. Síðan segir orðrétt:
„Þessi dýrð stóð þó ekki
lengi. Þegar á árinu 1955
snerist greiðslujöfnuðurinn
aftur til hins verra og var or-
sakanna að leita í verðbólgu-
þróun innanlands, bæði
vegna óhóflegrar peninga-
þenslu og launahækkana.
Hófst nú nýtt tímabil mikils
greiðsluhalla, er náði yfir ár-
in 1955—59 og gjarnan mátti
kalla uppbótatímabilið, þar
sem það einkenndist af hinu
víðtæka uppbótakerfi, sem þá
þróaðist ár frá ári, samfara
víðtækum höftum. Öll þessi
5 ár var mikill halli á heild-
arviðskiptajöfnuðinum við
útlönd, það er að segja við-
skiptum með vöru og þjón-
ustu, og nam hallinn samtals
yfir 2000 millj. króna, eða
413 millj. að meðaltali á ári.
Þessi halli var jafnaður með
tvennu móti. Annars vegar
rýrnaði gjaldeyrisstaðan um
nær 800 millj. og voru bank-
arnir komnir í 144 millj.
króna nettóskuld við útlönd
í árslok 1959. Hins vegar voru
á þessu tímabili tekin mikil
erlend lán til langs tíma og
þá sérstaklega á vegum ríkis-
ins. Hækkuðu opinberar
skuldir við útlönd á þessum
5 árum um nærri því 1400
millj. króna, eða um 280
millj. króna á ári. Var hér
einkum um að ræða löng lán
með hagstæðum kjörum, sem
að miklu leyti voru tekin fyr-
ir milligöngu Bandaríkja-
stjórnar.
í árslok 1959 voru nettó-
skuldir þjóðarbúsins komnar
upp í 2685 millj. króna á móti
461 millj. árið 1954. Rýrnun
heildarstöðu þjóðarbúsins út
á við varð því samtals 2200
millj. á aðeins 5 árum, enda
var nú svo komið, að óhjá-
kvæmilegt var að grípa til
róttækra ráðstafana til þess
að stöðva áframhaldandi
greiðsluhalla og bæta stöðuna
út á við. Óhugsandi var að
brúa bilið lengur með erlend-
um lántökum af því tagi, sem
stuðzt hafði verið við á þessu
tímabili, en jafnframt var
gjaldeyrisstaðan orðin svo al-
varleg, að nærri lá greiðslu-
þroti erlendis, er haft hefði
getað ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar fyrir lánstraust þjóðar-
innar. Þetta alvarlega ástand
var í rauninni meginástæðan
fyrir nauðsyn hinna róttæku
aðgerða í efnahagsmálum,
sem gerðar voru snemma á
árinu 1960.“
Hér er lýst hinu alvarlega
ástandi, sem skapaðist á tím-
um vinstri stjórnarinnar af
stjórnleysi því og uppbóta-
stefnu, sem þá var fylgt, svo
að lá við greiðsluþroti þjóðar-
innar. Síðan víkur banka-
stjórinn að því, að góðan
mælikvarða á greiðslugetu
þjóðarbúsins megi fá með því
að nettóskuldir við útlönd á
hverjum tíma, séu reiknaðar
sem hlutfall af heildartekjum
af útflutningi á vörum og
þjónustu. Sé það gert, kemur
í Ijós að þetta hlutfall var í
lok ársins 1959 komið upp í
65,3%. En í árslok 1966 voru
nettóskuldirnar komnar nið-
ur í 32,2% af gjaldeyristekj-
unum.
ÞÝÐING GJALD-
EYRISVARA-
SJÖÐSINS
T grein sinni í Fjármálatíð-
* indum fjallar dr. Jóhann-
es Nordal um gjaldeyrisstöð-
una og þá miklu breytingu
sem orðið hefur á hlutfallinu
Tékknezkur rithöfundur
# £
fer til Israels
— í mótmœlaskyni við stefnu stjórnar
sinnar varðandi deilu ísraels og Araba
Vín, 11. ágúst — AP
TÉKKNESKUR rithöfundur,
Ladislav Mnacko, er lagöur
af stað til ísraels í mótmæla-
skyni við „and-gyðinglega“
stefnu stjómar sinnar í deil-
um landanna fyrir botni Mið-
jarðarhafsins og það þótt
hann viti að yfir honum
kunni að vofa handtaka við
heimkomuna, að því er útgef-
endur hans í Austurríki segja.
Talsmaður útgáfufyrirtæk-
isins Fritz Molden í Vín, sem
gefur út verk Mnackos, s-agði
í dag, að Mnacko hefði lagt
upp frá Feneyjum sjóleiðis
áleiðis til ísraels á ítölsku
skipi og hefði farið með hon-
um kona hans fyrrverandi.
Kvað Mnacko för sína mót-
mæli gegn and-gyðinglegri
stefnu og áróðri tékknesku
stjórnarinnar og kvaðst gera
sér þess ljósa grein að hon-
um kynni að verða stefnt fyr
ir rétt við heimkomuna.
Mnacko ætlar sér að vera um
kyrrt í ísrael unz tékkneska
stjórnin tekur aftur upp
stjórnmálasamband við land-
ið, en það var rofið þegar
til átaka kom með ísrael og
Arabaríkjunum í júní-byrjun.
Mnacko var að vinna að
bók um styrjöldina í Vietnam
eftir að hafa starfað nokkurn
tíma sem stríðsfréttamaður
fyrir komúnista í Vietnam
þegar_ stríðið blossaði upp
milli fsrael og Aralbaríkjanna.
„Þá neitaði Mnacko að láta
gefa út bókina um Vietnam
og sagði, að ekki væri rétt að
skrifa um Vietnam-stríðið
meðan átök væru með þjóð-
unum fyrir botni Miðjarðar-
hafsins", sagði talsmaður út-
gáfufyrirtækisins.
Höfundurinn sagði einnig
útgefendum sínum að í bók-
inni sem hann hyggðist skrifa
í ísrael myndi hann setja
fram þá kenningu sína að
stórveldin hafi gert það að
venju sinni að saka smáríki
um að vera árásaraðili þegar
til átaka komi, og kvaðst
myndu bera til baka þá al-
mennu skoðun kommúnista
að Ísraelsríki væri árásarað-
ilinn í stríðinu við Arabarík-
in en Arabar fórnarlömíbin.
Mnacko kvaðst einnig fjalla
um Vietnam-styrjöldina í bók
inni um ísrael.
í yfirlýsingu sem birt var
í v-þýzka blaðinu „Frank-
furter Allgemeine Zeitung",
sagði Mnacko að hann væri
knúinn til þessarar ferðar
sinnar af þeirri sannfæringu
að ekki væri vegur að styðja
stefnu sem miðaði að því að
„gjöreyða heilli þjóð og má út
af jörðinni".
Með skilaboð frá
Johnson forseta
Kaíró og Amiman 12. ágúst
AP—-NTB.
DAGBLAÐIÐ A1 Ahram í Kairó
bkýrði frá því í dag, að Tító
Júgóslavíuforseti hefði fengið
mikilvæg skilaboð frá Moskvu
'áður en hann lagði af stað í för
Sína til Egyptalands, þar sem
hann hefur rætt við Nasser for-
seta um leiðir til að leysa deilu
Araba og ísraelsmanna. Ekki
Segir blaðið hver þessi skila-
boð hafi verið. Blaðið hefur eft-
ir háttsettum júgóslavneskum
embættismanni, að Tító hafi ekki
haft tilbúna málamiðlunartillögu
er hann kom til Kairó. Þá segir
blaðið, að höfuðtilgangur heim-
sóknarinnar sé að gera öllum
ljóst að Júgóslavía standi með
Aröbum í deilum þeirra við
fsraelsmenn.
Abdel Rahman Aref, forseti
Iraks kom til Amman í Jórdaníiu
í dag í tveggja daga heimsókn
til að ræða við Hussein konung
um sameiginlegar aðgerðir Ar-
abaþjóðanna gegn ísrael og til
að kanna írakskar herstöðvar I
Jórdaníu. Þetta er í fyrsta skipti
síðan 1958 að írakskur þjóðhöfð-
ingi kernur í heimsókn til Jór-
daníu.
Fregnir frá Amman herma að
Hussein Jórdaníukonungur muni
heimsækja öll Arabalöndin á
næstu tveimur vikum. Tilgang-
urinn með heimsóknum þessum
er að hitta alla leiðtogana áður
en ráðstefna arabískra þjóðhöfð
ingja hefst í byrjun næsta mán-
aðar.
á milli hennar og erlendra
skulda.
„í fyrsta lagi hefur gjald-
eyrisstaðan breytzt úr 144
milljón króna skuld í árslok
1959 í nettóinnstæðu að upp-
hæð 1915 milljónir í árslok
1966. Hefur því gjaldeyris-
staðan batnað á þessu tíma-
bili um nær 2060 milljónir,
en hafði rýrnað um nær 780
millj. næstu 5 ár á undan.
í öðru lagi hafa skuldir
opinberra aðila aukizt um
476 millj. á þessu tímabili,
en það er miklu minni aukn-
ing en næstu 5 ár á undan,
þegar þær jukust um nær
1400 milljónir.
í þriðja lagi hafa einkalán,
einkum vegna innflutnings
skipa og flugvéla aukizt stór-
kostlega eða um 1244 millj.
enda hafa þau skapað grund-
völl hinna stórfelldu upp-
byggingar skipa- og flugvéla-
flota þjóðarinnar, sem átt
hefir sér stað á þessum árum.
Loks hafa svo stuttar vöru-
kaupaskuldir aukizt á þessu
tímabili um rúmar 600 millj.
og þó hér sé að formi til um
stuttar skuldbindingar að
ræða, eru þær það ekki frá
sjónarmiði þjóðarbúsins, þar
sem þær endurnýjast stöðugt
á meðan lánstraust þjóðar-
innar er óskert.“
Síðan er að því vikið hvaða
þýðingu gjaldeyrisvarasjóð-
urinn hefur og svarað þeirri
spurningu, hvort ekki væri
eðlilegast að nota hann til að
greiða skuldir okkar. Er þar
vitnað til fordæmis annarra
þjóða, sem telja gjaldeyris-
varasjóð nauðsynlegan, og er
reglan sú að forðinn sé ná-
lægt 40% af árlegu innflutn-
ingsverðmæti. Bent er á hið
almenna öryggi, sem í því er
fólgið fyrir þjóðarbúið, á
sama hátt og fyrir fyrirtæki
og einstaklinga, að eiga ætíð
upp á að hlaupa eigin vara-
sjóð, en vera ekki öðrum
háðir, þegar erfiðleikar steðja
að. Þá sé gjaldeyrisforði nauð
synlegur til þess að unnt sé
að halda uppi frjálsum inn-
flutningi og gjaldeyrisvið-
skiptum, en minnsti sam-
dráttur í gjaldeyristekjum,
jafnvel þótt um tímabundnar
sveiflur væri að ræða, hlyti
að neyða gjaldeyrisyfirvöld
til þess að takmarka innflutn-
ing og gjaldeyrissölu með
beinum höftum, ef ekki væri
um að ræða slíkan sjóð. Þá
gerir gjaldeyrisvarasjóðurinn
stjórnarvöldum mögulegt að
reka samfelldari og heilbrigð-
ari efnahagsstefnu og loks
hafi gjaldeyrisforðinn mikil
áhrif á almennt viðskiptalegt
traust þjóðarinnar út á við og
þá ekki sízt á lánstraust
hennar erlendis. Síðan segir:
„Mikilvægi góðs lánstrausts
kemur enn betur í ljós, ef
menn hafa í huga, að afborg-
anir af erlendum skuldum
nema nú nær 500 millj. króna
á ári, svo að nýjar lántökur
þurfa að nema að minnsta
kosti þeirri fjárhæð árlega
til þess að erlendar skuldir
séu óbreyttar og íslendingar
fari ekki að flytja út fjár-
magn í formi afborgana af
lánum. Ef þjóðin glatar láns-
trausti sínu vegna veikrar
gjaldeyrisstöðu, svo að mestu
1:aki fyrir nýjar lántökur,
hljóta þessar afborganir að
leggjast með miklum þunga
á gjaldeyristekjur þjóðarinn-
ar. Ég held að við hafi legið
að slíkt ástand skapaðist á
árinu 1959 með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum fyrir efna
hagslíf þjóðarinnar.“
Vissulega hefur það nú
sannazt, þegar við íslend-
ingar höfum átt við sérstaka
erfiðleika að etja vegna afla-
brests og verðfalls, hverja
þýðingu gjaldeyrisvarasjóð-
urinn hefur haft og hve fár-
ánleg hefur verið sú stefna
Framsóknarforingjanna að
berjast gegn því, að við
tryggðum hagsmuni okkar
með því að hafa öfluga gjald-
eyrisvarasjóði meðan sæmi-
lega áraði.