Morgunblaðið - 15.08.1967, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1967
Nýja félag'sheimilið í Varmahlíð. (Ljósm. Stefán Pedersen).
Nýtt félagsheimili vígt í Varmahlíð
SÍÐASTLIÐINN laugardag kl. 3
var vígt nýtt félagsheimili í
Varmablíð í Skagafirði. Var í
því tilefni boðið til mannfagn-
aðar — á 4. hundrað manns.
Voru þar famreiddar rausnar-
lega kaffiveitingar.
Hófið byrjaði með því, að for-
maður og framkvæmdastjóri
bygginganefndar Sigurpáll Árna
son, kaupmaður, Lundi við
Varmahlíð bauð gesti velkoimna.
Því næst hófst helgistund sem
Sr. Gunnar Gíslason annaðist
og kirkjukór Víðimýrarsóknar
söng. Þá flutti Sigurpáll sögu
byggingarinnar, sem hafið var
að byggja 6. 6. 1963. Teikningar
gerði teiknistofa Gisla Halldórs-
sonar arkitekts.
Stærð hússins er 667 m og
4400 rúmm. Húsið er tvær hæðir
ásamt kjallara. Aðalsalur eir 300
rúmm. og leiksvið 80 ferm. og
hæð 7 metrar. Á neðri hæð, auk
salar og senu er rúmgott and-
dyri, fatageymsla., snyrtiher-
bergi og eldhús. í kjallara eru
búningsherbergi, hitunar- og
loftræstingarkerfi, geymslur og
nokkur herbergi, sem er ónáð-
stafað.
Á efri hæð eru 5 herbergi,
sýningarklefi og fundarsalur.
Frágangur allur er hinn vand-
aðasti og smekklegasti.
Yfirsmiður við bygginguna
var Guðmundur Márusson.
Eigendur hússins eir sameign-
arfél. Seyluhnepps, Akrahrepps,
U.M.F. Seyluhrepps, Kvenfélag
Seyluhrepps og Karlakórinn
Heimir.
Heildarkostnaður er áætlaður
rúmar 9 millj. krónur.
Margar gjafir bárust, m. a.
flygill frá Kirkjukór Víðimýrar-
sóknar, ræðustóll frá Trésmiðj-
unni Borg á Sauðárkróki og
peningagjöf frá Birni Guðmunds
syni frá Reykjahóli. Yfirsmiður
Guðmundur Márusson lýsti
byggingunni og sýndi hana
gestum.
Halldór Benediktsson bóndi á
Fjalli mælti fyrir nafni hússins:
Miðgarður, sem valið var af 150
tiHögum, sem borizt 'höfðu, en
þá uppástungu átti Guðrún Val-
dís Óskarsdóttir frá Brekku.
Margar fleiri ræður ^voru
fluttar m. a. af Þorsteini Einars-
syni íþróttafulltrúa, sem flutti
kveðjur og árnaðaróskir frá
menntamálaráðherra, stjórn fé-
lagsheimilasjóðs og fleirum.
Hóf þetta fór að öllu leyti vel
fram og til mikils sóma öllum,
sem að því stóðu.
Veizlustjóri var . sr. Gunnar
Gíslason.
Sauðárkróki, 13/8 ’67.
— Jón.
MÓTMÆL AORÐSENDING AR
ganga á víxl milli Rússa og Kínverja vegna
töku skipsins „Svirsk44
mm Barizt í Szechwan-fylki — átök sögð
í sjö /y/k#’um öðrum ■ Kyrrt að kalla
á íandamœrum Hong Kong,
v Kanton og Wuhan
Moskw, Peking, Tókíó,
Hong Kong og víðar,
14. ágúst, AP, NTB.
„ISVEZTIA“, málgagn Sovét
stjórnarinnar, sagði í dag, að
sovézka þjóðin krefðist þess
að þeir sem ábyrgð bæru á
aðförinni að sovézka flutn-
ingaskipinu „Svirsk“ í Dair-
en, kínversku hafnarborginni
við Gula hafið, hlytu makleg
málagjöld, en Kínastjóm mót
maelti því aftur harðlega
við Sovétríkin að áhöfn
Skipsins hefði „framið helgi-
spjöll“ og „gerzt brotleg við
fullveldi Kína“ með því að
sýna ekki Mao Tse tung til-
skilda virðingu.
Flutningaskipið er nú á heim-
leið frá Dairen til heimaborgar
sinnar, Vladivostök, ag að sögn
skipstjóra er áhöfnin öll með
sfcipinu og heil á húfi, en sjálfur
var 'hann og þrir menn aðrir af
álhöfininni í varðttialdi í Dairen
ag skipinu haldið þar í þrjár
vifcur fyrir áðurgreindar sakir.
Fékk ,,Svirs'k“ loks að halda úr
(höfn á sunnudag er Kosyigin, for
sætisráðlherra Sovétrí'kjanna, sem
nú dvelst í LifJhaiuen í sumar-
leyfi, hafði skorizt í leikinn og
mótmælt harðlega meðferð Kín-
verja á áhöfninni, sem sögð er
hafa unnið sér það helzt til saka,
að neita að bera brjósbnálar
með myndum af Mao formanni
og jafnvel að hafa fleygt slíkum
kjörgripum, eða öðrum áþekk-
um, með mynd Maos fyrir borð.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem svipað atvik kemur fyrir í
Dairen. f d'esember í fyrra var
annað sovézkt skip, ,,Zagorsk“,
kiyrrsett þar í höfninni vegna
deilu er reis út af því, að hafn-
sögumaðurinn kínverski vildi
stýra skipinu sjáltfur inn í höfn-
ina en ekki leiðlbeina skipstjór-
anum sovézka. Skipið féfck að
láta úr höfn skömmu fyrir ára-
mötin, en skipstjóra var bannað
að koma þangað atftur og óstað-
festar fregnir herma að sama
máli geigni um „Svirsk“ nú. Bæði
Sovétrí’kin og Kína hafa hótað
öliiu illiu ef annað ei'ns endurtaki
sig. —
Hong Kong:
Kyrrt á landamærunum
Þrír menn slösuðust í Honig
Kong í gærkvöldi er heimagerð-
ar spremgjur sprungu þar á sex
stöðum í Wan ohai-hverfinu
skömmu eftir að lögreglulið bar
þ^r að til að dreifa manntfjölda,
sem satfnazt hafði saman þar á
götunum.
í fyrsta skipti í heila viku er
allt með kyrrum kjörum á lamda
mænum Kína og Hong Kong, en
kímversk yfirvöld hafa sent
breziku sendifulltrúaekritfstofunni
í Hong Kong harðorð mótmæli
vegna þess áð lokað hefur verið
landamærum Hong Kong og
Kína. Sett hefur verið upp ný
varðstöð á landamærunum, 200
metrum innar en sú sem fyrir
var og talin var ekki lenigur hætf
til sinna nota og Gurkha-her-
mennirnir 1400, sem gæta landa-
mæranna þarna, hafa fengið
ifyrirskipun um að beita skotvopn
um ef nauðsyn krefji til þess að
fyrirhyggja að endurtaki .sig at-
burðir þeir sem urðu þarna á
landamærunum í fyrri viku. Á-
móta margir landamæraverðir
er.u Kínamegin landamæranna
og bendir allt til þess að þeir
hafi fengið svipuð fyrirmæli, og
Kínastjórn sé ekki í mun að til
stórátaka korni á þessum slóðum
nú. —
Borgarastyrjöld í Szechwan
Fréttastofa þjóðernissinna-
stjórnarinnar á Formósu hetfur
það eftir leynilegum heimiidar-
mönnum að alger borgarastyrj-
öld sé nú sköllin á í Szeohwan-
fylki í Suðvestur-Kína, þar sem
voru höfuðstöðvar Ghiang Kai-
shefcs í styrjöldinni gagn Japön-
um áður, og herma freignirnar að
andstæðingar Maos hafi náð á
sitt vald iðnaðarborginni Nanc-
'hung, sem stendur við ána Kia-
ling, þverá Yangtse-fljóts, eftir
fimm daga harða bardaga. Bar-
dagar eru einnig sagðir geisa í
Ohengtu, höfuðborg fylkisins og
í Ohungking, á mótum Yangtse
ag Kialing, þar sem Ohiang Kai-
shek hafði aðalbækistöðvar sín-
ar á stríðsárunum.
Átök annars staðar
í sjö fylkjum öðrum, 'Hupeh,
Hunan, Honan, Kiangsi, Innri-
Mongólíu, Shansi og Chekiang,
segir frébtastofan „Nýja Kína“ í
Peking, að andstæðingar Maos
reyni nú að ná völdum. „Dag-
blað þjóðarinnar“ í Peking fior-
dæmir harðlega sllíkt brambolt
oig einkum þó af því að þar sé
beitt vopnum og skellir allri
skuldinni af átökunum á Liu
Shai cihi, forseta, og fylgismenn
hans, en heitir þeim fyrirgefn-
ingu synda sinna, sem snúi við
Framlhald á bls. 17
Drengjameistoramót Rvíkur
mm f frjálsum í kvöld og annað kvöld
DRENGJAMEISTARAMÓT
Reykjavíkur í frjálsum í-
þróttum fer fram á Eaugar-
dalsvellinum 15. og 16. ágúst
nk. og hefst kl. 8 bæði kvöld-
in. Keppt verður samtals í 17
greinum og auk þess í 6 grein
um kvenna. Mótið er jafn-
framt stigakeppni milli
Reykjavíkurfélaganna, en til
þess að koma í veg fyrir lang
dregna keppni fær enginn
keppandi að taka þátt í fleir-
um en 5 einstaklingsgreinum
hvorn dag.
Meðai keppenda á mótinu
verða allir fremstu íþrótta-
menn Reykjavíkur í drengja-
flokki og má búast við
skemmtilegri keppni í mörg-
um greinum. Aðgangur að
mótinu verður ókeypis.
iengu síld
Áita skip
í FRÉttATILKYNNI'NGU frá
LÍÚ, sem Mbl. barst í gær, seg-
ir, að á sunudag hafi fjögur skip
tilkynnt um afla, alls 940 lestir.
Til Raufarhafnar tilkynnti Börk
ur NK um 310 lestir og Bjarmi
II BA 200 lestir. En til^Dala-
tanga tilkynnti Sveinn Svein-
björnsson um 230 lestir og Gísli
Árni RE 200 lestir. í síldarfrétt-
Tveir menn
slösuðust
Stykkishólmi, 14. ágúst:
SÁ atburður varð hér í Stykkis-
hólmi sl. föstudag, þar sem ver-
ið var að steypa viðbyggingu við
sjúkrahúsið, að festing í gálga
brast með þeim atfleiðingum, að
tveir menn slösuðust. Liggur
annar þeirra í sjúkrahúsinu, en
hinn fékk . að fara heim eftir
að gert hafði verið að sárum
hans.
Einstök mildi var, að ekki
varð hér stórslys, þar sem fyrr-
nefndur gálgi var notaður til
að hífa upp steypuefni og var
það gert þannig, að steypuefn-
ið var sett í tunnu og dregið upp
þrjár hæðir. Þegar gálginn brá'st
var verið að hífa tunnuna upp
og lentu vírarnir og gálgastyfck
ið á mönnunum. — Fréttaritari.
um í gær sagði á þessa leið:
Veður hefur ekki verið hag-
stætt á síldarmiðunum við Sval-
barða undanfarna 2 daga, en í
morgun fór veður batnandi.
8 skip tilkynntu um afla, alls
1765 lestir, en hann er ýmist
fenginn á miðunum við Sval-
barða eða Norðursjó, og eitt skip
anna fékk aflann við Hrollaugs-
eyjar.
Þessi skip tilkynntu um afla
til Raufarhafnar:
Barði NK 250 lestir, Ásberg
RE 240, Júlíus Geirmundsson IS
230, Bára SU 170 og Sólrún IS
170.
Til Dalatanga tilkynntu eftir-
talin skip um afla:
Sunnutindur SU 125 lestir,
Jón Kjartansson SU 400, Hafdís
SU 180.
— Kartöflurnar
Framfhald af bls. 28
Vandræðaástand ætti því ekki
að skapast af þessum sökum.
Skaðinn af þessu rnáli er selj-
endanna, sem eru Pólverjar, en
þeir hafa með kaupsamnimgum
skuldbundið sig til að sernda
kartöflur hingað frá ósýktum
svæðum og þar sem ekki sé að
ræða um sýkimgu í 50 km radius
frá þeim stað er kartöflur eru
beknar frá.
Skák:
Frd heimsmeistara-
keppni unglinga
Guðmundur Sigurjónsson teflir við Lawrence Day frá Kanada
í fyrstu umferð.
Jerúsalem, 12. ágúst (AP).
Guðmundur Sigurjónsson gerði
jafntefli við Lawrence Day frá
Kanada í fyrstu umferð á Heims-
meistarakeppni unglinga í skák,
sem fer fram í Jerúsalem, ísrael
þessa dagana. Guðmundur, sem
teflir í A-riðli undanrása tapaði
hins vegar fyrir Svíanum Len-
nart Asplund í 3. umferð. Önn-
ur úrslit í þessum riðli: Skalko-
tas (Grikklandi) og Bronde (Ar-
gentínu) gerðu jafntefli, Keene
(Englandi) og Woodhams (Ástra
líu) gerðu einnig jafntefli. Eftir
þrjár umferðir er Keene efstur
með 2 vinninga, Bronde og Asp-
lund 1 y2 vinning hvor, Wood-
hams og Day 1 vinning og eina
biðskák hvor, en Guðmundur og
Skalkotas hafa 1 vinning hvor.
í B-riðli vann Vestur-Þjóð-
verjinn Robert Huebner André
Lombart frá Sviss, en skák
þeirra hafði verið frestað vegna
veikinda þýzka piltsins. Staðan
í B-riðli (Eftir 2 umferðir); Jan
Timman (Hollandi) 1V2 vinning,
Balshan (ísrael) og Huebner 1
vinning og eina biðskák hvor,
Walter Pils (Austurríki) % vinn-
ing og Lombart engan vinning,
en á eina biðskák.
í C-rfðli vann Daninn Vagn
Jensen Bandaríkjamanninn Ma-
tera í 3. umferð, þá vann Kaplan
(Puerto Rico) Cabezudo (Uru-
guay) en Wibe (Noregi) og
Ghizdavu (Rúmeníu) gerðu jafn-
tefli. Staðan í C-riðli: 1—3 Wibe,
Jensen og Kaplan 2 vinninga
hver, Neumann (ísrael) IV2 vinn
ing (2), Matera hálfan vinning
og Cabezudo engan vinning (2).