Morgunblaðið - 15.08.1967, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.08.1967, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJU.DAGUR 15. AGÚST 1967 Þórdís Jónasdóttir frá Straumfirði - Minning NÚ er til moldar hnigin Þórdís Jónasdóttir frá Straumfirði, en hún lézt að Hrafnistu hinn 4. ágúst s.l., níræð að aldri. Þór- dís heitin hafði yfirleitt verið hraust um ævina, þar til hin síðari árin, að hún bjó við vax-. andá vanheilsu. Hinzta lega hennar varð stutt og hún dó eins og hún hafði lifað, með hógværum virðuleik. Með henni er horfin hin bezta og göfugasta kona. Þórdís fæddist í Straumfirði á Mýrum 10. september 1876, dóttir hjónanna Þuríðar Bjarna- dóttur frá Knarrarnesi og Jón- asar Kristjánssonar, bónda í Straumfirði. Hún var næst- yngst af fjórum börnum þeirra hjóna. Eldri' voru bræðurnir Kristján, sem fór til Kanada og dó þar fyrir aldur fram, og Jón Straumfjörð, sem bjó í Reykjavík og er látinn fyrir allmörgum árum. Yngst var systirin Ingibjörg, sem bjó í Borgarnesi og dó þar fyrir um það bdl 10 árum. Þórdís ólst upp í Straumfirði og átti reynd- ar heimili þar í samfleytt 62 ár. Föður sinn missti hún á unga aldri. Aldamótaárið gift- ist hún manni sínum, Guðjóni Sigurðssyni frá Miðhúsum í Álftaneshreppi, hinum mesta ágætismanni til orðs og æðis. Hófu þau búskap í Straumfirði og bjuggu rausnarbúi þar tál ársins 1937, er þau brugðu búi vegna vanheilsu Guðjóns heit- ins, en ári síðar fluttu þau til Borgarness og lézt Guðjón þar, Myrti börnin sín Dunstable, Massaohusetts, 7. ágúst (AP) FRÚ Mary Connolly, 43 ára húsmóðir í Dunstable í Banda ríkjunum, hefur játað að hafa skotið fjögur börn sín, á aldrinum 3—16 ára, til bana með haglabyssu sl. sunnudag, og síðan kveikt í íbúðarhúsi Connolly-fjölskyldunnar. Eft- ir morðin ætlaði hún að fremja sjálfsmorð, en sú til- raun mistókst. rúmlega sjötugur að aldri. Ein- hvern heilsubrest mun hann hafa átt við að stríða síðustu árin, en haustið 1936 þegar franska hafrannsóknarskipið Pourquoi pas? fórst undan Mýr- um, mun hann hafa reynt meira á sig við björgunarstörf en heilsa hans leyfði og bar hann ekki sitt barr eftir það. Eftir lát manns síns bjó Þórdís áfram í Borgarnesi til ársins 1962, er hún fluttisf til Reykjavíkur á heimili systur- og fösturdóttur sinnar, frú Herdísar Lyngdal. Síðasta æviárið dvaldist hún á Hrafnistu. Bærinn Straumfjörður er ekki í alfaraleið eins og samgöngum er nú háttað, en um síðustu alda mót gegndi öðru máli. Samgöng- ur á sjó voru góðar, þrátt fyrir vandrataða sjóleið um skerja- garðinn undan Mýrum, og gott skipalægi þótti vera í Röstinni, eða mynni Straumfjarðar, enda mun Straumfjörður um skeið hafa verið verzlunarstaður. Þar hlýtur því að hafa verið gest- kvæmt á stundum. Jörðin var mjög góð bújörð á gamla vísu, mikil hlunnindajörð með dún-, fugla- og eggjatekju í eyjum, hólmum og skerjum, svo að mörg var matarholan. Það var engin furða, þótt heimili þeirra Þórdísar og Guðjóns væri oft mannmargt, enda þurfti margar hendur og mikla vinnu til að íbúð til leigu Nýleg 4ra herb. íbúð til leigu á 4. hæð í fjölbýlis- húsi við Kaplaskjólsveg, stórt geymsluris fylgir. íbúðin leigist frá 1. október. Ársfyrirframgreiðsla. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtu- dagskvöld, merkt: „5696.“ Man Diesel vörubif reið Man 6 tonna diesel vörubíll, árg. 1965 í toppstandi með iy2 tonns vökvakrana til sölu, skipti koma til greina. Uppl. gefnar í Bílasölunni Borgartúni 1. Símar 18085 og 19615. nýta slík hlunnindi. Húsfreyjan í Straumfirði hefur því fljótlega þurft að sýna hvað í henni bjó og hef ég ávallt heyrt henni hrósað fyrir dugnað, gestrisni og létta' lund en sérstaklega þó fyrir góðsemi hennar í hvers manns garð. Mun varla of- mælt, að slík var hjartahlýja hennar, að í návist hennar leið öllum vel. Þau hjón voru mjög samstillt í orði og verki; þau voru bæði góðum gáfum gædd, mól þeirra var vandað, ef ekki beinlínis fágað, og orðræður þeirra, sín á milli, við heimilis- fólk eða gesti, voru hnyttnar og skemmtilegar, svo að unun var á að hlýða. Af jafn góðum eðlis- kostum og lýtalausri hegðun skapaðist á heimilinu einstakt andrúmsloft, einkennt af kær- leik og virðingu. Slíkt hef ég hvergi fundið í jafnríkum mæli og í Straumfirði. Þórdísi og Guðjóni varð ekki barna auðið, en tvö systurbörn Þórdísar, Herdísi og Kristján, ólu þau upp sem eigin börn og ég trúi því, að frænka þeirra eigi ekki lítinn hlut í hjarta- gæzku þeirra og prúðmennsku. Auk þess lögðu þau hjón drjúg- an skerf til upeldis margra annarra, t. d. var faðir minn mestan hluta bemsku og æsku sinnar undir handarjaðri þeirra. Sjálfur varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að eiga hjá þeim mitt annað bernskuheimli og það er með ljúfsárum söknuði, að ég minnist þessara ára og í minn- ingunni renna þessi bernsku- sumur saman í eitt langt, ham- ingjuríkt og heiðskírt vor. Með árunum hefur mér orðið æ ljós- ara, að það er fyrst og fremst hjartahlýja Þórdísar heitinnar, sem gert hefur þessar mdnning- ar svo bjartar og ljúfar. Og ég er þess fullviss, að þeir eru margir, sem hafa sömu sögu að segja og munu senda með mér einlægar samúðarkveðjur til fósturbarna Þórdísar, því vissu- lega hafa þau mikið misst. Blessuð sé minning hennar. Þórhallur B. Ólafsson. - MINNING Framhald af bls. 18. skemmtilegt var að ræða við þessa frænku mína um menn og kynni frá fyrri dögum, enda var ekki komið að tómum kofunum hjá henni. Eins og áður er sagt var frásagnargáfa hennar óvenju leg, skýr og gagnorð, oft krydd- uð góðlátlegri kímni. Ég gleymi ekki þeim myndum, sem hún brá upp frá æskuárum sínum í Tung unni, atburðum, sem ég hafði að vísu heyrt getið um, en aldrei skilið til fulls, fyrr en af frásögn hennar. Með Þorgerði frá Hemru er horfin góð kona sem lengi verð- ur minnst af þeim mörgu, sem báru gæfu til að kynnast henni. Og í dag, þegar hún er kvödd í hinzta sinn í sóknarkirkju henn ar á Stórólfshvoli, þar sem hún kvaddi eiginmann sinn fyrir tæp um þremur áratugum, mun hug- ur vinanna dvelja við minning- arnar í virðingu og þökk fyrir heillarikt ævistarf. Að lokum votta ég fjölskyldu hennar og ættingjum innilegustu samúð okkar feðganna. Jón Björnsson. MIKILHÆF kona er í dag kvödd hinztu kveðju. Þorgerð- ur Jónsdóttir fyrr húsfreyja í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi er horfin úr hópnum eftir langt og gott ævistarf. Til hennar leitaði ég oft, er mig vantaði fróðleik um forna atvinnuhætti. Fór ég jafnan fróðari af fundi hennar og minnist þess með þökk að leiðarlokum. Þorgerður átti æskuár sín á ágætu heimili í einni fegurstu sveit Suðurlands, Skaftártungu, og var elzt sex systkina, er til aldurs komust. Er nú aðeins eitt þeirra á lifi, Jóhanna, ekkja Einars Bergssonar á Mýrum í Álftaveri, en hin voru: Valdimar kennari og hreppstjóri í Hemru, Þorvaldur bóndi á Skúmsstöð- um, Guðrún og Sigrún í Hemru. Þorgerður var fædd í Hrífu- nesi 12. desember 1878, dóttir Jóns Einarssonar frá Hrifunesi og Hildar Vigfúsdótitur hnepp- stjóra í Flögu, Bótólfssonar. Þau hjón fluttu að Hemru 1879 og bjuggu þar víðfrægu rausnar búi um áratugi. Varð Jón snemma forystumaður í sveit og héraði. Bjó hann vel um sig í Hemru og reisti þar eitt af fyrstu timburhúsum Vestur- Skaftafellssýslu af orðlagðri vandvirkni. Var þá erfitt með alla aðdrætti, og var þakjárn til hússins flutt á klyfjahestum utan frá Eyrarbakka. Fjallabaks leið. Hildur húsfreyja var mikil myndarkona í hússtjórn og kenndi dætrum sínum vel til verka. Heimilið í Hemru var fjölmennt, gestkvæmt og gest- risið. Gamalmenni með mikla lífsreynslu eignuðust þar at- hvarf, og nam Þorgerður af þeim margt um hætti fyrri tíð- ar. Þorgerður giftist 1907 Einari Einarssyni hreppstjóra í Vestri- Garðsauka, er þá var ekkjumað ur með ung börn. Fyrri kona hans var Kristin Sigurðardóttir frá Þórunúpi í Hvolhreppi, Sig- hvatssonar alþingismanns í Ey- vindarholti. Börn þeirra, þrjú náðu fullorðinsaldri. Guðríður, er ólst upp á Þórunúpi hjá afa sínum og frændfólki, og Sigríð- ur og Sigurður, sem Þorgerður gekk í móðurstað eins og eigin börnum. Þorgerður var vel vax in þeim vanda að verða hús- freyja í Vestri-Garðsauka og bætti á sig margri önn umfram skyldukrfur sveitaheimilisins, sem oftast taldi þá um 20 manns. Tók hún að sér umsjá sjúklinga fyrir Guðmund Guðfinnsson hér aðlækni, áður en sjúkraskýli var reist á Stórólfshvoli. Voru vandasamar læknisaðgerðir unn ar í Vestri-Garðsauka á þeim árum íneð aðstoð Þorgerðar, er síðan annaðist um sjúklingana af nærfærni og umhyggju, með- an þörf krafði. Gestaönn var í Vestri-Garðs- auka, allan ársins hring. Marg- ir þurftu að hitta húsbóndann vegna starfa hans, og öllum þótti gott að ræða við hann, hinn vel gefna mann, fróðleiksvin og fróðleikssafnara. Langferða- menin sneiddu ekki heldur hjá garði, sízt Skaftfellingar „milli sanda“ og áttu alúð og gestrisni að fagna. Man ég vel, hve mín gamla, góða vinkona, Jóhanna Eyjólfsdóttir frá Á á JAMES BOND --k- James Bond |Y IAN FLEMING DRAWINC BY JOHN McLUSKY BOND HAD ALWAYC CONSIPEREP MMSELE AN EXPERT IN IUNARMEP COMBAT. Uí NAP TO PO rrr— HOMAGE TO TM9 fyA UMQUELY //fr ÞREAPFUL I ///■ PERCON... /Ml ^SOFTLY, oddjob. UC COULD CRUSH iUR HAKID TO PMLP ÍITHOMT MEAKIINO T07 MR. BOND... Síðu, var þakklát Þorgerði í Garðsauka fyrir hjálp hennar í langvinnri veikindakröm. Einar í Vestri-Garðsauka dó 1939. Þorgerður bjó áfram til 1944 með Jóni syni sínum og konu hans, en brá þá búi og flutti til Kristínar dóttur sinnn- ar og manns hennar, Ragnars Jónssonar. Átti hún heimili hjá þeám alla tíð síðan, Þorgerður naut margháttaðrar hamingju í lífinu, í föðurgarði og á eigin heimili og átti þrek til að sigra alla erfiðleika. í ell- inni átti hún þá hamingju mesta að vera jafnan samvistum með góðri dóttur, tendasyni og ágæt um börnum þeirra, er öll kost- uðu kapps um að gera henni lífið glatt og bjart. Þorgerður var glæsileg álitum og fágæt þrekkona. Sá ég hana aldrei svo, að mér dytti ekki í hug spak- mæli sr. Matthíasar: Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst. Þorgerður var skemmtileg og fræðandi í viðræðu, gat virzt fremur hlédræg við fyrstu kynni, en vinátta hennar var heil og traust, þar sem hún tók tryggð við. Vinna og bækur og umgengni við gott fóik veitti henni næga hugsvölun í ellinni, sem varð henni ekki áfallalaus fremur en flestum öðrum. And- leg heilsa hennar hélzt óhrörn- uð allt til andláts, er bar nokkru bráðar að en vinir hennar væntu, þótt æviár væru orðin nær. 89. Er nú skarð fyrir skildi á heimili dóttur hennar og tengdasonar, sem hún prýddi um svo mörg ár í sjón og raun. Hún dó þann 4. þ.m. á Landa- kotsspítala. Fósturbörn Þorgerðar frá fyrra hjónabandi manns henn- ar, Sigríður húsfreyja í Reykja vík og Sigurður bóndi á Hóla- vatni, hafa þegar verið nefnd. Vandalaus böm, sem kallað er, ólu þau Garðsaukahjón einnig upp: Ingimund Þorfeelsson frá Markaskarði og önnu systur hans. Börn Einarsr og Þorgerð- ar eru tvö: Jón bóndi í Vesfra- Garðsauka, giftur Sóley Magn- úsdóttur frá Súgandafirði og Kristín, gift Ragnari Jónssyni skrifstofustjóra á Kirkjuteig 14 í Reykjavík. Vinir Þorgerðar kveðja hana með innilegri þökk fyrir aUt, sem hún veitti þeim á liðinni ævi, dáð hennar og hollustu v>ð allar skyldur lífsins. Þórður Tómasson Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 - Sími 19406. í FERDAHANDBÓKINNI ERII »ALUR KAIIPSTADIR OG KAUPTÚN A LANDINU IEIOSLHVERDI. ÞAÐ ER I STÚRUM &MÆIIKVARDA. A PLASTHUDUDUH NÝJA VE8AK0RT SHELL A FRAM- Bond hafði alltaf álitið sjálfan sig framúrskarandi slagsmálamann. Hann ▼arð að sýna þessum hræðilega manni þá yirðingu, sem honum bar . . . — Variega, Oddjob. Hann gæti kreist saman a þér höndina, Bond, án þess að vita af því . . . — Hvers vegna er Oddjob alltaf með þennan harðkúluhatt? — Oddjob, hattinn . . . — Iiatturinn er gerður úr léttri en mjög PAPPiR 06 PREHTAÐ ILJÓSUM 06 sterkri málmblondu. Heimagert en mjög . „.... , m„. „cn »cnn snjallt og leyndardómsfullt vopn. Ég lÆMLtbUM LIIUM, MtU /,bUU hugsa, að þú komist á þá skoðun lika . . . STAOA NðFHIM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.