Morgunblaðið - 15.08.1967, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 1967
Alan Williams:
PLÁTSKEGGUR
um var innanbrjósts eins og
strák, sem verður að dúsa inni
á skólahátíðardaginn. Öllu gamni
var lokið. Hann var að hverfa,
alveg eins og van Loon, og
liggja flatur í líkhúsi. Hann
minntist þess, að hann hafði ekki
enn tilkynnt komu sína í brezku
ræðismannsskrifstofunni. Hann
gekk nú að veggnum. Án þess
að líta við, sagði hann: — Ykk-
ur verður ekkert gagn af þessu.
Le Hir ofursti er skynsamur
maður — og hann verður ekk-
ert hrifinn af þeirri auglýsing i-
starfsemi, sem það er að drepa
blaðamann.
Hann stóð tvö fet frá veggn-
um. Guð minn góður, hvílík
eyðsla! hugsaði hann. Utanrfkis-
ráðuneytilð mundi hefjast handa
og þeir mundu ná í þessa tvo
áður en lyki. Ef til vill yrðiu
þeir hálshöggnir. Ungi maður-
inn kom aftan að honum og sló
hiann tvisvar, fynst í nýrnastað,
svo að logsár verkur fór um
hann allan, en síða-n aftan á
hálsinn.
Hvíti veggurinn varð rauður
og blár, og molnaði loks í glitr-
andi agnir. Hann beið eftir háv-
aðan-um, skothvelli eða því, að
kúlian boraðist gegnum hann og
le-nti að lokum í hvítum kalk-
veggnum. En hann heyrði ekki
annað en eitbhvað, s-em líktist
mest þyt í vindi, og svo hvarf
allt.
Fimmti hluti.
SÁTTASEMJARINN.
1. kafli.
Pol þerraði á sér andlitið og
hálsinn, sem hvorttveggja var
rennvott af svi-ta, og horfði
þreytulega yfir borðið og á lög-
reglumanninn. Viskíflaska-n stóð,
tæmd að þremur fjórðu hlutum,
ásamt óhreinu glasi, við olniboga
honum. Lögreglumaðurinn drakk
ekki neitt. Ha-nn v-ar digur o-g
tekinn að gera-st sköllóttur, og
undir handarkrikunum á hon-
um voru votir blettir á g-ul-
brúnni skyrtunni. Hann leit nú
á Pol og hristi höfuðið. — Nei,
Gharles, því miðu-r get ég ekkert
gert. Þessi fyrirætlun er e-kki
a-nn-að en óframkvæmanle-g
skýjaborg.
— Skýjabong kann hún að
v-era, en friamkvæmia-nleg samt.
Þeir voru uippi á ell-eftu hæð
í byggingu yfirherstjórnarinnar.
Þetta var ljót steinsteypubygg-
ing á skógivöxnu hæðunum fyr-
ir ofan bongina, Andrúmsloifitið
var kæfandi og þrungið kamra-
lykt. Tv-eim dögum áður höfðu
allar vatns- og skolpleiðslur
eyðilagzt í sprengjuárás, og sivo
rafmiagnsvélarnar, en sprengjun-
um hafði einhver af hinum þrjú
hundruð starfsmönnum þarna,
smyglað in-n í húsið. Þetta atvik
hafði s-kemmt Pol, fyrst er hann
heyrði um það. Sprengiefnin
höfðu verið falin inni í skrif-
stofustúlkum, á stöðum, sem
jafnv-el CRS-dátar voru of
kveikstnir að leita á, og kveikj-
urna-r höfðu verið dulbúna-r sem
kúiupennar. Venkfræð-ingarnir
töldu, að það mundi taka að
minnsta kosti viku að færa þetta
í lag aiftur. Hreyfanle-gur rafall
lagði nú ti'l rafmagns-S'traum
handa síma og Ijósum. Hinsveg-
ar var engi-n iafthreinsun eða
hreinlætisráðstafanir, og ellefu
hæða stiga varð að brölta upp,
'tvisvar á dag, og það var tekið
að hafa slæm áhrif, jafnvel á
skapið í Pol. Hann var neyddur
til að raka sig upp úr köldu sóda
vatni, og gluggatjö-ldin varð að
hafa dregin fyrir allan daginn.
Þetta var veg-na þess, að einhver
hafði málað hvíta krosisa í brjóst
hæð manns á all-a giuggana, siem
sneru upp að hlíð-unum o-g þá
yrði lítáll van-di fy-rir leyniskytt-
u-r að hitta inn um gluggana með
kíkisriffli. Ekki vissi Pol, hvort
það var g-ert til þes-s að hræð-a
menn, en tvisvar höfðu kroiss-
arnir verið skafnir af, og jatfn-
oft htöfðu þeir kornið aftur.
Hann dró nú fyri-r gluggann og
reyndi að láta eins og hann sæi
þá ekki.
Lögreglumaðurinn sagði: —
Ráðuneytið er alveg ákveðið í
þessu. Lokabannið kom beint frá
París. Við getum ekki fylgt þér
í þessu, Charles.
Pol seildist fram og barði hnef
anum í borðið, en augun voru
aum af svita. — Já, en við erum
þegar komnir hálfa leið! Tvo
leiki til að þá höfum við þá í
gildrunni.
— Því miður, sagði lögreglu-
maðurinn og leit niður á gólfið.
Hann var með handaskjlfta af
.of mikilli kaffidrykkju. — Áætl
unin þín hefur verið vandlega
athuguð, en ráðuneytið getur
ekki fallizt á hana. Það er of
hættulegt.
Pol skvetti þumlungsborði af
viskíi í hreina glasið, drakk
helminginn af því, og hallaði sér
aftur, andvarpandi. — Ég er ekki
að stinga uppá neinni venjulegri
lögregluaðgerð. Vitanlega er það
hættulegt. Mennirnir, sem. við er
að eiga, eru hættulegir. Allt sem
við gerum hér í borginni, er
hættulegt!
— En þetta er alv-eg sérst.ak-
lega hættulegt, sagði lögreglu-
maðurinn með þolinmæði, — og
það gæti komið stjórninni og yf-
irvöldum staðarins í vandræði,
sem við h-öfum ekki efni á. Það
sagði Duxelles hershöfðingi sjálf
ur í morgun.
— Fjandinn hirði þennan Dux
elles. Hann er ekkert annað en
nautheimskur lögreglumaður.
33
— Hann er yfirmaður lögregl
unnar hérna. Það ætti ekki að
tala óvarlega um hann. Ákvarð-
anir hans verður að hafa í heiðri.
— Duxelles gerir engar á-
kvarðanir, sagði Pol. — Þær eru
teknar fyrir hann í París ,af hópi
diplómata, sem hafa enga hug-
mynd um, hvað h-ér er raunveru-
lega að gerast.
— Það kann vel að vera, sagði
lögreglumaðurinn, — en Duxell-
es er bara ábyrgur gagnvart
ráðuneytinu. Ég gæti -ekki með
nokkru móti veitt yður neina
hjálp nema með hans leyfi.
Pol urraði eitthvað og féll síð-
an í ólundarlega þögn. Lögreglu
maðurin hélt áfram að horfa á
gólfið. — Og hvað um þennan
Englending? sagði hann loks, —
setju-m nú svo, að hahn yrði drep
inn?
— Það verður hann ekki.
— Það eigið þér samt á hætu.
— Það er hætta, sem verður
að taka. Þeir mund-u aldrei fara
að skjóta Englending.
— Ég vona það líka, sagði lög
reglumaðurinn, — því að við höf
um nógar áhyggjur þó að við fá-
um ekki brezku stjórnina á okk
ur. Hvers konar maður er þetta?
— Eyjarbúi ofmenntaður,
heimskur.
— Ég hef einmitt heyrt, að
hann sé greindur. Hann er tals-
vert þekktur blaðamaður, er
það ekki?
— Jú, kannski greindur en
ekki sniðugur. Þessir Englend-
ingar hafa svo víðtæka skoð-
un á heiminum, vitið þér. En
hann er að minnsta kosti ósvik-
inn Englendingur, en ekki einn
þessara manna með samveldis-
vegabréf uppá vasann. Hann er
virkilegur gentlemaður. Hann
notaði þetta orð með einskonar
gamaldags virðingu. — Það er
nú það fína við það, að enn í
dag treysta allir enskum gentle-
manni.
— Það er eins gott, að ein-
hverjum sé treyst, sagði lögreglu
maðurinn ólundarlega, — en
þessi áætlun þín, Charles, kem-
ur ekki til nokkura mála. M-etz
hershöfðingi og þeir hinir hafa
stjórnmálalegar skyldur h-ér. Ef
við á þessu stigi málsins förum
út í eitthvað, sem snertir Araba-
herinn, gætum við fengið allan
herinn upp á móti okkur. Og
það gæti verið sama sem póli-
tísk viðurkenning.
Pol öskraði upp yfir sig og
barði í borðið: — En við höfum
engin bein viðskipti við Araba-
h-erinn!
— Kannski ekki, ef en sagan
bærist út, gætum við átt á hættu
pólitískt hneyksli.
Pol krúnkaði eithvað og glápii
á hreyfingarlausa vindsnælduna
á borðinu. — Pólitískt hneyksli!
tautaði hann, — það er það eina,
sem þið lögreglumenn hafið
áhyggjur af. Þið hafið fullkomna
heruppreisn við að fást! Er það
ekki pólitískt hneyksli? Hverju
breytir það þó að þið fáið einni
skammargreininni fleira í Le
Monde ef þið hafið stóra fiskinn
í n-etinu? Stendur það ykkur
kanski fyrir frekari frama?
Hann tæmdi glasið og hel-lti í
það aftur, og sleikti svitann af
efri vörinni. — Jæja, ég ætla að
halda áfram með þetta, 'hvort
sem ég fæ ykkar hjálp eða ekki.
Lögreglumaðurin spurði: — Og
hvaða hjálp ætlarð-u þá að fá?
Pol yppti öxlum í örvæntingu:
— Ég ætla að nota Platskeggj-
ana — þá af þeim, sem enn
kunna að vera lifandi. Eitthvað
verð ég að vinna fyrir kaupinu
m-inu.
Lögreglumaðurinn hristi höf-
uðið og reis á fætur. — Þetta
gengur aldrei, Charles. Og ef það
mistekst, þá mundu, að allir,
sem þar koma við sögu — að
Englendingnum með töldum —
fá enga hjálp frá ráðuneytinu.
Það hefur Duxelles sagt.
— Gott og vel, sagði Pol og
tæmdi glasið.
3. kafli.
Honum fannst augun í sér
vera eins og hálir, þungir stein-
ar, og þegar hann reyndi að
opna þau, þaut sársaukinn frá
höfðinu og niður eftir mænunni,
og hann fékk klígju.
Hann g-at greint nvítt lofl með
einhverjum skuggamyndum á.
Einhversstaðar að baki honum
heyrði hann glamur af ísköggl-
um og mjálmið í klarinettu.
Hann lá á legubekk. Hann hafði
verið færður úr skóm og jakka
og skyrtan hans var öll útgubb-
uð að framan. Hann sneri höfð-
inu ofurlítið til að reyndi að
rísa upp, en þá stríkkaði á ein-
hverjum vöðva aftan á hálsin-
um á honum. Hann reis upp á
olnboga og horfði yfir herbergið.
Stúlka í þröngum buxum stóð
við borð upp við vegginn og var
að hrista einhverja silfurflösku.
Við endann á herberginu voru
opnir gluggar út að svölunum,
þar sem þrír menn sátu undir
sól'hlífum og voru að drekka.
Stúlkan sneri sér við og leit
á hann. Hann þekkti aftur Gyð-
ingastúlkuna, Nadiu. Hún hélt
áfram að hrista flöskuna og kail
aði: — Hann er vaknaður!
Einn maðurinn k-om inn af
svölunum, það var Le Hir
ofursti. Hann gekk léttilega yfir
gólfið, með kristalsglas í hend-
inni. Svo staðnæmdist hann fyr-
ir framan Neil, en ljósbrúnu aug
un tneð gulu blettunum í, horfðu
á hann, er hann sagði: — Jæja,
ertu tilbúinn að tala?
Neil setti skólausan fótinn
fram á gólfið, og sagði: — Gefið
mér eitthvað að drefcka.
— Einn Martini, Nadia!
— Ég vil ekki Martini, sagði
Neil veiklulega — heldur glas
af vatni. Hann skammaðist sín
fyrir gubbuna á skyrtunni sinni.
— Get ég þvegið mér einhvers
staðar? bætti hann við, er stúlk-
an kom til hans með drykkinn.
Hann var með velgju og svima
og hálfsofandi. Stúlkan rétti
honum glas af vatni, hló hæðnis
lega um leið og gekk léttum
skrefum út á svalirnar. Hann sá
nú, að mennirnir tveir þar úti,
voru mennirnir úr Útlendinga-
hersveitinni.
— Þú getur þvegið þér seinna,
sagði Le Hir, — en fyrst þurfum
vi ðað skrafa dálítið um erindi
þitt út í Caba^h í morgun.
Nú dugðu Neil engin undan-
brögð lengur. Hann var lifandi
GE6N
STAÐGREIÐSLU
AÐEINS f DAG OG ÞESSA VIKU:
TÆKIFÆRI mm
Dúna springdýnur 75x190 cm. kr. 2.200 -i- 20
kr. 1.760.oo
4ra sæta sófasett kr. 20.500 -f- 20%:
kr. 16.480.oo
Svefnbekkir kr. 5.400 -t- 20%;
kr. 4.220.oo
og ótal fleiri kostaboð.
NÝTT OG STÆRRA SÝNINGARSVÆÐI —
KOMIÐ OG SKOÐIÐ.
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD OG NÆSTU
KVOLD.
dúnahi
HÚSGAGNAVERZLUN
KÖPAVOGI SiMI 41699
Heimsmarkaður matvælaiðnaðarins
ásamt sérstakri tæknideild
30. september til 8. október
Köln 30.9.-8.10.1967
IVIatvælasýnisborn frá 60 löndum
Tæknideild á um 44.000 m:
svæði, þar sem m.a. er sýnd
ar ýmsar gerðir af kæli-
geymslum, ísskápum, vélum
til framleiðslu á frystivör-
um, innréttingum og áhöld-
um fyrir verzlanir, umbúða
sýnishorn og umbúðavélum.
Tækifæri að sjá svo yfir-
gripsmikla sýningu gefst
ekki nema á tveggja ára
fresti — þess vegna tókum
við á móti 231.700 gestum
á sýningunni í Cologne árið
1965.
Allar frekari upplýsingar
og farmiðapantanir á skrif-
stofunni.
LÖND&LEIÐIR
Aðalstræti 8,simi 24313