Morgunblaðið - 27.08.1967, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. AGUST 1967
BÍ LALEICAN
-FERÐ-
Daggjald kr. S50,-
og pr km kr. 3,20.
SÍAfl 34406
SEN DU M
BILA
m
ivt ag im úsar
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381' _
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt ieigugjald.
Bensín innifalið « ieigugjaidl.
Siitif 14970
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugaveg 13. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUOARÁRSTÍG 31 SlMI 22022
Hest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
Rafmagnsvörubtíðin sí
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670 (næg bílastæði)
Fjaðrir fjaðrablöð hljóðkútar
púströr o. fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168 Sími 24180
SAMKOMUR
Bænastaðurinn Fálkagötu 10
Kristileg samkoma, sunnu-
daginn 27. ágúst kl. 4. Bæna-
stund alla virka daga kl. 7 e.
ii. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
Sunnudaginn 27. ágúst, sam-
komur kl. 11 og 8,30. Útisam-
koma kl. 4. Allir velkomnir.
Samkomuhúsið Zion,
Óðinsgötu 6 A. Almenn sam-
koma í kvöld kl. 8,30. Allir vel
komnir.
★ Mannleg náttúra
Hannes skrifar:
Vinur minn, Velvakandi!
Einn vinur minn segist vera
Bahai-sinni, einn af átján í
þeim merka söfnuði. Hann
trúir á einn Guð, eins og ég,
er hræddur við hann, eins og
ég, biðst fyrir, eins og ég. Vin-
ur minn tímir óhikað að gefa
hundi bein, enda Húnvetning-
ur að háifu og því svolítið
kristinn, eins og ég.
En það er með Bahai-sinna
eins og okkur hina, að þeir
eru svolítíð náttúraðir, langar
til að gera hitt, eins og okkur
hina. Því verður maður og
kona eitt. Og nú voru hvítur
ftali og íslenzk kona pússuð
saman í safngripnum í Árbæ,
sem einu smni var kirkja en
er ekki kirkja að hliðstæðum
dómi Hæstaréttar, af því þar
þjónar enginn prestur. Sbr.
bíll er ekki bíll, þó hann sé
bíll.
Ef þetta hefði verið einn
kolsvartur, hundheiðinn í sínu
hjarta þrátt fyrir varajátningu
um Lútherstrú, sem hefði geng
ið að eiga hvíta konu, hefði
engirn sagt neitt. En Bahai-
sinni, það er svo vemmilegt.
Og nú hafa þrír vinir mínir
vitnað, og segjast aldrei skuli
gera þetta aftur.
ur í Iíæstarétti um óhræsið á
Austfjörðum, sem rak konuna
frá sér, og segist hafa verið
ólöglega giftur? Það var þó
kristinn prestur, sem gaf þau
saman, í hempu og með presta-
kraga um hálsinn. Hann var
bara ekki þjónandi prestur, það
var lóðið.
„Þegar hann Jón minn er
góður, þá er hann líka góður,
en aftur þegar hann er vondur,
þá er hann líka vondur", sagði
blessuð konan. „Lýgi, sem
ekki verður hrakin, er sann-
ieikur", segir yísindaleg lög-
fræði. Eftir því virðist dæmt
á voru landi, íslandi.
Hannes Jónsson.
Ásvallagötu 65.“
+ Iívað hefði frelsar-
inn gert?
Úr Heimunum barst
þetta bréf:
„Kæri Velvakandi!
Stundum gengur nú alveg
yfir mann. — Að endurvígja
kirkjuna. — Já ekki spyr ég
nú að. En því í ósköpunum
brenna þeir ekki kirkjuna? Ég
sé nú ekki hvað við eigum að
gera við kirkju, sem býr ekki
yfir því umburðarlyndi, að
geta veitt þessu fallega unga
pari blessun sína. — Hvað
haldið þið að frelsarinn hefði
gert?
Nú er mikið talað um nátt-
úruvernd og náttúruspjöll.
Hvergi hef ég séð minnzt á
þau helgispjöll, sem ég hef séð
verst á íslandi. En það er fur-
an á Þingvöllum. Hún bein-
línis hrópar, að láta sér detta
í hug að fara að „prýða Þing-
velli?
Er ekki svo lögfróður mað-
ur í ykkar liði, að hann gæti
sagt mér hvað gert yrði við
mig ef ég færi austur og hyggi
niður alla furu einhverja nótt-
ina. — Hins vegar er ég ekki
nógu mikil verkmanneskja til
að geta höggvið niður alla
þessa furu, og auk þess veit ég
ekki annað um skógarhögg, en
það, að mér finnst það nauð-
synlegt að vissu marki. Dóm-
arinn jrrði að taka tillit til þess
að „motivið" fyrir verknaðinn
væri ættj arðarást. — Maður-
inn minn segir: Það færi bara
eins og venjulega, að ég yrði
að borga.
En meðal annarra orða,
hvernig væri að taka upp lestr
arkennslu í sjónvarpinu. Það
væri gaman að reyna það.
Þyrfti bara góðan teiknara g
góðan kennara. Ég er ekki
viss um að það yrði mjög
dýrt.
Mér liggur margt annað á
hjarta, skrifa e.t.v. seinna.
K. N. S.“
★ Ljósið
Lesandi skrifar:
Heill Velvakandi!
f „fslenzkri menningu" Sig-
urðar Nordals er kafli með
fyrirsögninni „Hannes Árna-
son“, og er hann sérstakur að
því ieyti, að þar er ekkert
minnzt á Hannes Árnason,
heldur aðeins á sjóð þann sem
ber nafn hans. Þó eru til ýms-
ar skrítnar smásögur um Hann
es Árnason og eitthvað hefur
hann fengizt við að mynda
heimspekilegar setningar, þvi
þetta hef ég heyrt eftir honum:
„Menn segja að ljósið sé það
fljótasta; það er mörg ár á leið
inni frá næstu stjörnu. En ég
segi: sjónin er fljótari, því þeg
ar ég kem út á hlað, þá sé
ég stjörnurnar.“
Ekki miun þessu hafa verið
haldið á lofti höfundi sínum til
frægðar, og trúlega heldur
haft fyrir kímnisögu, og eitt-
hvað slíkt hefur mér
orðið á, en nú þykir mér sem
þessi setning megi merkileg
heita.
Það eitt að hafa orð á þvi
að siónin, þ.e. hugur sá og
vitund sem fylgir því að sjá,
nái til stjarnanna á augabragði
er út af fyrir sig spor í rétta
átt, jafnvel þó að það sé ekki
fullkomlega rökstutt. Og hvaða
sem rökfærslunni líður þá var
það ekki hún sem ég ætlaði
að minnast á núna heldur
lasergeislinn.
Tveim dögum eftir að þú
birtir bréf frá mér um laser-
geislann (13.8) kom frétt I
„Þjóðviljanum" með fyrirsögn
inni: „Ljósið er hraðast" þ.e.
fer hraðast alls). En þegar ég
fór að lesa fréttina þá fór eins
og í kaflanum um Hannes
Árnason, það stóð ekkert um
það að ljósið færi hraðast,
heldur var þetta staðfesting á
því sem fyrri fréttin hafði
sagt. Hlýtur því fyrirsögnin að
vera sprottin af einhverri
ímyndun ritstjórans, sem skrif
ar sig M.E. eða M.K. eða eitt-
hvað líkt og vil ég biðja þig
að berna fyrirspurn til hans
hvað hann meini með þessu.
Þorsteinn GuSjónsson."
En fellur ekki bráðlega dóm
Hafnarfjörður
Karl eða kona ekki yngri en 21 árs óskast til póst-
afgreiðslunnar í Hafnarfirði. Upplýsingar hjá
PÓSTI OG SÍMA, Hafnarfirði.
Sími 50555.
Barnaskóli
Garðahrepps
tekur til starfa föstudaginn 1. septémber.
Nemendur mæti sem hér segir:
kl. 9 — 12 ára, kl. 11 — 9 ára
kl. 9.30 — 11 ára kl. 13 — 8 ára
kl. 10 — 10 ára kl. 14 — 7 ára
Nýir nemendur hafi með sér skilríki frá þeim
skólum sem þeir áður voru í.
Gera þarf grein fyrir þeim nemendum, sem af ein-
hverjum ástæðum geta ekki mætt á þessum degi.
Geymið auglýsinguna.
SKÓLAST J ÓRI.
HITALÆKI
Kynnii) yður kosti CORI!\ITHIAN stálofna
Fjóror hæðir
Tólf lengdir
Einialdir
Tvöialdir
Korkiðjan h.f., Skúlagötu 57, Rvík.
Gjörið svo vel og sendið mér upplýsingar
um CORINTHAIAN stálofna.
NAFN: .............................
HEIMILI: ..........................
SÍMI: .............................
COPPERAD
HITATÆKI
237 austurrísk frímerki ókeypis
Um fjögurra vikna skeið hlýtur nú sérhver lesandi
ókeypis 237 hinna fegurstu Austurríkis-frímerkja,
sérmerki og betri tegundir eftirstríðsgilda, af-
greidd um leið og hann kaupir stóra „lúxus“-
böggulinn sem inniheldur 3150 dýrleg mismunandi
safnarafrímerki, mynda-merki (andvirði sam-
kvæmt verðlista yfir 450 Michel-mörk) fyrir gjaf-
verðið: aðeins 500 krónur gegn póstkröfu, fullur
réttur til skipta.
Engin áhætta! Allir verða stórhrifnir!
Sendið í skyndi póstkort og biðjið um „lúxus“-
böggul nr. 2, aðeins hjá MARKENKÖNIG, Bra-
endströmgasse 4, Mozartstadt SALZBURG, Öster-
reich.
iG;
Heimatrúboðið.