Morgunblaðið - 27.08.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1967
5
- HAFÐI KÖTTINN
Framhald af bls. 8.
lenzkam fornleifafræðingum er
löngu orðið ljóst gildi öskulag-
anna og hef ég um áratugi haft
ánægjalega samvinnu við þá.
Það er vaxandi áhugi erlendra
fornleifafræðinga á þessu efni.
Japamr og Nýsjálenzkir forn-
leifafræðingar nota trefókróno-
lógíu með góðum árangri. Nefna
mætti að í októbermánuði á ég
að flytja fyrirlestur um ísl. ösku
lagarannsókriir hjá fornleifa-
fræðingum við Kaliforníuháskól
ann í Los Angeles
Það hefir alloft skeð að ís-
lenzk eldfjallaaska hefir borizt
til annarra Evrópulanda, Fær-
eyja, Bretlandseyja, Skandinav-
íu og Finnlands og er þess
skemmst ð minnast að aska féll
í Finniandi í byrjun Heklugoss-
ins 1947. Mesta öskufall frá Is-
landi, sem orðið hefir, varð í
Skandinavíu á síðustu öldum, úr
öskugosinu mikla 1875.
í doktorsritgerð minni 1944
benti ég að að mögulegt ætti
að vera að finna með smásjá-
rannsóknum íslenzk öskulög í
skandinaviskum mýrum því ís-
lenzka eldfjallaaskan saman-
stendur aðallega af glerkornum
en skandinaviskt berg er yfir-
leitt kristallað og þar með eins
og sandur eða dust, sem af því
myndsst, og auðvelt að greina
það frá öskuglerinu. Væri hægt
að finna í Skandinavíu íslenzk
öskulög sem við vitum aldur á,
hefir það talsverða jarðfræði-
lega þýðingu, því þar með fengj
ust aldursákvörðuð lög í jarð-
lagi þessara landa og eins gæfi
þetta upplýsingar um þau gos,
er myr.duðu lögin.
Ungur sænskur jarðfræðingur
Christer Perssons, sem var með
í fræðsluferð til íslands fyrir
nokkrum árum, hefir nú tekið
upp þetta verkefni og með góð-
um árangri f sænskum og
norskum mýrum hefir hann
fundið nokkuð af þeim líparít-
öskulögum, sem mest ber á í
íslenzkum jarðvegi. Auk ösku
úr Öskjugoisinu 1875, hefir hann
fundið óskulög sem að öllum lík
índurn eru úr Öræfajökulgosun-
um miklu 1362, því er eyddi
Litla-Hérað, svo og ösku úr
Heklugosinu 1104, er eyddi
Þjórsárdal og tvö forsöguleg
öskulög þau, sem ég hef nefnt
H3 og H4 og mest ber á í mó-
íslenzk eldfjallaaska tekin í Skandinavíu. Glermyndunin mjög
greinileg.
í mýrum norðanlands, hið yngra
i (H3) 2800 ára, en hið eldra (H4)
4000 ára Hafa þessar rannsókn-
ir Perssons vakið talsverða at-
hygli. Hann mun haifa í huga
að athuga öskulög á Shetlands-
eyjum, en danskir vísindamenn
eru að vinna að athugunum á
íslenzkum öskulögum í Færeyj-
um. Verður nú auðveldara en
áður að bera saman með frjó-
greiningu gróðurfar í nefndum
löndum á ákveðnum, afmörkuð-
im tímabilum t.d í lok 11. aldar.
Hér vantar nú tilfinnanlega
vísindamenn, sem einbeita sér
að frjógreiningu og gróðurfor-
sögu landsins. Ég lagði frjógrein
| inguna á hilluna fyrir löngu, en
! lærði hana þó hjá upphafsmanni
| þessarar vísindagreinar. Þorleif
ur Einarsson, sem unnið hefir
| ágætt starf á þessu sviði, er
einnig kominn á kaf í önnur
verkefni. Svo dæmi sé nefnt
i mætti með frjógreiningu og
hjálp öskulaga kortleggja gróð-
urfar hér á landi rétt fyrir land
námstíð og er það einstakt tæki
færi til að kanna áhrif land-
námsins á áður ábyggt land.
En þetta er tímafrekt og þykir
ekki fýsilegt á þessari asaöld.
Mörg heillandi verkefni í ís-
lenzkri jarðfræði verða raunar
ekki leyst fyrr en komið verð-
ur einhverju sómasamlegu
heildarskipulagi á jarðfræðirann
sóknir í landinu og raunar undir
stöðurannsóknir í náttúrufræði
í heild, sem og hamla í þessum
greinum.
Ég á þegar það mörg og
ánægjuleg ár að baki sem jarð-
fræðingur, að ég hjari væntan-
lega áfj am sem áður nú þótt
gamlir draumar um úrlausn
þessara mála hafi ekki orðið að
veruleika. En upp er að vaxa
ný og efnileg kynslóð jarðfræð-
inga, sem vonandi er óþolimmóð
ari og gengur harðar eftir að
málum sé hrint í viðunandi horf,
segir Sigurður og þar með
finnst mér hann kominn út í
dapurlegri sálma, því raunar
fýsti mig að blanda þetta vís-
indasamtal hans alkumnu gaman
semi.
Sigurði finnst hann vera að
verða gamall, þótt allir geti séð
enn að þessi síungi og sprell-
lifandi maður geti aldrei orðið
það.
Hana byrjaði rannsóknir sín
ar á námsárunum sínum í Sví-
þjóð með því að stökkva fyrir-
varalaust hingað heim 1934, er
hann las í blaði um Grímsvatna
gosið. Hann segist síðan hafa
alltaf verið svo heppinn, að vera
hér heima þegar gois hafa bom-
:ð. Hann lauk lieentiatsprófi
1939 og varð doktor 1944. ‘
En þetta vor 1934 var fyrsta
verkefni hans að rannsaka jarð-
skjálftanna á Dalvík. Hann var
þá staddur á Akureyri við mat-
borð og stökk upp og út í bíl
og til Dalvíkur. Þá höfðu allir
Ðalvíkingar flúið hýbýli sín og
bjuggu í tjöldum, en hann sett-
ist að einn í gömlu timburhúsi
þar á stanðum og hafði kettling
hjá sér, þvi hann hafði lesið um
það, að dýr, ekki sízt kettir,
væru mjög næmir á að finna
jarðskialftakippi. Hann vissi og
að fyrsti kippurinn er jafnan
sterkastur og var því ekki svo
hræddur að vera þarna með kett
inum einn í tvo sólarhringa.
Hann hafði tvö hei'bergi til um-
ráða og það brást ekki að kisi
stökk fram í fremra herbergið
hvert sinn er kippur kom. Það
var alveg sama hvaða aðferð
hann notaði sjálfur, hengja blý-
ant í spotta, styðja gómum á
glerplötu, alltaf var kötturinn
nákvæmari jarðskjálftamælir.
Til voru hverskonar kenni-
merki og atriðsorð um hvernig
skyldi lýsa jarðskjálftanum.
T.d. voru menn jafnan spurðir
að því erlendis hvort hávaðinn
líktist þrumum. Hann leitaði
upplýsinga um það hér á all-
mörgum bæjum og fékk menn
tii að bera saman með sér tölu
kippanna, en hin alþjóðlegu
kennimerki dugðu hér ekki.
Menn líktu þessu helzt við það
að beijurnar væru komnar upp
á baðstofuþekjuna, eða eitthvað
í þeim dúr. Það var skiljanleg-
ur hávaði hér á landi.
Mig langið líka til að fá hjá
Sigurði eina gamanvísu til að
botna þetta vísindaspjall. Vera
kann að hún komi er hann les
þetta yfir til leiðréttingar. Eins.
og Sigurður sagði, hefir sjálf-
boðavinna og áhugamannastarf
verið ómetanlegt í rannsóknum
hér, og þá hafa menn gert sér
hvaðeina til gamans og hefir
hann ekki látið sitt eftir liggja.
Það er því ómetanleg náðargáfa
hér á íslandi að geta verið gam-
ansamur vísindamaður.
Og Sigurður lofaði mér að
beyra nokkur erindi, sem hann
var að setja saman undir
finnsku lagi. Hér eru upphafs-
erindin:
Látum þá æða burt, eins langt
og þeir geta
sem lífinu á Fróni ei una,
Ég skal samt aldrei fara ég kann
að meta
íslenzku náttúruna.
Látum þá gamna sér á knæpu og
krá
og kynnast heimsins prjáli.
í birkilaut hvíli ég heidur
bakkanum á
en á oúlu í Sankti Piuli.
vig.
Tilkynning
um breytt s'imanúmer
Höfum fengið nýtt símanúmer.
Landflutningar hf.
Borgartúni 11
Simi 22490
áður vöruafgreiðsla Þrastar.
ArEB i’ÖEST MED STORA NYHETEEIil
Allt á að seljast
DTSALA
mánudag. þriðjudag og miðvikudag.
EKKI bara afgangshlutir, eins og á mörgum
útsölum.
DÁSAMLEGIR ...
KJÓLAR, DRAGTIR, KÁPUR, og fyrir börnin
höfum við hinar beztu sokkabuxur í mörgum litum
og þær ódýrustu og margt fleira.
Aðalstræti 9II. hæð t.v.
S