Morgunblaðið - 03.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1967 17 Jón Björnsson, rithöfundur: Um gagnrýni, lista- mannalaun og fleira L „Tímamótaverk" NÚ, þegar líða tekur að haiusti, vaknar áhugi manna á bókum. Útgefendur eru önnum kafnir við að undirbúa „haustvertíðina" og prentsmiðjurnar hafa ærið að starfa. Nokkrar af nýju bókun- um eru komnir í bókabúðir og sumir útgefendur ha'fa skýrt ‘blöðunum frá útgáfiubóbum sín- um í ár. Þannig hefur Ragnar Jónsson forstjóri Helgafellsút- gáfunnar látið Morgunblaðinu í té vitneskju um nýjar bækur frá forlagi sínu (Mbl. 9. sept.). Er þar hvorki meira né minna en um 20 „verk“ íslenzkra höfunda að ræða og mörg þeirra forvitni- leg. Segjum svo að það sé ekki gróska í bókmenntunum á voru landi, þó að ærið virðist vera skuggalegt á öðrum sviðum. Mér fannst svo margt athyglisvert í þessu viðtali við útgeifandann, að ég gat ekki stillt migi um að stinga niður penna og drepa lít- ið eitt á aðstöðu höfunda á ís- landi nú á dögum, ekki sízt þar sem ekki er grunlaust um að almenningur sé ókunnugur þess- um málum, þó að almennt sé mikill áhugai á bókum, svo sem bóksala og útlán á bókasöfmum bera órækt vitni um. Meðal annarra nýjunga boðar Ragnar Jónsson útkomu nýrrar bókar eftir hinn unga og efni- lega rithöfund, Guðberg Bergs- son, en bók hans, „Tómas Jóns- son Metsölubók" var ein um- ræddasta bókin sem út kom á sl. ári. Flestir gagnrýendur blað- anna voru sammiála um að hér væri merk skáldsaga á ferð- mni, „tímamó taverk" minnir mig að væri það orð, sem oftast var ruotað í sambandi við þessa bók. Á síðari árum hefur farið óvenjulega mikið fyrir „tíma- mótaverkum“ hjá bókmennta- gagnrýnendum. Hættan virðist aðeins vera sú að „verk“ þessi verði of mörg og vinni þannig hvert á móti öðru. Aiuk þess held ég að það sé hæpið að menn geti „útnefnt" tímamótaverk með því blátt áfram að koma sér sam- an um að tilnefna einhverja samtímaibók til slíks heiðurs. Þvílíkt „mat“ er og verður aldrei annað en auglýsinga- brella fyrir einhverjar klikur, sem hafa það eitt talkmark að komast til áhrifa á bókmennta- sviðinu með öllum ráðum. Sannleikurinn er víst því mið- ur sá, að tímamótaverk er örð- ugt að ákveða fyrr en löngu eftir á, þegar áhrifin koma í ljós, hvort sem nú er miðað við efni eða meðferð þess. Þetta er svo alviðurkennd staðreynd að eigi gerist þörf að ræða það nán- ar. Tveir bákmenntagagngrýnend- ur, þeir ólaflur Jónsson við Al- þýðubl. og Erlendur Jónsson (Mbl.), hafa aðallega látið til sín taka í þessum efnum. Ef mig minnir rétt, lét Erlendur svo um mælt að engum rithöfundi þýddi að skrifa ástarsögu í „gömlum" stíl eftir að „Tómas Jónsson" kom út. Má skoða þetta sem ein- dregna ráðleggingu, sem vænta má að enginn daufheyrist við, hafi hann rithöfundarlif sitt kært. Þó er sá hængur á, að skilningur höfundar „Metsölu- bókarinnar11 á ástalífi er svo sér- kennilegur og óvenjulegur, að hætta ef við að „sveitamennsika" flestra annarra höfunda geri þá svo blinda á snilldina í þessum lýsingum, að þeim lánist miður en skyldi áð taka sér þær til fiyrirmyndar. En vonandi stend- ur þetta til bóta, a.m.k. á meðan mennirnir eru trúáðir á að þeir séu á þrozkabraut. Gagnrýni Ólafs Jónssonar hef- ur aftur á móti á sér nokkuð annan svip. Allmjög gætir 1 henni „þýzkrar heimspeki" í skrifum hans um íslenzka rit- höfunda fyrri tíma, þótt honum virðist vera fremur í nöp við þessa tegund heimspeki eftir al- kunnri fyrirmynd. En þegar kemur að samtímahöfundun- um verður þessi gagnrýnandi ákveðinn og laus við vatfninga og vangaveltur og dæmir eins og sá sem valdið hefur. Þá verður hann eitt stórt og óskeikult „ég“ og vei þeim rithöfundum, sem láta undir höfluð leggjast að skrifa samkvæmt forskrift hans. Hér á eftir verður lítið eitt vikið að hinum að ýmsu leyti fróðlegu og vel sömdu greinium Ólafs Jónssonar, sem hafa verið að birtast í Alþýðublaðinu í sumar. En víkjum aftur að viðtalinu við bókaútgefandann. Það er á honum að skilja, að von sé á „tímamótaverki“ á fiorlagi hans núna í haust, þar sem hann seg- ir orðrétt um nýja bók Guð- bergs Bergssonar: „Þetta er fall- egt verk og viðkvæmt, þó að það sé hrottafengið á köiflum: Og þetta finnst mér einmitt vera sú tímamótabók, sem bókin um Tómas Jónsson var köliuð“. (Let- urbreyting mín). Það er ljóti skrambans grikkurinn sem R. J. gerir fyrrnefndum bófcmennta- fræðurum blaðanna. Nú gætu þeir að vísu haldið því fram að venjulegur bólkaútgefandi hefði ekki „menntun" til að skera úr slíku og héldu fast við sína skoð- un, en grunur minn er nú sarnt að þeir komizt í talsverðan vanda, þegar þeir fara að taka afstöðu til hins nýja „tímamóta- verks". Hitt er svo annað og alvaxlegra mál, sem væri full ástæða til að ræða nánar, þótt ekki verði það gert hér, að skopleikur, eins og settur hefur verið á svið utan um þennan höfund, er engum til gagns eða skemmtunar. Alvar- lega starfandi listamenn, eins og þessi unigi og efnilegi rithöfund- ur, þarfnazt fyrst og fremst næð- iis til að vinna verk sín, en fátt er meira truflandi en apaskapur trúða, þótt skemmtilegur geti verið, fyrir listamanninn, sem verður að einbeita huganum að starfi sínu. n. „Gagnrýnin" „Þetta eru bara meinlausar auglýsingabrellur athafnasams florleggjara", munu menn kannski segja í sambandi við slíka auglýsingastarfsemi. En það væri að taka of yfirborðslega afstöðu. Bak við allt þetta „tímamótaverka“skraf, hvort sem það nú gildir Pétur eða Pál, er augljóst og ákveðið tak- mark. Það er ljóst af megninu af gagnrýni þeirri ,sem sum blöð hafa birt nokkur undanfarin ár. Sumir ritdómendur virðast vera algerlega gagnrýnislausir á þann skálds'kap, sem að ein- hverju leyti kennir sig við ný- tízku (þó að sumt af því sé raunar gamalt og margtuggið) og hefja það til skýjanna með svo segj-a sama orðalaginu. Engu er líkara en að hér séu ákveðin samtöik á bak við. Það væri hlut- verk fyrir textarýnendur að gera vísindalegan samanburð á skrifum þessum til þess að finna hina sameiginlegu uppsprettu- lind. En trumbuslögrunum væri ráðlegt að heyja sér ofurlítið meiri fjölbreytni í orðalagi, svo að jafanvel sauðsvartur almúg- inn (sem er í litlum metum nú sem fyrr) sjái ekki við fyrstu sýn að sauðargæran er gatslitin. Sumir myndu nú ef til vill telja að þetta væri oí djúpt tekið í árinni. Hér verður því held- ur ekki haldið fram að allir gagnrýnendur eigi óskilið mál. Nokkrir þeirra hafa aldrei hvik- að frá því sem er takmark heil- brigðrar gagnrýni: að skýra og skilja. Gagnrýnandinn og ri'thöf- urinn eru að ýmsu leyti samherj- ar. Gagnrýnandanium ber að skýra hlutlaust frá því verki sem hann tefcur til meðferðar og kveða upp úr með sitt álit um Jón Björnsson það, ekki út frá eigin kreddu heldur verkinu sjálfu. En hjá mörgum hinna háyaðamestu virðist þessu vera öfugt farið. Þegar maður les suma ritdóma eftir baráttumenn hins „nýja tíma“ verður ekki betur séð, en að þeir telji þá höfunda sér fjandsamlega, sem ekki játast undir hina vafasömu „isma“ þeirra. Og svæsnum stóryrðum er oft hellt yfir þá menn sem ekki 'hafa aðhafzt neitt saknæm- ara en það, að skrifa bók sem ekki fellur í kram klíkunnar. Mig minnir að eigi alls fyrir löngu hafi það verið haft eftir heimsfrægum amerískum rit- höfundi að hættulegustu fjand- menn höfunda þar í landi væru ritdómararnir. Ekki er að efa að höfiundur þessi fari með rétt mál og að ástandið geti orðið slæmt af þessum sökum þar í landi. Að vísu mun engin hætta vera hér af slíkurn orsökum, því að flestir íslénzkir rithöfundar munu lítið kippa sér upp við goluþyt þann, sem komið hefur úr þessari átt, enda láta lesendur sig hann víst litlu skipta. En bæta má því þó við til ábendingar þeim sem alltaf eru að tala um óholl amerísk áhrif, að hér er enn eitt avið, sem þeir gjarna mættu taka upp í registur sitt yfir þessi margnefndu fyrir- bæri. Hér að ofan var að því vikið að ákveðinn tilgangur virðist vera, að baki hinum óbilgjörnu skrifum bókmenntafræðinga þeirra sem mest nafa látið að sér kveða undanfarin ár. Það er augljóslega verið að reyna að hafa áhrif á almenningsálit og fjárveitingavald, einkum hið síðarnefnda. Þeir höfundar sem hingað til hafa notið vinsælda hjá þjóðinni, eru versti þrösk- uldur í vegi fyrir framsókn hinnar „nýju listar". (Hér er auð vitað ekki átt við hreinar fiorm- breytingar, sem alltaf hafa átt sér stað og munu framvegis eiga sér stað). Það þarf því að gera l'ítið úr bókum hinna eldri höf- unda og slá því föstu sem stað- reynd, að t.d. skáldsagan sé í niðurlægingu. Hún sé orðin úr- elt og því haldið fram á prenti (Ólafur Jónsson í Alþbl.) að Einar H. Kvaran, Jón Trausti, Gunnar Gunnarsson, Laxness o.fl, hafi skrifað svo mikið um þorp og srveitir að það efni sé tæmt, og því sé nauðsynlegt að fara inn á nýjar brautir. Manni verður að spyrja hvort ekfci sé eins rökrétt að steinhætta að skrifa um manneskjuna, af því að það hefur verið viðfangsefni sfcáldanna frá upphafi bók- menntanna. Undanfarnar vikur hefur Ólaf- ur Jónsson verið að birta þætti um skáldsögur í Aiþýðublaðinu. Kennir þar að sjiálfsögðiu margra grasa og ýmislegt gott og skarp- lega athugað er að finna í rit- smíðum þessum, þótt augljóst sé að markmið þeirra er flyrst og fremst a-ð þjóna ákveðnum málstað, n.l. þeim, að skáldsag- an sé í lægð, hafi dregizt aftur úr, „hafi ekki lengur undan þjóðfélagsbyltingu oikkar á þess- ari öld“, og lætur Ó. J. liggja að því að söguhefðin sjálf sé orðin höfundunum „fjötur um fót“. Allir sjá að hverju er stefnt með slíkum kenningum, enda styðst það við önnur ummæli í grein- um hans. Það er verið að undir- búa jarðveginn fyrir eitthvað nýtt úr „skóla“ Ó. J. og þá er um leið nauðsynlegt að rýra verk fyrri höfunda, því að ekfci er nú trúin á málstaðinn meiri en svo, að maður treysti sér út í 'heiðarlega samkeppni — láti verkin tala sjálf. Annars er ýmislegt skrýtið og jafnvel skemmtilegt í greina- flokki Ólafs Jónssonar. Til að mynda er honum mjög tamt að' tala um „bongaralegar“ bók- menntir I skrifi sínu. Þetta er allt að því aldargamalt slagorð, sem forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar úti í Evrópu notuðu um skáldskap, sem ekki var fyrst og fremst baráttutæki í þeirri styrjöld, sem verkalýð- urinn átti í, til að né rétti sín- um. Andstæða „borgaralegs" skáldskapar var „verkalýðs- skáldskapur“ (borgerlig kunst — arbejderkunst). Slík skil- greining gat verið gagnleg í hita baráttunnar, en á nú engan rétt á sér lengur — er miklu fremur villandi. Að vísu mun eitthvað í þessa átt vaka fyrir menningarfrömuðum í komm- únistaríkjum, en þeir hafa góða og gilda afsökun, því að völd þeirra eru blátt áfram undir því komiin að halda uppi ströngu eftirliti með skáldunum, og hver kýs ekfci frenrur að sitja við kjötkatlana en að hrekjast út á berangur valdaleysis og jafn- vel stritvinnu? Hér skal ekki nánar farið út í efni hins langa greinaflokks Ól- afs Jónssonar, enda þótt margt sé þar að athuga. Að sjálfsögðu fer mest fyrir öndvegishöfund- um okkar, Gunnari Gunnars- syni og Halldóri Laxness. Dómar um einstöfc rit þessara höfunda eru í hinum alvitandi spekitón, sem jafnan hefur mótað rithátt Ó. J. og gefur vísbendingiu um, að hann sé talsvert lærður. Sem dæmi skal mönnum ráðlagt að lesa dóm Ó. J. um skáldsöguna „Sælir eru einfaldir“ eftir Gumn- ar Gunnarsson. Nú er það öllum kunnugt, sem eittlhvað þekkja til norrænna bókmennta framan af þessari öld, að einmitt þessi skáldsaga Gunnars Gunnarssonar hlaut einróma viðurkenningu bók- menntamanna í Evrópu og er orðin klassísk fyrir löngu, að svo miklu leyti sem samtíma- verk geta orðið það. Hans Brix prófessór skrifaði um hana merka ritdóma og veitti henni mikla viðurkenningu. Ýmsir mjög áhrifamiklir ritdómarar skipuðu þá Gunnari Gunnars- syni í röð fremstu rithöfunda Norðurlanda. Otto Gelsted skáld og gagnrýnandi taldi þessa sögu vera meistaraverk og þeim dómi hefur ekki verið haggað. En Ól- afur Jónsson á íslandi lætur sér fátt um finnast. Hann segir, að „Sælir eru einfaldir" hafi á sér formilegra sögusnið og sé gerð með „kórréttari" aðferð en önnur æskuverk Gunnars Gunn- arssonar". Maður gæti af þessu freistast til að halda, að bók- menntafræðing'urinn hefði alls ekki lesið þessa bók. Form henn- ar stakk einmitt mjög í stúf við venjulegt epískt sagnasnið, eins og þegar var viðurkennt við út- komu hennar. Síðan klykkir Ó. J. út með að sagan sé að mörgu leyti ótrúverðug vegna „and- ríkis“, „viðkvæmni“ og „tilfinn- ingasemi“ Jóns Oddssonar. — Það ihá merkilegt heita, hve sumurn þessara bókmennta- mianna er illa við að fjallað sé af skilningi um mannleg vandamál. Og það er eins og boðskapur mannúðarinnar sé eitur í bein- um þeirra manna, sem taka að sér að boða „nýjar stefinur" í bókmenntum. En á hverju skyldi mannkyninu vera brýnni þörf en ' einmitt mannúð? Þó að menn séu ungir að árum og þekki ekki af eigin raun annað en „velferðarrík ið“, finnst mér það ekki vera ósanngjörn tilmæli til þeirra, að kynna sér ofurlítið ástand ann- arra tíma, sem m.a. speglazt í bók menntunum, áðuir en þeir fara að fræða. okkur almúgamennina. En hvað viðvíkur „viðfcvæmn- inni“ í meistaraverki Gunnars Gunnarssonar, verður það strax ljóst við lesturinn, að viðhorf sögumanns mótazt einmitt af karlmennsku, sem er sjaldgæf í skáldriti, sem af emstakri næmi og sálfiræðikekkingu fjall- ar um einhvern átakanlegasta harmleik mannlegs lífls. Hér hefur verið drepið á örfá atriði í hinum langa greinaflokki Ólafs Jónssonar. Eins og áður er getið, er ýmislegt gott um rit- smíð þessa að segja, einfcum þax sem fjallað er um elztu höf- undana. En það eru undarleg álög á mörgum þeirra, sem nú á dögum skrifa um bókmenntir (og sagnfræði raunar líka), að því nær sem þeir koma nútím- anum, þess erfiðara veitist þeim að lí'ta hlutdrægnislaust á mádin. Greinaflokki Ólais Jónssonar lýkur með 5. greininni, sem birt- ist í Alþýðublaðinu þ. 16 sept. sl. Lokin eru ærið dramatísk, því að eftir að Ó. J. hefur tekið skáldskap eldri kynslóðarinnar til meðferðar, virðist svo sem hann hafi lítið meira að segja. Að vísu nefnir hann þrjá skáld- sagnahöfunda, sem eru á miðj- um aldri, þá Guðmund Daníels- son. Ólaf Jó'h. Sigurðsson og Elías Mar (aðrir eru ekki til!). En ekki sést, að þessir höfundar eigi neitt annað erindi í ritsmíð þessa, en að vera leiddir til hálf- gildings aftöku; þeir séu lítils nýtir af því að þeir fylgi gam- alli söguhefð, eða eitthvað í þá átt, og því er náttúrlega ekki ástæða til að eyða andríki á þá. Ólafur Jónsson og hans nótar eru af sjálfsögðu frjálsir að því að hafa sína skoðun, en firemur þyk- ir mér það óviðkunnanlegt, eða öllu heldur eins og sagt er á reykvísku, „tíkó“, að fara þann- ig með þessa ágætu höfunda. En segja má í þessu sambandi að nauðsyn brjóti lög, því að ekki er vinnandi vegur að ryðja „isma“ Ó. J. braut, nema áður sé gert allt, sem unnt er, til að gera lítið úr eldri höfundumum í augum þeirrar kynslóðar sem á að erfa landið. —Atvinnuvegur Framhald af bls. 12 noti ihann ekki orðið, þó að eitt- hvað sé að. Það er svo mikið þvarg á neyðar'bylgj'unná, 2102. Skip, sem statt var í nauðum. meða.n ég var á miðunniu'm, not- aði bátabylgj'unna, 2311, og hún. er miblu skárri en neyðiarbylgj- an. Það er áreiðanlega ihægt <að semja um það við Rús-sania að batoa ekki meyð arbylgj uma 'til al- men-nna nota. Nú langa-r mig til að spyirja í þessu siambandi og fjölmörgum öðr-um: Fylgjast þeir memn, sem skipaðir er-u til að sjá um ör- yggi sjómanna n-ægjanlega rau-n- hseft með? Þeir er-u sífiellt að fyririsikipa hin og önmur tæki, en það verðuir að vera try-ggt að það sé eitthvert hald í þeim, þegar til á að tatoa. Það verður að gera na-umhæfia-r tilraunir með tækin, áðuir en slysin verða. Það er dýr og ömu-rleg aðfierð að prófla sig áflr'am með sjóslysum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.