Morgunblaðið - 15.11.1967, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967
Eyvind íslandi
fulltrúi Árósa
- i söngkeppni vinabœjanna Arósa,
o
Abo, Bergen og Cautaborgar
Einkaskeyti til Morgunblaðs-
ins frá Kaupmannahöfn, 13.
nóvember.
EYVIND íslandi, 27 ára sonur
Stefáns íslandi hefur verið val-
inu til þess að verða fulltrúi
Árósa í söngsamkeppni milli
vinabæjanna Árósa, Bergen,
Ábo og Gautaborgar, sem fram
m ^ ^ ^ ^ ^
54.000 gripum
slótroð
Gin- og klaufaveiki
breiðist enn út
London, 13. nóv. — NTB —
ALLS hefur orðið vart við 1
gin- og klaufaveiki á 272
bæjum í Englandi, og hafa þá
42 bæir bætzt við yfir helg-
ina. Bæir þessir eru á stóru
svæði, allt frá landamærum
Skotlands í norðri suður um
Mið-England og inn í Wales.
Frá þvi veikinnar varð fyrst
vart hefur 54 þúsund stór-
gripum verið slátrað í því
skyni, að reyna að hefta út- ;
breiðslu hennar.
Dýralæknar í Yorkshire og 1
Lancashire telja sig nú hafa
nægan mannafla og tæki til
að stöðva faraldurinn.
Birmingham, 13. r.óv., AP.
Sprenging varð í iðnaðarverk-
smiðju í Birmingham, Alabama-
fylki, í dag og flæddi bráðinn
málmur í tonnatali úr bræðslu-
ofnum verksmiðjunnar. Tólf
manns meiddust hættuilega, O'g
voru nokkrir þeirra óþekkjan-
legir vegna brunasáranna.
Leikhús
MARGIR ítalskir kvikmynda-
leikarar hafa nú gengið í þa-nn
hópinn, sem vinnur að endur-
reisn ítalsks leikhúss.
Einu sinni var landið aðset-
•ur skuggalegra grískra sorg-
arleika, og endalausra endur-
tekninga á skrípaleikum Gold
onis, en siðastliðið ár hefur
greinilega birt yfir leikstarf-
semi í landinu.
Margir ítalskir leikarar
urðu þreyttir á að ihorfa á
sjónvarpsleikrit úr villta vestr
inu — h'eimagerðar þó — og
hafa vaknað úr dáinu fyrir
örvandi áhrif nýtízku leikrita
á lifandii leiiksvdðum borganna
I la-mdinu. Og aðsóknin jókst
um tiu af humdraði.
Og í ár ,hafa kvikmyndaleik-
arar og leikstjórar slegizt í
hópinn um þessa velgengni.
Margir hafa meina að segja
algjörlega yfirgefið ókyrran
heirn kvikmyndaveranna fyr-
ir leiksviðið.
Franco Zeffdrelli, hinn ungi
leikstjórd, sem nýlega þrælaði
Elizabeth Taylor og Richard
Burton gegn um „Taming of
the Shrew“ eftir Shakespeare
er nú orðinn nýtízkulegur.
Með kvikmyndastjömunum
Paolo Stotppa og Rina Mor-
elli, er hamn að hugsa .um að
koma verðlaunaleikriti Al-
bees, „A delicate Balanoe“
upp á leiksvið í Rómabrg.
Zeffirelli, sem segist nú
hafa lagt skáldjöfurinn til
hliðar fyrir fullt og allt, hafði
áður og með góðum árangri
fer dagana 18. og 19. nóvember
n.k.
Eyvind var valinn úr hópi sex
ungra söngvara frá Árósum, sem
gáfu sig fram, en þeir eru all-
ir nemendur Beers Birch,, dó-
sents, við józka tónlistarháskól-
ann. Fyrst voru valdir þrír úr
hópnum og síðan valið endan-
lega milli þeirra sl. sunnudag.
Eyvind fslandi, sem er lærður
teiknari og hefur starfað hjá
vikublaðinu „Tidens kvinder"
hefur stundað nám hjá Birch í
tvö ár.
Söngkeppnin, sem hér um
ræðir, fer fram annað hvert ár.
Að þessu sinni verður hún í
Bergen. Þar mun Eyvind fs-
landi syngja lög eftir ýmsa höf-
unda. Á laugardaginn verður
hluti samkeppninnar, fyrir lukt
um dyrum, og verður síðasta lag
ið á fnisskrá hans þá Bikar-
inn eftir Eyþór Stefánsson, sem
tileinkað var föður hans, Stef-
áni íslandL Á sunnudeginum
verða opinberir hljómleikar og
verður sjónvarpað frá þeim.
Dæmt verður eftir frammistöðu
báða dagana.
Ailir keppendur fá verðlaun.
1. verðlaun eru 3.000 sænskar
krónur, 2. verðluan 2.000, 3.
verðlaun 1.000 og 4. verðlaun
500 krónur.
Keflavíkurvegur
lokaður á kafla
LÖGREGLAN í Hafnarfirði hef
ur beðið Mbl. að benda öku-
rnönnum á, að malbikaði kafl-
inn á Keflavíkurvegi frá Krísu-
víkurafleggjara að Straumsvík
er lokaður, og eru þeir því beðn
ir að áka gamla veginn á þess-
um kafla leiðarinnar.
komið á framfæri ítölsku út-
gáfunni af „Hver er hræddur
við Virginíu Woolf? eftir
Albee.
Auk ,,A Delicate Balance"
ætlar Zeffirelli að koma upp
,,Loforðinu“ eftir samtíma
rússrveskan leikritaihöfund Al-
eksei Arbusov en það snýst
um eina stúlku og tvo pilta,
sem lifa af þriggja ára um-
sátina um Leningrad. Þetta
leikrit vann verðlaiun leikhús
gagnrýnenda í Lonidon í
fyrna.
Þriðj a leikritið, sem Zeffir-
elli hefur á prjónurvum er
ónefndur gamanleikur eftir
kvikmyndastjórann Pasquale
Campanile. Þetta er saman-
tekt af merkum atriðum úr
ítaliskri leiksögu fyrir daga
endurreisnarinnar.
Kennari Zeffirellis og einn
af brautryðjendum kvik-
myndalistarinnar í Ítalíu,
Luchino Visconti, ihefur nú í
undirbúningi „Nunnuna frá
Monza“, nýtízkulega útgáfu
af gamal-klassisku ítölsku
leikriti
Þetta verður fyrsta s>am-
band Visoontis við leiksvið í
fimm ár.
ítalskir kvikmyndaleikarar
eru einnig á h'eimleið til
fyrstu ástarinnar sinnar. Raf
Vallone, sem hefur leikið
bæði á Broad’way og í Holly-
wood, hefur ákveðið að setja
upp „Hiorft af brunni“ eftir
ArthUr Miller, og m.un hann
reyna sig á því að stjórna og
Tregur aíli Vest-
Ijarðabáta í okt.
}fær/a fru'iT/sýnc
Tjarnarbæ
ísafirði, 10. nóvember.
f YFIRLITSSKÝRSLU Fiski-
félags íslands um aflabrögðin á
Vestfjörðum segir svo:
Nokkrir bátar byrjuðu róðra
með línu, en róðrar munu þó ekki
hefjast almennt fyrr en kemur
fram í næsta mánuði. Afli var
yfirleitt mjög tregur, enda
gæftir stopular sivo að bátarnir
gátu lítið leitað fyrir sér. Var
afli línubátanna mun lakari nú,
en verið hefur undanfarin haust.
Færabátarnir hættu flestir í
byrjun mánaðarins, en dragnóta-
bátar voru að veiðum fram í
miðjan mánuðinn. Óhagstæð tíð
hamlaði mjög veiðiskap.
Heildaraflinn í mánuðinum
var 1185 lestir, en 1648 lestir á
sama tíma í fyrra. Aflahæstu
línubátarnir í fjórðungnum í
þýða upphaflega handritið.
Vittorio Gassman, Shakespe
areleikari, sem uppgötvaði
fyrir löngu að hann hafði hæfi
leika til kvikmyndia leiks, er
nú einnig að láta flóðljósin í
skiptum fyrir leiksviðsljósin.
Útgáfa hans á „Richard III
mun koma upp á þrem aðal-
leiksviðum landsins, í Róm,
Milano og Torino.
Sumir leiksitjórar takmarka
sig við vinsæl nútímaleikrit.
Poccolo Teatno í Mil'ano er að
setja upp í fyrsta sinn í ítaliu
hið mjög auglýsta geðveikra-
hælisleikrit Peter Weiss,
„Marat-Sade“. Einnig heldur
sama leikhús háðtíðlegt aldar-
afmæli Pirandellos með heilli
röð leikrita eftir hann.
En svo eru hne ykslisböf-
undarnir einnig í hörku-und-
irbúningi.
Á leikhúsa hátíðinni í Fen-
eyjum í haust varð mikil deila
um frumsýninguna á „Une
Saison au Congo“ eftir Aime
Cessaire, þar sem tekin er
fyrir uppreisn og morð þjóð-
ernissinnans Patrice Lum-
umiba.
Og vinstrimaðurinn Dario
Fo heldur áfram í Manzoni-
leikhúsinu í Milano með „La
Signora e da buttare“, sem er
mjög and-bandarískur skop-
leikur, og hefur inni að
halda á táknrænan hátt rnorð-
ið á Kennedy forseta.
„Glæpur júnlímánaðar" er
búizt við, að verði einn aðal-
hryllingur leikánsins. Þetta
leikrit, eftir Ivan Carlo
Shraggia. segir frá morðinu á
sósíalistaforingjanum Matte-
otti, sem fasista,hermdarverka
menn frömdu árið 1924. Þar
er aðalpersónan Benito Musso
lini.
mánuðinum voru: Jón Þórðar-
son, Patrekstfirði með 79 lestir í
23 róðrum, Guðný ísafirði með
74 lestir í 15 róðrum, Heiðrún
II Bolungarvík með 68 lestir í
17 róðrum og Víkingur II. fsa-
firði með 65 lestir í 15 róðrum.
— H. T.
Undir myndir með minningar-
ljóði um bræðurna Guðjón, Gísla
og Magnús Hjörleifssyni, sem var
í blaðinu nú nýverið, misrituð-
ust fæðingarog dánardagar. Guð-
jón lézt 1965, en ekkj 1967. Gísli
var fæddur 13. febrúar 1923. —
Magnús var fæddur 13. júní
1921, en ekki 16. júní. Er.u við-
komandi beðrtir velvirðingar á
þessum mistökum.
ÓPERAN Ástardrykkur, eft
ir Donizetti, verður fruxnsýnd
í Tjarnarbúð næstkomandi
sunnudag. Það er Óperan,
flokkur söngvara sem mynd-
uðu með sér samtök í fyrra,
sem setja verkið á svið og
er þetta fyrsta viðfangsefni
þeirra.
Söngvararnir eru Hanna
Bjarnadóttir, Magnús Jóns-
son, Jón Sigurbjörnsson,
Kristinn Hallsson og Eygló
Viktorsdóttir. Auk þess syng-
ur 16 manna kór og hljóm-
sweitarhlu'tverkið leika þau
Guðrún Kristinsdóttir og
ólafur Vignir Al'bertsson, á
tvo flygla. Söngstjóri er Ragn-
ar Björnsson, leikmynd gerði
Baltazar og leikstjóri er G'ísli
Alfreðsson. Myndina tók
Sveinn Þormóðsson, á æfingu
sl. sunnudag.
ii
Gífurlegur samdráttur
■ kolaiðnaðinum brezka
— veldur nýjum árásum á Wiíson-stjórnina
London, 10. nóv. — (AP)
ROBENS lávarður, formaður
brezku kolanámustjórnarinnar,
Iýsti því yfir á fundi með full-
trúum skipulagsdeildar námanna
í London í gærkvöldi, að mjög
yrði dregið úr kolaframleiðsl-
unni í Bretlandi á næstu tíu ár-
um. Felur þessi samdráttur m.a.
í sér, að starfsmönnum námanna
verður fækkað úr 387.000 í
65.000.
Þessi yfirlýsing lávarðsins hef
ur vakið mikla gremju námu-
manna, og valdið aukinni gagn-
rýni á ríkisstjórn Harolds Wil-
sons, því námurnar eru ríkis-
reknar.
Brezka ríkisstjórnin hefur
undanfarið sætt harðri gagnrýni
vinstri arms Verkamannaflokks-
ins fyrir efnahagsaðgerðir sín-
ar. Telja vinstrimenn, að efna-
hagsráðstafanirnar miði meðal
annars að því, að viðhalda á-
kveðnu atvinnuleysi. Ekki bætir
þessi samdráttur í kolaiðnaðin-
um úr, og sagði Sam Bullough,
talsmaður námumannasamtak-
anna í Yorkshire, að þessar að-
gerðir væru sama og dauðadóm-
ur.
Robens lávarður sagði á fund
inum í gærkvöldi, að dregið yrði
úr kolaframleiðslunni, sem nú
nemur 165 milljónum tonna á
ári, þannig að hún yrði aðeins
80 milljón tonn árið 1980. Haft
er eftir áreiðanlegum heimild-
um, að fundarmenn hafi varað
Robens lávarð við því að sam-
dráttur í kolaiðnaðinum gæti
haft alvarlegar afleiðingar, að
því er varðar annan atvinnu-
rekstur, sem honum er nátengd
ur, eins og til dæmis í stáliðn-
aðinum og hjá járnbrautunum.
Ályktnnir verkalýðsfélaga
MBL. hafa borizt ályktanir
tveggja verkalýðsfélaga og fara
þær hér á eftir nokkuð styttar.
„Fundur í Félagi íslenzkra
kjötiðnaðarmanna haldinn 18.
okt. 1967, mótmælir harðlega
þeim ráðstöfunum í efnahagsmál
um, sem rikisstjórnin kunngerði
nýlega. Með þeim er kaup allra
launþega verulega skert og lög
og samningar, er gilt hafa að
undanförnu virtir að vettugi.“
„Almennur félagsfundur hald-
inn í verkalýðsfélagi Vopna-
fjarðar 5. nóvember 1967 mót-
mælir harðlega þeim freklegu
árásum ríkisvaldsins á kjör
verkamanna og annarra laun-
þega, sem felast í ráðstöfunum
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál
um. Fundurinn telur, að með
ráðstöfunum þessum hyggist
ríkisstjórnin rifta grundvelli
allra kjarasamninga með bind-
ingu kaupgjaldsvísitölu jafn-
hliða stórfelldum hækkunum á
brýnustu lífsnauðsynjum, sem
ávallt hljóta að koma harðast
niður á þeim lægstlaunuðu og
barnflestu fjölskyldunum ásamt
öryrkjum og gamalmennum."