Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 24

Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 24
r _2i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1'5. N6V. 1967 ■■ p|p Líkan af „Vostok“ ,Vostok‘-stærsta fiskveiðimóðurskip í heimi f NÝTKOMNU hcfti brezka vikublaðsins „Fishing News“ er skýrt frá því í ritstjórnar- grein að daginn fyrir bylt- ingarafmælið í Sovétríkjun- um hafi verið hleypt af stokk unum frá Admíralteiskí- skipasmíðastöðinni í Lenin- grad stærsta fiskveiðimóður- skipi veraldar, og ber það nafnið „Vostok“. Sovétríkin voru ó síðasta ári fjórða mesta fiskveiðiþjóð heims, næst á eftir Perú, Japan og Kína, með 5.348.800 tonna heildarafla, og hefur ársaflinn aukizt um nærri fjórar milljónir tonna frá því sem var árið 1948. Fiáhing News segir að Sovétríkin miði að því að ná átta mill- jón tonna ársafla árið 1970, og sé Vostok einn liður þeirr ar áætlunar. Blaðið segir að víða erlend is ríki mikill áhugi á að fylgj ast með þessu nýja móður- skipi, og kveðst vona að smíði skipsins verða að mestu lokið í ágúst næsta ár, svo það verði sýnt á fiski- málasýningunni, sem þá verð ur haldin í Leníngrad. Nánari upplýsingar um þetta mikla skip er að finna í marz-hefti tímaritsins „Fréttir frá Sovétríkjunum“, sem sendiráð Sovétríkjanna á íslandi gefur út. Fara þær upplýsingar hér á eftir: Admíralteiskí-verksmiðjan í Leníngrad hefur á síðustu árum byggt heilan skipa- flota handa sovézkum fiski- mönnum. Skip þeasi voru af ýmsuim stærðum og gerðum, en það móðurskip, sem nú hefur verið lagður kjölur að á sér enn engan sinn líka í heiminum. Það hetfur hlotið nafnið „Vóstok“. Lengd skips ins er 225 metrar og burðar- þol 43 þúsund smálestir. Tvö föld gufutúrbínusaimstæða 20 þúsund hestafla mun geta tryggt skipinu 18,5 hnúta hraða. Lestir skipsins munu rúma um 22 þús. simálestir af fiskafurðum. Ekki þarf að láta heilan flota af veiðiskipum fylgja þessu móðurskipi. Fjórtán 65 smálesta fiskibátar munu geyimdir á efna þilfari þess. Skrokkar þessara „kríla“ verða úr glerplasti, málmar verða ekki nema einn fimmti hluti þyngdar þeirra. Gervi- efni eru ekki notuð í þessa báta til að þjóna tízkunni. Svo er mál með vexti að móð urskipið mun einkum halda sig á hitabeltissvæðum, þar sem tæring er mjög hröð, en glerplast lætur það ekki á sig fá. Auk þess er plast- skrokkur miklu léttari en stálskrokkur af sama styrk- leika. Og þyngd bótanna skiptir ekki svo litlu máli sé það haft í huga að þeir eigia sér „höfn“ á þilfar: móð urskipsins. Með sérstökum útbúnaði er hægt að sjósetja alla bátana á örfáum míhút- um, svo og taka þá um borð. Á þilfari verður og þyrla, sem notuð verður til fiskleit- ar. Á „Vostok“ verður unnið úr fiskinum, geymdar fryst- ar afurðir, niðursuðuvara, fiskimjöi og lýsi. Móðurskip- ið getur unnið úr 300 tonnum h-ráefnis á sólarhring. Nið- ursuðudeild móðurskipsins getur framleitt 150 þúsund dósir á sólarhring — og af- köst þess á ári munu nema 21 þús. smál. af frystum fiski og 20 millj. dó-sa af nið- ursuðuvöru. Öll störf um borð verða vélvædd og sjálf virkni verður mikil. Á skipinu verða um 600 manns að fi-skimönnum með- tölduim. Þeir munu £á um 1300 vistarverur til að búa, starfa, og hvíla sig í. Þar eru meðtalin sjúkrahús, hvíldar- salir, íþróttasalur, sundla-ug með sólbaðsiskýlum, kvik- myndahús, klúbbur með bókasafni og lesstotfu, stofuir fyrir þá sem leggja stund á utanskólanám o.s.frv. Starfsfólk AdmíraltéLskí- skipasmíðastöðvarinnar hef- ur heitið því að hleypa „Vost ok“ af stokkum fyrir 50 ára afmæli Októberbyltingarinn- ar. Líkan af móðurskipinu verður sýnt í skála Sovét- ríkjanna á Heimssýningunni í Montreal. Nikolaj Bogdanof — frétta- ritari APN. Fyrstur með fréttirnar um sam- bandsslit íslands og Danmerkur Ebbe Munek ambassadot‘ ritar endur- minningar sínar frá Stríðsárunum NÝLEGA er komin út í Dan- mörku á vegum bókaútgáf- unnar „Det Schönbergske Forlag“ bók etftir Ebbe Munck hirðstjóra og ambassa- dor. Nefnist bókin „Dören til den frie Verden“, og eru í henni endurminningar höf- undar frá stríðsárunum 1939- 1945. Meðal annars segir höf- undur frá því á einum stað hvernig hann varð fyrstur til þees að tiLkynna Dönum ákvörðun íslendinga um að slíta konungssambandi við Danmörku og stofna lýðveldi á íslandi. Þegar Þjóðverjar hertóku Danmörku í april 1940 var Munck staddur í Finnlandi. Kaus hann þá að snúa ekki heim, heldur fara til Stokk- hólms, og hafði hann aðsetur þar .striðsárin. Hann tók þó virkan þátt í baráttu dönsku neðanjarðarhreyfing- arinnar gegn hersetu Þjóð- verja, og hefur dr. phil Jörg- en Hæstrup, sem er sérfræð- ingur í sögu neðanjarðar- hreyfingarinnar dönsku, sagt u-m Munck (í bók sinni „Hemmelig Alliance"): „Fáir Danir, ef til vill enginn, hafa á þessari öld innt af hendi jafn þýðingarmikinn og afger andi skierf til utanríkismála". Á fyrstu árum hernám-sins í Danmörku gætti þar hryggð ar og vonleysis, segir í um- mælum um bókina á innbroti hlífðarkápu hennar, en þrátt fyrir það hóf Ebbe Munck linnulausa baráttu fyrir þvi að tengja öll samtök nazista- andstæðinga í eina heild og koma á tengslum við Banda- menn svo Danmörk fengi við urkenningu sem styrjaldar- aðili. í endurminningunum eru frásagnir af fundum og við- ræðurn höfundar við ýmsa þekkta stjórnmálamenn og lieiðtoga þessara ára, eins og t.d. Churchill, Hákon 7. Nor- egskonung, Niels Bohr, Willy Brandt, Christmas Möller o.fl. Enginn Dani hafði haft jafn viðtæk sambönd innan- lands og utan og Munck á þessum árum. Á bls. 52 segir Munck frá því þegar honum barst fregn- in um samibandsslitin. Segir hann þar m.a.: Hinn 17. maí 1941 kom athyglisvert sím- skeyti til Stokkhólms. Það var ekkert tengt stríðinu, en átti þá rætur að rekja til þess og hafði sögulega þýðingu fyrir Danmörk. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku, rofnuðu þúsund ára tengsl Danmerkur og ís- lands. Yfirfærði Alþingi ís- lands þá konungsvald Krist- jáns 10 til málamynda yfir á íslenzku rikisstjórnina í Reykjavík. Rekur höfundur síðan í fáum orðum hernám fslands og herverndarsamn- inginn við Bandarikin. Hinn 17. maí ákveður svo Alþingi að framlengja ekki Sambandslögin þegar þau rynnu út árið 1943, eða með öðrum orðum að lýðveldi yrði komið á á fslandi. Þessi ákvörðun sendi að sjálfsögðu siendiherra Dana í Reykjavík utanrikisráðuneytinu danska í símskeyti, en vegna ástands ins gekk afgreiðsla símskeyt- isins mjög seint. Sænska kvöldblaðinu „Nya Dagligt Allehande" barst hinsvegar skeyti um sambandsslitin og hringdi fulltrúi blaðsins til sendifulltrúa íslands í Stokk- hólmi, sem þá var Finnur Jónsson og las fyrir hann frétt ina um ákvörðun Alþingis. Kom fréttin íslenzka sendi- fulltrúanum algjörlega á óvart. Þeir Munck og Finnur Jóns- son voru kunningjar, og hringdi Finnur því til höf- undar og bað hann koma til sín. Sagði Finnur Munck frá símskeytinu, sem ekki hafði birzt í sænska blaðinu, sem var í prentun þegar skeytið barst. Ræddu þeir um ákvörð- unina, og benti Finnur m.a. á nauðsyn nýrrar stjórnarskrár vegna lýðveldisstofnunarinn- ar. Munck spurði þá Finn hvort hann rnætti ekki nota þessar upplýsingar í frétta skeyti til Kaupmannahafnar- blaðsins „Berlingske Tid- ende“, og samþykkti Finnur það. Sjálfur var Finnur fyrr yerandi blaðamaður, og bauðst til að þegja yfir tíð- indunum þar til fregnin hefði birzt í blaðinu, og ekki einu sinni láta sendiráð Danmerk- ur í Stokkhólmi vita. Fór hann svo að heiman og kom ekki þangað aftur fyrr en Berlingske Tidende var kom- ið út. Símskeyti danska sendi- herrans í Reykjavík var þá enn ekki kom:ð til Kaup- mannahafnar, og þegar hringt var frá ritstjórn Berlingske Tidende til utanríkisráðu- neytisins í Kaupmannahöfn, hafði fréttin ekki enn borizt þangað, segir Ebibe Munck. Ebbe Munck Og ekki kveðst hann vita hvernig Kristjáni 10. varð við þegar hann las Berlingske Tidende morguninn eftir. Munck segir að þessi blaða- mennska sín hafi valdið því að hann féll í langvarandi ónáð hjá Kaupmannahafnar- blaðinu Politiken. Þannig var að siðast í skeytinu til sænska kvöldblaðsins stóð: Vinsam- legast sendist áfram til Poli- tikein. Þetta höfðu Svíarnir gleymt að gera, og þessa setn- ingu lásu þeir ekki fyrir ís- lenzka sendifulltrúann. Leið langur tími áður en Munck gat sannfært ritstjórn Poli- tiken um að hann hafi ekki haft hugmynd um að það hafi í raun og veru verið skeyti Politiken, sem hann notaði í frétt sína til Berlingske Tid- ende. í tilefni af þessum ummæl- um Muncks sneri Mbl. sér í gær til Aginars Kl. Jónssonar ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins. Sagði hann að Munck færi mannavillt í frásögn sinni, því það hafi verið Vilhjálmur Finsen, sem gegndi embætti sendifulltrúa íslands í Stokkhólmi á styrj- aldarárunum. Hitt væri rétt, að þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og Noreg hefðu íslenzkir sendiráðs- menn þar hrakizt á brott. Var Vilhjálmur Finsen þá fulltrúi í íslenzka sendiráðinu í Osló og fluttist til Stokkhólms þar sem hann svo var skipaður sendifulltrúL íslenzka stjórn- in átti engan opinberan full- trúa í Kaupmannahöfn, og urðu orðsendingar hennar til dönsku stjórnariamar því að fara yfir Stokkhólm, eða þær voru sendar Jóni Krabbe, sem búsettur var í Kaupmanna- höfn. :í Skrifstofa stuðningsmanna séra Páls Pálssonui á Skólavörðustig 30 er opin alla virka daga nema laugardaga frá kl. 17.00 — 22.00 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 — 19.00. Stuðningsfólk er vinsamlegast hvatt til að koma á skrifstofuna og veita upplýsingar. Símar skrifstofunnar eru: 1-99-30 og 2-33-69.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.