Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967
Faðir vor
ÉG, SEM þessar línur rita, er
nokkuð við aldur. Mér var í
æsku, eins og öllum börnum þé,
kennd hin drottinlega bæn Fað
ir vor. Ég hefi nokkuð reglu-
Iega í g'egnum árin tamið mér
að hafa yfir þá bæn daglega
mér til sálubótar og blessunar í
lífi og starfi.
Þa,ð er einkum þrennt í Fað-
ir-vorinu, sem ég hefi verið að
hugleiða með sjálfum mér, sem
mig langar að vekja máls á.
Og hvers vegna var mér og vís
ast mörgum öðrum kennt fað-
irvorið öðruvísi en Jesús kenndi
í fjallræðunni?
í fjaliraeðuni er það þannig
orðað: „Faðir vor, þú sem ert
í himnunum, helgist nafn þitt,
kami ríki þitt, verði vilji þinn,
svo á jörðu sem á hknni, gef
oss í dag vort daglegt brauð,
og gef oss upp skuldir vorar,
svo sem vér og höfum gefið
upp skuldunautum vorum, og
leið oss ekki í freistni, heldur
frelsa oss frá illu . . . .“ En
mér var kennt faðirvorið þann
ig. „Faðir vor, þú sem ert á
himnum, belgist þitt nafn, til-
bomi þitt ríki, verði þinn vilji,
svo á jörðu sem á himnum,
gef oss í dag vort daglegt
brauð og fyrirgef oss vorar
skuldir, svo sem vér og fyrir-
gefum vorum skuldunautum,
eigi leið þú oss í freistni, beld-
ur frelsa oss frá illu, því að
þitf er ríkið, mátturinn og
dýrðin að eilífu. Amen“.
Fróðlegt væri að fá það upp-
lýst hjé þeim er vita, hvenær,
hvers vegna og af hverjum var
fjailræðu-faðirvorinu breytt í
það form, sem nú er tíðast fað-
ið með það frá predikunarstól-
um kirknanna og af mörgum öðr
um?
í fjallræðu faðirvorinu stend-
ur þetta m.a.: „Faðir vor, þú sem
ert í himnunum . . . .“ Af hverju
var þessu breytt í „Faðir vor,
þú sem er á himnum . . .“ Nýja
testamentið talar jafnan um
marga heima. í fjallræðunni
einni saman segir Jesús sex sinn
um „í hknnunum“. Mér finnst
eftir orðanna hljóðan að ekki sé
sama að segja á himnum og í
himnunum. í himnunum finnst
mér vera talað um marga heima,
himnaraðir, en á himnum um
einn himinn eins og t.d. jörðin
okkar, sem heim í himunum.
Þetta er ef til vfll ailf vitleysa
hjá mér. Þegar ég ræddi þetta
við góða vini mína, sem ég hefi
miklar mætur á, sögðu þeir að
þetta væri vitleysa, að orðin
þýddu það sama. Það er ekki
af þvermóðsku í mér, en ég fæ
það ekki inn í kollinn, að orðin
merki það sama. Að himnarnir
eru margir, einn sameiginlegur
heimur, eitt föðurhús með mörg-
um híbýlum. Jesús sagði, að fað
ir okkar sé í himnunum, þá verð
um við einnig að vera í einhverj
umaf þessum heimum, eftir því
sem sálarþroski okkar gefur tii-
efni til á hverjum tíma.
í fjallræðu-faðirvorinu stend
ur m.a.:........kiomi ríki þitt
. . . .“ en nú er álmennt sagt
„ . . . tii komi þitt r£ki . . . “.
Ég veif ekki hvað hefur vak-
að fyrir þeim er breyttu þessu.
Mér fellur^ vel við orðalagið,
sem séra Árilíus Níelsson not-
ar: „ . . . til vor bom þitt
ríki . . .“.
f þriðija lagi eru þessi orð
m.a. í fj allræðu-faðirvorinu
„. . . og leið oss ekki í freistni
. . .“, en nú er aimennt sagt:
„ . . . eigi leið þú os® í freistni
. . . .“ Hér er enginn efnis mun-
ur
Þegar ég fer með þessi orð,
hefi ég oft numið staðar og
spurt sjálfan mig, eru þessi orð
rétt höfð eftir Jesú Kristi? Ég
er síður en svo einn um það,
það eru ýmsir fleiri sem hug-
ieiða það sama Þegar að er
gætt, er þetta ekkert hégóma
mál, að vita það með vissu,
hvort kærieikans Guð leiði
breyzku börnin sín í freistni.
Ég get ekki trúað því, að Guð
freisti okkar tii þess sem er iilt
(freistingar leiða til ills) eða
lieggi stein í götu nokkurs
manns. Ég hef alltaf trúað þvi,
að Hann leiddi okkur og frels
aði frá illu, ef við vi'ljum lúta
vilja Hans. Það er hinsvegar
staðreynd, ef við brjótum og
tröðkum á lögmálum Hans og
vilja, þá verðum við að taka af
leiðingunum fyrr eða síðar. Það
er óbrigðuit lögmál, að maður-
inn uppsker eins og hann sáir.
Ég gief ekki hugsað mér heii-
brigðan jarðneskan föður, að
hann freisti barna sinna tii
þess sem þeirrí . er til ills. Allt-
af mun hann eftir getu leið-
oeina þeim og leiða, forða þeim
frá freistingum og tálsnörum
heimsins. Að sjálfsögðu skiptir
það aðaimáii fyrir okkur menn
ina, hvort við viljum taka í
þær útréttu himnesku og jarð-
nesku bendur, er vilja leiða
okkur til góð's um tíma og ei-
lífð.
Það er ef tii viil ósklhyggja
mín (og er að sjálfsögðu, að
neita skráðum orðum, er staðið
hafa í nærfellt 2 þús. ár), en
mér finnst líklegra að Jesús
hafi sagt: „ . . . eigi leiðir þú
oss í freistnL . .“ Þegar ég les
Nýja testamentið, einkum orð
Jasiú, tel ég mig ekki hafa orð
ið þess var, að Jesú 'haldi því
rram, að faðir hans í himnun-
um freistaði hans. Jesús átti
við freistingar að stríða alla
starfsævi sína. Lífið sjálft
færði honum freistingar. Hann
trúði því, að hann væri af Guði
sendur, kominn af himnum
með guðsríkis boðskap. Hann
fann og sá að hann var gæddur
dásamlegum mætti til að gera
dýrðleg máttarverk kenning-
unni til staðfestingar. Faðminn
breiddi hann móti ölum, og ein
lægast móti þeim er bágasit
áttu og voru umkomulausastir.
Launin voru stöðugar ofsóknir
og smiánanir frá þeim er mest
máttu sín og kvalarfullan kross
dauða að lokum: Jesús sagði:
„Minn matur er að gera vilja
þess, er sendi mig“.
Ég tek það enn fram, að ég
geti ekki trúað því að Guð kær
leikans ieiði okkur mennina í
freisni, Aldrei freistaði Jesú
þeirra,, er hann var að kenna,
líkna og leiða á hérvistardögum
sínum. Hvernig getum við þá
crúað því, að Guð geri það?
Þetta er ef til vill ailt vit-
leysa hjá mér, eða verður tal-
in það, en samt finnst mér það
ekki geta verið öðrvísi ef ég á
trúi á algóðan Guð og kærleiks
ríka handleiðslu Hans með okk
ur mennina í tíma og eilífð . .
Fyrst ég er farinn að
hhéyksla frómar sá'lir, þá er
bezt að ég bæti einni hneyksl-
uninni við. Hvernig stendur á
því, að hin gyðinglega trú á
upprisu holdsins er enn við
líði hjá nokkrum ísL prestum?
Það er ekki sjaldan við jarðar
farÍT, þegar lík er ausið moldu,
að heyra þessi orð: ,,Af jörðu
skaltu aftur upp rísa“.
Öil þekking og sikilningur
vorra tíma mómælir þvi, að
andinn sameinist líkamanum á
efsta degi. Það eru líklega ár-
þúsundir síðan þessi gyðingadóm
ur var skráður. Enginn veit hven
ær dómsdagur verður, að lúður-
inn gellur, grafirnar opnast og
gamli líkaminn rís uj>p og sam-
einast andanum. Mikið finnst
mér þetta var fjarlægt mann-
legri skynsemi og engin rök fyr
ir þvi að þetta geti átt sér stað,
eða þurfi svo að vera. Samt er
þessu haldið við og lögð álherzla
á orðin af gegnum og trúverðug
um prestum. Hvað verður um.
þau lik sem brennd eru, týnast
á hafi úti og allra hinna, sem
jarðsett hafa verið fyrir þúsund
um ára og ekki urmull er eftir
af, og svo þeirra sem jarðsett
eru eftir þessari formúlu, og
þurfa að bíða, ef til vill í árþús-
undir, eftir allsherjar dómsdegi?
Það er annars furðuiegt, að
kirkjuþing eða þeir er þessum
málum ráða, skuli ekki taka.
þetta mál fyrir og kveða þenn-
an gyðingdóm niður með öllu og
hreinsa íslenzka kristni af þes,su.
Það hefði átt að vera búið að
þvl fyrir löngu. Þetta þjónar
ekki kristinni trú og lífsskoðun.
Það er svo augljóst mál, að við
yfirgefum líkamann þegar stund
in er komin og við förum héð-
an úr heimi, og sálin fer í sínum.
andlega líkama til þess staðar
í himnunum, sem hún sjálf hef-
ur fyrirbúið sér.
Það væri annars fróðlegt að
heyra rökfærslu þessara presta
fyrir því, hvers vega það er
r.auðsynlegt, að gamli líkaminn
sameinist sálinni á efsta degi.
Júlíus Ólafsson.
„SIGGA litla systir mín“, heitir
lítil bók sem út er komin og
ætluð yngstu lesendunum. Á
fjórum opnum er að finna ljóð-
ið og hverri ljóðlínu þess fylg-
ir teikning í litum. Til vinstri
á hverri opnu samskonar teikn-
ing, sem hinum ungu lesendum
Héraðsfundur Suður-Múla-
prófastsdæmis var haldinn í
Vallanesi á Völlum hinn 10
sept. s.l.
Hófst fundurinn á hátíðamessu
í Vallaneskirkju, síra Kristinn
Hóseasson í Eydölum prédikaði,
pastor loci og prófastur þjón-
uðu fyrir altari, kór kirkjunnar
söng hátíðasöngvar síra Bjarna
Þorsteinssonar undir stjórn frú
Margrétar Gísladóttur frá Skóg-
argerði.
Til fundarins voru komnir 4
prestar og ellefu safnáðarfull-
trúar, Lengst allra átti að sækja
Elías Þórarinsson á Starmýri í
Álftafirði, fulltrúi Hofssóknar.
í upphafi gat prófastur, síra
Trausti Pétursson, kirkjulegs
starfs og athafna í Suður-Múla-
prófastsdæmi liðið héraðsfund-
arár. Nýr prestur tók .við emb-
ætti í Vallanesprestakalli 2. okt.
1966, en frá sama tíma hefur
Hólmaprestakall verið prests-
laust, síra Jón Hnefill Aðalsteins
son hvarf þá að öðrum störfum,
hafði haldið kallið um 5 ár, og
sömuleiðis síra Bragi Benedikts-
son, aðstoðarprestur hans frá
ha-usti 1965. Síra Árni Sigur'ðsson
í Neskaupstað hefur haft ná-
grannaþjónustu í Hólmapresta-
kall síðan, en vegna mikilla erf-
iðleika hans á að komast í
brauðið s.l. vetur gegndi síra
Ágúst Sigurðsson í Vallanesi
aukaverkum á Eskifirði a. n. 1.
— Síra Þorleifur Kristmundsson
á Kolfreyjustað fékk leyfi frá
störfum um nokkurra mánaða
skeið vegna alvarlegra veikinda.
Síra Kristinn Hóseasson gegndi
fyrir hann meðan svo stóð.
Þess má og geta úr yfirlits-
skýrslu prófasts, að enda þótt
fólki hafi fjölgað um nokkra
tugi í Suður-Múlasýslu eftir
manntali 1. des 1966 hefur auka
verkum presta fækkað nokkuð
— einnig jarðarförum.
Ástand og útlit kirkjuhúsanna
er yfirleitt gott og litlar breyt-
ingar á þeim vettvangi, nema
að Vallaneskiikja var máluð
innan s.l. vor og var verkið
unnið í sjálfboðavinnu. Kirkju-
garðurinn þar girtur að nýju,
einnig a.m.k. í sjálfboðavinnu.
Kirkjusmíði í Eydölum miðar
hægt og sígandi, en þar er risin
af grunni háreist og svipmikil
kirkja í hefðbundnum stíl. Á
Egilsstöðum verður senn hafizt
handa um byggingu kirkjuhúss,
sem frá almennu sjónarmiði
ber reði nýstárlegan — og um-
deilanlegan sviþ. Þar í kauptún-
inu hefur ver:ð safnað álitlegri
fjárupphæð ti! hinnar væntan-
legu kirkju fyru ötula fram-
er ætlað að lita, — eftir hinni
litprentuðu mynd, svo samæfa
megi huga og hönd. — Myndir
gerði frú Fanney Jónsdóttir, en
útgefandi er Bókaútgáfa Guðjóns
Ó. Guðjónssonar, en bókin er
prentuð í Lithoprent.
göngu kvenna í sókninni og á
frú Margrét Gísladóttir þar
stærstan hlut að.
Eftír að reikningar kirkna og
kirkjugarða höfðu verið lagðir
fram, ræddir og samþykktir,
flutti síra Þorleifur Kristmunds-
son erindi um síðasta kirkju-
þing. Að loknum umræðum um
málefni kirkjupmgs voru gerðar
tvær samþykktir. Þar lýsti
héraðsfundur Suður-Múlapróf-
astsdæmis 1967 ánægju sinni
yfir framkominni tillögv um
menntun og laun organista, en
fullri andstöðu við hugmyndir
þess frumvarps, sem fjallar um
breytingar á prestakalla- og
prófastsdæmaskipun á Austur-
landi. En sem kurmugt er gerir
frumvarp þetta ráð fyrir að eitt
prestakall prófastsdæmisins,
Vallanesprestakall, verði lagt
niður, en prófastsöæmið minnk-
að um þrjár sveitir Suður-Múla
sýslu á Héraði.
Síðasti dagskrárliður fundar-
ins var um greiðsluform fyrir
aukaverk presta. Umræður urðu
fjörugar og sögðu allir safnað-
arfulltrúarnir sitt álit á málinu.
Aðeins einr. þeirra taldi núver-
andi hátt, að prestar innheimti
sjálfir þóknun fyrir hin s. n.
aukaverk, svo ótækan, að fullr-
ar breytingar væri þörf. En um
hitt voru allir sammála, að ef
breytt yrði, mætti ekki taka upp
almennan nefskatt, heldur
greiddi ríkissjóður prestum
hærri laun í samræmi við missi
þessara tekna og aðstæður. Þar
sem atkvæðagreiðsla um fram-
komna tillögu, um að ekki yrði
breytt til fró því, sem nú er
venja í þessu efni, fór þannig,
að aðeins tvsir voru á móti,
ellefu með, en tveir sátu hjá,
sá fundurinn ekki ástæðu til að
ræða frekar um nýjar leiðir,
enda hafði ekkert það komið
fram í umræðunum, sem bent
gæti til veruiegra úrbóta. Að
hinu leytinu við.urkenndu aliir
þá vankanta og mismun em-
bætta, að í sveitapreistaköllum
eru þessar tekjur í öfugu hlut-
falli við það, sem til er ætlazt.
Próíastur sleit fundi með
þakkarkveðju og góðum óskum.
Og héraðsfundarmenn kvöddu í
Vallanesi seint á vöku, glaðir
og reifir eftir góðan dag.
Ágúst Sigurðsson
ritari fundarins.
AUGLÝSINGAR
SilVII 22*4*8D
Herberri til leigu
Matstofa Náttúrulækningafélags Reykjavíkur hefur
nokkur herbergi til leigu að Kirkjustræti 8, með
eða án húsgagna. Reglusemi áskilin.
Upplýsingar í síma 12465.
Jólagjafir — jólagjafir
Jólavörurnar komnar. Komið og gerið inn
kaup á meðan úrvalið er mest.
Sérstakar jólainnpakkningar.
EGGERT. KRISTJAN5SON & CO HF.
HAFNARSTRÆTI 5 - SÍMI 11400
Héraðsfundur Suður-
Múlaprófastsdæmis