Morgunblaðið - 22.11.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967
“M‘1-44-44
mfíiFm
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstrseti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir Iokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAM
- VAKUR -
Sundauugaveg 12 - Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f-J=*BnJUMMTAA
RAUOARARSTÍG 31 SiMI 22022
Hreinsum rúskinnskápur,
jakka og vesti. Sérstök
meðhöndiun.
Efnaiaugin Björg,
Háaleitisbr. 58—65, sími
31380, útibú Barmahlíð 6,
sími 23337.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
'Ar Læknaskortur úti
á landi
„Skagstrendingur“ skrif-
ar:
„Grímur Thomsen kvað uim
Svein Pátsson lækni athyglis-
vert 'kvæði, sem lýsir því, er
læknirinn lagði líf sitt í hættu
til að komast yfir stórt vatns-
fall, konu til hjálpar í barns-
nauð. Þar segir:
„t»ó að liggi lífið á, láta þeir
nú bíða,
í jökuihlaupi jökulsá, í
jakaburði ríða.“
Ég las í Morgunblaðinu um
læknahéröð, þar sem vantar
lækna. — Mörgum manni
verður á að spyrja sjólfan sig
Er læknastéttin á íslandi orð-
in svo únkynjuð, að hún treysti
sér ekki til að starfa úti á
landi, og vanti þá eiginleika
sem kallast fómfýsi?
Fyrir nokkrum óratugum,
jafnvel allt að enda hins síð-
asta áratugar, voru læknar á
ferð í hríðum og fannfergju á
hestum í sjúkravitjun, án sam-
ferðamanns, þar sem þeir voru
kunnugir, en annars voru vald
ir þeim til leiðbeiningar rösk-
lerka menn er voru staðháttum
kunnugir.
En nú hefir þetta mál snú-
irt til hins verra. Markmið
lækna virðist vera að fara
eigi til starfa út á landsbyggð
ina, en aðhyllast störf í stærxi
kauptúnum, einkum Rvík, 6em
leiðir af sér, að ýmis héröð
verða án lækna.
Vera má, að læknar beri
eigi úr býtuim fjórmunalega
svo háar tekjur úti um land,
sem í stærri kaup6töðum, en
ef það -mál er brotið til mergj
ar af þeim sjálfum, þó ætti
meðvitundin um að þeir væru
virkilega að leitast við að
hjálpa náunga sínum oft í hin
um erfiðustu kringumstæðum
að skapa þeim tekjur andlega
tneð rósemi hugans.
En því miður eru staðreynd-
irnar þær, að eigi að fiá lækni
til starfa úti á landi. — Þá er
nei og aftur nei.
Eitt af þeim læknishéruðum,
sem auglýst hafa eftir lækni
er Höfðakaupstaður (Skaga-
strönd), sem er sérstakt lækn-
ishérað, — en án áranguns.
Eins og kunnugt er, er það
læknishérað innan Húnavatns
sýslu, en frá Húnavatnssýslu
eru komnir hinir mætustu
Unnið að gerð vatns-
veitu á Eyrarbakka
Tvær stofnanir fá jboðan vatn i vetur
Eyrarbakka, 20. nóvember.
í HAUST hefur verið unnið að
gerð vatnsveitu fyrir Eyrbekk-
inga, og sl. laugardag var tekið
að dæla vatni úr borholu, sem
boruð hefur verið í Kaldaðames-
landi og þaðan leitt vatn niður
í þorpið — um sex km. leið.
Dreifikerfi er enn ekki fyrir
hendi, og verður ekki fyrr en á
næsta sumri. Hins vegar hefur
önnur aðalæð dreifikerfisins þeg
ar verið lögð. í vetur munu að-
eins Hraðfrystistöð Eyrarbakka
og vinnuhælið að Litla-Hrauni
njóta þessa vatns, en vonir
standa til, að á næsta sumri
verði hægt að ljúka vatnslögnum
um allt þorpið, ef nægilegt fjár-
magn fæst til framkvæmdanna.
Svo sem kunnugt er, er hér
mjög erfitt um neyzluvatn, að-
eins um að ræða grunna brunna,
sem gerast nú þeim mun vara-
samari sem meira er lagt af
skolpræsum um þorpið. Auk þess
hefur uppþurrkun lands í Fló-
anum þau áhrif, að marga
brunna þrýtur vatn í þurrkum
og langvarandi frostum. Er til-
koma vatnsveitunnar Eyrbekk-
ingum því mikið kappsmál, en
heildarkostnaður við gerð henn-
ar er áætlaður fimm millj. kr.
— Óskar.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu eru 2 skrifstofuherbergi við Tryggvagötu.
Inngangur bæði frá Vesturgötu og Tryggvagötu.
Uppl. í síma 1-3205.
Jólakerti — jólakerti
Nýkomin sending af mjög fallegum japönskum
jólakertum.
BÚSÁHÖLD
KJÖRGARÐI
læknar ,lífs og liðnir; má því
segja að það er kaUflhæðni ör-
laganna, ef læknishérað innan
sýslunnar verði læknislaust.
Nú er lækniebústaður ný-
byggður í Höfðakaupstað, og
hreppsfélagið þar greiðir hverj
um lækni, sem setzt þar að,
fjárupphæð, óviðkomandi lög-
boðnum læknalaunum.
Að endingu: Komið læknar
til starfa út á landsbyggðina!
Skagstrendingur."
Atvik á Laugaveg-
inum
„Velvakandi góður!
Mig langar að segja þér frá
atviki, sem óg vabð vitni að
á Laugaveginuim sunnudaginn
12. þ.m. um k'l. 16.30, og ég
leyfi mér að kalla morðtilraun.
Ég ók sem leið liggur aust-
ur Laugaveg. Barnasýningu í
Tónabíói var nýlokið og börn-
in streymdu þaðan í allar átt-
ir. Það var töíuverð umferð
á Lau/gaveginum, sérstaklega í
vesturótt, á móti mér. Þar á
meðal var bíll sá, eem ég ætla
að gera hér að umtalsefni.
Ökumaður hans tók sig allt í
einu til og stanzaði á vinstri
akrein, u.þ.b. 50—60 metrum
fyrir vestan gangbrautina, sem
þarna er, til þess að hleypa
þar yfir þessa miklu umferðar
æð heilum hóp af börnum. í
sama mund kom einnig á móti
mér hvítur Volkswagen á
hægri akrein og átti ökumað-
ur hans sér einskis ills von,
þar eð hann var nýkominn yf-
ir gangbrautina. Fljúgandi
hálka var og mér rann kalt
vatn miili skinns og hörunds,
þegar ég sá hvað verða vi'.di.
En það fór betur en á horfð-
ist, Þafcka ég það eingöngu
þeirri heppni, að ökumaður
Volkswagen9bíIsins var svo
varkár og snarrnður, sem raun
bar vitni um, en þrltt fyrir
litla ferð þá rann hann sarnt
inn í miðjan barnahópinn og
snerist um nærri 60 gróður.
Þótt undarlegt megi virðast
varð ekkert barnanna fyrir
bílnum, en þau tvístruðust í
aliar áttir. Ég 'sLmzaði og tal-
aði við þau og bar þeim öll-
um saman um að ökumaður
fyrri bílsins hefði bent þeim
áð lara yfir um ieið og hann
stöðvaði bílinn. — Auðvitað
hefur hann aðeins ætlað að
hjiálpa börnunum yfir götuna,
en hvenslags hjá’lp er það að
stofna þeim um leið í bráða
lífshættu. Það eru einmitt
svona ökumenn, sem eru hættu
legastir í umferðinnL Öku-
menn, sem eru svo hugsun-
ariausir og gersneyddir ábyrgð
artilfinningu, að þeir gera sér
enga grein fyrir hvað þeir eru
að gera. Ég lít svo á, að í áð-
urnefndu tilfelli og hliðstæðum
geri ökumaðurinn sjálfan sig
ábyrgan fyrir lífi og limum
þeirra sem hann þannig stofn-
ar í bráða hættu. Ég vil því
hvetja alla ökumenn til að
stuðla að bættri umferðarmenn
ingu með því að hafa alltaf
hugann við það sem þeir eru
að gera og láta afcvik, sem þetta
ekki endurtaka sig.
Og að lokum: Fullorðið fólk,
takið yngstu börnin ykkar til
fyrirmyndar, hvernig gengið
skal yfir götu við umferðar-
ljós. Ökumaður.“
Klippt var það!
Skorið var það!
Enn svarar bíógeistur
öðrum bíógesti:
„Bíógestur sendir mér kveðj
ur þann 11. nóv. vegna skrifa
minna um hina umtöluðu kvik
mynd, sem hann og félagi hans
höfðu séð í Hafnarfirði. Hann
bendrr mér á að hún sé að-
eins ætluð fullorðnu fióLki sem
veit flest um kynferðismál. Og
virðist því, að hans áliti, að
unglingar sem komnir eru yf-
ir 16 ára aldur séu fulliorðnir
í þeim efnum og þar af leið-
andi hafi umrædd fcvikmynd
engin áhrif á þá. En þar er
ég honuim algjörlega ósam-
méla.
Hann spyr, hvers vegna ég
hafi séð þessa ósiðsömu mynd
og tekur það fram að mynd-
in hafi verið auglýst og síðan
hafi gagnrýnandi skrifað um
hana. Það var einmitt aif því
að hún var auglýst sem um-
töluð kvikmynd. En eftir að
hafa séð hana gat ég ekki séð
neina ástæðu til að henni væri
hampað, ag því síður hefði ver
ið eftirsjá í, hefði hún verið
klippt lítið eitt, en því var nú
heldur ekki að beilsa og virð-
ist því sem þeim félögum hafi
þótt sem fleirum lítið til mynd
arinnar komið og talið þar með
að „gamanið" hefði verið
kiippt burtu.
Men-n verða víst seint sa/m-
mála, um hvar takmörk vel-
sæmisins skulu vera í kvik-
myndinni. Ótrúlegustu kvik-
myndir eru á boðstólum, og
því hlýtur það að vera kvik-
myndaeftirlitsins að ákveða,
hvaða myndir eru játovæðar og
sýningarhæfar hér á landi.
Og fáa mundi ég ætla þá, sem
telja það farsæla þróun ef tato
mörkin i framtíðinni yrðu eitt
hvað í þá átt eins og mjólk
er nú seld í dag, í líters hyrn-
um ag þar af minni, en brenni-
vín og áfengir drykkir á
þriggja pela flöskuim og stærri
ílátum, ef ég mætti nota þá
líkingu í þessu sambandi.
Biógestur.“
★ Fyrirspurn til Rík-
isútvarpsins
„Forvitinn" skrifar:
„Gætir þú, Velvakandi góð-
ur, upplýst mig um það, hve
mikið „Þjóðviljinn' greiðir Rík.
isútvarpinu fyrir birtingarrétt
á efni, sem útvarpið hefur lát-
ið semja sérstaklega fyrdr sig
og keypt fullu verði af höf-
undum?
T.d.: Hve mitoið greiddi Rík-
isútvarpið höfundi Víðsjárinn-
ar, sem „Þjóðviljinn" birti sL
sunnudag, í höfundarlaun, og
hverja upphæð greidd umrætt
dagblað aftur útvarpinu fyrir
birtingarréttinn?
Forvitinn."
Spurningunni er hér með
komið áleiðis.
★ Misstu af Sigfúsi
„Kæri Velvakandi!
Við erum hér nokkrir Hafn-
firðingar á vinnustað, mjög
daprir yfir því, að við misstum
af sjónvarpsþætti Sigfúsar
Halldórssonar, tónskáld-s, í
sjónvarpinu á mánudagskvöld-
ið. Okkur er hins vegar sagt,
að þetta hafi verið alveg skín-
andi þáttur. Gætir þú nú ekki
komið þeim skilaboðum til
sjónvarpsins að það láti endur-
taka þennan þátt fljótlega.
Með fyrirfram þakklæti,
Hlafnfirðingur,
sem lifir í vonin.ni“.