Morgunblaðið - 22.11.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967
5
Guðjón Steinar Garðarsson.
„Borgin stal
brennunni okkar
— Segir gramur ungur maður
NÝLEGA kom til okkar ungur
reiður maður, Guðjón Steinar
Garðarsson að nafni. Guðjón
var reiður vegna þess að: „Borg
in stal brennunni okkar. Hún
átti að vera við Hjallaveg, og
við töldum okkur vera búin að
fá leyfi fyrir henni. Áður en við
byrjuðum að safna töluðum við
við nokkra lögreglumenn, sem
voru að aka í grænni Cortinu,
og þeir sögðu að það væri allt
í lagi. Við yrðum bara að ganga
vel um, og máttum ekki byrja
að stafla strax.
Við geymdum því efnið í
brennuna ofan í skurði og geng-
um eins hreinlega um og hægt
var, enda get ég ekki ímyndað
mér að neinn hafi kvartað, fólk-
ið í hverfinu var fokreitt yfir
því að þetta skyldi vera tekið
af okkur. Það voru margir krakk
ar búnir að vinna við að safna
í brennuna og við vorum komn-
New York, 20. nóv. — AP
ALLSHERJARÞING Sameinuðu
þjóðanna kom saman í dag til
að ræða hvort veita beri kín-
verslka Alþýðulýðveldiniu aðild
að SÞ. Á mælendaelkrá voru
m.a. aendiherrar Kambodiu,
Filippseyja, Japans og Formósu.
Átti sendiherra Kambodíu, Huot
Sambath, að tala fyrir ályktun
10 k omm ún Lstarí k j a og hlut-
lausra rikja, um brottvikningu
kínverskra þjóðernissinna úr
samtökum SÞ, en þesta í stað
upptöku kínverska Alþýðulýð-
vefldisins. Búizt var við, að álykt
unin yrði feflld með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða.
Sendiherra Filipsey.ja, Salva-
dór P. Loipez, mælti sterklega
gegn því, að Rauða Kína fengi
aðild að SÞ og sagði, að svo
ir með 14 stóra trékassa, dívana,
pappakassa og ýmislegt fleira.
En svo kom blár vörubíll frá
borginni og hirti allt saman.
Mér finnst þetta vera frekleg
ósvífni og finnst að þeir ættu að
skammast sín. Ég er búinn að
fara niður á lögreglustöð og
tala við þá, en þeir hummuðu
það fram af sér“.
Morgunblaðið hafði samband
við lögregluna og fékk þær upp-
lýsingar, að ekki mætti byrja að
safna í brennur fyrr en 1. des-
ember. — Lögregluþjónarnir í
grænu Cortinunni virðast því
hafa verið að lofa því sem þeir
vissu ekkert um, og hafa ekkert
vald yfir. Það eru því miður litl-
ar líkur til að Guðjón og félagar
hans fái aftur sitt eldsneyti, en
öðrum sem ætla að safna í
brennu skal bent á að byrja
ekki fyrr en 1. desember.
Virtist sem Peking-stjórnin
vildi engin samskipti hafa við
SÞ.
Utanríkisráðherra kínverskra
þjóðernissinna, Wei Tao-Ming,
mótmælti í ræðu sinni á AJls-
herjarþinginu þeirri staðhæf-
ingu Sambaths, að Peking-
stjórnin nyti stuðning kínversku
þjóðarinnar. Sagði 'hann, að
milljónir manna hefðu flúið
landið vegna kommúnistastjórn-
arinnar þar. Skömmu áður en
Wei tók til máls yfirgáfu allir
fulltrúar kommúnistaríkjaana
þingsalinn, m.a. Corneliu Man-
escu, forseti Allsherjarþingsins,
en við þingstjórn tók J. R.
Molina-Urena frá dóminikanska
lýðveldinu, varaforseti þingsins.
Fundi var síðan frestað á há-
degi.
Limsókitar-
freslur um
Cleveíand
námskeið
framlengdur
FRESTUR til a» sikila umsókn-
um um þátttöku í svonefndum
Cleveland námskeiðum hefur
verið framlengdur til 30. nóv-
ember. Á næsta ári gefst tveimur
íslendingum kostur á a» taka
þátt í námskeiði þessu, sem
stendur frá 21 .apríi til 24. ágúst
1968.
Skilyrði fyrir þátttöku eru
þau, að umsækjendur séu á aldr-
inum 23-40 ára, hafi gott vald á
enskri tungu, hafi starfað að
æskulýðsmál'um, leiðsögn og leið
beiningum unglinga eða barna-
verndarmálum. Kennarar van-
gefinna og fatlaðra barna koma
einnig til greina. Aðeins þeir sem
standa í beinu samibandi við börn
og unglinga koma til greina, en
ekki þeir sem stunda skrifstofu-
störf í sambandi við þessi mál.
Námskeiðið befst á því, að all-
ir þátttakendur koma saman í
New York, skoða borgina og
kynnast fyrirkomulagi nám-
skeiðsins í tvo daga. Síðan skipt-
ist hópurinn milli fimm borga,
Cleveland, Chicago, Minneapolis,
St. Paul, Philadelphia og San
Francisco. Sækja þeir í þessum
borgum sex vikna háskólanám-
skeið og starfa að því loknu, í
tíu vikur hjá amerískri stofnun,
sem stundar æskulýðs- og barna-
verndarstörf. Um 100 amerískar
stofnanir eru þátttakendur í
þessum þætti námsdvalarinnar.
Að endingu halda þátttakend-
ur til Washington, þar sem þeim
gefst kostur á að skoða borgina,
ræða við opinbera embættismenn
áður en þeir fara heim.
Alls hafa nú 18 íslendingar
tekið þátt í námskeiðum þessum
frá 1962. Hófst kynningarstarf-
semi þessi í borginni Cleveland
í Ohio, en síðan hafa fleiri borg-
ir gorzt þáttta'kendur.
Umsóknareyðublöð fást á skrif
stofu Fulbright-stofn'unarinnar,
Kirkjutorgi 6.
(Frá Menntastofnun Banda-
ríkjanna á íslandi).
Mótmælo
Vietnomstríðinu
Moskvu, 20. nóv., AP.
Fjórir ungir, bandarískir sjó-
menn, sem gengu af skipi sínu
í Japan til að mótmæla þátttöku
Bandaríkjanna í Víetnamstríð-
inu, sögðu í dag, a» þeir hefðu
þegið aðstoð Rússa til að komast
til hlutlauss ríkis. Mennirnir
fjórir komu fram í Moskvusjón-
varpinu til að fordæma þátt
landa sinna í styrjöldinni.
Þeir hvöttu annað ungt fólk til
að fylgja þeirra fordæmi. Þá
kváðust þeir vera að reyna að
komast i samband við friðaröflin
í heiminum, þ. e. þau öfl, er
berðust gegn „íhlutun Banda-
ríkjanna í málefni Víetnam.“
Þeir létu ekkert uppi um það til
hvaða lands þeir mundu halda.
Moskvuútvarpið sagði í dag, að
innan skamms yrði haldinn
blaðamannafundur með „hinum
ungu, hugrökku Ameríkönum,
sem berjast gegn stríðsglæpum
lands síns í Víetnam.“
Valatie, New York,
17. nóv. AP.
Móðir og fimm börn hennar
fórust í eldsvoða hér í morgun.
Sprenging varð í olíueldavél og
varð húsið alelda á skammri
stundu. Annað heimilisfólk, þar
á meðal heimilisfaðirinn og átta
börn hjónanna, björguðust út úr
Aöild Kína
að 5Þ rœdd
Geysiharðir bar-
dagar í Vietnam
Sigon, 20. nóv., AP.
BANDARÍSKAR hersveitir brutu
sér í dag leið til flokks fall-
hlífarhermanna, sem n-viet-
namskar herdeildir hafa um-
kringt í rúman sólarhring á mið-
hálendi S-Vietnam. Samfelldir
bardagar hafa verið á þessu
svæði í tuttugu sólarhringa.
Bandaríkjamennirnir brutu sér
leið gegnum 3 km breitt frum-
skógarbelti að bardagasvæðun-
um, sem eru 3.2 km frá landa-
mærum Kambodíu. Alls höfðu
40 fallhlífarhermenn fallið í átök
unum og 42 særst. Sögðu her-
mennirnir, að N-Vietnamar
hefðu misst 1.121 mann á síð-
ustu 20 sólarhringum á svæðinu.
Bandaríkjamenn misstu 151
mann á þessum tima en 681 særð
ist.
Fréttastofa N-Vi’etnm sagði i
dag, að forsætisiráðherra lands-
ins, Pham Van Dong, hefði látið
svo ummaelt, að útilokað væri að
komast að samkomulagi við
Bandaríkjamenn í Vietnam-deil-
unni. Hin>s vegar sagði í*haim,
að sú hugmynd væri athyglis-
verð, að bjóða bandarískum
þingmönnum til N-Vietnam til
að kynna sér tjónið af völduim
loftárása Bandaríkjamanna.
STJÓRN Júgóslaviu bannaði á
á laugardag útgáfu og dreifingu
bók Svetlönu Stalinu „Tuttugu
bréf til vinar'*. Engin ástæða var
gefin fyrir banninu.
DANISIl
GOLF
Nýr stór! gódur
smávinaill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
SmávindilljSem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF
erframleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kaupid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk. pakkanum.
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK