Morgunblaðið - 22.11.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967
WPIlJ#í&M§>r
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Jphannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Rifstjórn og afgreiðsla: Aðaístræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
VIÐBRÖGÐIN
Á EINN VEG
¥ jóst er af viðbrögðum
^ stjórnarandstöðublaðanna
og ummælum forustumanna
verkalýðssamtaka og félaga
atvinnurekenda í gær og
fyrradag, vegna gengisfell-
ingar sterlingspundsins og
_ áhrifa þeirrar aðgerðar á ís-
lenzkt efnahagslíf, að nær
algjör einhugur er um það
í landinu, að ekki verði kom-
izt hjá því að fella gengi ís-
lenzku krónunnar. Það er
vissulega mikilsvert, að svo
einhuga raddir koma fram
um þetta tiltekna atriði. Verk
efnið nú er því að meta hve
mikið gengisfallið skuli vera,
og um það geta orðið nokkuð
skiptar skoðanir, þótt allir
virðist í grundvallaratriðum
sammála um, að ekki verði
komizt hjá gengisfellingu.
Gengisbreytingin í Bret-
landi og annars staðar nær
þegar til landa, sem kaupa
• um þriðjung útflutnings
íslendinga, og auk þess er
mikill hluti útflutningsaf-
urða til annarra landa einn-
ig seldur gegn greiðslu í
sterlingspundum, eins og
dr. Jóhannes Nordal, Seðla-
bankastjóri, benti á í við-
tali við Morgunblaðið í
gær, Gengisbreytingin í þess-
um löndum hefur í rauninni
sömu áhrif og verðfall á af-
urðunum, ef ekki kemur
einnig til gengisbreyting ís-
lenzku krónunnar. Þ. e. a. s.
j útflytjendur mundu fá minna
fyrir sína vöru en áður.
Þótt gengisbreyting ís-
j lenzku krónunnar geti létt
mjög undir með' ýmsum
helztu atvinnugreinum lands-
manna, svo sem útgerð, fisk-
iðnaði og verksmiðjuiðnaði,
er einnig ljóst, að hún skap-
ar margvísleg önnur vanda-
tnál, sem enn erfiðara kann
að reynast að leysa í kjölfar
gengisbreytingar en ella. Ein-
mitt af þeim sökum hefur
það jafnan verið stefna nú-
verandi ríkisstjórnar að leysa
. þau vandamál, sem yfir þjóð-
ina hafa dunið að undan-
förnu án gengisbreytinga en
gengisfellingin í Bretlandi
hefur nú algjörlega kippt
stoðunum undan þeirri
stefnu.
Eitt mikilsverðasta atriðið
j í sambandi við framkvæmd
j gengisfellingar og raunar
[ frumforsenda þess, að gengis-
felling beri jákvæðan árang-
ur fyrir atvinnuvegina og
efnahagslíf þjóðarinnar í
heild er, að verðlag og kaup-
gjald í landinu hækki ekki
svo ört, að það geri áhrif
gengisfellingarinnar að engu
á skömmum tíma. Hér hlýt-
ur því samvinna við samtök
atvinnurekenda og launþega
að skipta miklu máli og á
miklu ríður, að þau sýni
fyllstu ábyrgðartilfinningu
og hafi hagsmuni þjóðarheild
arinnar fyrir augum.
Verði gengi íslenzku krón-
unnar fellt næstu daga, sem
allar líkur benda til, getur
sú aðgerð skapað atvinnu-
vegum landsmanna nýjan og
traustari grundvöll en þeir
hafa haft um skeið vegna
verðfalls og aflabrests, og þar
með aukið mjög á ný atvinnu
í landinu. Þessi árangur næst
þó ekki, ef til snöggra verð-
lags- og kaupgjaldshækkana
kemur þegar í stað. Það eru
því augljósir hagsmunir,
bæði atvinnurekenda og
verkalýðssamtakanna að
stuðla að því, að svo illa fari
ekki. Það eru hagsmunir at-
vinnurekenda, vegna þess að
verðlagshækkanir í landinu
þýða óhjákvæmilega kostn-
aðarhækkanir í atvinnu-
rekstri þeirra og það eru
hagsmunir verkalýðssamtak-
anna vegna þess að mikil,
trygg og aukin atvinna hlýt-
ur að vera höfuðhagsmuna-
mál félagsmanna þeirra.
Á næstu dögum munu mál
þessi skýrast mjög, og ákvörð
un væntanlega tekin áður en
langt um líður. Þegar að
þeirri ákvörðun kemur, er
nauðsynlegt að allir aðilar,
og þá ekki sízt hin þýðingar-
miklu hagsmunasamtök
verkalýðs- og atvinnurek-
enda geri sér grein fyrir
skyldum sínum við þjóðfé-
lagið í heild.
NÝTT OG ÓVÆNT
VIÐHORF
¥ viðtali því, sem Morgun-
*■ blaðið birti í gær við dr.
Jóhannes Nordal bankastjóra
Seðlabankans, svaraði hann
m.a. spurningum um áhrif
gengisbreytingar Breta á
hag okkar íslendinga og sagði
m.a.:
„íslendingar eru tvímæla-
laust ein þeirra þjóða, sem
gengisbreyting pundsins hef-
ur einna beinust áhrif á. Þar
að auki hlýtur sú breyting að
Srinagar, Kasmír, — AP.
HVORT skyldi þessi rykuga
gröf í hrörlegri byggingu I
Kasmírdal vera legstaður Jesú
Krists?
Það telur Sir Muhammed
Zafrulla Khan kunnáttumað-
ur mikill í fræðum Muham-
eðstrúarmanna og dómari við
Alþjóðadómstólinn í Haag. —
Hann segir, að Kristur hafi
efeki verið grafinn í Landinu
Helga, heldur í borginni Srin-
agar í Kasmír.
Zafrulla Khan sagði nýlega
í viðtali við fréttamann í Kan
ada, að hann tryði því sem
Kóraninn, hin helgia bók Mú-
hiameðstrúarmanna segði um
örlög Krists. Þar segir, að
Kristur hafi misst meðvitund
á krossinum og þá hafi Jósef
frá Arimatheu tekið hann nið-
ur. Síðan hafi Kristur birzt
lærisveinúm sínum til þess að
sýna þeim, að hann væri lif-
andj og að svo búmu haldið
til Indiands til þess að kristna
„aðra sauði“.
„Þessir sauðir voru íbúar
Kasmír, sem rekja uppruna
sinn sinn til hinnar glötuðu
kynslóðar ísraels sem sneri
Byggingin, sem ZafruIIt Khan segir, að geymi legstað Krists.
ekki aftur til Palestímu eftir
töku Babylons", sagði Khan.
Hann upplýsti, að gröf Jesús
í Srinagar væri kölluð „Gröf
Yuzassifs spámanns", en varð-
maður, sem þar starfar, upp-
lýsir, að nafn spámannsins sé
,Yus Asaf“.
Gröfin, sem Zafrulla Khan segir Krists en Kasmírbúar segja teið sína og byggingin væri
oftast lofeuð".
gröf Yus Asefs spámanns.
verða tilefni til athugunar á
gengi íslenzku krónunnar al-
mennt, en það hefur að sjálf-
sögðu ekki farið fram hjá
neinum hve róttæk breyting
til hins verra hefur orðið í
utanríkisviðskiptum að und-
anförnu vegna verðfalls og
aflabrests. Svo sem kunnugt
er, hafa legið fyrir tillögur
um aðgerðir í efnahagsmál-
um vegna þeirrar alvarlegu
þróunar, en óhjákvæmilegt
að þessi nýju og óvæntu við-
horf kalli á endurmat þeirra.“
Og bankastjórinn sagði enn
fremur:
„Að því er varðar hin
beinu áhrif gengisbreytingar
Breta, er þess fyrst og fremst
að geta, að þriðjungur út-
flutnings íslendinga fer til
landa, sem nú er vitað að
munu breyta gengi sínu. Auk
þess er mikill hluti útflutn-
ingsafurða til annarra landa
einnig seldur gegn greiðslu í
sterlingspundum, sem hefur
verið ríkjandi greiðslueining
á mörgum helztu útflutnings
mörkuðum okkar. Meðal af-
urða, sem svo að segja ein-
göngu eru seldar gegn
greiðslu í pundum er saltfisk-
ur, skreið, lýsi og mjöl.“
Og að lokum sagði Jóhann-
es Nordal um áhrif þess, ef
gengi íslenzku krónunnar
væri óbreytt:
„Ef íslenzka krónan fylgir
pundinu ekki, mun óhjá-
kvæmilega koma fram verð-
lækkun þeirra afurða, sem ég
áðan nefndi, sem nemur
breytingu á gengi pundsins.
Mundi slíkt verða gífurlegt
áfall fyrir útflutningsfram-
leiðslu, sem þegar hefur við
ærna erfiðleika að etja og
orðið hefur að aðstoða á
ýmsan veg.“
r