Morgunblaðið - 22.11.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967
19
Leikmannsþankar
um laxaeldi
ENGINN hefur spurt mig hver
hann væri þessi Jakob Hafstein,
sem undanfarið hefur „nartað"
svo dólgslega í Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóra. Kannski kunna
flestir á manni þessum nokkur
skil, því að ekki verði*r sagt, að
hann hafi farið í neinn feluleik
með sjálfan sig. Þó er ekki ó-
sennilegt, að ýmislegt fróðlegt
kæmi í ljós, ef á honum yrði
gerð sams konar úttekt og hann
gerir á fortíð Einars Hannesson-
ar í Morgunblaðinu hinn 11. þm.
Margir hafa þó spurt sjálfa
sig, hver sé hin raunverulega
ástæða til þessarar rógsherfer'ðar
á hendur veiðimálastjóra. Sá
grunur læðist að manni, að þar
séu að baki annarlegar hvatir,
og svo mun líka einnig vera.
Haldi þessum rógskrifum áfram,
má búast við, að sannleikurinn
verði dreginn fram og verða þá
hin móðursýkislegu skrif þessa
manns sennilega skoðuð í nokk-
uð öðru ljósi, en hann gerir
sjálfur rá'ð fyrir.
Það hefur oft hvarflað að mér,
að gaman væri að safna því
saman, sem maður þessi hefur
skrifað um laxaræktarmál og sjá,
hve mikið af því er óhróður um
veiðimálastjóra, því að segja má,
að hann hafi eins og Cato hinn
gamli, endað allar sínar ræður á
því að leggja til, að Karþagó yrði
brennd til ösku.
Gott væri fyrir lögfræ'ðinginn
Jakob Hafstein að hugleiða,
hvort ummæli, sem hann hefur
viðhaft um veiðimálastjóra, svo
sem: „vanþekking og vanræksla
í starfi, sóun á almannafé, skipu-
lagslaus vinnubrögð á röngum
forsendum, ógætileg ummæli,
stórhættuleg íslenzkum hagsmun
um, sem skaðað geti land og
þjóð“ — séu ekki farin að nálg-
ast þau mörk, þar sem íslenzk
lög vernda menn gegn mann-
orðs- og æruþjófnaði. Það skal
tekið fram, að þessi samtíning-
ur er aðeins lítið sýnishorn úr
„viðtali" vi'ð Jakob úr blaðinu
Frjáls verzlun.
Ég ætla ekki að fjölyrða um
starfsemi Veiðimálastofnunarinn
ar, en vil þó vekja athygli á, að
stofnunin hefur takmarkað vald
og enn minni fjárráð. Hún verð-
ur að eyða miklu af starfskröft-
um sínum í alls konar upplýs-
ingastarfsemi, eftirlit, skýrslu-
söfnun og úrvinnslu ýmissa
gagna. Auk þess erfiða verkefn-
is, að þurfa að blanda sér inn í
næstum ósættanlegar deilur um
hagsmuni og hlunnindi einstakra
manna í sambandi vfð veiðirétt-
indi.
I rauninni er það merkilegt,
hve miklu stofnunin hefur áork-
að með fámennu starfsliði, svo
sem stórfelldri gagnasöfnun, laxa
merkingum og annari rannsókna-
starfsemi, umsjón gagnasöfnun,
laxamerkingum og annari rann-
sóknastarfsemi, umsjón með
rekstri laxaeldisstöðvarinnar í
Kollafirði o.fl. Því eru þessar
linaulausu árásir á stofnunina
algjörlega út í hött og koma úr
hörðustu átt, fi’á mönnum, sem
telja sig hafa áhuga á laxeldi-
málum, þeim mönnum, sem veita
ættu stofnuninni stuðning.
Það er ekki óeðlilegt, að í
þessum óhróðursmokstri hafi rök
semdafærslan stundum orðið að
víkja fyrir rætninni. Gott dæmi
um það er „vi*ðtalið“ í Frjálsri
verzlun. Þar spyr Jakob sjálfan
sig um álit sitt á laxveiðum
Dana við Grænland. Þar segir
meðal annars: „Mér brá því held
ur betur í brún, þegar ég las er-
indi veiðimálastjóra . . .“ Hann
telur stórhættulegt til orða tekið
fyrir íslenzka hagsmuni, veiði
málastióri hafi lagt Dönum vopn
x hendur í baráttunni við okkur
íslendinga, hann hafi kastað
fram vanhugsuðum orðum og ó-
gætilegum, skaðlegum þjóðinni.
Telur hann þetta laglegt innlegg
í málið, eða hitt þó heldur. Þó
lyftist heldur á Jakob brúnin,
þegar hingað til lands kemur for
seti norska stangvefðisambands-
ins og flytur fróðlegt og skemmti
legt erindi um laxaræktamxál í
Noregi. Síðan segir: „Þessi ágæti
norski áhugamaður vissi, hvemig
tala átti um þessa hluti". Hann
leit á málið á breiðum grund-
velli, eins og vera bar, og kastaði
engu fram, skaðlegu fyrir sína
þjóð. — Af þessu má ráða, að
hinn ágæti norski áhugamaður
hafi höndlað þann sannleika, sem
þvælst hafi fyrir íslenzkum vís-
indamönnum um langan aldur.
Að vitleysismagni gengur þessi
röksemdafærsla næst því, þegar
íslenzkur búnaðarfrömuður ætl-
aði að afsanna kenningar lækna
vísindanna um samhengi milli
kransæðastíflu og neyzlu nokk-
urra tegunda landbúnaðarafurða.
Taldi hann kenningar þessar al-
rangar og ósannar og bar fyrir
sig, máli sínu til stuðnings, stað-
hæfingu ákveðins starfsmanns
við mjólkurbú í Þýzkalandi. Og
svo er Jakob hissa, þótt opinber
embættismaður í ábyrgðarstöðu
nenni ekki að standa í orðaskaki
út af svona endileysu.
I skrifum sínum hefur Jakob
orðið tíðrætt um eldisstöðina í
Kollafirði, þar á hvert hneykslið
áð hafa rekið annað: seiðum
ruglað saman, stofnar úrkynjað-
ir, milljónum sóað af almanna-
fé og árangur sem sagt enginn.
Rothöggið á svo að vera saman-
burður við laxaklakið þeirra á
Húsavík og greinin um það í
Morgunblaðinu hiirn 11. þ.m.
Mikill elegans og rómantík er
yfir greininni, og þegar segir frá
klakinu sjálfu, er ástandið harla
gott. Þar ríkir friður og vinátta
milli valinkunnra sæmdar- og
hugvitsmanna. Allir vinna í sjálf
boðavinnu, bærinn leggur til ó-
keypis húsnæði, almennur áhugi
ríkir og ýmis stuðningur er veitt
ur. Jafnvel Jakob sjálfur flýgur
til Húsavíkur og klæðist þar hvít
um slopp meðan hann horfir á
„vinkonur" sínar frá lfðnu sumri
kreistar. Víst er þetta óhagstæð-
ur samanburður við stöðina hér
fyrir sunnan.
Nú er það athyglisvert, að all-
ar þær varúðairáðstafanir, sem
Jakob gumar af í sambandi við
Róm, 20. nóv. — AÍP
ADDEKE H. ítoerma var í dag
kjörinn aðalframkvæmdastjóri
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna —
FAO. Sigraði hann Heman
Santa Cruz frá Chile í þriðju
atkvæðagreiðsllu. Úrslitin urðu
fyrst kunn eftir að þriðji fram-
bjóðandinn, Gabriel D'Arboussi-
er frá Senegal dró til balka um-
sókn sína. Lýsti hann því yfir
á blaðamannafundi, að hann
hefði dregið sig í hlé að beiðni
,unikilvægTla lianda" og vegna
þess, sam hann kallaði „oa-ðróm
Húsavíkurklakið, svo sem: val á
hængum og hrygnum, aðferðir
við klakið, hreinlæti, gerð klak-
kassa og eldiskerja, stöðugt og
jafnt vantsrennsli, fóðmn og
fóðurefni, hitastig yfir klak- og
eldistímann o.fl. er allt ávöxtur
af margra ára rannsókna- og til-
raunastarfsemi veiðimálastofn-
ana ýmissa landa, og hefur hér
einmitt verið farið eftir þeim
fyrirmælum og kenningum, sem
m.a. hefur verið haldið fram af
Veiðimálastofnuninni hér, þeirri
stofnun, sem Jakob leggur í ein-
elti. Ekkert af þessu er meðfædd
vitneskja, nema þá helzt, eins og
segir í greininni „að fara að
öllu með gát og fyrirhyggju að
hafa hængana jafnmarga og
hrygnurnar". Þó virðist það ekki
hafa gengið eins og til stóð, því
að árið eftir „voru notáðir 2—3
hængar fyrir hverja hrygnu til
öryggis". Þetta er ekki ómerki-
legt til vísindanna. Mér dettur í
hug sagan af bóndanum, sem
brenndi á svarta hrútnum eftir
þeim hvíta til að fá litinn.
I niðurlagi greinar Jakobs nær
rómantíkin valdi yfir ótuktar-
skapnum og upphefst væmið raus
um bernskuslóðir og ógoldna
skuld við ána sína. Brotið er
blað í veiðimannsævi hans, segir
hann. Hér eftir ætlar hann að
gefa til undaneldis þær hrygnur,
sem hann fangar, sennilega þraut
hugsuð og slóttug aðferð til að
klekkja á veiðimálastjóra.
Mér finnst á öllu að maðurinn
sé óvenju viðkvæmur og róman-
tískur og dettur í hug, hvort
hann hafi ekki ofgert sér, þegar
hann á sínum tíma raulaði inn
á plötu sönginn um villiöndina
og sé farinn að lifa sig inn í
textann. Erfitt er að átta sig á,
hvort hann lítur á sig sem stegg-
inn, helskotinn, vegna þess að
veiðimálastjóri virðir hann ekki
svars, eða sem kolluna, sem velt-
ist um vængbrotin á árbakkan-
um, yfir því að vondir menn
leyfi sér að „narta“ í hann að
tilefnislausu. Þar sem segir í
textanum: „flýið þið börn mín til
annara landa“ mætti skoða sem
tilmæli til manna, sem áhuga
hafa á laxarækt, að snúa sér eitt-
hvað annafS en til veiðimála-
stjóra, ef á bjátar.
Ef Jakob hefur hugsað sér að
hefja kynningu á þeim mönnum,
sem í hann „narta", svipaða
þeirri, sem hann lét frá sér fara
um Einar Hannesson, þá er því
miður fátt merkilegt um mig að
segja. Þó vísast til kirkjubóka
um fæðingardag og ár, en af
merkum ritsmíðum má nefna
grein í Morgunblaðinu: „Leik-
mannsþankar um laxaeldi".
Birgir Halldórsson.
um kynþáttamismunun". Sagði
D'Arboussier að Afríkulöndin.
sem studdu hann, hetfðu greitt
atkvæði með Santa Cruz.
Boerma hlaut 60 atkvæði af
115, sem var meira en tilskilinn
meirihluti. Santa Cruz 'hlaut 50
atkvæði. D'Arboussier hlaut
hins vegar einungis 24 atkvæði.
Boerma hefur verið aðstoðar-
framkvæmdastjóri FAO síðan
árið 1960. Fyrirrennari hans var
Binay Ranjan Sen frá Indlandi.
Hann hefur gegnt stöðunni í
þrjú kjörtímabil og er því sam-
kvæmt lögum FAO úr leik.
Hollendingur fram-
kvæmdastjóri FAO
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 46. og 48. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á m/b Hafrúnu GK. 90, talinn eig-
andi Fiskmiðstöðin h.f., en þingl. eigandi Auðbjörg
h.f., fer fram eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinsson-
ar hdl., Ragnars Ólafssonar hrl., og Sigurðar Bald-
urssonar hrl., við skipið, þar sem það nú er í Rifs-
höfn á Snæfellsnesi, föstudaginn 24. nóvember
1967, kl. 2 síðdegis.
Kr. Kristjánsson, setuuppboðshaldari,
skv. sérstakri umboðsskrá.
MIKIÐ ÚRVAL
FULLKOMIIM VARAHLUTA-
OG VIÐGERÐAþJÓIMUSTA
7&
OBAKSVERZL UN
OAAASAR-
LAUOAVEO/ 62 ■ S/M/ /1776 -
'‘mjólkin
bragðast
með ;bezt NESQUIK
t - j % |t Vk \ HkX' : v \ /f, iWilinTm *•*• Jj S'
Ci Ml| írwil — og þú getur búið þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk 1. Hella kaldri mjólk í stórt glas. \Jj 2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út í. Wm 3. Hræra, Mmmmmmmmm. 1NESOU/K
KAKÓDRYKKUR