Morgunblaðið - 22.11.1967, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.11.1967, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA að hann leit á mig i kvöld. Láttu mig senda hann til þín. í>að afþakkaði hún. Hún sagð- ist ætla að bíða enn svo sem klukkutima, áður en hún hefðist neitt að, og hringdi svo af. En mér varð ekki svefnsamit. Rétt um miðnættið leystist samkvæm ið upp þarna niðri. Ég gat heyrt bílana aka að og frá, og skömmu siðar kom Maud upp stigann. Nokkru eftir eitt kom Bessie heim úr klúibbnum í bilnuno, og ég haitraði út að glugganum, og sá hana þá fcoma eina frá bíl- skúrnum, og velti því fyrir mér, hvar Tony mundi vera. En svo, klukkan hálf tvö kom hann gang andi úr áttinni að golfvellinum. Hann var berhöfðaður og virtist þreyttur. Ég sá hann stanza og líta upp í gluggann til min, en þar eð ekker.t Ijós var hjá mér, sá hann mig ekki. Klukkan tvö hringdi Lydia aft ur. Don var ekki kominn heim. Fötin hans voru öll kyrr, en yfir- frakkinn hans var horfinn. Og hann hafði komið í bílskúrinn, því að bíllinn var horfinn. Hún var þegar búin að gera Jim Conway aðvart. Hann var kominn til hennar og hópur manna var farinn út að leita. — En þarna eru svo margir vegir, sagði hún vandræðalega. Að einu leyti var henni þó léttara. Bílförin sýndu, að hann hafði ekki ekið til árinnar, og það var alltaf hugsanlegt, að hann hefði bara verið andvaka og því farið út að aka. Engu að síður vakti ég Amy og hún fór til Lydiu, til að vera hjá henni. — Ekki að mér sé ekki fjandans sama um hann Don Morgan, sagði hún, — en henni vorkenni ég. Það væri ekki nema gott fyrir hana, ef hann sæist aldrei framar. Ég er enn fegin, að ég skyldi finna uppá þvú að senda Amy. Því að hún var þarna, þegar boðin komu um, að þeir hefðu fundið lík Don Morgans í dögun á sunnudagsmorguninn, liggj- andi í skurði við veginn, sem lá frá þorpinu upp í fjöllin. Hann hafði verið dáinn klukkustund- um saman. 11. kafli. Maud færði mér fyrst frétt- irnar, er hún kom inn til mín í náttkjól og slopp með löngu fléttuna niður eftir bakinu. En hún vissi ekkert annað en það, að menn höfðu fundið Don. — Þetta kemur vísit hart nið- ur á henni Lydiu, sagði hún og fékk sér aftuT í bollann af bakk anum mínum. — Hún kennir sér náttórlega um þetta, enda þótt ég fái nú ekki séð, hvernig það getur verið henni að kenna. En ef hann hefur verið veikur fyrir hjarta, gat hann farið, hve nær sem vera vildi. En vitan- lega getur henni hafa þótt vænt um hann enn. Hún andvarpaði. — Sú bölvun, sem guð lagði á konuna, var ekki fæðingarhríð- irnar, Pat. Hann gaf henni bara trú'fast hjarta og lét hana siðan afskiptalausa. Það eina ákveðna, sem við fréttum þennan morgun var það, að Don hefði fundizt dauður ut- an við veginn. Frekari smáatriði bárust okkur ekki fyrr en um miðjan dag, þegar Tony kom úr klúbbnum þar sem mér skildist, að einskonar rannsóknarréttur hefði komið saman. En atvikin að þessu voru samt dálítið einkennileg. Veslings Don gamli, þessi ónytjungur og glæsimenni, sem hugsaði svo mikið um sitt ytra útlit, hafð fundizt á grúfu niðri í skurði, íklæddur bláum náttfötum og öðru ek-ki. Og til þess að auka enn á ráðigátuna, þá fannst bíii Lydiu hvergi, og auðséð var, að hann hefði ekki yfirgefið hann og gengið þangað, sem hann fannst. Hann var e'fcki nema í öðrum inniskónum, og hinn fót- urinn bar þess engin merki, að hann hefði gengið neiitt. Lögreglubíllinn hafði komið að honum klukkan sjö um morgun- inn. Mönnum hafði næstum sézt yfir hann, þar eð skurðurinn var mjög grasi gróinn. En einn mað- urinn kom auga á eitthvað blá;t svo að hann stöðvaði bílinn og gætti að betur. Svo rétiti hann úr sér. — Hérna er hann, Nick. Hann er víst búinn að vera. Hann er sjálfsagt steindauður. Niek steig líka út og þeir athuguðu líkið. Auðvitað höfðu þeir vit á að hreyfa ekki við neinu, enda þótt annar þeirra 24 lyfti öðrum handleggnum. Don var búinn að vera dauður tím- unum saman, sagði hann. — Ég ætla að bíða hérna. Hringdu í stjórann. Það var liðþjálfi á verði við skrifborðið, en hann hafði sýni- lega verið sofandi. Hann vakn- aði nú samt við hrmginguna, oig tók skilaboðin. — Dauður? Hvern jg? Varð hann fyrir bíl? — Það virðist helzt sem hann hafi fengið hjartaslag, sagði hinn. — Viltu ekki ná í stjórann? Hann sagði honum svo, hvar lík- ið væri og háMtíma seinna stanz- aði Jim Conway á staðnum, svo að hvein í öllum hemlum. Hann hafði te'kið Bill Sterling með sér, og Bili hafði þrifið töskuna sína og fyllti svo sprau'tu á leiðinni. En hann þurfti ekki nema líta á Don, til þess að sjá, að nú var hann farinn aftur og í þetta sinn í langferð. — Dauður, sagði ’nann. — Það lítur út fyrir, að hann hafi verið hér alla nóttina. — Og hvernig dó hann? Hef- urðu nokkra hugmynd um það? Dodge weapon - Dodge weapon Höfum til sýnis og sölu hjá okkur næstu daga nýrri gerð af Dodge Weapon, 14 manna, með ný- legri Ford dieselvél. Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson, Laugavegi 105. — Hann sagðist vera veill fyrir hjarta, svaraði Bill stuttaralega. Ég skoðaði hann aldrei. Má ég snúa honum við? Jim kinkaði kolli. Þetta var ekki í borginni með heilan mann söfnuð af kunnáttum'önnum og ljósmyndiurum, og enn.fremur var þarna ekki um að ræða neinn morðgrun. Að minnsta kosti sást ekki neitt blóð neinsstaðar. — Veslings náunginn, sagði Nick og 'hjálpaði til að snúa lík- inu við. Heyrið þér, lögreglu- stjóri, ég hélt, að hann hefði verið í yfirfrakka. — Það sagði frú Morgan lika, sagði Jim. Gáðu hérna í kring, hvort hann er ekki einhversstað- ar. Og svo vantar hér líkan ann- an inniskóinn. En það var hvor'ki týndi frakk inn né inniskórinn, sem kom Bill og Jim til að líta hvor á annan, eftir að lifcinu hafði verið snúið við. Náttfötin voru rennvot. Þau höfðu að vísu þornað eitthvað á bakinu, og væta þar hefði getað verið af náttfallinu. En þegar líkinu var snúið við, var enginn vafi lengur. Það hafði legið í vatni ein'hverssitaðar. Jim var steinhissa. — Það er eins og hann hafi stokkið í ána, sagði hann. — Það var nú einmitt það, sem Lydia var hrædd um. En hann kann að hafa gert það og svo séð sig 'Um hönd. — Og svo gengið málu vegar, eftir að hafa týnt skónum sínum og með hjartaslag í þokkabót, sagði Bill önuglega. — Reyndu að taka á vitinu þínu, Jim-. — Hvað áttu við? — Ef hann hefur drufcknað, hefur hann verið myrtur. Og und ir öilum kringumstæðum held ég, að hann hafi verið myrtur. Þetta breytti vitaniega öllu við horfi. Áður en Jim fór frá Bev- erley, hafði hann beðið um sjúkravagn, og hann kom skömmu seinna. En hann lét ekki hreyfa líkið. Hann sendi boð til likskoðunarmannsins og svo eftir myndavélinni sinni. Og hann var búinn að taka nokkrar myndir áður en líkskoðunarmað- urinn kom. Á meðan leituðu lögreglumenn irnir tveir þarna í kring. Vegur- inn þarna var sá, sem lá að Washingtonlindinni, en líkið var ekki nema stuttan spöl frá aðal- veginum. Þarna víkkaði daíur- inn og það var meira en mílu leið að ánni. Leitarmennirnir fundu ekkert. Það hafði verið þurrt veður, og vegurinn, sem var lítið meira en stígur, sýndi ekki nein hjólför. En Jim tók eftir einu, enda þótt hann hefði þagað yfir bví. Þegar líkinu var snúið við, hafði hann séð, að eina tölu vantaði á náttjakkann. Hann nefndi þetta ekkert, en leitaði vandlega að henni, lagðist á hnén og leitaði vel og vandlega í sfcurðinum. Síðan gekk hann álútur urn svæð ið og leitaði að einhverju, sem hann vissi ekki sjálfur, hvað var. — Ég varð að halda áfram að leita, sagði hann seinna. — Ég varð að finna tölu, vfirfrakka og inniskó og ég varð að finna út, hvað maður eins og Don Morg- an hefði verið að vilja með að vera þarna á gangi í náttfö'um. ■ ** %■ Ý- % ' M 'á m jT % Nýja tizban fyrir alla fjöl- skylduna Tízkiifatnaður prjónaður úr NEVADA garninu Biðjið um hinar heimsfrægu tegundir ef frá Hollandi — 100% hrein ull. NEVADA garni: Sirene double, Meteor, Primula NEVADA garnið þolir allan þvott (fullkomlega) Fine og Bébé de Luxe I næðtu vefnaðarvðru- og er fáanlegt í öllum regnbogans litum, sem verzlun. ekki upplitast eða dofna. NEVADA — ullargarnið, sem er með ábyrgð Peysurnar á myndinni hér fyrir ofan eru prjón- frá framleiðendunum.____________________________ aðar úr NEVADA SIRENE DOUBLE. Umboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.