Morgunblaðið - 22.11.1967, Síða 27
MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967
27
Barnaheimilið Tjaldanes.
Kabarettkvöld í
Lionsklúbburinn Þór befur
fjáröflun vetrarins
Fjárrekstur á Fljótsdalsheiði
Egilsstöðum, 16. nóv.
RÍKISBÚIÐ á Skriðuklaustri
hefur haft um 400 fjár í haga-
göngu í Rana á Jökuldal, frá því
um síðustu göngur. Síðastliðna
viku hefur verið unnið að því
að smala fénu þar til reksturs
austur yfir Fljótsdalsheiði. Veð-
ur hafa verið misjöfn og vond
marga daga og smalamennskan
LIONSKLÚBBURINN Þór hef-
ur hafið fjáröflunarstarfsemi
vetrarins. Eins og kunnugt er,
munu Lionsklúbbar úti um heim
helga sig líknarstarfsemi og þjón
ustu við hana.
Lionsklúbburinn Þór helgar
vetrarstarfsemi sína barnaheim-
ilinu að Tjaldanesi í Mosfells-
sveit. Heimilið hefur starfað í
rúmlega tvö ár. Land undir það
var keypt af Mosfellskirkju og
byggt þar, og tók heimilið til
starfa 1965. Vistmenn eru nú 30.
Mikil aðsókn er að heimilinu, og
þótt það bæti nokkuð úr brýnni
þörf, er langur vegur frá því að
það hjálpi nærri öllum þeim,
er með þurfa, út um land allt.
Því hefur það ráð verið tekið
að byggja við heimilið sérstaka
byggingu fyrir kennara og starfs
lið. Sú bygging er nú risin, og
er von til þess að flytja megi
inn í hana fyrir jóli. Á hún að
geta tekið 16—20 manns.
Heimili þetta er sjálfseignar-
stofnun, upprunalega reist fyrir
börn, sem ekki eru fædd van-
gefin, heldur hafa orðið fyrir
áföllum annað hvort í veikind-
um, slysum eða á annan hátt, og
geta t.d. ekki verið í skólum
með heilbrigðum börnum af ein-
hverjum ástæðum. Útlagður
Framlhald af bls. 1
auisturbakka Jórdan. lét árás
Jórdana ekki ósvarað og hófst
mikil skothríð yfir fljótið. Er
stórskotaliðsorruistan hafði stað-
ið í rúma klukkustund voru orr-
ustuþotur ísraelsmanna sendar
á vettvang og eyðilögðu þær sex
skriðdreka Jórdana eins og hér
að framan segir. Jórdanir sögðu,
að þoturnar hefðu einnig gert
árásir á flóttamannabúðir við
A1 Kerame og á hemaðarmann-
virki og skriðdreka norðan All-
enbybrúar og kváðust hafa
grandað tve.imur þotanna, en
ísraelsmenn neita því og segjast
aðeins hafa rniisst eina þotu.
Sjálfir sögðust Jórdanir hafa
misst einn skriðdreka, en ekki
sex eins og ísraelsmenn héldu
fram.
í Tel Aviv er það mál margra
að átökin sem orðið hafa á bökk-
um Jórdan undanfarna daga og
náði hámarki í dag, hefðu
aldrei orðið ef Hussein konung-
ur hefði verið heima í Jórdan.
Konungur er nú á ferðalagi um
mörg lömd heims að leita eftir
stuðningi við málstað Jórdana í
deilum þeirra við ísrael og hon-
um riður á að allt sitji við sama
á vopnahléslínunni og ekki komi
þar til átaka. Telja sumir að
áhrifamenn í Sýrlandi og
Egyptalamdi muni hafa notað
tækifærið í fjarveru Husseins og
þröngvað bróður hans, Hassan,
sem er rfkisstjóri í fjarveru
Husseins, til þess að láta flytja
stórskotalið Jórdana að vopna-
hléslínunni. „Hussein hefði
aldrei iátið þetta ganga svona
langt“, er haft eftir heimildar-
manni í Tel Aviv.
Þessi átök fsraelsmanna og
Jórdana áttu sér stað einmitt er
Sovétríkin lögðu fram í örygg-
iisnáði S.þ. ályktunartillögu, sem
talið var að myndi tefja fram-
gang málamiðlunartillögu Breta
kostnaður er á sjöttu milljón
við heimilið, og á því hvílir
skuld á aðra milljón. Er þá ó-
nefnd aðstoð sú öll, er heimil-.
inu hefur verið látin í té ókeyp-
is með sjálfboðavinnu og alls-
konar fjáröflunarleiðum. Styrkt-
arsjóður vangefinna hefur lagt
fram nú þegar 1.750 þúsund kr.
til heimilisins.
Borgarsjóður hefur styrkt heim
ilið með árlegum framlögum og
menntamálaráðuneytið greiðir
kennaralaun forstöðumanns.
Fjöldi einstaklinga, félaga og
fyrirtækja hefur styrkt heimilið
á margvíslegan hátt, t.d. Kvenfé-
lag Styrktarfélags vangefinna,
Lionsklúbburinn Njörður, Odd-
fellowstúkan nr. 10, Þorfinnur
karlsefni og fjöldi annarra.
Lionsklúbburinn Þór hefur nú
þegar gefið heimilinu 250 þús-
und krónur og er nú að hefja
stórátök heimilinu til styrktar.
Mikil verkefni og fjárfrek eru
framundan, t.d. bygging vinnu-
skála og föndurstofu, o.m.fl. og
því heita forstöðumenn heimil-
isins á alla góða menn og kon-
ur sér til styrktar. Stjórn fé-
lagsins hefur gefið út gjafabréf,
sem kosta 1000 krónur hvert og
eru góð jólagjöf. Þau fást hjá
bókabúðum Lárusar Blöndal og
deilum landanna fyrir botni
Miðjarðarhafs.
John Peacock
ræðismaður
í Glasgow látinn
MR. John O. Peacock, ræðismað
ur fslands í Glasgow, lézt 12.
nóvember sl. Hann var fæddur
22. nóv. 1886, sonúr stofnanda
fyrirtækisins J. C. Peacock &
Co. Ltd. í Glasgow, sem var
stofnað 1874, en er nú rekið af
systursyni hans, Mr. Norman
HamiTton.
John O. Peacock hóf við-
skipti við ísland fyrir um 50 ár-
um og hefur á þeim tíma eignast
hér fjölda vina. Hann var ræðis-
maður íslands í Glasgow og
sæmdur var hann riddarakrossi
Fálkaorðunnar vegna fjölþættra
starfá fyri ísland.
~ Olíufélögin
Frambald af bls. 28
stóra spurningin, hvort gengi
íslenzku krónunnar verður fellt
gagnvart dollarnum. Birgðir fé-
lagsins munu ekki duga til að
mæta gengisfellingu íslenzku
krónunnar, ef af henni verður.
Hallgrímur Hallgrímsson for-
stjóri Olíufélagsins Skeljungs
h.f. sagði, að félagið ætti eng-
ar birgðir, sem búið væri að
borga. Hann kvaðst lítið geta
sagt um málið á þessu stigi, en
það væri allt í athugun hjá fé-
laginu. Hins vegaf gæfi það
auga leið að ef íslenzka krónan
yrði látin fylgja pundinu, eða
fara ennþá neðar, hefði það
strax í för með sér hækkun á
olíum.
Sögu
hjá stjórn félagsins, en hana
skipa þessir menn: Friðfinnur
Ólafsson, Hafsteinn Sigurðsson,
Oddgeir Bárðarson, Kristinn Ol-
sen og Sigurður Magnússon. —
Einnig fást jólamerki félagsins
hjá þeim, en þau eru teiknuð,
prentuð og gefin af Jakob V.
Hafstein.
Barnaskemmtun verður hald-
in í Háskólabíó á vegum félags-
ins seinna í vetur og árshátíð
félagsins verður 22. marz. N.K.
föstudagskvöld, 24. nóv., mun
félagið efna til Kvöldkabaretts
að Hótel Sögu. Er þetta ekki
ætlað neitt fremur fyrir Lions-
félaga en aðra. Aðgöngumiðinn
kostar 150 krónur, og er fjöl-
Jólamerki félagsins
breytt skemtmiskrá innifalin. —
Matur verður framreiddur frá
kl. 7, en skemmtiatriðin hefjast
um átta leytið. Verður dansað
milli skemmtiatriða og síðan að
þeim loknum.
Skemmtiskráin er á þessa
leið: — Ávarp, Jakob Hafstein.
Indriði G. Þorsteinsson tekur
við stjórn. Söngur: Magnús
Jónsson syngur við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar. —
Danssýning: Dansskóli Her-
manns Ragnars. — Söngur: Frið
björn G. Jónsson (nemandi
Stefáns íslandi). — Gamanvísur:
Brynjólfur Jóhannesson, leikari.
— Söngur: Magnús Jónsson. —
Hagyrðingar Þórs „kveðast á“.
— Happdrætti.
— Átakalaust
Framlhald af bls. 1
og Militiades Delivanis. Suley-
man Demirel forsætisráðherra
skýrði frá því í dag að Turan
Tuluy, sendiherra Tyrkja í
Aþenu hefði rætt við nýskipað-
an utanríkisráðherra Grikkja,
Pipinelis, en sagði að ekkert
svar hefði borizt við orðsend-
ingu Tyrkja til grisku stjórnar-
innar sl. föstudag þar sem þess
var krafizt að gríska stjórnin
kallaði aftur heim frá Kýpur
herlið sitt á eyjunni, tæp ellefu
þús. manna.
í Aþenu var það haft eftir
heimildarmönnum að Grikkir
bæru nú kvíðboga fyrir því að
Tyrkir hefðu ákveðið að beita
valdi í Kýpurmálinu. Pipinelli
gaf konungi skýrslu um viðræð-
ur sínar við Tuluy og við aðra
sendiherra í Aþenu um Kýpur-
málið. Orðrómur er á kreiki
í Aþenu um herútboð en ekk-
ert hefur verið staðfest um neitt
slíkt.
Á Kýpur áformar Kýpurstjórn
nú að kalla til starfa varalið
grískættaðra Kýpurbúa vegna
hættuástandsins sem þar ríki
nú. Fulltrúi herstjórnarinnar
grísku er nú kominn til Nikósíu
að skipa nýjan yfirmann Kýp-
urhers í stað Grivasar, sem kall-
aður var heim til Aþenu fyrir
þremur dögum.
gengið erfiðlega. Áætlað var að
þarna væri um 420 fjár, en leit-
armenn töldu að um 20 kindur
vantaði.
í morgun kl. 08 lögðu þeir af
stað með reksturinn frá Klaust-
ursseli á Jökuldal, en vegna ó-
færðar á heiðinni, var talið nauð
synlegt að fá snjóbíl til þess að
troða slóð fyrir féð. Snjóbíll var
fenginn frá Egilsstöðum og gekk
greiðlega að aka yfir Fljótsdals-
heiði, fór hann 'fram og aftur til
að troða slóðina, sem féð rann
svo eftir. Eins gátu rekstrar-
menn losað sig við lasburða og
Akureyri, 21. nóvember.
UM nokkurt skeið hefur þess
orðið vart, að leyniileg útvarps-
stöð starfaði hér á Akureyri, og
sendi út létta tónlist. Yerkfræð-
ingur hjá Landsímanum miðaði
stöðina út nú fyrir helgina, og
Washington, 21. nóvember,
NTB, AP.
John Kenneth Galbraith,
prófessor við Harvard-há-
skóla og fyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna í Ind-
landi, kunnur andstæðingur
Johnsons forseta í Víetnam-
málinu og ósamþykkur stefnu
Bandaríkjastjórnar í málefn-
um Suðaustur-Asíu um næsta
margt, lagði í dag fram til-
lögur sínar um lausn Víet-
nam-málsins.
Leggur prófessorinn hart að
Bandaríkjastjórn að skapa grund
völl fyrir samningaviðræður um
frið með því, að endurskoða af-
stöðu sína til málsins og með
því að láta Víet Cong eftir yfir-
ráð yfir sveitahéruðum Suður-
Víetnam. í bæklingi sem prófess-
or Galbraith hefur ritað um Víet
nam-málið og kom út vestanhafs
í dag segir m.a.: „Við skulum
hætta áð gera okkur þá grillu,
að ekki sé lengur kleift að kom-
ast að samkomulagi í Víetnam,
það er hrein firra. En við verð-
um að hætta að einblína á þær
leiðir sem ófærar hafa reynzt
og hætta að neita að semja að
nokkrum öðrum leiðum“.
Megintillögur Galbraiths eru
þrjár og er sú fyrsta þeirra, að
Bandaríkin hverfi frá því tak-
marki sínu að endurheimta allt
Suður-Víetnam úr höndum Víet
Cong og samþykki að láta Víet
Cong eftir meirihluta sveita-
héraðanna í landinu. Önnur til-
laga Galbraiths er sú, að hætt
verði loftárásum á Norður Víet-
nam og á bækistöðvar Víet Cong
í Suður-Víetnam, og hin þriðja
helzta er svo sú, að Banda-
ríkin skapi sér aðstöðu til samn-
inga í Víetnam, en það segir Gal-
braith að ekki sé á færi manna
er trúi á hernaðarlega lausn
mála austur þar.
Auk þessa segir Galbraith.
Bandaríkjamenn verða að vera
reiðubúnir til að verja strand-
borgir og önnur svæði sem telja
verði eðlilegt og sanngjarnt að
verja og til að halda uppi eftir-
liti með ferðum skæruliða og
segir að bæði sé það, að óvíst
sé hvern hug Víet Cong og
Hanoi-stjórn hafi á því að stríð-
inu ljúki og einnig verði að taka
tillit til þess að mörg Asíuríki
beri kvíðboga fyrir því hversu
fara muni ef Bandaríkjamenn
verði á brott með her sinn úr
S-Víetnam. Loks gerir Galbraith
það að tillögu sinni, að Banda-
uppgefnar kindur, sem snjóbíll-
inn flutti niður í Fljótsdal.
Þegar síðast fréttist gekk
reksturinn greiðlega og voru
rekstrarmenn komnir austur fyr-
ir miðja heiði og bjuggust við
að koma til Skriðuklausturs um
kl. 9 í kvöld.. Talið er að ekki
hefði reynzt unnt að koma fénu
yfir heiðina ef snjóbílsins hefði
ekki notið við.
Á heiðinni var fjörlegt um að
litast. Menn sáu til hreindýra,
rjúpna og refa. Hreindýrin virð-
ast sæmilega haldin þrátt fyrir
jarðbönn á Fljótsdalshéraði.
á iaugardaginn fannst hún.
Þar sem starfsemi sem þessi
brýtur í bága við landslög var
stöðin gerð upptæk með lög-
regluvaldi, en engar kröfur aðrar
voru gerðar á hendur útvarps-
stjórunuim". — Siv. P.
ríkjastjóm og utanríkisráðuneyt-
ið bandaríska hætti að taka eins
djúpt í árinni í umsögnum sínum
um Víetnam-málin og nú sé gert
og telur prófessorinn smekkvísi
og greind bandarísku þjóðarinn-
ar misboðið með ummælum yfir-
valdanna nú.
William C. Westmoreland, hers
höfðingi sagði á fundi með frétta
mönnum í Washington í dag, að
nú færi að líða að því áð hillti
undir endalok styrjaldarinnar í
ifíetnam. Ekki sagði hershöfð-
inginn neitt um hversu þessa
yrði langt að bíða, en sagði að
allar vonir andstæðinganna
hefðu brugðizt.
Liðhlauparnii bandarísku sem
fram komu í sjónvarpi í Moskvu
á mánudagskvöld sögðu í viðtali
í Moskvu-bla'ðinu Pravda, mál-
gagni Sovétstjórnarinnar, að þeir
vildu fúsir láta lifið í baráttunni
gegn „hinu ómannúðlega og illa
stríði í Víetnam". Liðhlauparnir
fjórir hurfu af flugvélamóður-
skipinu „Intrepid“ þar sem það
lá í höfn í Tókíó 23. október sl.
Sögðust fjórmenningarnir hafa
leitað til Sovétríkjanna, þar sem
þeim hefði skilizt að Sovétrík-
in væru andsnúin styrjöldinni í
Víetnam.
— 64 farast
Framlhald af bls. 1
þeganna, að hann hafi í fyrstu
haldið, að þetta væri harkaleg
lending, en þá hafi hrunið úr
loftinu yfir hann og eiginkonu
hans og vélin hafi orðið alelda
á samri stundu.
Flugvallarstarfsmenn segja,
að aðflug vélarinnar hafi virzt
með eðlilegum hætti og ekki
hafi heyrzt frá Plugstjóranum,
að nokkúð væri athugavert.
Brak úr vélinni dreifðist yfir
stórt svæði og björgunarmenn
vinna enn að því að leita hinná
látnu, en í morgun höfðu þrjá-
tíu lík fundizt. Haft er eftir ein-
um björgunarmanna, að næsta
óskiljanlegt sé að nokkur skuli
hafa komizt lífs af úr slysinu.
Slysstaðurinn varð fljótlega hu'l-
inn þykkum reykjarmekki frá
logandi brakinu og torveldaði
það björgunarstarf. Veður var
gott, er slysið varð, en um svipað
leyti og sjúkrabílar komu á vett
vang fór að snjóa.
Sérfræðingar vinna nú að
rannsókn á orsökum slyssins, og
er enn ekki vitað, hvað valdið
hefur slysinu.
— Bardagar
Leynilegr útvarpsstöð á
Akureyri gerð upptæk
Vill eftirláta Viet Cong
sveitir S-Vietnam