Alþýðublaðið - 23.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsmu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 98S. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Vinnubrögð. Verkstjórn og verksvit, Launajðfauður. Eftir Ingólf Jbnsson, cand. phil, (Niðurl.) En hvað er leti? Húc er margs- konar, eftir því hvað maðurina starfar. En alla jafna — mér liggur við að segja ætíð — stafar hún af einhverjum vanhöldum Ukamans, andlega eða iíkamlega. Sá, sem andlega vinnu stundar, verður ekki »latur< fyr en hann er orðinn á einhvern hátt þreyttur á verki sínu, hefir notað til þess of mikla orku, og heilinn gerir svo uppreist, heimtar hvíld. Verkamaðurinn, sem stundar líkam- lega vinnu, hefir ekki í sér fóig- inn nema vísan skamt orku, sem hann getur notað, án þess að hvílast. Þegar hann hefir notað þennan skamt, sem er kominn undir þeirri aðbúð, sém verka- tnaðurinn hefir: húsakynnum, kiæðnaði, mataræði o. s. frv„ þá fer líkaminn að segja til, en venjulega ekki íyr en eytt er meiri orku en í raun og veru má, svo að aldrei fyllist fullkom- lega í skarðið hjá verkamanni, sem altaf þrælar, Afleiðingin er auðsæ: orkan verður aldrei full- komin, og mótmæli líkamans því sífeld. Verkamaðurinn verður þvf að leita einhverra ráða til þess, að vega upp á móti þessu tapi, og einá ráðið verður það, að eyða minni orku við vinnuna, fara hægar. En það er í daglegu tali kallað * leti <. Ur þessu verður því hvorki bætt með >skrifum út í loftiðc, eða sultarlaunum, eða löngum vinnutíma. Nei, »letinni« verður bezt út- rýmt með því, að kenna mönaum að vinna, með því að kenna þeim að meta orku sína og atgerfi réttilega, mei verðugum iauaum og jafnvel meiru, með hæfilega löngum vinnutíma, og með sem beztri aðbúð á allan hátt. Um það skal ekki þráttað hvort vinnubrögðum manna hér sé al- mennt ábótavant. Það má ve! vera. En að sökin liggur ekki hjá verkamönnum, má meðal annars sjá af því, að hvar sem íslenzkir sjómenn fara, eru þeir teknir fram yfir og taldir betri verkmenn en alment gerist. En þar vinna þeir líka undir verk- stjórn. Má vel vera að hún sé í lagi hér, en þó hefi eg heyrt að svo sé ekki víða, og sjálfur hefi eg unnið oft og mörgum sinnum hér landi, þar sem blátt áfram engin verkstjórn var, og geta menn séð, að það kann ekki góðri lukku að stýra. Það liggur því alveg í hlutarins eðli, að með bætturn kjörum og betri verkstjórn afkastar verka- maðurinn meiru, ea hann nú gerir. Enda eru til fjölmörg dæmi, sem eg veit að allir verkamenn þekkja; enda þótt »fjárráðamennirnir« U séu ekki svo hagsýnir, flestalíir, að viija skilja það. Það liggur auðvitað í hlutarins eðli, að sá sem ræður til sín mann og gerir vel við hann, á til- kali til dyggilegrar vinnu í staðinn. Um slíkfc þarf alls ekki að ræða. X ið í Morgunblaðinu heldur af vanþekking sinni að fjöldi sjó manna vorra hafi fyrir engum að sjá! Betur að svo væri. En það er óhætt að segja þvf góða X. það, að fæstir íslenzkir sjómena, jafnvel þó einhleypir séu, hafa að eins fyrir sjálfum sér að sjá! Þeir eiga flestir, einhleypu sjó hetjurnar okkar, fyrir foreldrum eða systkinum að sjá, eða hvort- tveggja. Að lokum vil eg fræða herra eða fröken X um það, að það er engian föfmður í því, að taka brauðið frá einum vesalingnum og geía það öðrum. Það er ójöfnuður, Hitt er jöfnuður, að taka Iítið eitt úr gulikistum fépúkanna (fjár- haldsmanna) og bæta í tómann sjóð verkamannanna, þeirra sem, eftir kenningu X., ciga aaðinn. Ef jeg er fjárhaldsmaður ófjárráðs, þá er eg skyldur til að sjá hon- um fyrir lífsviðurværi og allri sæmilegri aðbúð, og taka það af fé hans. Ef dýrtíð verður, bæti eg auðvitað við eyðslufé hans. Eins er um atvinnurekandann, meðan hann hefir fjármagnið, er það skylda hans, að bæta verka- manninum upp með kauphækkun alla þá dýrtíð er verða kann. Því verkamaðurinn á í raun og verc allan anðinn. Dm dagini og Teginn. Bifreiðarslys enn. í gær ók bifreið á mann í Hafnarstræti og meiddi hann allmikið, Kom hún framan af hafnarbakka, en mað- urinn eftir götunni. Bifreiðaslysin og axarsköft bifreiðastjóra eru orðin alt of tíð til þess, að lög- reglan láti handhófsakstur biftækja afskiftalausan. Hver einasta bifreið eða bifhjól, sem henni virðist aka of hart, á hún að stöðva og láta sæta þeira hæstu sektum, sem unt er, iögum samkvæmt. Um 1050 talsímar eru nú E notkun hér í Reykjavík, sagði Jónas Eyvindsson Alþýðubiaðinu. Af Siglnfirði var blaðinu sím- að í gær, að norskt skip hefði í fyrra dag komið þangað með I2C tunnur af síld. Fiskafli er enginn sem stendur vegna beituleysis og norðan stormur hamlar síldveiðum. Vonandi verður það ekki iengi, því í morgun var stilt veður nyrðra. E.s. Arctos (933 smál.) kom -É morgun frá Haugasundi með vör- ur til kaupmanna. Málverkasýning Jóns Stefáns- sonar listmálara stendur enn nokkra daga. Þar eru til sýnis nokkur úr- valsrnyndir hans, sem bera þess- ljósan vott, hve málarinn hefir lagt mikla vinnu og góða í verk sín. Menn geta bezt dæmt um Iistagildi þeirra og fegurð með því, að fara sjálfir og sjá. Það skal tekið fram, að sumar mynd- irnar njóta sín ekki í sýningai*" herberginu, það er of lítið. Dýnvverudarinn, júlíblaðið, er nýkominn út og flytur hann hitt og annað til fróðleiks mönnun* og verndar dýrum. Blaðið ættu allir þeir, sem illa fara með dýr.» að lesa sérstaklega vandlega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.