Alþýðublaðið - 23.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBL AÐIÐ 3 :: - Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: Lífsábyrgðaríélagið iNÐfAIA" b.f. Kristjaníu. Noregi.. Allsr venjulegar lífstryggingar, :: barnatryggingar og lífrentur :: Islandsdeildin Löggilt af stjórnarráði tslands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslenzku! Varnarþing i Rvíkl „ANDYAKA“ heíir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest önnur líftryggingarfélög. „ANDVAKA“ setur öllum sömu iðgjöldf (Sjómenn t. d greiða engic aukagjöid). „ANDVAKA“ gefur út iíftryggingar, er eigi geta glatast né gengið úr gildi. ANDVAKA‘‘ veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi. Hellusundi 6, Reykjavík. Helgi Valfrýsson, (forstjóri íslandsdeildar). Veðrið í dag. Vestm.eyjar ... N, hiti 6,2. Reykjavík .... NNA, hiti 4,7. ísafjörður .... NA, hiti 6,5. Akureyri .... NNV, hiti 4,0. Grímsstaðir ... N, hiti 1,5. Seyðisfjörður . . N, hiti 6,1. ^órsh., Færeyjar N, hiti 9,0. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog lægst fyrir suðaustan Færeyjar og hægt stígandi. All- hvöss norðlæg átt. Hákon, þilskip, kom inn í fyrradag hiaðinn fiski. Hafði aflað þetta á 17 dögum. Sýslnmannsembættið í Þing- eyjarsýslu er nú auglýst laust. Umsóknarfrestur til 1. sept. Byrj- unariaun 4200 kr. og dýrtíðar- uppbót sanikvæmt launalögunum, eöa 5040 kr. Crift voru í Khöfn síðastliðinn laugardag ungfrú Anaa Bjarnar- son sýslumanns frá Sauðafelli og Morten Ottesen cand. phil. frá Ytra-Hólmi. Líftryggingar. Starfsþrótiur for- eldranna er oft og einatt öll su »inneign" og framtíðarvon er þau hafa lagt að grundvelli heimilis síns. En auðvitað er þetta stopúl eign, þótt ágæt sé. Áður en varir getur annar helmingur hennar — eða jafnvel öli þessi eign glatast. Lijsábyrgð og örkumlatrygging bætir mikið úr hættu þessari, þar eð þá verður ætíð fjárupphæð nokkur (tryggingarupphæðin) eftir ti! hjálpar handa þeim, er mist hafa fyrirvinnu sína. Jnserat. Reitir gróa. (Sléttubönd.) Reitir gróa, lifnar lund, * ljósið móa græðir. Sveitir gióa, bregða blund blásnar skóga-hæðir. y. 6iæpsamtepr aðjarir málara. Giottð, sem uppi var á 12. öld, og talið er að lagt hafi grund völlinn að ítalskri málaralist, ákvað eitt sinn að mála roynd af kross- festingu. Loksins gat hann talið fátækan verkamann á það, með loforðum um há laun og lausn að stundu liðitmi, að láta binda sig á kross, og verða þannig fyr- irmynd málverksins. Varla hafði Giotto bundið manninn, áður hann tók ríting og rak hann í brjóst verkamannsins, að því búnu mál- aði hann í snatri angistarsvip og dauðadrætti veslings mannsins. Þegar hann hafði lokið málverk- inu, færði hann páfanum það, sem hengdi það frá sér numinn, yfir altarið í kapellu sinni. Giotto spurði hans háæruverðugheit, hvort hanra vildi sjá frummyndina. Páf- inn brást reiður við þessari óguð- legu spurningu. En Giotto sagði, að ef hanra fengi syndakvittun, gæti páfinn fengið að sjá mann- inn sem myndin væri af. Giotto fekk aflátsbréfið og páfinn fór með honum ti! vinnustofu hans, en þegar hann sá blóðugt líkið, fyltist hann hryllingi og bræð. og skipaði að lífláta® málaranni Skyndilega greip Giotto pensil, rak hann niður í „fernisolíu" og strauk honum yfir myndina og kvaðst því næst reiðubúinn að deyja. Páfinn varð bæði hryggur og reiður og hótaði &ð láta brenna málarann, ef hann málaði ekki nýja mynd jafngóða hinni eyði- iögðu. Þá krafðist Giotto skriflegs aflátsbréfs með innsigli páfa, og er hann hafði fengið það, tók hann votan svamp og þerraði »fernisinnc af máiverkinu. Þannig hafði hann bjargað lífi sínu, án þess þó aö frarokvæma það ómögulega verk, að gera aftur jafngott roálverk. Franskur málari, sem var uppi nokkru seinna, ætlaði eitt sinn að mála mynd af dauða Milons frá Crotonas í ljónagröfinni. Hann gerði samning við mann, vel vax- inn skjaldsvein, um að hann yrði fyrirmynd og léti spenna járn- hringa um hendur sér. Skjald- sveinninn klæddi sig úr fötunum og lét binda sig. — ímyndaðu þér nú, sagði málarinn, að Ijón ráðist á þig og reyndu að verj- ast því. En engin list var f fereyf- ingum skjaldsveinsins; þá leysti málarinn varðhund og sigaði hpn- uni á fórnarlambið. Nú urðu hreyf- ingar og látbragð skjaldsveinsins eðlilegar og grimd hundsins óx að því skapi meira, sem maður- inn varðist ákafar. Myndin varð meistaraverk, og málarinn gat gert drenginn ánægðan, þrátt fyr- ir hræðsiuna og sárin sem hann hlaut, með því að greiða honum nógu háar fébætur. r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.