Morgunblaðið - 09.12.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 21 „Það má læra eitthvað af öllum" — segir Gylfi ÞAÐ er þröng á þingi inni á heyrnardeild Heilsuverndarstöðv ar Reykjarvífcur. Við gráan klefa úti í Ihiorni situr stúlka og snýr ótal tökkura á einlhverju undar- legu apparati og ritar torkenni- leg tókn á blað fyrir framan sig. Hiún er að mæla heyrn. Þar skammt frá situr gömul kona með svolítið tæki í eyranu. Svipurinn á andliti hennar lýsir í senn undrun, ánægju og tor- tryggni. Kannske er hún að heyra hljóð, sem (hiún hefur akki heyrt svo árum skiptir. Maður- inn andspænis henni er að „bemna“ henni að tala í síma. í hertoergi inn af þessu at- haifnasvæði hittum við fyrir Gylfa Baldursson, forstöðumann heyrnardeildarinnar. Gylfi hefur veitt deildinni forstöðu, síðan hann kom heim frá námi í tsi- meina- og heyrnarfræði í Banda- ríkjunum í fyrra. Nú er Gylfi fyrir skemmstu kominn heim úr mánaðar kynnisferð í DanmörbU'. Við komum okkur beint að efn- inu. — Hafa Danir eitthvað upp á að bjóða fram ytfir Bandaríkja- menn á þessu sviði? — Það má læra eitthvað af öllum, ekki sízt frændum okkar Dönum. Yfirlæknir einnar af heyrnar- stöðvunum í Danmörku sagðist iita svo á, að bandarískir kollev ar hans væru miklir vísindamenn og framlag þeirra til heyrnar-- fræði ómetanlegt, en að þeim haetti til að meta hlut sjúklings- ins of lítils, og að þeir beittu alls kyris kúnstum til að komast að hárniákvæmri sjúkdómsgrein- ingu, en gerðu svo ekkert við hana. Og sjúkdómsgreiningin ei sjúklingnum heldur næringar- Mtið vegarnesi. Þetta eru að vísu nokkuð harkaleg ummæli, en eitt er víst, að Danir gera eitthvað við sína sjúkdómsgreiningu, þannig að sjúklingurinn nýtur góðs af. — Eigum við þá ekki langt j land? — Jú vægast sagt. Heyrnar- fræðileg þjónusta er hér enn ó fruimstigi, en samt mjakast þetta jiafnt og þétt í rétta átt. Við ger- um miklar kröfur, þvx að við vitum, hvað hægt er að gera Ég er hræddur um, að sumum kunni að blöskra tílætlunarsem- in í okkur og þykja kröfurnar nokkuð róttækar. Kannske sann- færast þessir vandlætarar ekki fyrr en þeir fara að missa svo- litla heyrn. Eitt dæmið um frum- býlingshátt okkar fslendinga er, að við eigum ekki eina einustu spítaladeild fyrir háls-nef- og eyrnasjúkdóma. Og nú geturn við ekki afsakað okkur með sérfræð- ingaslkorti. Þessir örfáu háls-neí og eyrnalæknar, sem við eigum hér á landi, hafa nóg á sinnj könnu, og miklu meira en það. Þeir myndu víst seint anna þvi að taka að sér spítaladeild. En við eigum íslenzka sérfræðinga erlendis, sem eru reíðutoúnir til þess að taka að sér slíka deild, ef aðstaðan hýðst bráðlega. Að missa slíkan mann væri ófyrir- gefanlegt andvaraleysi. Ráða- menn í heiitorigðismálum Reykja víkur vinna nú að því, -xð komg á fót slíkri deild. Vonandi hafa þeir erindi sem erfiði. — Eru margar Tíkar háls- nef- og eyrnadeildir í Dan- mörku? — Já, þær eru allmagar, bæði smáar og stórar. Allar meirihátt- ar heyrnarstöðvar í Danmörku eru í nánum tengslum við eyrna- deildir, yfirleitt undir sama þak- inu, enda getur hvorug deildin án þjóniustu hinnar verið. Auk þess nýtast starfskraftar mun betur með slí'kri tilhögun. — Mér skilst á þessu, að eyrna deild myndi þá annast aiiar lækn Isaðgerðir og læknis-neðíerð. Er svo að skilja, að enjiun iæknÍT vinni við heyrnardeildina hér? . — Nei, svo siæmt er það ails ekki. Hingað 'kemur einu sihni í Baldursson viku Erlingur Þorsteinsson, háls- nef- og eyrnalæknir, sem iítur á alla þá, sem skoðun þui-fa. Um leið er Erlingur ráðgefandi varð andi ýmsa þætti í meðferð sjúkl- inga. Þessi þjónusta er ómiss- andi, en læknisheimsóknir á deildina mættu þó vera mun tíð- ari og sambandið miLli heyrnar- deildarinnar og eyrnalækna nán- ara. Senmlega leys;st þetta vandaimál elkki fyrr er með tii- komu eyrnadeildar. — Getur þá hver sem er fengið læknismeðferð á heyrnardeild- inni? —• Læknisskoðun. Ef sfcoðunin leiðir í ljós, að sjúklingurinn gæti haft gagn af læknismeð- ferð, er honum vísað til sérfæð- ings. Við fylgjumst síðan með því, hvort meðferðin ber árang- ur. — Hafið þið nógu margt starfs fólk hér? — Aldrei nógu margt. Við er- um hér fimm í fastri vinnu, auk læknisins. Raunar gætum við naumast verið fleiri í þessu hús- næði, en við vonumst til þess að flytja í mun rýmri og hentugri húsakynni í byrjun næsta árs. Þá fer að verða gaman að lifa. — Hvenær var þessari deúd komið á fót? — Það var árið 1962, að Zonta systur hér í Reykjavík gáfu ýmis- leg heyrnarmælingatæki og kost- uðu auk þess stúlku til náms í heyrnarmælingum. Þessi stúika annaðist svo mælingar á heyrn barna hér í Heilsuverndarsíöð- inni, en prófaði auk þess heyrn barna úti í skólum á Reykjavík- ursvæðinu. Þannig var deildin rekin þar til í fyrra, að komst verulegur skiður á, enda tími til kominn. Svo að það eru eigtnlega Zonta systur, sem komu hreyfingu á málin? — Já, sannarlega. Við væum tæplega komin þe:ta áieiðis, ef ekki hefði notið við frumkvæðis þeirra, Og þær hafa ekki iátið sér jfrumkvæðið eitt nægja, þvi að æ síðan hafa þær unnið að þessum málum af næstum yfir- náttiirulegum dugnaði. Framlag þeirra verður víst seint metið að verðleibum. — Eru enn framlcvæmdar heyrnarmælingar í skólum lands ins? — Því miður aðeins í Reykja- vík. Heyrnardeildin er borgar- stofnun, og því getum við ekki athafnað okkur úti í landsbyggð- inni. Á Reykjavíkursvæðitiu eru öll 7 ára, 9 ára og 12 ára börn í barnaskólunum heyrnarmæld. Ef þau standast ekki prófið eru þau send hingað till frekari rann- sóknar. Við getum gert ráð fyrir, að um 2 börn í hverjum 30 barna belkk þarfnist einhverrar með- ferðar. Við sjáum hversu brýn þörf er á slíku eftirliti. Það er því sárt að starfsemi deildarinn- ar sé ekki ríkisuppgáfa, þannig að við getum athafnað okkur úti á landi. — Njóta þá Reykvíkingar ein- ir þjónustu deildarinnar? — Nei. Vegna sérstöðu deild- arinnar reynum við að sinna öll um þeim, sem hingað leita. En það er ekki nema hálft gagn í því. Sem borgarstofnun getum við ekki skipulagt neina starf- semi og annazt eftirlit utan Reykjavíkur. Því miður. — Hingað koma menn til að fá heyrnaxtæki, er ekbi svo? — Jú. Ætli við útihlutum ekki að meðaltali um 35 tækjum á mánuði. Heyrnaruppeldisfræð- ingur okkar Birgir Ás. Guðmunds son, sér að mestu um alla heyrn- artækjiameðferð. Þetta er tíma- frekt þolinmœðisverk, þannig að við getum ekki sdnnt 'hverjum einstökum sem skyldi, og þá hvað sízt fólki utan af landi. Okkur er ljóst, að margir gætu haft talsvert meira gagn af heyrn artækjum sínum, ef þeir fengju nákvæmari handleiðslu. En til þess þarf tíma og starfskr ifta. Við vitum mætavel, að stundum lenda þessi heyrnartæki hrein- lega ofan í skúffu, Við gætum vafalaust dregið flest þessi tæki upp úr skúffunum aftur með því að binda þjónustuna einungjs við fólk ó Reykjavíkursvæðinu, þannig að okkur gæfist betri támi til að sinna hverjum og einum. Við gætum líka sett fólk á langa biðlista. Því miður er hvorug lausnin æskileg. Gylfi Baldursson — Geta ekki aðrir haft eftir- irlit með notkun tækjanna, ef þeir fá einhverja leiðsögn, t.d. hjlá ykkur? Á meðan sérmenntað fólk skortir, verðum við að grípa til þess að „harðsjóða“ hjálparfóik. En hér er hætta á ferðum: við verðum að fara varlega í að fela leikmönnum ýmis ábyrgðarstörf. Það er aðeins tómabundin neyðar ráðstöfun, sem má ekki verða til þess, að við gerum minni kröfur til sérmenntunar í framtíðinni. — Eru það yíirleitt sérfræð- ingar, sem senda fólk í heyrnar- rannsókn hér? — Ýmist eru það sérfræðing- ar, aðstandendur, eða fólkið sjálft, sem pantar tíma. Auk þess „veiðum" við fjöldann allan af börnum með skólamælingum. — Hve fljótt er hægt að gera heyrnarprófanir á börnum? — Það hefur verið reynt með nokkrum árangri að gera heyrn- arpróf á Ibörnum í móðurkviði, eða þá nýfædum, en sMkar mæl- ingar eru enn á tilraunastigi. Við viljum fá að sjá börnin, strax og grunur vaknar um heyrnar- deyfu. Þá reynum við að skapa okkur sem gleggsta mynd af heyrnarnæmi og hLjóðaúrvinmlu barnsins, með því að íylgjast með hegðun þess og viðbrögðum við ólíkum hljóðum. Fyrst í stað fáum við nokkuð grófa mynd af heyrn barnsins, en línurnar skýr ast yfirleitt við nánari rannsókn. — Þessi þrjátíu börn, sem misstu heyrn í rauðu hunda far- aldrinum 1963 — hvað voru þau gömul, þegar heyrnartapið upp- götvaðist? — Þau voru yfirleitt komin hátt á annað ár — sum meira að segja á þriðja ár — þegar þau komu hingað til rannsóknar. Nú eru þau komdn eitthvað á fjórða ár.' Við vitum enn ekki með fullri náfcvæmni hversu vel þau heyra, en við höfum þó nógu góða mynd af heyrn þeirra til þess að geta valið þeim viðeig- andi heyrnartæki. — Samt verða þau öll að fara í heyrnarleysingjaskóla, er ekki svo? — Löggjöfin mælir víst svo fyrir um, að þau börn, sem hafa svo iélega heyrn, að þau geta ekki spjarað sig úti í lífinu, skuli skólaskyld frá heyrnleysingja- skóla fjögurra ára gömul. En það er erfitt að meta það í hverju einstöku tilfelli, hvort barnið get- ur spjarað sig— og þá með til- hlýðilegri bandleiðslu — eða ekki. Reynslan verður oft að skera úr um það. Það er því af- skaplega erfitt að segja til um. hvaða börn eiga heima á heyrn- leysingjaskóla. Málið er ekki svo einfalt, að við getum látið heyrnarnæmi barnsins ákvarða, hvernig framtíðarmenntun þess verður hagað. Við höfum séð hér fjöldann allan af heyrnardauf- um börnum með talsvert iélegri heyrn en þau börn, sem bezt heyra í heyrnleysingj a ;kóla. Þessi börn hafa mörg spjarað —■ Á Hornströndum Framh. af bls. 12 hefir verið unninn í sjálfboða- vinnu, svo sem áður getur. Öll eru skýlin búin vistum og fatnaði eftir því sem álitið hefir verið nauðsýnlegt. Upphitun er frá kolaofnum eða gastækjum. Þá eru nú komnar taistiJðvar í sum skýlin og er að því stór- kostlegt öryggi, ef svo bæri við að nauðstaddir menn þyrftu að leita þar athvarfs og gætu þá látið vita af sér. Þeir sem hafa lagt hönd að /í verki sem þarna hefir verið unnið hafa látið þess getið að þeir minntust þess með ánægju að hafa fengið tækifæri til þess að verða þátttakendur. Mannskepnan er misjöfn að gerð. Það sem einn lætur sér annt um og leggur sig fram uir að hlúa að, getur annar gengið um með lítilsvirðingu og látið sig engu varða hvaða afleiðing- ar það kynni að hafa. Tilefni þessara skrifa er jafn- vel fyrst og fremst það að leiða hug manna að þessu mikilsver’ða atriði. Á Hornströndum er stórbrotið landslag. Bjórgin kvik af fugli yfir sumartímann. Friðsæld í vík um og vogum, þar sem gróður á undirlendi er nú ósnortinn af völdum manna eða búpenings. Fiskur fyrirfinnst þar í ám og vötnum. Það að þessi landshluti hefir nú um nærri tvo áratugi verið óbyggður að mestu setur og sérstakan svip á umhverfið. Að ur.danfornu hefir það stöð- ugt farið vaxandi að ferðamenn leggi leið sína um þessar slóðir. Fólk hvaðanæfa að á landinu fer þarna um á sumri hverju og dvelur þar langan eða skamman tíma eftir ástæðum. Það hefir og komið í ljós að þessir ferðalangar hafa oft átt viðkomu : skipbrotsmannaskýl- um Slysavarnafélagsins. 1 sumum tilfellum hafa við- komandi aðilar farið fram á það a'ð þeim væri heimilt að taka náttstað í skýlunum og eiga þar húsaskjól eftir því sem á þyrfti að halda hverju sinni. Af hálfu Slysavarnafélagsins mun því hafa verið til svarað að gisting og husaskjól væri gest- um og gangandi heimil með því skilyrði þó, að engu væri eytt aí vistum skýlanna nema um hreint neyðurtilfelli væri að ræða. Þessi svör hljóta að teljast eðlileg þegar tekið er tillit til þess hversu afskekktir þessir staðir eru og því ekki hægt um við með að bæta um það sem aflaga fer. Slysavarnafélag Islands hefir alla tíð átt rík ítök í hugum flestra landsmanna og væri því engan veginn rétt að banna ferðamönnum að hafa afnot af skýlunum r einstaka tilfellum að uppfylltum settum skilyrðum. Þessi viðbrögð ættu líka a'ð sjálfsögðu að leiða huga þeirra sem gista þessa staði og greið- ann hljóta að því að einhver virði sé að taka virkan þátt í því starfi, sem háð er til fram gangs málefnum Slysavarnafé- lagsins. Það er að sjálfsögðu undan- tekningarlaust að treysta verður því a'ð þessi greiðasemi verði ekki misnotuð. Komi slíkt fyr- ir ætti viðkomandi aðilum að vera ljóst að með því leiða þeir yfir sig mikla ábyrgð, ef svo skildi vilja til, að sá sem væri sig með ágætum. — Mér skilst, að Zonta-systur, með danskan sérfræðing að bak- hjarli, hafi sagt heyrnarleysingja skólum stríð á hendur? Stríð er ljótt orð. Á meðan stefnt er að sama markinu, er svolítill ágreiningur ekki nema heilbrigður. Það er svo auðvelt að skapa sér fastan farveg, fast hugmyndakerfi og lifa samkvæmt því. Þetta gildir jafnt um gömul kerfi sem ný. Þegar nýjar hug- myndir skjóta upp kollinum, neyðumst við til að endurskoða þær gömlu. Með því sköpum við ef til vill betra kerfi. Ágreining- Framh. á bls. 8 í nauðum staddur kæmi þar að húsi, sem búið væri að fjarlægja eitthvað af því sem ætlast var til að yrði honum til bjargar. Hvað segir svo reynslan um þetta? Því miður verður ekki sagt að umgengni hafi alltaf verið eins og hún ætti að vera hjá mönn- um sem vilja gæta sóma síns. Það skal þó tekið fram að al- mennt séð mun ekki um það að ræða að fólk fari þannig höndum um þessa staði að til vansæmdar sé. Einstök tilfelli þar sem um misnotkun hefir verið að ræða gefa vissulega tilefni til umvöndunar og er enda nóg til þess að minna alla á að slíkt má aldrei fyrir koma. Eins og á"ður segir eru skýlin búin matvælum, fatnaði og elds- neyti ásamt talstöðvum. Frá því fyrst var farið að sinna þessu bafa nokkur brögð verið að því að vistir, eldsneyti og fatnaður hefir verið fjarlægt án þess vitað væri til þess að á sama tíma hafi nokkur þurft að eiga þar viðkomu vegna neyðartilfellis. Gestabækur eru í öllum skýl- unum og þeim sem þar koma gert að skyldu að rita nöfn sín í þær. Þáð má sjálfsagt gera ráð fyrir því að þeir sem yfirgefa þessi hús eftir að hafa tekið eitt og annað ófrjálsri hendi telji sig ekki hafa ástæðu til þess að kvitta fyrir með nafni sínu. Hinsvegar vitum við að öllum sem þangað koma með góðum hug er ljúft að láta þess getið. Slysavarnafélaglnu hafa borizt margar kveðjur og þakkir þar sem látin hefur verið í ljós ánægja yfir því sem gert hefir verfð þarna. Það hefir ekki verið horfið að því fyrr, að gera þessi mál að umtalsefni á opinberum vett- vangi vegna þess að menn voru að vona að með tímanum lærð- ist mönnum að láta af þessum ósóma. Það hefir því miður farið svo að sú hefir ekki orðið reynsl- an og því ástæðulaust annað en láta þessa getið ef það mætti verða til þess að stugga við ein- hverjum þeirra sem þarna eiga aðild að, og ef til vill lesa þess- ar línur. Þó að hér hafi eingöngu verið rætt um skipbrotsmannaskýlin á Hornströndum þá er staðreyndin sú að þetta eru ekki einu stað- irnir sem hafa orðíð fyrir ásókn slíkri sem hér hefir verið minnst á. Annarsstaðar á landinu mun hið sama hafa átt sér stað í einstaka tilfellum. Undantekningarlaust ættu all- ir að hafa það hugfast að líta ber á skipbrotsmannaskýli svo og aðra staði sem þjóna sama hlutverki, sem helgan reit og haga umgengni í samræmi við þá hugsun. Enginn veit hver verður næst- ur til þess að verða fyrir því að þurfa að leita skjóls á þessum stö'ðum á neyðarstundu. Því má það ekki eiga sér stað að þar hafi neinu verið spillt, sem verða mætti til bjargar. Það eru glögg skil í hugsunar- hætti þeirra manna, sem í engu telja eftir erfiði eða fyrirhöfn til þess að hlúa að þessum stöð- um, eða hinna sem eru svo gjör- sneyddir öllu almennu velsæmi að geta lagt sig niður við það áð valda þar spjöllum. Slíkum ósóma ættu allir aj geta lagt sig fram um að upp- ræta. "ísafirði í nóv. 1967. Guðin. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.