Morgunblaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1%8
15
SKAÐSEMILSD OG MARIJUANA
AP-GREIN, EFTIR
BERNARD GAVZER
MEÐAL bandarísku þjóðarinn-
ar hefur breiðzt út vaxandi
uggur vegna neyzlu marjuana
og LSD. Þetta er mjög raun-
verulegur og djúpstæður ugg-
ur, enda þykir flestum tilefni
til hans, nema þeim sem sjálf-
ir fást við að neyta þessara
hughvarf alyfj a.
Varla nokkrir foreldrar í
Bandaríkjunum geta varizt
þeirri tilhugsun, að börn
þeirra á unglingsaldri kunni
að fikta við að taka inn lyf,
sem skaðað gætu huga þeirra.
Og unglingarnir eru ekki held-
ur óhultir, — þeir vita ekki
með vissu nema það, sem þeir
tóku inn í síðustu viku eigi eft-
ir að valda þeim tjóni, jafnvel
þótt ekki verði fyrr en eftir
mörg ár.
Læknarnir kynnast þessum
ótta á stofum sínum, prestarnir
í skrifstofum sínum, dómararn-
ir í réttarsölunum, — og ekki
aílltaf sem embættismenn, ekki
alltaf vegna annarra manna
barna.
Þessi uggur á rætur að rekja
til háværra og margra yfirlýs-
inga um skaðsemi eða dásemd
þessara lyfja. Marijuana, segja
menn, er stökkpallur til neyzlu
sterkari, ávanaþrælkandi lyfja,
svo sem heroins; veldur líkam-
legu tjóni; afskræmir hugann;
leiðir til kynæðis, ofbeldis og
glæpa; veldur siðferðilegri
hrörnun. Sagt er, að LSD, sem
er miklu öflugra lyf, skaði litn-
ana (genin, sem bera erfðaein-
kenni milli foreldra og afkvæm
is), valdi skemmdum á fóstri,
örvi menn til manndrápa og
sjálfsmorða eða valdi brjálæði
og siðferðilegri hnignun.
Þó er neyzla marijuana í
Bandaríkjunum opinskárri en
nokkru sinni áður, og bornar
eru brigður á réttmæti fordæm
ingar þjóðfélagsins á því lyfi
í réttarsölum landsins, auk þess
sem efnt er til herferðar fyrir
marijuana-neyzlu, þar sem því
er lýst yfir, að Bandaríkja-
menn séu fóðraðir á örugigustu
lygum um lyfið. A'ðrir krefjast
þess að fá rétt til að neyta
LSD, er þeir ganga til altaris
í kirkjum nýstofnaðra sértrú-
arflokka sinna, á sama hát't og
kirkja innfæddra Ameríku-
indíána hefur blessun laganna
til að nota örvandi lyf við
guðsþjónustur sínar.
LSD er eitt þeirra lyfja, sem
mest áhrif hafa á mannshug-
ann. Marijuana er miklu veik-
ara lyf og áhrifa þess gætir
miklu skemmri tíma. Ekki er
vitað, hve stóran skammt af
lyfjum þessum menn þurfa að
taka, til að þau valdi eitrun,
en bæði hafa þau slík áhrif á
mannshugann, að það er geysi
hættulegt þeim, sem þeirra
neyta, að framkvæma nokkuð,
sem krefst einhverrar leikni,
svo sem að aka bifreið. Mariju-
ana getur komið mönnum í
draumkennt ástand, eða eins
konar sæluvímu, og undir slík
um kringumstæðum fer allt
mat á tíma og rúmi úr skorð-
iim, svo að neytandinn kynni
að standa andspænis mikilli
hættu, án þess að gera sér
grein fyrir henni.
LSD magnar skilningarvitin
geysilega, svo að skynjanir hóp
ast að neytandanum. Maður,
sem ekur bifreið undir áhrif-
um LSD, veit sennilega að
hann er staddur í mikilli um-
ferð, en hann heldur kannski
að hann sé í skipaskurði og
byggingarnar séu risastór far-
þegaflutningaskip.
Þá er áhrifum LSD einnig
lýst þannig, að stundum heyri
menn liti og sjái hljóð. Verstu
tilfellin, hin svokölluðu LSD
„bad trips“, hafa framkallað
þannig ástand, að neytandinn
fær algert óráð. Því er haldið
fram, að menn geti komizt í
slíkt ástand fyrirvaralaust jafn
vel mörgum mánuðum eftir að
þeir hafa neytt LSD.
Enginn löglegur forði er til
af marijuana eða LSD til per-
sónulegri nota í Bandaríkjun-
um. Yfirvöldin tóku í sína
vörzlu allar birgðir framleið-
enda, 22 grömm, í apríl 1966,
og hafa úthlutað af þeim mjög
varlega til athugana og tilrauna
undir ströngu eftirliti sérfræð-
inga. All't annað LSD er fram-
leitt á ólöglegan hátt e'ða
smyglað inn í landið.
Þótt hægt sé að misnota
margar tegundir lyfja, eru
menn mest uggandi um LSD
og marijuana, vegna þess að
miklu fleiri ungir Ameríku-
menn hafa tekið að neyta
þeirra en t.d. heróíns, sem vald
ið hefur alvarlegu vandamáli
um langt skeið. Eiturlyfjadeild
ríkislögreglunnar segir, að vit-
að sé um 60 þúsund neytend-
ur eiturlyfja af ópíumstofni.
Aðrir segja, að þeir séu um
200 þúsund.
Þar sem ólöglegt er að eiga
í fórum sínum marijuana, eru
engar áreiðanlegar tölur til um
fjölda marijuana-neytenda, að-
eins geturgátur frá þeim, sem
gerst þekkja til.
„Stúdentasamtök Bandaríkj-
anna nefna töluna 10 milljón-
ir“, segir John Finlator, yfir-
maður eiturylfjadei'lidar ríkislög
reglunnar, „en við teljum að
neytendur marijuana séu milli
3 og 5 milljónir manna.“ Eftir
Gallup-könnun í háskólunum
að dæma eru neytendur þess-
ara lyfja um 300 þúsund með-
al stúdenta. Dr. James T. God-
ard, framkvæmdaistjóri mat-
væla- og lyfjaeftirlitsins, telur
að um 20 milljónir Ameríku-
manna hafi reynt marijuana
a.m.k. einu sinni.
Engin áreiðanleg tala er til
um neytendur LSD. En þess
eru óyggjandi merki, að LSD
hafi verið og sé notað á fjölda
háskólagörðum og að litllum
erfiðleikum háð að fá það
keypt í ýmsum stærri borgum
Bandaríkjanna.
Ein mesta bylting í þróun
eiturlyfjaneyzlu er breytingin
á stétt þeirra, sem hana stunda.
Fyrir 10 til 20 árum voru mari-
juana-reykingar einkum taldar
löstur negra og annarra fátæk-
ustu stétta þjóiðfélagsins, auk
hljómlistarmanna, söngvara,
dansara, uppreisnargjarnra rit-
höfunda og listamanna.
Dómari nokkur í Kaliforníu-
ríki, Arthur L. Alarcon, lýsir
því, sem nú er orðinn daglegur
viðburður í réttarsölunum: „í
dag sjá dómarar ört vaxandi
fjölda marijuana-neytenda af
góðum fjölskyldum, stúdenta
með einkunnir yfir meðallag,
sem aldrei hafa áður komizt
undir manna hendur.“
LSD-neytandanum hefur ver
ið lýst svo af dr. Richard Blum,
sem stjórnar rannsóknum á
geðrænu msjúkdóimuim vlð
Stanford háskólann í Kali-
forníu og er helzti ráðgjafi
ríkisstjórnarinnar í eituflyfja-
málum: „LSD er algengast með
al aldursflokksins 20 til 30 ára
í stórborgum. Það eru fremur
vel menntaðir en ómenntaðir
borgarar, sem nota það, frem-
ur karlar en konur. Neytendur
þess eru oft hæfileikafullir
stúdentar, sem eru „innhverf-
ir“, hafa áhuga á bókmennt-
um og listum, eru talsvert
hneig'ðari til „vitsmunahyggju"
en jafnaldrar þeirra og ónæm-
ari fyrir vanasiðfræði þjóðfé-
lagsins.“
Hversu hættuleg eru mariju-
ana og LSD? Til eru þeir, sem
halda því fram, að marijuana
sé ekki eins skaðlegt og áfengi,
sem verður margfalt fleirum að
bana, eftir því sem vitað er,
sem orsök umferðarslysa og
heilsutjóns af ofneyzlu, og er
bein orsök að hjónaskilnuð-
um, upplausn heimila og fjar-
veru frá vinnu.
En engin vísindaleg niður-
staða hefur verið til um skað-
semi marjuana, sem er planta,
— þar sem til skamms tíma
hefur ekkert verið vita'ð um
það, hve öflugt lyfið er. Ein
sígaretta var oft miklu sterk-
ari en önnur, t.d. vegna jarð-
vegsins, sem plantan var upp
runnin í, eða veðurfars og upp-
skeruhátta. Sérfræðingar tóku
því að efast um, að ein sígar-
etta framkallaði nokkur áhrif.
Mjög litlar vísindalegar athug-
anir voru framkvæmdar á
marijuana, þar sem meirihluti
lækna var þeirrar skoðunar, að
engin not væri hægt að hafa
af lyfinu við lækningar. Nú
hefur verið framleitt lyf úr
marijuana, THC, sem vísinda-
menn telja að muni gera þeim
kleift a’ð framkvæma fullgilda
rannsókn á því, hver áhrif þess
eru og hvers vegna þess er
neytt.
„Eins og stendur höfum við
einfaldiega ekki þær upplýs-
ingar, sem nauðsynlegar eru til
að gefa einhverja áreiðanlega
yfirlýsingu um það, hvaða
áhrif marijuana hefur á líkam-
ann, hvaða breytingutm það
veldur á heilastarfseminni og
hvernig þetta hefur áhrif á
hegðun manna," segir dr. Dani-
el Efron, yfirmaður lyflækn-
ingadeildar geðsjúkdómastofn-
unar Bandaríkjanna. „Með til-
komu THC fengum við fyrst í
hendur skammt með ákveðnu
eiturmagni, sem nota má við
tilraunir á dýrum og jafnvel
mönnum líka undir ströngu eft-
irliti lækna. Ég tel, að eftir
u.þ.b. tvö til þrjú ár munum
við hafa aflað nægilegra vís-
indalegra gagna til að byggja
áeinhverjar áreiðanliegar nið-
unstöður."
Flest það, sem sagt hefur
verið um marijuana síðustu 30
árin, er byggt á framburði leik
manna, sem neytt hafa mariju-
ana eða fylgzt með öðrum
reykja það. LSD hefur hins
vegar verið undir smásjá vís-
indamanna sfðan það var fund-
ið upp í rannsóknarstofu í Sviss
árið 1938, þótt nákvæmar athug
anir á lyfinu lægju að nokkru
leyti niðri þar til eftir 1950.
Fréttir af skemmdum á litn-
ingum og fóstrum af völdum
LSD spurðust ekki fyrr en á
síðastliðnu ári. Dr. Maimon
Cohen, erfðafræðingur við Rík
isháskólann í New York, beitti
LSD við hvítar frumur og varð
var við skemmdir. Eftir það
fundu aðrir vísindamenn skadd
a'ða litninga ,í hvítum frumum
manna, sem notuðu LSD.
Það hefur ekki enn verið met
ið til fulls, hvað þetta kann að
þýða. Aðrir vísindamenn slá
því fram, að þótt litningar
hvítra fruma skemimilst 1 till-
raunaglösum, eins og skeði hjá
dr. Cohen, sé engan veginn víst,
að slík sköddun fari endilega
fram í líkama LSD-neytanda.
Dr. Tornton Sargent, dr. David
Israelstam og frumusérfræðing
urinn William D. Loughman,
seim vinna við Kaliforníuhá-
skóla í Berkeley, gáfu út eftir-
farandi yfirlýsingu: „Niður-
staða athugana okkar er sú, a’ð
með því að beita LSD í skömmt
um upp í 4 milligrömm hefur
það ekki sannazb'til full's, að það
hafi valdið skemmdum á litn-
ingum í eitlafrumum útlima
mannslíkamans."
Vísindamenn við háskólann í
Wisconsin urðu fyrstir til að
benda á hugsanlega skemmd á
fóstri. Þetta var byggt á tilraun
um, þar sem LSD var gefið
músum um meðgöngutímann.
Þegar LSD var gefið á sjöunda
degi meðgöngutimans, sködduð
ust ungar í 91 af 158 músanna.
Dr. David Archibald, fram-
kvæmdastjóri Ontario Addic-
tion Research Foundation í Tor
onto, lýsti því yíir, að endur-
tekin og langvarandi neyzla LS
D gæti leitt af sér skemmdir
á fóstri, svipáðar því sem áttu
sér stað um lyfið thalidomide,
— en það lyf var mjög oft tek-
ið inn atf barnshæfandi konum
fyrir nokkrum árum, þar til
uppgötvaðist, að það olli oft
stökkbreytingum, sem leiddu af
sér vanskapnað afkvæmanna.
Samt sem áður skýrir sú
rannsóknarstofnun, sem einna
mest hefur kannað hverskon-
ar fæðingargalla (arftaki Natio
nal Foundation for Infantile
Paralysis) í Bandaríkjunum og
stendur nú að rannsóknum
á áhriifuim LSD, svo frá: „Enn
sem komið er hefur það ekki
sannazt, að neinn fæðingar-
galli hafi verið af vöMuim LSD
þótt óeðlilegur fjöMi skakkaðra
litmnga hafi fundizt í börnum
mæðra, sem hafa tekið LSD á
meðgöngutímanum. Það gefur
hins vegar þeim möguleika byr
undir báða vængi, að toörn þess
arabarna kunnd að fæðast van-
sköpuð.“
Finlator telur, að einkum
vegna þess möguleika að litn-
ingar skaddiist, þá sé LSD-
neyzla búin að ná hámarki.
Þessu til stuðnings segir hann:
„Talsverður hluti þess unga
fólks, sem fiktar við að taka
LSD, er skynsamur og tilfinn-
inganæmur. Þetta fólk hugsar
áreiðanlega sem svo, að þótt
það hafi rétt til að hætta eig-
in lifi og geðheilsu, þá hafi það
engan siðferðilegan rétt til að
leggja þessa áhættu á börn
sín og barnábörn. Ég held, að
unga fólkið sé bekið að snúa sér
að dulrænum trúarbrögðum,
láta sér nægja marijuana, eða
segi aiveg skilið við eiturlyf“.
Ekki er talið, að nein slík
sköddun á litningunum eigi sér
stað við neyzlu marijuana. Að
minsta kosti benda engin víts-
indaleg gögn til þess.
Þótt marijuana heyri undir
eiturlyfjalögregluna í Banda-
ríkjunum, er það ekki eiturlyf
í strangasta skilningi þess orðs.
Sá, sem reykir marijuana,
myndar ekki mótefni við því,
eins og er um heróín, og engin
þörf er á að auka skammtinn
til að komast undir áhrif. Þá
getur hann einnig hætt að
neyta marijuana skyndilega,
án þess að þurfa að þola þann
þjáningarfulla sjúkdóm, sem
fylgir því að hætta skyndilega
neyzlu ei'turlyfja.
Eiturlyfjalögreglan heldur
því frarn, að ein helzta hættan
við marijuana sé sú, að það
verði mönnum að stökkpalli til
neyzlu heróíns og svipaðra eit-
urlyfja af ópíumættinni. Marry
J. Anslinger, fulltrúi Bandaríkj
anna í eiturlyfjanefnd Samein-
uðu þjóðanna, ' segir þetta
byggt á tvennu: „Sjúkdóms-
sögur heróínneytenda sýna, aS
næstum allir þeirra notuðu
fyrst marijuana, og það er stað-
reynd, að þegar menn kaupa
marijuana, eru þeir komnir í
viðskiptasamband við sama
óþjóðalýðinn og selur heróín“.
Dr. Elizabeth Tylden, full-
trúi Breta í nefndinni, sem styð
ur stökkpallskenninguna, segir,
að við athugun hafi komið í
ljós, að 10 af hverjum 130 haish-
ish-neytend!um taki síðar til
við morfín eða heróín. Hashish
er sterkari blanda af marijuana
en algengt er að notuð sé í
Bandaríkjunum.
The Medical Letter, tímarit,
sem sent er endurgjaldslapst
til lækna í Bandarkjunum og
annarra, sem að heilbrigðismál
Framhald á bls. 19.
John Finlator, yfirmaður eiturlyfjadeildar ríkislögreglunnar, við nokkur áróðurssipjöld gegn
eiturlyfjanotkun.