Morgunblaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1968 Talsverðar skemmd- ir á Brimnesi — er eldur kom upp í bátnum í skipasmíðastöð í Njarðvíkum Keflavík, 15. janúar. SLÖKKVILIÐ Keflavíkur var kvatt inn á Skipasmíðastöð Njarðvíkur kl. 8.30 á sunnudags morgun, og var þar eldur laus í m.b. Brimnesi RE-333. Var eldurinn í lest bátsins og milli- þiljum við iúkar og lest. Var greinilegt að eldurinn hafði lengi verið að búa um sig, og var orðinn talsvert magnaður, þegar slökkviliðið kom á vett- vang. í slippnum voru margir bátar hlið við hlið, og hefði getað skapazt alvarlegt ástand, ef ekki hefði tekizt að hefta eldinn mjög bráðlega. Skemmdir urðu þó talsverðar á þilfari, á þilfarsbit- um, þiljum og lestarklæðningu. Báturinn mun hafa verið nær tilbúinn að sjósetjast aftur, en það tefst nú talsvert vegna þess ara skemmda. Um eldsupptök er ekki hægt að fullyrða, en margt bendir til að kviknað hafi út frá fiskileit- artækjum, sem eru staðsett við þilið í lestinni. Voru allir streng ir mjög brunnir og umhverfi strengjanna einnig. Slökkvistarfið tók um þrjá tíma, en einnig kom aðstoðar- lið af Keflavíkurflugvelli til aðstoðar. — hsj. Hæstu vinningarnir komu á heilmiða MÁNUDAGINN 15. janúar var dregið í 1. flokki Happdrættis Háskóla íalands. Dregnir voru 1.400 vinningar að fjárhæð 4.300.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500.000 kr. kom á heilmiða númer 42410. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umtooði Guðrúnar Ólafsdóttur í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar, Austurstræti 18. 100.000 krónur komu á heil- miða númer 41713. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboðinu í Keflavík. 10.000 krónur: 1225 2798 4499 4990 5172 5578 5944 6708 10865 17243 17547 18880 18992 21054 26092 27495 29415 35453 35991 36044 42409 42411 43500 45286 45888 8000 millj. tap FRÁ því var skýrt í Osló í dag, að Norðmenn hefðu orðið fyrir um 900—1000 milljóna n. kr. tapi (sem svarar nærri 8000 milljón- um íslenzkum) af völdum geng- isfeflingarinnar fyrr í vetur. Hef ur tapið fyrst og fremst komið niður á skipaflutningum vegna samninga til langs tíma. 46444 49540 53623 56114 56850 58183 58996. Bjarni Kristinsson Kristján Bernódusson Guðmundur Óskar Frímannason Þriggja manna saknað ÞRIGGJA manna er nú saknað og fór fram víðtæk leit að þeim um helgina og í gær, en enginn þeirra fannst. Kristján Bernódusson, 26 ára, til heimilis að Löngu'hlíð 23, hvarf að heiman frá sér að kvöldi 8. janúar sl. og hef-ur ekk- ert til hans spurzt síðan. Kristján er tæplega meðal- maður á hæð, grannur með dökk skolleitt hár. Síðast þegar Kristján sást var hann klæddur dökkum jakkafötum, í dökkgræn um vetrarfrakka með gráan ull- artrefil og berhöfðaður. Að undanförnu hefur Kristján stundað vinnu á Hellissandi, en kom heim viku fyrir jól og dvaldi þar þangað til að kvöldi 8. janúar. í gær var spurzt fyrir um Kristján hjá kunningjum hans og á Hellissandi en án árangurs. Rithöfundar og menntamenn mótmæia dómunum í Moskvu London, Osló og Helsingfors, 15. jan. — (NTB) RITHÖFUNDAR í Noregi og Finnlandi hafa sent frá sér mót mælaorðsendingar vegna dóm- anna yfir rithöfundunum fjór- um í Moskvu sl. föstudag. Einn- ig hafa ýmsir lista- og mennta- menn í London undirritað mót- mælaskeyti, sem sent var til frú Larisu Daniel, konu rithöfund- arins Yuri Daniel, og til dr. Pav- els Litvinovs, sonarsonar Max- ims Litvinovs fyrrum utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Voru það þau tvö, sem stóðu fyrir harðorðum mótmælum við rétt- arsalinn í Moskvu sl. föstudag þegar dómurinn var kveðinn upp. Mótmæli finnsku rithöfund- anna voru birt í Helsingfors í dag. Undirrita 18 rithöfundar mótmælin, en áður höfðu sænskumælandi rithöfundar í Finnlandi sent frá sér sams kon Ummæli formanna ísl. rithöf undasamtakanna um dómana í Moskvu DÓMARNIR, seim kveðnir voru upp í málum ungu sovézku rit- höfundanna í Moskvu sl. laugar- dag, hafa slegið óhug á fólk viða um heim. Rithöfundarnir fjórir voru dæmdir í eins til sjö ára þrælkunarvinnu fyrir andsovézka starfsemi. Mbl. talaði í gær við formenn íslenzku rithöfundasamtakanna og spurði þá um álit þeirra á þessum dómum. „ÞESSIR dómar yfir ungu sov- ézku rithöfundunum eru hörmu- legir og sárt til þess að vita, að ekki skuli ríkja ritfrelsi í Sov- étríkjunum", sagði Þóroddur Guðmundsson, form. Félags ís- lenzkra rithöfunda. „Félag íslenzkra rithöfunda hefur ekki sent frá sér ályktun um málið, en á næs-tunni verður stjórnarfundur félagsins hald- inn. Ég held að allir íslenzkir rit- höfúndar séu sammála um að þama haifi hörmulegur atburður átt sér stað“, sagði Þóroddur að lokum. „ÞAÐ hljóta allir að vera skelf- ingu lostnir yfir þessum dóm- um“, sagði Thor Vilhjálmsson, form. Rithöfundafélags íslands. ---O---- „AFSTAÐA okkar hefur ekkert breytzt frá þeirri almennu til- lögu, sem við afhentum sovézka sendiherranum á íslandi, þegar mál rithöfundanna rússnesku var á döfinni í fyrra“, sagði Stef án Júlíusson, form Rithöfunda- sambands íslands. „í niðurlagi tillögunnar segir: Það er álit vort og sanntfæring, að ádeila í bókmenntum og öðr- um listum hafi um aldaraðir ver ið afl menningarlegrar fram- vindu, en öll viðurlög við því frelsi listamanna spilh fyrr um- burðarlyndi og friði milli þjóða“. ---O---- ar mótmæli. f orðsendingu finnsku rithöf- undanna segir m.a.: „Sovétrík- in hafa að undanförnu með bar- áttu sinni fyrir aukinni vináttu vakið sérstakt traust meðal smærri ríkja. Þess vegna hefur það vakið áhyggjur okkar að fylgjast með þeim atburðum, sem ógna þessu trausti meðal vina Sovétríkjanna utan sovézku landamæranna. Mikilsverður grundvöllur menningarsamfélags er réttaröryggi einstaklingsins, frelsi hans til að segja álit sitt á þeim málum, sem honum finnst viðeigandi. Missi einstakl ingurinn þennan rétt er þar ekki um lýðræðisþjóðfélag að ræða. Frjáls skoðanamyndun og hugsanafrelsi eru byggjandi öfl í samfélaginu. Við sem undirrit- um þetta skjal setjum ekki spurningarmerki við þjóðskipu- lag Sovétríkjanna. Við viljum ekki heldur gagnrýna stefnu landsins né innanríkismál. En okkur virðist sem sovézk yfir- völd hafi beitt rithöfundana fjóra óréttlæti. Við vonum að ákæran á hendur þeim verði birt opinberlega. Leynimakk og ótti stuðla ekki að framgangi mannúðarmála," segja finnsku rithöfundarnir. Fundur var haldinn í Osló í dag í stjórn norska rithöfunda- sambandsins, og þar samþykkt að senda sovézku rithöfundasam- tökunum mótmæli vegna dóm- anna á föstudag. Odd Bang-Han- sen, formaður samtakanna, sagði a'ð í orðsendingu sinni skori norskir rithöfundar á starfsbræð- ur sínar í Sovétríkjunum að reyna að fá mál fjórmenning- anna tekin fyrir að nýju, og verði ekki unnt að fá þá náðaða, að vinna að því að bæta kjör þeirra í fangabúðunum. „Ástæðan fyr- ir því að við sendum þessa áskor un nú er að okkur virðist veður- farið hafa harðnað í Sovétrikj- unum að undanförnu, og þessi málaferli draga að minnsta kosti ekki úr ágreiningnum, sem ríkt hefur milli Austurs og Vesturs," sagði Odd Bang-Hansen. „Við teljum að aukið samband sé þýð- ingarmikið fyrir friðinn í heim- inum, og að þessir ströngu dóm- ar séu það ekki. Við nefnum svo a'ð lokum að okkur þyki leitt og óheppilegt að erlendum frétta- mönnum hafi verið meinað að fylgjast með réttarhöldunum. Við höfum óskað eftir svari við orð- sendingunni, því við viljum gjarn an umræður um málið.“ í London voru það nokkrir menntamenn og listamenn, sem sendu mótmæli til Moskvu. Með- al þeirra sem undirrituðu mót- mælaskeytið voru: tónskáldfð Igor Stravinsky, lárviðarskáldið Cecil Day-Lewis, fiðlusnillingur- inn Yehudi Menuhin, myndhöggv arinn Henry Moore, leikarinn Paul Scofield, ljóðskáldin W. H. Auden og Stephen Spender, heimspekingarnir A. J. Ayer, Maurice Bowra og Bertrand Rus- sell, og rithöfundarnir Mary McCarthy, sir Julian Huxley og J. B. Priestley. Lýsa undirskrif- endur yfir stuðningi við mótmæli þeirra dr. Pavels Litvinovs og frú Larisu Daniel. Bjarni Kristinsson, lyfjafræð- ingur, til heimilis að Hraunbæ 180, fór að heiman frá sér um klukkan 8:30 á föstudagsmorgun. 'Síðast sást til Bjarna í Háskóla íslands um klukkan 10 þennan morgun, en síðan hefur ekkert til hans spurzt. Bjarni er 31 árs, hár og grann- ur með ljósrautt alskegg. Síðast þegar sást til hans var hann klæddur dökkum jakkafötum og í dökkgráum frakka. Á sunnudag leitaði 40 manna sveit S.V.Í. að Bjarna og einnig var leitað úr þyrlu. Var leitað um fjörur og nágrenni borgar- innar en án árangurs. f gær var kannað, hvort Bjarni hefði yfir- gefið landið, en hann á móður í Danmörku, en sú könnun reyndist árangurslaus. Guðmundur Óskar Frímanns- son til heimilis að Norðurbraut 3 í Hafnarfirði, fór að heiman frá sér klukkan 21:00 í fyrra- kvöld. Skömmu síðar sást hann á gangi á Strandgötu í Hafnar- firði og á Hvaleyri, en síðan hef- ur ekkert til hans spurzt. Guðmundur Óskar er fertug- ur að aldri, meðalmaður á hæð með Ijósrautt hár. Hann er Ijós yfirlitum, langleitur, með hátt enni og gengur fremur álútur. Síðast þegar sást til 'hans var hann klæddur brúnum ryk- frakka og gráum buxum, ber- 'höfðaður og á fótunum hafði hann upphá kuldastígvél. í gær leituðu Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Hjálpar- sveit slysavarnafélagsins Fiska- kletts að Guðmundi. Var leitað á fjörum og í hrauninu kring um Hafnarfjörð og einnig var leitað úr þyrlu í nágrenni bæj- arins, aðallega með ströndinni. Bar sú leit engan árangur. Loftárásir komm- únista á Laos Flugvélar frá Norður-Vietnam ráðast á hersveitir Laosstjórnar Vientiane, Laos, 15. jan. (NTB). Kommúniskir skæruliðar og hersveitir frá Norður- Vietnam hafa hertekið bæinn Nam Bae í Laos, um 130 kílómetrum fyrir norðan borgina Luang Prabang, að því er talsmenn Laoshers skýrðu frá í dag. Nutu komm- únistar aðstoðar flugvéla frá Norður-Vietnam við töku bæjarins. Saknað er um tvö þúsund her- manna úr liði Laosstjórnar, og segir yfirmaður stjórnarhersim á þessum slóðum að hermenn hans hafi neyðst til að flýja und an sókn ofureflis liðs kommún- ista, sem naut stuðnings fjög- urra flugvéla Norður-Vietnam. Sisouk Na Champassaik fjár- málaráðherra Laos skýrði frétta mönnum frá sókn kommúnista í dag. Sagði hann að flugvélarnar frá Norður-Vietnam hafi gert loftárásir á stjórnarherinn í Sam Neua héraðinu fyrir austan Nam Bac, en stjórnarhernum hatfi tek izt að skjóta niður tvær vélanna. Sýndi hann fréttamönnum mynd ir af braki vélanna og af líkum þriggja flugmanna. Segja frétta- menn að rússneskir stafir hafi verið á flugvélaskrokknum. Ráðherrann sagði að sendar hafi verið flugvélar yfir Nam Bac til að toanrta ástandið þar, en þær hafi ekki orðið varar við neitt lífsmark á jörðu niðri. Ráð Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.