Morgunblaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1968 - FRO STHORKUR Fram'hald af bls. 10 anna (FjIO) í Róm sagði, að veðrið þar í borginni hefði verið ákaflega kalt að und- anförnu. Frostið hefði verið um 5 stig, og í fjöllunum fyrir ofan hefði það komizt niður í 20 stg. Kuldakastið væri búið að standa í viku, og væri það mjög óvanalegt að slikt frost héldist þar uan svo langan tima. — Þessir kuldar geta haft alrvarlegar afleiðingar fyrir akuryrkjuna hér um slóðir, sagði Hilmar, — og má geta þess, að kél hefur hækkað í verði hér að undanförnu. Hinsvegar er ekki vitað um nein meiriháttar slys eða skaða, sem rekja má til veðráttunnar, en nokkuð hef- ur verið meira um árekstra og Silys á þjóðvegunum sök- um hálkunmar. - FISKVERÐIÐ Framhald af bls. 24. í bókun í nefndinni og segir hana byggða á því sjónarmiði að með tilliti til erfiðra mark- aðsaðstæðna hefði verið reynt að ná samkomulagi í yfirnefnd- inni um hækkun fiskverðs. Væri þá jafnframt gert ráð fyrir því, að sérstakar ráðstafanir væru gerðar af opinberri hálfu til að aðstoða bátaútveginn við greiðslu vaxta og afborgana af stofnlánum, er samtímis stuðl- uðu að endurnýjun þorskveiði- flotans. Þá hafi einnig verið gert ráð fyrir, að haldið væri áfram umbótum í uppbyggingu hraðfrystiiðnaðarins og fjárhags legri endurskipulagningu hans og ráðstafanir gerðar til að bæta hækkun fiskverðs og áhrif verðfallsins að nokkru. í yfirnefndinni áttu sæti, auk oddamanns þeir Bjarni V. Magn ússon og Eyjólfur í. Eyjólfsson af hálfu fiskkaupenda, Kristján Ragnarsson af hálfu útgerðar- BiLAKAUR^ Vel með farnir bílar til sölu og sýnis I bílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. BÍLAKAUP Mustang árg. 66 Cortina árg. 66 Dodge Dart (óekinn) árg. 68. Ford Galaxi 500, árg. 63 Buick special árg. 63 Opel Record árg. 62, 64 Volvo Amason árg. 66 Trabant station árg. 65, 66 Volkswagen árg. 56, 62 Vauxhall Velox árg. 64 Opel Caravan árg. 62 Skoda MB 1000 árg. 65 Skoda Octavía árg. 62 Skoda Combi árg. 62 Höfum kaupendur að Land-Rover Diesel árg. 65 eða 66. Tðkum góða bíla f umboðssðlu Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. GZZfÞ UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 manna og Tryggvi Helgason af hálfu sjómanna. Mbl. barst í gær frétt frá fram haldsaðalfundi L.Í.Ú., þar sem skýrt er frá því að L.Í.Ú. fall- ist á fiskverðið. Segir að fund- urinn telji að nokkuð vanti á, að með því fiskverði sem nú hefur verið ákveðið, skapist sá rekstrargrundvöllur að hægt sé að standa undir öllum kostnaði við útgerðina, að meðtöldum af- skriftum. Segir í frétt L.Í.Ú., að með tilliti til þess, að við almenna erfiðleika er að fást í þjóðfélag- inu, álykti fundurinn, að þrátt fyrir þetta verði útvegsmenn að una þessum úrskurði með hliðsjón af loforði ríkisstjórnar innar um að hún muni beita sér fyrir sérstökum ráðstöfunum að auki vegna útgerðarinnar, og samþykkir fundurinn því, að róðrar geti hafizt. Tillaga þessi var samþykkt með 387 atkvæð- um gegn 65. Þá hafði Mbl. í gær samband við Gunnar Guðjónsson stjórn- arformann S.H. Sagði hann að afstaða S.H. væri óbreytt. Frysti húsin færu ekki að taka á móti fiski fyrr en rekstrargrundvöll- ur þeirra væri tryggður. Sagði Gunnar, að S.H. mundi nú á næstunni hefja viðræður við ríkisstjórnina um starfsgrund- völl frystihúsanna. Jón Sigurðsson form. Sjó- mannafél. Reykjavíkur sagði í viðtali við Mbl. í gær að sjó- mönnum hefði fundizt fiskverðs hækkunin of lítil, en þeir hefðu fulla vitneskju um erfiðleika frystihúsanna, og til þeirra yrði að taka tillit. Sagði Jón það skoðun sína að varla hefði ver- ið við meiri hækkun að búast á fiskverðinu. Þá sagði Jón, að boðaður hefði verið samningafundur sjó- manna og útgerðarmanna kl. 14 í dag og mætti reikna með að á þeim fundi tækjust samning- ar. Þá hafði Mbl. samband við nokkra fréttaritara sína úti á landi og útgerðarmenn. Sem kunnugt er hafa frystihús á Vest fjörðum tekið á móti fiski að undanförnu, og samkv. frásögn fréttaritara Mbl. í Keflavík fóru í gær átta Keflavíkurbátar út til veiða og kvað hann frysti- hús í Keflavík taka á móti afla þeirra. Þá munu nokkrir Grindavíkurbátar hafa haldið út til róðra í gær og var ætlunin að salta afla þeirra, og selja til fiskbúða í Reykjavík. Hér fara á eftir greinargerð- ir sem nefndarmenn í yfirnefnd lögðu fram með tillögum sínum: Greinargerð Tryggva Helgasonar Með tillögu minni, um að lág- marksverð á fiski, verði nú á- kveðið 20% hærra en það var að meðaltali á sl. ári, vil ég gera eftirfarandi grein. Gögn þau, er fyrir liggja um söluverð fiskafurða, ásamt reikn ingum 68 frystihúsa fyrir árið 1966 og áætluðum breytingum á reksturskostnaði fyrir ársrekst- urinn 1968 gefa mér ekki ástæðu til að segja um, hvað fisk- vinnslustöðvarnar ættu að geta greitt fyrir fisk til vinnslunnar, við þær aðstæður, sem nú eru, svo breytilegar, sem þessar vinnslustöðvar eru, að stærð, búnaði og aðstöðu til að fá nauð synlegt hráefni til eðlilegrar starfsemi. Tillögu mína ber því ekki að skoða, sem álit mitt á því, hvað fiskvinnslustöðvarnar geti greitt fyrir fiskinn. Hins vegar tel ég, að fiskverð það er ég legg til að ákveðið verði nú sé lágmark þess, sem geri vélbátaútveginum fært að starfa eðlilega, jafnframt því að sjómenn, sem við veiðarnar r Oskast til kaups Er kaupandi að litlu einbýlishúsi eða 3ja til 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í gamla hluta Austurborg- arinnar. Helzt óstandsettu, milliliðalaust. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. febrúar merkt: „2884“. starfa, geti haft þær tekjur að viðunandi geti talizt og yfirleitt gefið kost á sér, til að stunda þá atvinnu. Er það atriði um brýna þörf sjómanna sem að fiskveiðum starfa fyrir þessa hækkun á fiskverði til skipta m.a. vel staðfestar í skýrslu sem fyrir liggur um meðal tekjur sjómanna á vetrarvertíðum und anfarinna vertíða, er sýna að aflahlutir þeirra hafa stöðugt farið lækkandi miðað við með- al tekjur annara launþega. Tel ég að meðaltekjur háseta við fiskveiðar þoli ekki einu sinni samanburð við hina allra tekju- lægstu. Til að skýra það nýmæli, að ég og fulltrúa útgerðarmanna í yfirnefndinni gátum ekki nú, eins og áður, átt samleið um störf í nefndinni og tillögugerð, stafar af því að forustumenn Landssambands isl. útvegsmanna hafa borið fram og kunngert op- inberlega kröfur sínar um að mikill hluti af væntanlegri hækkun á fiskverði, verði látið ganga til útgerðarmanna að þessu sinni, umfram það, sem sjómenn fái til skipta í sinn hlut, þrátt fyrir, að skýr ákvæði eru í öllum samningum milli sjómanna og útgerðarmanna um að sjómenn skuli ávallt fá sama verð fyrir aflahlut sinn, eins og útgerðarmaður fær hverju sinni. Fulltrúi útgerðarmanna í yfir- nefndinni, fór ekkert dult með það í nefndinni, að hann fylgdi fram þessum kröfum umbjóð- enda sinna. Hafa samtök útgerð- armanna þannig afbeðið sig sam fylgd sjómanna um verðlagn- ingu fiskaflans, a.m.k. að þessu sinni. Varðandi einhliða úrskurð oddamanns um fiskverðið nú get ég ekki gert annað en mót- mælt harðlega þeirri málsmeð- ferð á svo vandasömu máli og sem varðar miklu um afkomu fjölda manns. Að öðru leyti vísa ég frekari svörum við úrskurð- inum til þeirra félagssamtaka, sem hafa kjörið mig til að starfa í yfirnefnd Verðlagsráðsins. Greinargerð Kristjáns Ragnars- sonar fyrir tillögu sinni um 14% hækkun á fiskverði Vegna ákvörðunar um fisk- verð fyrir árið 1968, hefur Efna hagsstofnunin gert rækilega athugun á afkomu bátaflotans. Athugun þessi hefur byggzt á rekstrarreikningum báta, sem fyrir hendi eru hjá Reikninga- skrifstofu sjávarútvegsins, fyrir árið 1966. Niðurstaða þeirrar athugunar leiddi í ljós, að fiskverðshækk- un þyrfti að gefa bátaútgerð- inni auknar tekjur um kr. 256 millj. á árinu 1968, miðað við sama afla og 1966, til að meðal- bátur hefði tekjur fyrir kostn- aði að meðtöldum fyrningum. Á grundvelli þess, að ríkis- stjórnin hefur gefið loforð um að beita sér fyrir, að bátaflot- anum verði bættur hluti af kostnaðarauka vegna gengis- breytingarinnar á annan hátt en með fiskverði, hefi ég gert til- lögu um 14% hækkun á fisk- verði. í tilefni þess, sem segir í greinargerð fulltrúa sjómanna um ástæður fyrir því, að við höfðum ekki samstöðu í yfir- nefndinni, vil ég taka fram, að fulltrúar sjómanna vildu ekki viðurkenna þörf útgerðarinnar fyrir sérstakar bætur fyrir kostnaðarauka vegna gengis- breytingarinnar, og vildu sam- þykkja fiskverð, sem skapaði bátaútveginum mun lakari grundvöll en þann, sem nú hef- ur verið ákveðinn með úrskurði oddamanns og loforði ríkisstjórn ar um að beita sér fyrir sér- stökum ráðstöfunum að auki til að bæta útveginum kostnað- arauka vegna gengisbreytingar- innar. Greinargerð fulltrúa fiskkaup- enda fyrir tillögu sinni um 25% iækkun frá því fiskverði, er þeir greiddu 1967. Framangreind tillaga af hálfu fulltrúa fiskkaupenda er byggð á eftirfarandi viðhorfum í mark- aðsmálum fiskiðnaðarins og af- komu hans á undanförnum tveim ur árum. A. Ýtarlegar athuganir á af- komu frystihúsanna sýna, að þau hefur skort yfir 80.000.000 króna árið 1966 til þess að hafa fyrir bókfær’ðum afskriftum og stofn- fjárvöxtum. B. Allar þær upplýsingar, er þegar liggja fyrir um rekstur frystihúsanna árið 1967 benda til þess, að afkoma þeirra hafi stór- um versnað frá árinu á undan, og að mörg þeirra séu nú í svo miklum fjárhagsþrengingum, að þau geti ekki hafið rekstur án utanaðkomandi aðstoðar. C. Nú er það Ijóst orðið, að annar af aðalmörkuðum frysti- húsanna þ.e. Rússlandi, mun skila lægra me’ðal afurðaverði árið 1968 þrátt fyrir gengisfell- inguna, heldur en hann gerði 1966. Hinn aðal markaðurinn þ.e. Bandaríkin, skila ennþá ofurlítið hærra verði eftir gengisbreyting- una heldur en hann gerði 1966, en markaðshorfur «ru þar mjög ótryggar og allt útlit er fyrir að verðlag fari þar lækkandi um leið og aukið fiskmagn berst inn á þann markað. Það virðist hins- vegar óhiákvæmileg aflefðing þeirrar sölutregðu og þess lága verðs, er nú einkennir Evrópu- markaðinn. D. Hið mikla verðfall á fisk- mjöli og lýsi hefur valdið stór- felldri verðlækkun á því hráefni, er fiskvinnslustöðvarnar selja til fiskmiölsverksmiðjanna og lýsis- bræðslanna. Sérstaklega kemur þessi verðlækkun á fiskúrgangi illa niður á karfafrystingunni, en um eða yfir 70% af því hráefni fer til mjölvinnslu, þar er karfa- flakið er svo smár hluti af óslæg'ðum fiski. E. Á síðastliðnu ári lokaðist aðal skreiðarmarkaður okkar í Afríku vegna borgarastyrjaldar í Nigeriu og engar horfur eru á opnun hans í náinni framtíð. Birgðir af Afríkuskreið hjá okkur og Norðmönnum voru meiri um s.l. áramót, en nemur árssölu til Afríku, svo að litlar líkur eru á sölu Afríkuskreiðar framleiddri 1968 fyrr en einhvern tíma á árinu 1969 eða síðar. Gera verður því rá’ð fyrir lít- illi framleiðslu Afríkuskreiðar á þessu ári og miklum erfiðleik- um á sölu þess magns, er fram- leiðendur kynnu að neyðast til að framleiða. F. Vegna verðfalls frystra fiskafurða og lokunar hins stóra skreiðarmarkaðar í Nigeriu má gera ráð fyrir miög aukinni fram leiðslu á saltfiski, bæ'ði hérlendis og einnig erlendis hjá þeim þjóð- um, er keppt hafa við okkur á skreiðar- og salt.fiskmörkuðunum að undanförnu. Slíkt veldur vax- andi söluerfiðleikum og í kjölfar þeirra lækkandi verði. G. Grundvallað á framansögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að gengisbreytingin vegi þyngra heldur en til jöfnunar á þeim verðlækkunum, sem þegar eru fram komnar síðan 1966 og reikna má me'ð við ríkjandi horf- ur á fiskmörkuðunum. Fiskvinnslan er því tilneydd til þess að leita leiðréttingar á rekstrartapi sínu í þeirri verð- lagningu er nú fer fram á hrá- efninu, og óska eftir verðlækk- un þess er jafngildi eftirfarandi kostnaðarliðum. 1. Því rekstrartapi, sem ennþá felst í rekstrargrundvelli þeim, er samþykktur var 1966. 2. Þeirri hækkun rekstrarkostn aðar, er átt hefur sér stað á milli áranna 1966 og 1967. 3. Þeirri kostnaðar hækkun, er leiðir af gengisfellingunni. 4. Því aukna tapi í rekstri, er leiðir af niðurfellingu hagræð- ingarfjár til hraðfrystihúsanna og þeim grei'ðslum, er áður voru samþykktar til skreiðar- og salt- fiskvinnslu. Greinargerð oddamanns yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Fyrir yfirnefndinni hafa legifl skýrslur frá Efnahagsstofnuninni um afkomu báta á vetrarvertíð 1966 byggðar á reikningum báta, sem Reikningaskrifstofa sjávar- útvegsins hefur unnið úr, og um afkomu hraðfrystihúsa á því sama ári samkvæmt skattfram- tölum. Þessar upplýsingar eru miklu ýtarlegri en þær, sem áður hafa legið fyrir við verðákvarð- anir. Á grundvelli þessara gagna hefur Efnahagsstofjnmin gert framreikning um afkomu báta og frystihúsa á árinu 1968. Um það geta áð sjálfsögðu verið skiptar skoðanir, hvernig nota megi gögn af þessu tagi í sambandi við ákvörðun fiskverðs. Á hinn bóg- inn hefur ekki komið fram ágreiningur i nefndinni um skýrslurnar sjálfar, hvorki að því er varðar afkomuna 1966 né framreikninginn fyrir 1968, að öðru leyti en því, að fulltrúar fiskkaupenda meta útflutnings- verð á árinu 1968 nokkru lægra en rikjandi dagverð, en það verð hefur Efnahagsstofnunin lagt til grundvallar framreikningi sínum. Vi'ð verðákvarðanir undanfar- inna ára hefur hliðsjón verið höfð af nauðsyn þess, að kjör þorskveiðisjómanna fylgdust með kjörum annarra stétta, enda þótt sá árangur, sem til var ætlazt, hafi ekki náðst nema að nokkru leyti á árunum 1966 og 1967 vegna minnkandi afla. Sams kon- ar tillit gerir nokkra hækkun fiskverðsins nú eðlilega. Aukinn tilkostnaður útgerðar vegna áhrifa gengisbreytingar gerir slíka hækkun einnig nauðsyn- lega, og sömuleiðis versnandi af- koma útvegsins vegna minnk- andi afla á árunum 1966 og 1967. Hins vegar gera gildandi hluta- skiptasamningar þa'ð að verkum, að útgerðin getur ekki fengið kostnaðarauka vegna gengisbreyt ingar jafnaðan nema með fisk- verðshækkun, er væri svo mik- il, að hún raskaði tekjuhlutföll- um á milli sjómanna og annarra stétta og væri fiskvinnslustöðv- um algerlegan ofviða. Afkoma hraðfrystihúsanna, er var góð á árunum 1964 og 1965, versnaði mjög á árunum 1966 og 1967 vegna hækkaðs tilkostnaðar innanlands og minnkandi afla samfara því. að hækkun sölu- verðs erlendis snerist til mikill- ar lækkunar. Enda þótt nokkur hækkun verðs hafi nú orðið á Bandaríkjamarkaði, hefur verð- lag í Sovétríkjunum haldið áfram að lækka, og horfur á Bandarikja markaði eru mjög óvissar. Alger óvissa ríkir um skreiðarsölu. Af þessum sökum geta hraðfrysti- húsin ekki greitt hærra fiskverð en nú er í gildi, jafnframt því, sem gert er ráð fyrir, áð þau taki á sig þá hækkun fiskverðs, sem hið opinbera greiddi á s.L ári. Með tilliti til þeirra aðstæðna, sem að ofan er lýst, hefur odda- maður reynt að ná samkomulagi í yfimefndinni um nokkra hækk un fiskverðs. Var þá jafnframt gert ráð fyrir því, að sérstakar ráðstafanir væru gerðar af opin- berri hálfu til áð aðstoða bátaút- veginn við greiðslu vaxta og af- borgana af stofnlánum er samtím is stuðlaði að endurnýjun þorsk- veiðiflotans. Þá var einnig gert ráð fyrir, að haldið væri áfram umbótum í uppbyggingu hrað- frystiiðnaðarins og fjárhagslegri endurskipulagningu hans og ráð- stafanir gerðar til að bæta íðn- inum hækkun fiskverðs og áhrif verðfallsins að nokkru. Þessar tilraunir til samkomu- Iags báru ekki árangur. Tillaga sú, sem oddamaður hefur borið fram um fiskverðið 1968 og tek- ur gildi í samræmi við reglur um fjölskipaðan dóm, er hins vegar byggð á þeim sömu sjónar- miðum og að ofan greinir, og reynt hafði verfð að ná sam- komulagi um. - MINNING Framhald af bls. 14 látum huga, mannsins, sem með hógværð sinni átti lausnir á ýms um vanda. Þegar aðrir gengu frá, og í látlausu og þolinmóðu verki skilaði dýrmætara ævistarfi og afrekum en margur sá, sem meira hefur látið á sér bera eða metið sig dýrar til fjár. Vinirnir kveðja nú mætan mann genginn. Ekkju hans og öðrum aðstand- endum votta þeir innilega samúð. Þorsteinn Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.