Morgunblaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1963
5
GRÆNLANDI
Semur Krag viö
borgarflokkana?
(Jtilokar samvinnu við SF
Kaupmannahöfn, 12. janúar
REYNSLA danskra jafnaðar-
manna af samstarfinu við Sósial-
iska þjóðaflokkinn (SF) gerir
það að verkum, að þeir hyggjast
semja við róttæka, Liberalt
Centrum, eða hina borgaraflokk-
ana um stefnuna í etfnahagsmál-
um eftir kosningarnar, að þvi er
Ritzau-fréttastofan hermir.
Jens Ottio Krag, forsætisráð-
herra, sagði á blaðamannafaindi
í Óðinsvéum í gær, að jafnaðar-
mienn gætu ekki komizt að sam-
k'omulagi við vinstri-sósíalista
eða SF um samvinnu milli flokk
anna. Hann sagði, að þessi mögu-
leiki væri „ó’hugsandi". Það er
bjargföst sannfæring omiín að ekki
sé hægt að byggja á vinstri-
sósíalistum, sagði hann.
Henry Greuenbaum, fjármála-
ráðherra, sagði á fundi í Árósum,
að jafnaðarmenn gætu ekki al-
gerlega vísað á bug allri sam-
vinnu við vinstri-sósíalista. For-
maður SF, Axel Larsen sagði í
gærkvöldi, að hann væri reiðu-
búinn til stjórnarsamvinnu með
jafnaðarmönnum ef það hefði i
för með sér aukna möguleika á
að framfylgja stefnu SF. Larsen
taldi ósennilegt að vinstri-sósíal-
istum tækist að fá fulltrúa kjörna
á þing í kosningunum.
Formaður Vinstri flo’kksins,
Poul Hartling, sagði á fundi í
Rödore, að núverandi forsætis-
ráðherra þyrfti ekki endilega að
taka að sér stjórnarmyndun eftir
kosningarnar. Hann sagði, að
réttast væri að stjórnin segði af
jér strax eftir kosningarnar ef
þingfylgi hennar rýrnaði.
Verkfræðingar —
tæknifræðingar
Isafjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða verk-
fræðing eða byggingatæknifræðing.
Krafa um launakjör og upplýsingar um nám og
störf fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Staðan veitist
þá strax eða eftir samkomulagi.
ísafirði 10. janúar 1968.
BÆJARSTJÓRINN Á ÍSAFIRÐI.
BLADBURÐARFOLK
OSKAST
í eftirtalin hverti
Laugavegur neðri — Laugavegur efri —
Sjafnargata — Hverfisgata II — Seltjarn-
arnes — Melabraut — Hagamelur.
Talið v/ð afgreibsluna i sima 10100
Mótmælir brottför
brezka herliðsins
— Forsœtisráðherra Singapore rceðir
við brexku stjórnina
FORSÆTISRÁÐHERRA Singa-
pore, Lee Kuan Yew, kom á
laugardagskvöld til London til
viðræðna við brezku stjórnina
um þá ákvörðun hennar áð flýta
brottflutningi herliðs Breta frá
Singapore.
Lee Kuan Yew ræddi við
Harold Wilson forsætiisróðherra
í Downing Street 10 á sunnudag
og voru þeir George Brown,
utnríkiisráðherra og Dennis
Healey, landvarnaráherra, við-
staddir viðræðurnar. Áður hafi
Lee rætt við þingmenn úr
Vertoamannaflokknum og enn-
fremur ýmsa brezka kauipsýslu-
menn.
Stjórn Singapore hefur fengið
stuning stjórnar Ástralíu við
mótmæli sín gegn því, að Bretar
hraði flutningi herliðs síns fró
Suðaustur-Asíu. Forsætiisráð-
herrann sagði í viðtali við frétta-
menn, að hann hetfði engar
áhyggjur atf hdnni efnahagslegu
hlið miálsins. Hinsvegar heíði
hann miklar áhyggjiur af ör-
yggi eyríkisins, hann vildi £á
tírna til þess að byggja upp eigin
varnir þess, en menn mættu
skilja að það væri ekki gert
í einu vetfangi að breyta lið-
þjáltfa í hershötfingja.
Lee var að því spurður hvort
hann mundi fallast ó að Japanir
tækju við þeim herstöðvuim, sem
Bretar legðu niður, og svaraði
því neitandi, sagði að það væri
óheppilegt m. a. af sólrænum
ástæðum.
Vincent
IHassey látinn
VINCENT Maasey, fyrrum lands
stjóri Kanada, lézt í sjúkrahúsi
í London um áraimótin. Hann
var 80 ára að aldri.
Massey var búsettur i Kanada
og gegndi þvi embætti.
Áður en Vincent Massey smeri
sér að stjórnmálum árið 1925
var hann forstöðumaður Massey
Harrisi félagsing, sem þekkt er
víða um heim fyrir landbúnað-
arvélar sínar. Lét hann af þeirri
stöðu er hann var kjörinn á
þing, þar sem hann sat aðeins
eitt ár.
Árið 1926 tók hann svo við eim
bætti sem sendiherra Kanada
i Washington, og var þar til
1930. Árin 1935—46 var hann
sendifulltrúi Kanada í London,
og árið 1936 sat hann þing Þjóð
bandalagsins sem fulltrúi Kan-
ada, Rúmlega 20 háskólar víða
um heim heiðruðu hann með
doktorsinafnbót, og um sex ára
Vincent Massey
skeið var hann rektor Toronto
háskóla.
Vineent MasSey var bróðir
k vikmyndaleikarans Raymonds
Massey, og í æsku hafði hann
sjálfur hugsað sér að leggja út
á leikarabrautina. Það var áð-
ur en Raymond bróðir hans hóf
lisitaferil sinn, emda hafði Ray-
mond þá hugsað sér að gerast
stjórnmálamaSur.
UTSALAN
Bankastræti 10 er í
fullum gangi
Mikið úrval af
kjólaefnum, fatnaði
og skóm
Daglega eitthvað nýtt