Morgunblaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1968 Per Olof Sundman S. A. Andrée Nils Strindberg. Knut Frænkel Andrée - leiðangurinn 1897 Tilefni verðlaunabókar sœnska rit- höfundarins Per Olof Sundman Síðastliðinn miðvikudag ákvað úthlutunarnefnd bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs að veita rithöf- undinum Per Olof Sund- man verðlaunin að þessu sinni fyrir bók hans „Loft- sigling Andrées verkfræð- ings“. Sundman segist hafa lagt mik ið verk í þessa bók, unnið í þrjú ár að rannsókn gagna og ann- ars til þess að fá sem dýpstan síkilning á verkefninu. Hafi hann unnið þetta verk eins og vísindamaður, en kveðst þó ekki bundinn af skyldum vís- indamannsins, þ.e., að segja sannleikann. Kemur þetta fram í samtali, er Mbl. átti við Sundman eftir að hann bafði hlotið verðlaun- in. f>ar gat hann þess einnig að Fyrri grein hann befði mjög tekið sér Snorra Sturluson til fyrirmynd- ar sem rithöfundar, noti t.d. í þessari bók sömu frásagnarað- ferð og Snorri. Þessi verðlaunaibók Sund mans fjallar um tilraun þá, sem hinn frægi sænski verkfræðing- ur Andrée, gerði árfð 1897 til að sigla í loftbelg til Norður- skautsins. Með honum voru tveir aðrir Svíar, Strindberg og Frænkel Sigling þessi mistókst og hafnaði loftbelgurinn á ísnum fyrir norðan Svalbarða eftir um tveggja sólarhringa flug. Síðan lentu þeir félagar í mikl- um hrakningum þar til þeir náðu aftur til Svalbarða eyja- klasans og höfnuðu á Hvítey og báru þar beinin. Um örlög þeirra leiðangurs- manna vissi enginn, fyrr en jarðneskar leifar þeirra og út- búnaður fannst í ágústmánuði 1930. Þá feomu hinsvegar í ljóis feikna miklar upplýsingar um för þeirra, því dagbækur og ljósmyndafilmur höfðu varð- veizt í 33 ár. Þó verður hul- unni aldrei svipt af því, hvert varð lokadægur þeirra Fræn- kels og Andrées, en Strindberg var látinn fyrr og urðaður af þeim félögum hans. í tilefni þessa verður nú hinn gamli harmleikur rakinn hér í stórum dráttum í stuttu máli og myndum. Morgunblaðið skrifar mikið um þennan atburð á haustnótt- um 1930 .Blaðið skýrir fyrst frá Hvíteyjarfundinum 24. ágúst undir fyrirsögninni „Lík And- rée pólfara og annars félaga hans fundin á eyju skammt frá Franz Joseplandi“. Þar er all greinargóð frásögn af því sem skipverjar á norska fiski- og leiðangursskipinu „Bratvaag" fundu á Hvíteyju þann 6. ágúst 1930, einnig eru rakin æviatriði Andrées. Hinn 29. ágúst segir blaðið að Hvíteyjarfundurinn sé umræðuefni heimsins. Enn er talsvert löng frásögn hinn 2. september og þegar næsta dag heldur blaðið áfram og flytur þá myndskreytta frá sögn. Og enn halda áfram og feoma fréttir af þessum mikla atburði 21. september og 27. sama mánaðar og löng frásögn 30. sept. myndskreytt. Þá ritaði Ársæll Árnason greinar í Vísi um málið og vitnaði þar til bókar, sem gefin var út í Svíþjóð og víðar og nefndist á sænsku „Með Örn en mot polen“. Þessar greinar Ársæls gaf hann út í litlu kveri árið eftir og nefndi „Andrée pólfari og fé lagar hans“. Mun það samfelld- asta og lengsta frásögnin, seni til er af þessum atlburði á ís- lenzku. , 1 þessari stuttu upprifjun mun verða hafður sami háttur á og í útgáfu Svenska sallskap- et för antropologi och geografi. í upphafi eru lei'ðangursmenn- irnir kynntir, en síðan kemur frásögn af undirbúningi ferð- innar og ferðasagan sjólf. í bók inni er svo birt dagbók Andrée í heild, einnig skýrslur Strind- bergs. Þá er einnig sérstök grein, sem fjallar um hverja meðferð filmurnar ,sem fundust í farangri leiðangursmanna, fengu og hvernig tókst, eftir allan þennan tíma, að framkalla þær, sem mun teljast eitt af óvenjulegustu listahandlbrögð- um ljósmyndatækninnar. Þá er að kynna leiðangurs- mennina. Foringi fararinnar og elztur þeirra félaga er Salomon Aug- ust Andrée. Hann fædidiist 18. okt. 1854 í Grenna, smálbæ í Svíþjóð. Faðir hans, Claes Ge- org Ándrée var lyfsali, en móð- ir J. G. W. Heurlin af kunnum prestaættum, sænskum. Andrée tók góðar gáfur úr báðum ætt- um. Hann var meðal sjö barna foreldna sinna, sem fengu gott uppeldi, þar sem linkind var fordæmd, en íþróttir og útilíf í heiðri höfð. Andrée fór hla’ðinn verðlaun- um úr heimaskóla sínum og tók sæti í tækniiháskólanum í Stokk hólmi. Eðlisfræði var sérgrein hans. Hann vakti þegar at- hygli í skóla fyrir festu, ein- beitni og víðsýni. Hann út- skrifaðist úr háskólanum 1874 og hélt til Randaríkjanna 1876 og þar lærði hann meðtferð loft- belgja. Að sönnu hlaut hann enga virðingarstöðu, er hann kom vestur. Þá var heimssvn- ing í Philadelphiu, og Andrée fékk starf við að gera hreina sænsku deild sýningarinnar. í Philadelphiu kynntist Andrée gamalreyndum stjórnanda lioft- fara, sem hafði farið yfir 400 ferðir í lofti, og bar nafnið Wise. Af honum nam hann þessa list, sem hann, fyrir komu sína til Ameríku, hafði þegar fengið mikinn áhuga á og, sem aldrei yfirgaf hann upp frá því. Árið 1882 var hið svonefnda fyrsta alþjóðlega Pólarár, eða Heimskautaár. Þá var komið upp fjórtán rannsóknarstöðv- um á heimskautasvæðunum og áttu hlut að þessum rannsókn- um Þýzklands. England, Frakk land, Austurrí'ki, Holland, Rúss land og Norður-Ameríka ásamt Svíþjóð, Noregi, Danmöku og Finnlandi. Andrée var einn þátt takendanna í leiðangri Svíanna. sem átti sína bækistöð á Svai- barða. Hann hafði með höndum rannsóknir á rafmagni loftsins og sá um hinn tæknilega búnað leiðangursins. Árangur sænska leiðangursins þótti bera af og var séstafelega þakkað Andrée, því honum tókst við hin erfið- ustu skilyrði, allt að 30 stiga frosti, að halda mælitækjunum gangandi. Andrée lét einnig loka sig inni í myrkri í mánuð, eftir að birta tók á daginn, til þess með því að fá úr því skor- ið, hvort húðin fengi raunveru- lega hinn gulgræna litarhátt við dvöl í heimskautamyrkrinu, eða hvort myrkrið hefði þau á/hrif á augun að heimskautafarar yrðu litblindir. Að lokinni mán aðardvöl í myrkrinu kom í ljós að húðin fékk hinn gulgræna lit, en 1C var ekki um lit- blindu ® ræða. Litarháttui hans var ólíkur og hjá félögura hans, sem höfðu fengið eðli- legan litarhátt með komu sól- Framhald á bls. 31 Þegar Hndrée lagði af staö 11. júlí 1897. Salomon Angust Andrée vcrk- fræðingur var fœddtir árið 1854. 1 mörg ár liafði liann unnið að ýmsum eðlisfrœðilegum wumsókn tnn. Árið 1892 fekk liann styrk til }?ess að gera vísindalegar rann- sóknir með loftbelgjum. Náði Ifann góðum árangri með þessum rann- sóknum sínum. A. Amlróc norðurfari. í nokkur ár hnfði hann unnið nð J’ví, að undirbúa pólför með Ioftbelg. Fekk hann franskan vorksmiðjueiganda til )?ess að gera belginn, éftir sinni fyrirsögn. — an ferð sína. Sænslci fallbyssubát- urinn ,Svensksund‘ var sendur með þá J?angað. Loftbelgurinn rúmaði 180.P00 tcn.fet af „brint“-gasi. Karfan, er hengd var í hann, var svo rúmgóð að hún gat rúmað ýmiskonar far- angur }?eirra fjelaga, er }?eir ætl- uðu að nota, }?egar }?eir kæmu niður á ísinn, eða fcngju fast land undir fætur. Yegalengdin frá Dönskuevju til Norðurpólsins er um 150 mílur. En frá pólnum og yfir á megin- land Ameríku er um 300 mílur. Andrée bjóst við að vindurinn gœti borið loftfarið frá Svalbarða til pólsins á 50—60 tímum. Er til Svalbarða kom, kom }?að í Ijós, að }?eir }?urftu að bera nýtt fernislag á belginn. Það tafði loft- för }?eirra. Segir Andréc í brjefi frá 25. júní, að }?cir munda í fyrsta Ingi komnst af slað kring um 15. júlí. Smmudnginn 11. júlí voru }?eir 'fcrðbúnir. I»á var sunnanstormur á Dönskucyju, og cftir því sem þeir hefðu hugsað sjer, ákjós^n- legt ferðaveður fyrir }?á. Voru settir upp tveir litlir loftbelgir til }?ess að sjá hvernig vind.ur sinna. Kl. 2c. h. var alt tilbúið til brottferðarinnar. Kallar Andrée þá á fjelaga sína Strindberg og Loftfarið Örninn. Síðasta mynd- in cr tekin var, er loftfarið barst með vindi frá Dönslcueyju þ. 11. júlí 3897. Frankel, að stíga í loftfarið. I’eir kveðja þá sem viðstnddir eru, og stíga síðan í loftfarið. Síðasta taugin sem batt loftfarið er skorin sundur, belgurinn stígur í loft upp, og tekur stefnu út til hafs. Lík Andráe komið til Tromsö. London (UP) 3. sept. FB. Tromsö: Búist er við að ,Brat- vaag‘ komi til Tromsö kl. 8 í kvöld. í talsímaviðtali, er blaða- menn hringdu Horn upp á Skjerv- ö, ljet hann }?ess getið, að aðeins beinagrindur þeirra leiðangurs- manna hefði fundist. London (UP) 2. sept. FB Tromsö: Bratvaag lcom kl. 9 x morgun. í fylgd með skipinu var vi.rðskipið Michael Sars. Adolf Iíoel, annast um móttökuna. Hinar jarðnesku leifar leiðangursmanna verða fluttar á land í Tromsö og rannsakaðar á rannsóknastofu spí- talans og útbúnar til varðveisla og flutnings til Svíþjóðar, þar sem þær verða jarðsettar. Talið er.lík- Icgt, að fundur dr. Ilorns leiði tit þess að hafist verði handa um að gera frekari rannsóknir á norð- lægum stöðum, til }?ess að komast að hinu sanna um afdrif marfera norðurfara, sem ljetu líf sitt á norðurvegum. Trdmsö: Hinar jarðnesku leifar Andréc og fjelaga hans voru flutt-' ar frá Bratvaag kl. 10.30 f.h. tii bæjai’sjúkrahússins. — Kisturnat voru þaktar svörtum dúk. Norskir sjóliðsmenn gengu fyrir, en á eft- ir norsku og sænsku vísindamenn- irnir, sem staddir eru í Tromsö. Nefnd norskra og sænskra vísinda- manna athugar beinagrindurnar áður en þær verða fluttar. Veiðiskipið „Bratvaag11 sem kom tií Hvíteyjar þ. 6. ágnst, ög dr. Horn (til hægri), er var á „Bratvaag" og fánn lík Ándrée. Frakkinn hjelt því fram, að loft- far þetta væri ekki nægilega vel útbúið til slíkrar ferðar. En Andrée hafði fundið \ipp ýmsar endurbætur er hann hafði í loft- fari þessu umfram loftför þau, er áður höfðu verið gerð, og taldi hann öllu óhætt. Árið 1896 fóru Andrée og fje- jagar hans til Svalbarða með loft- farið og allan útbúnað, sem þeir töldu sig þurfa til pólferðarinnar. Fóru þeir upp til Dönskueyjar og bvgðu þar skýli fyrir loftfarið. En veðrátta var óvenjulega slæm- það sumar, svo Andrée ákvað að hætta við pólferð í það sinn. — Sneru þeir fjelagar heimleiðis um haustið. En næsta ár hjeldu þeir aftur norðuf á bóginn. í millitíð var Friðþjófur Nansen kominn heim úr ,Fram‘-leiðangri sínum. Hann hafði ekki komist til pólsins. eins og áform hans var. Ýtti það nú mjög undir Andrée, að komast það á fám dögum, sem Nansen tókst ekki að komast a skipi sínu. 1 júní 1897 fóru þeir fjelagar til Svalbarða og undirbjuggu það- blæsi liið efra.. Sást að þeir tóku æskilega stéfnu. Haidin var guðsþjónusta ur.i morguninn úti í skipinu ,Svensk- sund‘. Síðan var byrjað að losa loftfarið, opna skýli það, sem það var í. Loftfarið var nefnt „Örn- inn.“ Yeður var svo hvast að Andrée varfr að nota kallara til þess að gefa • skipanir. til aðstoðarmanna NOBDPOLEN Mmí o / ' ' SPI7SBERGEN Úppdráttur er sýnir afstöðu Hvíteyjar við Spitsbergen. Danska eyjan er og merkt mcð krossi. Loftfararnir veifa höfuðfötum sín- ura og kalla til þeirra, sem við- staddir eru að skila kvcðju heira til Svíþjóðar. Allir þeir sem verið höfðu við loftfarsskýlið hlaupa nú niður á ströndina. Loftfarið sveif út eftir firðinum, um 200 m. yfir hafflet- inum. í fjörunni lá kaðall, sem liafði slitnað frá loftfarinu. Var hann partur af stýrisútbúnaði þeim sem Andrée œtlaði að nota á ferð sinni. Pó.5týrÍ8Útbúnaðuriun hefði auðsjáanlega skemst, var talið víst að hann hefði vcrið að einhverju leyti nothæfur. Vindurinn feykti nú loftfarinu í stefnu á fjallgarð einn nálægt fjarðarmynninu. Töldu sjónarvott- ar líklegast nokkur augnablik, að þar myndi ferð Andrée enda í það sinri. En loftfararnir hafa getað fleygt út ballest og ljett á loftfar- inu, svo vindgustur í fjarðarmynn inu sveiflaði loftfarinu aðeins mcð frám fjallanýpunum. Loftfarið leið norður yfir úthaf ið með á að giska 35 mílna liraða á klst. Eftir 1 klst. var það úr nugsýn. Pólverjar æfir i garð Þjóðverja. Varsjá: Pólverjar halda áfram að sýna Þjóðverjum andúð víðs- vegar í kindinri. Þannig hefir múg urinn á nokkrum stöðum mölvað rúður á skrifstofum þeirra blaða, sem hafa ekki tekið þátt í árás- unurn á Þjóðverja. í Varsjá söfn- uðust mcnn saman fyrir utan þýska konsúlatið og voru þar óp og iH læti. Iiögreglan dreyfði mannfjöldanum. Zaleski veitti áheyrn- nefnd úr hópi kröfugöngumanna og fullviss aði þá um, að stjórnin myndi ver* á varðbcrgi, að ekki væri gengið á hlut Póllands í neinu, nje að uu neinar landamœrabreytingar Pól- landi í óhag yrði að ræða. Atlantshafsflug Coste og Bellonte. Portishead: Skipið Westernland hefir náð skeyti frá flugvjel nokk- urri, sem talið er að sje flugvjel þeirra Costes og Bellonte. Flug- mennirnir tilkyntu stöðu sína kl. 5.30 e. h. (GiMT) 5.20 þv.b. 16.00 l.b. Hraði eitt hundrað mílur á klst. New York 2. sept. Eimskipið Amerika hefir símað United Presa að flugvjel frakknesku flugmann- anna hafi tilkynt stöðu síne. 10.11 e. h. (GMT) 48.30 nl. og 32.00 vl.br. ELliheimiIið nýja byrjar að taka á móti fólki um miðjan þennan mánuð. Frásögn í MorjfunblaSmi 3. september 1930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.