Morgunblaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1968 Á ÞESSU leikárl hófust í Bretlandi sýningar á saka- málaleikritinu Músagildrunni eftir Agöthu Christie sext- ánda árið í röð. Hefur ekkert annað leikrit verið sýnt jafn- lengi í Bretlandi, og aðeins er vitað um eitt leikrit, sem sýnt hafi verið lengur í veröldinni. Var það í Bandaríkjunum. Fæstir hafa getað gert sér grein fyrir því, í hverju þessi óvenjulega velgengni er fólg- in, en leikritið hefur verið þýtt á mörg tungumál, og sýnt erlendis við góðar und- irtektir. Leikfélag Kópavogs sýndi Músagildruna hér á leikár- inu 1959—60 við ágæta að- sókn, og voru sýningar um 17—18 talsins. Þýðinguna gerði Halldór Stefánsson. en leikstjóri var Klemenz Jóns- son. Með aðalhlutverk fóru þá Jóhann Pálsson, sem lék lögreglufulltrúann, Sigurður Grétar Guðmundsson og Hug rún Gunnarsdóttir. Tvívegis Ambassadorleikhúsið í London. Auglýsingaskiltið hefur staðið óhaggað öll árin, nema hvað árlega hefur þurft að breyta tölunni, sem tákna leikárin. Músagildran sýnd 16. ár- iö í röð í London Við frumsýninguna voru kjólar leik- kvennanna öklasíðir — nú eru þeir 5-10 sm. ofan við hné hélt leikfélagið miðnætursýn ingar í Reykjavík fyrir fullu húsi. Þá hafa leikfélögin út á landi sýnt þetta leikrit all- oft, svo sem Leikfélag Sauð- árkróks og Ungmennafélag Hrunamanna. í grein frá Associated Press segir Lynn Heinzlering nánar frá ferli Músagildrunn ar í Bretlandi. Það hefst með ópi. sem berst út úr myrkrinu og blístri úr lögregluflautu. Því lýkur með faðmlögum um leið og morðinginn er leiddur burtu. Hér virðist því vera á ferðinni ósköp venjuleg ensk „svæla“, en það skyggir ekki á þá staðreynd að Músagildra Agöthu Christie er nú leikið 16 árið í röð á sviði Ambassa- dors-leikhússins í London. Ekkert leikrit hefur verið sýnt samfleytt jafn lengi í Bretlandi. Náði það metinu hinn 12. apríl 1958. er það var sýnt í 2.239 skipti, en í desember sl. voru sýningarn- ar orðnar 6,250. Leikritið var frumsýnt í litla Ambassadors-leikhúsinu 25. nóvember 1952, og var þá Winston Churchill enn for- sætisráðherra. Leikhúsgagn- rýnandi Morning Advertiser skrifaði þá: „Áhorfendur frusu í sætum sínum, en um leið og tjaldið var dregið fyr ir slöppuðu þeir af og muldr- uðu eitthvað óafvitandi. Ég tel litlar líkur á að nokkur leikhúsgesta hafi rennt grun í hver morðinginn var fyrr en höfundurinn kærði sig um að leysa frá skjóðunni". En frá því að þessi orð voru rituð hafa rúmlega tvær milljónir manna frosið í sæt- um sínum og komist að leynd armáli Agöthu Christie. Tjald Ið hefur verið dregið frá og fyrir um 75 þúsund sinnum á þessu tímabili, og miðasala Ambassadorsleikhússins, sem hefur yfir aðeins 453 sætum að ráða, hefur tekið inn rúm lega 1.250.000 pund, eða um 171 milljón íslenzkar. Velgengni Músagildrunnar hefur komið gersamlega flatt upp á Agöthu Christie, sem skrifað hefur 60 sakamála- og ævintýrasögur, 17 önnur leik rit, sex skáldsögur og bók um fornleifafræði. (Hún er gift prófessor Max Mallowan, sem er virtur brezkur fornleifa- fáeðingur). Hann er núna 76 ára að aldri og kærir sig ekki lengur um blaðaviðtöl vegna Músagildrunnar, en eitt sinn sagði hún: „Þegar leikritið var frumsýnt hugsaði ég með mér, að þetta væri bara all- sæmilegt leikrit og ósköp mér, að þetta væri bara all- hafa tekizt vel í uppbygg- ingu þess, þar sem það héldi athyglisgáfu áhorfandans vak- andi. Og ég átti von á því, að það gengi svona fjóra eða fimm mánuði, en alls ekki lengur“. Núna hefur Agatha Christie séð leikritið 30 sinnum. Hún hefur aldrei greint frá því, hvernig hún fékk hugmynd- ina að þvi, en eitt sinn sagði hún, „Margar af mínum beztu hugmyndum hef ég fengið við uppvaskið". Sýningarréttinn að leikrit- inu fékk hún sonarsyni sín- um, Matthew Pritcard, þeg- ar hann var aðeins 12 ára að aldri. Nú er hann 27 ára, kvæntur og vellauðugur. Þegar leikritið var frumsýnt voru Richard Attenborough og kona hans Sheila Sim í að alhlutverkunum. Síðan hafa 104 leikarar farið með blut- verk í leikritinu, og eru þau þó bara átta talsins. Fram- kvæmdastjórinn, Peter Saund ers, hefur jafnan gætt þess að breyta leikaraskipun á hverju leikári til að koma í veg fyrir hlutverkaleiða, en í stað þess ferskar sýningar. Hver er söguþráðurinn? Leikritið gerist á litlu dval- arheimili, sem nefnist Monks well Manor, ekki fjarri Lun- dúnum. Blindhríð er utan dyra, þegar gesti ber að garði til dvalar. Þegar frum- sýningin fór fram var þeim tjáð að gjaldið fyrir vikudvöl væri 7 pund á viku, en nú er það komið upp í 12 pund. Leynilögreglumaður kemur að dvalarheimilinu á skíðum, og hann lætur það spyrjast, að hann eigi von á að þarna verði framið morð. Og mikið rétt — í lok fyrsta þáttar er morð framið. Aftur umlykur myrkrið allt og annað óp berst fram í salinn af svið- inu. Þannig gengur leikurinn fyrir sig áfram, þar til morð inginn er leiddur burtu í lok in. Og þegar lófatakinu 1 saln um linnir gengur leynilög- reglumaðurinn fram í sviðs- ljósið fram og segir: „Vin- samlega látið það ekki spyrj- ast hver það er“. Leikmyndir eru ákaflega ein faldar, og hinar sömu allan leikinn. Sviðið er fordyri Monkswell-dvalarheimOis- ins, en þaðan er gengt inn í setustofuna, bókaherbergið, borðstofuna, eldhúsið og niður í kjallarann. Tvívegis hefur verið skipt um húsgögn á svið inu þessi 15 ár að undanskild- um leðurstól einum og vegg klukku. Hún gengur ennþá, en vísar hennar sjást ekki úr áhorfendasalnum. Búningarnir hafa einnig breytzt með árunum. Árið 1952 voru kjólar leikkvenn- anna öklasíðir — nú er kjól faldurinn 5—10 cm ofan við hné, eins og vera ber. Leikarar koma og .fara, en Maisie Wilmer Brown, sem annast leikbúninga, hefur starfað við leikritið frá frum sýningu. Henni telst til, að hún hafi strauað tæpa 42 metra af skyrtum fyrir fimm karlleikara þessi ár. Rúmlega sex þúsund vindl- ar hafa verið reyktir öll sýn- ingarkvöldin samanlagt af leikurhm þeim, sem farið hafa með hlutverk herra Paravic- ini. Að vísu hefur ekki verið kveikt í vindli hvert ein- asta sýningarkvöld, því að eitt sinn fékk Paravicini slæma hálsbólgu og var bann að að reykja í sex vikur. Enginn getur gert sér grein fyrir því, hvað valdið hefur þessum óvenjulegu vinsæld- um Músagildrunnar. Sauders, framkvæmdastjóri bendir á, að leikritið sé „tilvalið fjöl- skylduleikrit með mörgum hnittnum tilsvörúm. í því er ekkert ógeðslegt eða hrylli- legt, sem varast ber barn- anna vegna“. „Ferðamenn koma til Lun- dúna og skoða hið markverð asta, segir hann. „Þeir fara og skoða Tower of London seinni hluta dags en um kvöldið sjá þeir svo Músa- gildruna". Leik'húsið er ekki íburða- mikið eða glæsilegt, heldur fyrst og fremst þægilegt. í því eru aðeins 16 sætaraðir ásamt litlum svölum og tveim ur litlum stúkum. Miðasalan er áþekk á stærð og almenn- ingssímaklefi. Sagan segir, að smiðirnir hafi gleymt að gera ráð fyrir miðasölunni, þegar húsið var byggt 1913, og þess vegna hafi þeir orðið að finna henni rúm með því að sníða ofurlítið af kvennasalerninu. Saunders seldi Romulus Films kvikmyndaréttinn af leikritinu árið 1956. Hann setti þá þau skilyrði. að kvik myndina mætti ekki frum- sýna fyrr en sex mánuðum eftir að sýningum á leikritinu hefði verið hætt. Kvikmyndin hefur enn ekki verið gerð, þar sem enginn veit hvenær síðasta sýning verður. Tviveg is hefur Saunders boðizt til Agatha Christie. að kaupa kvikmyndaréttinn aftur, en kvikmyndafélagið hefur kosið að bíða átekta. Framkvæmdastjórarnir segja, að Músagildran eigi þó ekki heimsmetið hvað snerti fjölda leikára, því að í skrám yfir leikrit megi sjá, að leik- ritið The Drukard hafi verið sýnt í 20 ár samfleytt í Los Angeles. Þegar Músagildran var frumsýnd 1952 var verðið á betri sætum 15 shillingar. Nú er það 25 shillingar. - JARÐSKJALFTAR Framhald af bls. 21 • Nokkrir jarðskjálftar á siðasta áratug Á yfirstandandi áratug hafa orðið nokkrir mannskæðir jarðskjálftar fyrir utan þann, er varð nú á Sikiley. Þeirra verstur voru jarðskjálftarnir í Agadir í Alsír, þar sem tíu þúsund manns fórust í febrú- ar 1960. Á Richter-skala mæld ist styrkleikinn aðeins 5—6 stig, en hræringarnar stóðu grunnt, eða niður að 2—3 km. dýpi og áhrifin urðu því sem nam tíu stigum eða þar um bil. Langflestir þeirra, sem fór- ust, urðu undir húsarústum og gekk mjög erfiðlega að hreinsa til í rústunum og ná ti! þeirra, sem lágu þar lif- andi en ósjálfbjarga. Það gerði þennan atburð ennþá sorglegri og hörmulegri, að vegna sjúkdómahættu varð að sprauta leskjuðu kalki yfir rústirnar, áður en öllum, sem þar lifðu eftir, hafði verið bjargað. Þeim varð að fórna fyrir hina sem af komust. Enn meira manntjón varð í jarðskjálftunum í Persíu í september 1962. Þeim svipaði til Agadír jarðskjálftanna, styrkleikinn mældist 7.2 stig á Richterskala en áhrifin voru enn meiri. Jarðhræring- arnar náðu yfir 2CO.OOO ferkíló metra svæði og ollu eyðilegg- ingu í 200 bæjum og þorpum. Um tólf þúsund manns fór- ust. Þá höfðu ekki komið jarð skjálftar á þessum slóðum í hundrað ár. í jarðskjálftunum í Chile, sem voru nokkuð óvenjulegir, fórust um fimmtán hundruð manns. Þar af drukknuðu þús und manns i flóðum, er fylgdu í kjölfarið. Þessir jarð skjálftar stóðu yfir langan tíma, í marga daga með mil-1- um styrkleika og síðan minni hræringar í marga mánuði. Færðust hræringamar æ lengra suður á bóginn, eftir því sem á leið og náðu, áður en lauk, til 1500 km. langs svæðis. Miklar breytingar urðu á landslagi og liggur landið nú víða lVz—2 metr- um hærra yfir sjávarborði en áður og sjávarborð lækkaði víða sem því nam. Sem kunugt er af fréttum, eru iarðskjálftarnir á Sikil- ey nú taldir hinlr verstu frá því borgin Skopje í Júgó- slavíuvíu var lögð í rúst einn sólfagran sumardag árið 1963. Þar varð jarðskjálftinn geysi harður en á litlu svæði — en hann reyndist hinn versti sem komið hafði í Júgóslavíu frá því árið 518. Nálægt fimmtán hundruð manns fórust. Mikið efnalegt tjón varð einnig í jarðskjálftunum í .»nchorage í Alaska og Tash- kent í Sovétríkjunum fyrir ni krum árum, en manntjón mun minna en í þeim jarð- skjálftum, sem ofan \ „ru taldir. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*1DO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.