Alþýðublaðið - 22.04.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1930, Blaðsíða 2
6 ▲BPVÐHHBAÐIÐ Bœlarvfnnn^ kauplð. Hvers vegna hafa þeir menn, sem vinna hjá bæmim við gatna- gerð, minna kaup en aðrir hér í bæ, þar sem gatnagerð er oft óþrifaleg og sízt hægri en önnur erfiðisvinna ? Til saman- burðar: Þeir, sem vinna hjá höfn- inni, hafa til jafnaðar á viku hverri 13 krónum meira. Þessir menn hjá bænum og höfninni vinna oft hlið við hlið sömu vinnu og sízt betri hjá þeim fyr töldu, en þeir fá 13 krónum minna fyrir viku hverja. Það er petta, sem mig langar til að gera aö umræðuefni og spyrja góða menn, sem lesa þetta, hvort þeim sýnist ekki sama og mér, að þetta fyrirkomulag sé rangt Setjum svo að það liggi í þvi, að til bæjarins hafi valist ónýtari menn, sem afkasti minnu en aðrir. Það er ekki sennilegt. Þó getur slíkt komið fyrir. Annað mætti nefna, svo sem eins og það, að lágmarkskaups- menn þeir, er hjá bænum vinna, séu við sveit, svo það þyki ekki taka því að greiða þeim fult kaup. Hvorugt þetta, sem hér hefir verið nefnt, virðist ráða þessa gátu, en eitthvað hlýtur þó að vera þess valdandi, að þessir menn, sem eru þama í vinnu, ganga frá með svo gífurlega skar'ðan hlut. Mér, sem þetta rita, er vel kunnugt um að í þessum verka- mannaflokki em margir barna- menn, sem hafa á þessum litlu launum sínum frá fimm upp í átta og tíu fram aö færa. Nú má geta þess nærri, hvern- ig það muni ganga yfir veturinn, þegar vinnutíminn er til dæmis 6 tímar og vikukaupið 44 kr., falli enginn dagur úr. Það má geta þess, að í vetur var unnið hjá höfninni og þeim, sem þar unnu, borgaðar 70 kr. um viku hverja. Hefir þvi verið 26 króna munur á vikunni hjá bæjarvinnumanninum á móts við hina, sem voru hjá höfninni. Þetta er dálítið til athugunar, þar sem hvorttveggja var greitt úr bæjarsjóði eða sama sem. Það hefir gengið kauphækkun- ar-„plága“ nú um nokkur und- anfarin ár yfir þjóðina, en alt hefir það verið hjá yfirstétta- mönnum. Þeir góðu menn hafa þózt fá of lítið hækkaða dýrtíð og ýms fríðindi, sem þeir hafa beðið um og fengið. Það er ekki af því að mér finnist rangt af þingi né þjóð að veita þeim þess- ar raunabætur nú, en ég vil benda vinum mínum og sam- verkamönmun á þann sannleika, að við höfum ekki minni á- stæðu til að kvarta og þurfum heldur ekki að skammast okkar fyrir það. Þar hafa okkur meiri menn gengið á undan og gefið okkur góða fyrirmynd. Skulum við því bræður feta drjúgan á eftir hinum stærri í öllum kaup- kröfum, haldandi fast á okkar málum og hvergi víkja frá réttu. Verkamáður. Alþingi. Lðg. Þessi lög wru afgreidd á mið- vikudaginn: Breytingin á áfengisvamalög- unum var lögtekin (í n. d.). Þar eru til bóta þau ákvæði, sem eftir standa úr hinu upphaflega frv., að ónýta skuli bruggunará- höld, sem gerð eru upptæk, og að brot á reglugerðum, sem sett- ar eru samkvæmt áfengisvarna- lögunum, varði sektum. Hins veg- ar kom íhaldslið efri deildar á- kvæði inn í lögin, sem gerir bruggurum auðveldari undan- brögð frá maklegum skellum fyr- ir klæki sína. Þrátt fyrir það þótti þessum 7 of mikið bann- mannabragð að þéim ákvæðum frv. Stórstúkunnar, sem komust gegn um þingið, og greiddu þeir atkvæði gegn lögunum: J. A. J., Lárus, Einar á Geldingalæk, ól. Thors, Hákon, Gunnar og Ben. Sv. Þessir vegir voru teknir í pjóð- vegatölu (afgreitt í e. d.): Skeiða- braut í Árnesssýslu, Landbraut i Rangárvallasýslu, Borgarfjarðar- braut frá Gljúfurá að Kláffoss- brú, Laxárdalsvegur frá Búðardal og áfram yfir Laxárdalsheiði, Vestfjarðavegurinn frá Hnífsdal að Gemlufalli við Dýráfjörð, Vesturhópsvegur og Skagastrand- arvegur í Húnaþingi, Hofsóss- braut, Eyjafjarðarbraut frá Ak- ureyri að Saurbæ, Kópaskers- braut, Llthéraðsvegur austan Lag- arfljóts og Hafnarbraut við Hornafjörð. Þá komi og Fljóts- hlíðarvegur að Teigi og þar yfir Þverá í stað Landeyjavegar. og í stað Tunguheiðarvegar milli Húsavíkur og Kelduhverfis verði þjóðvegurinn umhverfis Tjörnes. Heimildarlög til skurðgröfu- kgupa (afgreitt í e. d.): Heimild- nær til að kaupa eina skurð- gröfu á ári fyrst um sinn. Einn- ig er stjórninni heimilt að láta gera tilraunir um smíði á þeim. Skurðgröfurnar skulu lánaðar landþurkunar- og áveitu-félögum. Fjárlög. Á skirdagsnótt voru fjárlögin afgreidd og gekk meiri hlutinn í neðri deild að þeim óbreyttum, en feldi allar breytingatillögur. Um þenna bræðing „Framsókn- ar“ og hluta af íhaldsliðinu og hvað hann kostaði verður getið bráðlega. Meðal tillágna þeirra, sem þá voru feldar, voru þessar tvær, er Haraldur Guðmundsson flutti: l)Framlag til taugakerfa í raf- orkuveitum til almenningsþarfa 70 þús. kr. og 2) ábyrgð fjrir alt að 900 þús. kr. láni fyrir Siglufjarðarkaupstað til raforku- veitu. Jón á Reynistað og Pétur Ottesen, flutningsmenn rafmagns- veitufrv. íhaldsmanna, greiddu atkvœði gegn fjárveitingunni til rgforkuveitanna, og þriðji flutn- ingsmaður rafmagnsfrv., Magnús Guðmundsson, greiddi ekki at- kvœði. — Ábyrgðin fyrir Sigl- firðinga til raforkuveitu þar hafði áður verið samþykt í neðri deild, en síðan feld í efri deild. Einar á Geldingalæk flutti tií- lögu run, að styrkurinn til Stór- stúkunnar yrði aftur lækkaður úr 10 þús. í 8 þús. kr„ en þegar hann sá, að allar breytingatillög- ur voru feldar, hætti hann við að láta þetta áhugamál sitt koma til atkvæða. — I stað þess að lögleiða einka- sölu ríkisins á tóbaki og afla rík* inu þar með tekna, hafa áætlun- arliðir fjárlaganna verið hækk- aðir, til þess að lögin líti betur en ella út á pappírnum, en auð- vitað hækka tekjurnar ekkert við það. Gjöld samkvæmt fjárlögum eru ákveðin kr. 12 821 744,25, en ■tekjur áætlaðar 12 816 600 kr. og er þá sú áætlun tæplega í jafn- vægi, — rúmlega 5 þús. kr. halli. Auk þess eru lögboðin útgjöld, sem ekki eru tekin upp í fjár- lögin, sennilega um 1/2 miljón kr„ þar af fara 360 þús. kr. í vexti' og afborganir af því fé, sem ,,Framsókn“ og íhald samþykti að ríkið legði fram til íslands- banka sáluga. Af tekjum ríkisins eru beinir skattar, tekju- og eigna-skattur og fasteigna-skatt- ur, að eins tæpur fjórði hluti á móts við tollana. — Framlag rík- isins til verklegra framkvæmda er 3 260 þús. kr. Fjárveiting til Vestmanna- eyjahafnar, 110 þús. kr„ fjárauka- lög fyrir árið 1928, að upphæð kr. 1,252 946,49, fjáráukalög fyrir árið 1929, upphæð kr. 606118,28, .og sampykt á landsreikningnum 1928 fengu einnig laga-afgreiðslu (í e. d.). — Niðurstöðutölur lands- reikningsins eru rúml. 14 400 þús. kr. Önnur pingmál. Y firskoðunarmenn landsreikn- inga voru kosnir: Pétur Þórðar- son í Hjörsey, Hannes Jónsson alþm. og Magnús Guðmundsson. Þingsályktunartillaga Alþýðu- flokksfulltrúanna um nýja kjör- dœmaskipun var tekin út af dag- skrá í sameinuðu þingi og los- uðu „Framsóknar“-mennirmr sig þar með við að greiða afkvæði um hana; en hugur þeirra og í- haldsmanna til réttlátrar' kjör- dæmaskipúnar komu ótvírætt í ljós við umræður þær, sem áður urðu um málið, svo sem frá hefir verið sagt hér í blaðinu. Tóbakseinkasalan komst gegn um 2. umræðu i e. d„ en stjóm- in sá svo um, að frv. kom ekki til síðustu umræðu, heldur léf hún málið daga uppi. Hafnargerðirnar þrjár vom einnig samþyktar við 2. umræð* í e. d„ en nógu margir „Fram- sóknar“-flokksmenn neituðu unt afbrigði til þess, að þær kæmw sama dag til 8. umræðu. Við Z, urnræðu voru þau frv. samræmd þannig að tillögu Erlings Frið- jónssonar, að héruðin leggi jafn- óðum fram 1/5. hluta kostnaðar, eins og jafnan var gert ráð fyrii í frv. um hafnargerð á Dalvík, en var nokkni minna hlutfalls- Jega í frv. um hafnargerð á Akra- nesi og næstum ekkert í frv. um hafnargerð á Sauðárkróki. Sauðnautakaupin fóm gegn um aðra umræðu af tveimur í e. d. og dagaði tillagan þar með uppL Frv. um breytingar á lögum um Byggingar- og landnáms-sjóð fóru gegn um 2. og 3. umr„ var breytt og komu aftur til neöri deildar. Þar var neitað um af- brigði til þess að frv. væri af- greitt þá um nóttina. Fundi í neðri deild lauk kl. að ganga 5 á skirdagsmorgun. Endaði hann á því, að ekki náð- ist ályktun um jarðræktarstyrk- inn, — komu ekki fram nógu mörg atkvæði til þess. Þingi frestað. Á laugardaginn var þingi^m frestað þangað til á alþingishátiðí- inni. Var það 93. dagur þess að helgidögum með töldxun. Haldn- ir voru samtals 178 þingfundir, þar af 85 í neðri deild, 83 í efri deild og 10 í sameinuðu þingi. Fyrir þingið komu samtals 143 mál, þar af 118 frumvörp og af þeim 31 stjórnarfrv. Þingsálykt- unartillögur komu fram 22 og 3 fyrirspurnir. Afgreidd voru 51 lög og vons fjárlögin þau síðustu. Feld voru 6 frv., 3 afgreidd með dagskrá, 2 vísað til stjómarinnar, en 56 dagaði uppi, þar af 11 stjómar- frumv. Gerðar voru 9 þingsályktanir og auk þess lofaði stjómin að taka tillöguna um miðunarvita til greina, þótt hún kæmi ekki til atkvæða. Svo var talið, að 6 þingsályktunartillögur hafi verið feldar. Aðrar 6 dagaði uppi. Verkfall. London (UP.) 19. apríl, FB. Frá Tokio er simað: Félag flutninga- verkamanna borgarinnar hefir lýst yfir allsherjarverkfalli, er hefst á sunnudagsmorgun. 200 hreindýr. Or Vopnafirði er FB. skrifað, að hart hafíverið til hálendisins í vetur og hafi hreindýr flúið tíl bygða; þannig hafi 200 hreindýr sést nálægt Fossvöllum í vetur og víðar hafi sést hópar af þeim, einkanlega um nýjársleytið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.