Morgunblaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIB, SBNNUDAGUR 28.' JANÚAR 1968 STÖRF þingsins í síðustu viku eru glöggt dæmi um að ekki er allt sem sýnist í þingsölum. Á fundum Sam. þings og þing- deilda hefur verið unnið a'ð því að koma áfram ýmsum málum, sem jafnan sitja á hakanum, þeg ar önnur brýnni þurfa að fá af- greiðslu með skjótum hætti. Hér er um að ræða ýmis minni hátt ar frv. og þingsályktunartillögur, sem einstakir þingmenn flytja. Af þessum sökum voru þingfund ir ógnar leiðinlegir allt þar til í fyrradag, þegar fróðlegar umræð ur urðu um húsnæðismál í Sam- einuðu þingi. En þótt almennar umræður í þinginu hafi því ekki verið tilþrifamiklar þessa dag- ana hefur þeim mun meira verið í bígerð að tjaldabaki. Þingflokk ar stjórnarflokkanna hafa setið á nær daglegum fundum alla vik- una til þess að ræða vandamál frystihúsanna og ég er sannfærð- ur um að fá mál hafa hlotið jafn rækilega meðferð þingmanna og málefni frystihúsanna, þegar að því kemur að þau verða lögð fyrir þingið sjálft. Að vísu hef ég aðeins aðstöðu til þess að leggja dóm á starf eins þing- flokksins að þessum málum en þau hafa að mínu viti verið til fyrirmyndar. Allar hugsanlegar hliðar þessara mála hafa verið ræddar ítarlega, bæði staða frysti húsanna, sem er mjög misjöfn, og leiðir til tekjuöflunar. Því er oft haldið fram að virðing þings ins sé lítil meðal almennings í landinu og töluvert kann að vera til í því en frá mínum sjónarhóli séð hafa a.m.k. þingmenn stjórn- arflokkanna tekið myndarlega á þessa dagana. Vandamál þeirra og þingsins er hins vegar það, að þessi hlið þeirra starfs snýr ekki að almenningi og getur það tæp ast efni málsins samkvæmt. Á morgun munu samtök hrað- frystiiðnaðarins í landinu taka endanlega afstöðu til nýrra til- lagna ríkisstjórnarinnar um lausn á vandamálum hraðfrysti- húsanna. Á þessu stigi málsins skal engu um það spáð hver niðurstaða frystihúsanna verður. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt erfiðasta vandamál, sem rík- isstjórnin hefur staðið frammi fyrir lengi, ekki fyrst og fremst vegna efnis málsins heldur hins að þau áföll, sem þjóðarbúið hef ur orðið fyrir binda mjög hend ur ríkisstjórnarinnar, hún hefur ekki jafn mikið svigrúm og áður þegar vel gekk t.d. til nýrrar tekjuöflunar. Þegar litið er yfir farinn veg frá því í haust kem- ur í ljós að ríkisstjórnin. hefur staðið frammi fyrir hverju stór- vandamálinu á fætur öðru með litlum hléum á milli. Og þótt farsæl lausn finnist á málum hraðfrystihúsanna, sem menn verða að vona, bíða ný og erfið vandamál úrlausnar á næsta leiti. í marzbyrjun má búast við að skerist í odda vegna launa- mála og í vor stendur ríkisstj. frammi fyrir hugsanlegum vanda málum í sambandi við síldveið- arnar. Þeir menn eru því ekki öfundsverðir, sem halda um stjórnvölinn um þessar mundir, en þannig hlýtur það líka að vera á erfiðleikatímum. Hraðfrystihúsin völdu þá leið að stöðva allan rekstur sinn þar til úrlausn fengist. Frá þröngu hagsmunasjónarmiði þeirra kann sú afstaða að vera skiljanleg. Ár- ið 1967 var frystihúsunum örugg lega erfitt og fjárhagsleg aðstaða þeirra er tvímælalaust mjög veik. En þessi þýðingarmikla at- vinnugrein hlýtur einnig að líta á málin frá öðrum hliðum. Verka lýðssamtökin hafa um nokkra hríð rekið hófsamari kjarastefnu en áður og m.a. verið spör á verkfallsvopnið. Það er hrað- frystihúsunum ótvírætt til hags- bóta að skynsamleg leið verði far in í launamálunum. Hver verða viðbrögð verkalýðssamtakanna, þegar þau sjá frystihúsin beita stöðvun til þess að koma fram málum sínum? Frystihúsaeigend ur geta sjálfir velt fyrir sér þeirri spurningu og þá jafnframt, hvort það er þeim sjálfum til hags að ýta undir sams konar stöðvunarstefnu af hálfu verka- lýðssamtakanna. Á fös'tudag urðu miklar um- ræður í Sameinuðu Alþingi um húsnæ'ðismálin og þá fyrst og fremst byggingarframkvæmd- irnar í Breiðholti og lánveiting- ar Húsnæðismálastjórnar. Tveir Alþýðuflokksmenn, Eggert G. Þorsteinsson og Jón Þorsteins- son stóðu þar aðallega í eldin- um og að þeim var sótt mjög hart af fjölmörgum þingmönn- um Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins. Þeim var fyrst og fremst gert að svara þeirri spurningu, sem sækir á menn með vaxandi þunga, hvort ætlunin sé að taka meiri- hlutann af fjármagninu til Breiðholtsframkvæmdanna úr sjóðum Húsnæðismálastjórnar. Mér virðast enn ekki hafa kom- ið fram fullnægjandi svör við þessari spurningu af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Það virðist í alla staði eðlilegt að Húsnæðismála- stjórn láni fé til Breiðholtsfram kvæmdanna að sama marki og til annarra byggingafram- kvæmda en eigi þessi stofnun að lána meirihlutann af kostn- aðarverði þessara íbúða eru fyrirsjáanlegir miklir örðugleik ar á lánveitingum til annarra að ila og væri það vissulega illa far ið ef þessar þýðingarmiklu fram kvæmdir yrðu til þess að hamla byggingarframkvæmdum ein- staklinga. Ég held tæpast að það hafi verið hugsunin að baki Breiðholtsframkvæmdunum. Að vísu skal það fúslega játað að eins og nú er ástatt eru vafa- laust miklir erfiðleikar á fjár- öflun til þessara framkvæmda umfram eðlilegar lánveitingar Húsnæðismálastjómar. En þá er að segja það eins og það er og gefa um það skýrar yfirlýs- ingar í stað þess að láta svo viðkvæm mál svífa í lausu lofti eins og gert er. í þessum umræðum tóku þátt ýmsir yngri þingmenn stjórnar- andstöðunnar, svo og tveir gaml ir harðjaxlar, þeir Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson. Óneitanlega vakti það athygli að hinir tveir síðarnefndu voru mun harðari í málflutn- ingi heldur en yngri mennim- ir. Ég held að þeir Eggert og Jón hefðu átt sæmilega auðveld an leik gegn yngri þingmönn- um stjórnarandstöðunnar en um ræðurnar hörðnuðu mjög við þátttöku Eysteins og Lúðvíks. Þrátt fyrir allt hafa gömlu menn irnir ýmislegt til brunns að bera og þá kannski fyrst og fremst reynslu, sem hinir yngri hafa ekki nema að takmörkuðu leyti. f vikunni var lögð fram breyt ingartillaga frá Jóhanni Hafstein við kosningalögin, sem miðar að því að útiloka framboð svipað því sem Hannibal Valdimarsson beitti sér fyrir í Reykjavík sl. vor. Vafalaust mun takast al- menn samstaða með þingflokkun um um samþykkt þeirrar breyt- ingar en jafn víst er að Hanni- bal og fylgismenn hans innan þingsins munu berjast hart gegn þeirri breytingartillögu. Hér er auðvitað um töluvert hagsmuna- mál fyrir stjórnmálaflokkana að ræða. Innan þeirra eru jafnan nokkur átök í sambandi við framboð til þings og með I-Hsta framboðinu í vor vísaði Hanni- bal óánægjuöflum í flokkunum veginn. Þessi breytingartillaga, sem vafalaust verður samþykkt, er því líkleg til þess að stuðla að hreinum línum í stjórnmála- baráttunni, en annað mál er, hvort hún er kjósendum sérstak lega hagkvæm og vissulega dreg ur hún ekki úr flokksræðinu í landinu. Á fimmtudag tók Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, sæti á Alþingi og er það í fyrsta skipti, sem hann situr á þingi. Tók hann sæti Bjartmars Guðmundssonar, sem verður frá vegna veikinda- forfalla um nokkurt skeið. Styrmir Gunnarsson. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 Námskeiðin byrja 5. febrúar Námsgreinar: Mynsturgerð, teikning, postulíns- málning, glerskreyting, (margs konar), mosaik, tauprent. Listvefnaður, listsaumur, röggvasaumur, handofin undirstaða (Batik), emelering, tóvinna, (nýjar vinnuaðferðir) o. fl. Upplýsingar gefnar í Verzluninni Kirkjumunir KIRK JU STRÆTI 10. k IITSALA — IITSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.