Morgunblaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1968 11 ÚTSÝNARFERÐIR 1968: SEBiNiS OG ÁÐIiR - BEZTA OG FJÖLBREYTTASTA FERÐAIJRVALIÐ NYJUNG: Farþegar, sem panta fyrir 1. apríl fá ókeypis ferða- og farangurs- tryggingu, sem einnig tryggir endur- greiðslu fargjalds, ef farþegi verður að hætta við för sína vegna veikinda. ★ Þægilegar flugferðir fram og aftur, svo að þér getið notað allan tímann í sólskininu til hvíldar og skemmtunar. ★ 12 daga dvöl á úrvalsbaðstað með fullu uppi- haldi á völdu nýtízku hóteli. Flest hótelin með sérkaði, svölum og einkasundlaug. ★ Völ á skemmtilegum ferðum til fagurra og merkra staða í nágrenninu. ★ 3 dagar í heimsborginni London í öllum ferðum. ★ Reyndur íslenzkur fararstjóri í öllum ferð- um. FERfiiH vro m\ HÆFI ALASSIO — skemmtilegasti baðstaðurinn á BLÓMASTRÖND ÍTALÍU. Úrvalsbaðströnd og margir fagrir staðir í nágrenninu. Þeir, sem panta snemma, komast á hið nýja, vistlega HOTEI, CONTINENTAL. Brottför: hálfsmánaðarlega frá 12. júlí — 9. ágúst. LLORET — að flestra dómi, sem til þekkja, er Lloret de Mar á hinni fögru Costa Brava vin- sælasti baðstaður Spánar á sumrin, með úrvals- baðstrendur og nærri 60 næturskemmtistaði. Skammt til stórborgarinnar BARCELONA og margra fagurra staða í grennd. Val um ný, vönduð hótel: IIOTEL FLAMINGO og HOTEL INTER, 1. flokks. Brottför: hálfsmánaðarlega 26. júlí — 6. sept. Aukaferð 18. júní. BENIDORM — einn vinsælasti baðstaður Spánar á seinni árum í heillandi umhverfi. Nýtt hótel: TORRE DORADA. Brottför: 17. maí og 21. sept. TORREMOLINOS — á Costa del Sol, Sólar- strönd Spánar, er tilvalinn staður vor og haust og íslendingum að góðu kunnur úr páskaferð- um Útsýnar. Hotel ALTA VISTA og AL ANDALUS í luxusflokki. Brottför: 21. sept. — 18 dagar. RÓM/SORRENTO — Margir kjósa að dveljast nokkra daga í Róm — borginni eilífu — og njóta síðan sjávar og sólar í Sorrento í heillandi umhverfi Napoliflóans. Það er vandi að velja betur. Brottför: 16. og 30. ágúst. Það er ótrúlegt en satt, að þrátt fyrtT gengisfall ísl. krónunnar, býóur ÚTSÝN enn 15 daga ferðir til London og Miðjarðarhafs- landanna fyrir aðeins kr. 13.900 - Allt innifalið. L A N D — Aldrei áður hefur yður boðizt Grikklandsferð með slíkum kostakjörum. Flogið er um London til Ítalíu, en siglt þaðan með 26 þús. tonna far- þegaskipi, Heleanna, um fagurblátt Adríahafið meðfram strönd Júgóslavíu til Grikklands og dvalizt í viku á baðstað skammt frá Aþenu, en einnig er kostur á skoðunarferðum, t. d. til Aþenu, Delfi o. fl. Verð frá 17.900. Brottför: 23. ágúst og 13. sept. PÁSKAFERÐ ★ Pantið snemma, fjöldinn er takmarkaður. I fyrra gat Útsýn ekki annað eftirspurninni. I ár eru ferðirnar enn hagstæðari. Allir vita, að hópferðir Útsýnar hafa notið einróma trausts og vinsælda um 12 ára skeið, en hafið þér kynnt yður þjónustu ÚTSÝNAR við þá, sem ferðast á eigin spýtur. Hinn reyndi ferðamaður skiptir við trausta ferðaskrifstofu með allt, sem við kemur ferðalaginu, sér til þæginda og hagsbóta. ÚTSÝN er alþjóðleg ferðaskrifs tofa, þar sem þér getið fengið alla farseðla, og með TELEX-þj ónustu okkar stöndum við í sam- bandi við hótel um allan heim og getum fengið pöntun staðfesta um hæl. 11. — 26. apríl Aðeins fá sæti laus FERÐATILHÖGUIM: í'lug um London til Malaga. 15 áhyggjulausir sólskinsdagar í TORREMOLINOS, frægasta baðstað á Sólarströnd Spánar. HOTEL ALTA VISTA, HOTEL AL ANDALUS og HOTEL RIVIEItA. Til tilbreytingar gefst kostur á ferðum til nokkurra fegurstu og kunnustu staða Spánar, t.d. MALAGA, GRANADA, og yfir sundið til TANGIER í AFRÍKU. Stanzað í London á lieimleið, og hægt að framlengja dvöl þar. í TORREMOLINOS er bezta loftslag Evrópu, meira en 300 sólskinsdagar á ári. í apríl er hftinn 20—30° C í skugga. Tryggið yður sæti tímanlega. SÍMAR: 20-100 og 2-35-10. FERÐASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.