Morgunblaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1968 Þúsundir fugla drepast ■ olíu á Axarfirði — Gúmbát rak í gær við Einarsstaði — Slysa- varnafélaginu er ekki kunnugt um skipstapa á þessum slóðum MIKIL olíubrák fór að gera vart við sig í fyrrakvöld á Ax- arfirði, og fór brátt að bera á deyjandi fuglum af svartfugla- ætt á fjörum við Axarfjörð. t gærdag rak síðan á land gúm- björgunarbát við Einarsstaði í Axarfirði, en ekki er kunnugt um neinn skipstapa, að því er Slysavarnafélag tslands upplýs- ir, og er því gátan um olíuna og bátinn óleyst enn. Samkvæmt upplýsingum Arna Waag, gæti olía þessi haft mjög alvarlegar Kristján Bersi Ólafsson ritstjóri afleiðingar fyrir æðarvarp á þessum stöðum, einu súlubyggð ina norðanlands við Rauðanúp, og yfirleitt allt fuglalíf, en þó mun tjónið líklega ekki koma í ljós fyrr en varptíminn hefst með vorinu. Fréttaritari Mbl. á Kópaskeri sagði í gær að mjög mikil olíu- brák væri á Axarfirði, fyrir ströndum Melrakkasléttu, Núpa- sveitar og inn á Tjömes. Lægi meðfram ströndum röst af deyj- andi eða dauðum svartfugli og gætti þar mest stuttnefju, lang- víu, haftyrðils, svo og æ’ðar- fugls, en sá síðastnefndi virtist harðgerðastur og hafði komizt á land, þar sem hann sat og plokk aði fjaðrir sínar. Síðar um dag- inn rak síðan gúmbjörgunarbát við Einarsstaði og er Mbl. hafði tal af Halldóri Gunnarssyni bónda þar sagðist honum svo frá: — Ég fann bátinn og dró hann upp í fjöruna, svo að hann færi ekki aftur í sjóinn. Hann er svartur og virðist yfir honum rauð ábreiða, sem er nokkuð rifin og einnig er einhver blár litur á henni. Við bátinn er fest einhvers konar málmhylki í gúmhólk og á það er m.a. skrá’ð A 9017 ISSUE 6 og ennfremur XERIAL. Þá er rauðbrún bót á bátnum, er virðist sjálflýsandi og á henni er máð letur og gat ég greint stafina XED. Mikið er af dauðum fugli hér og er hann allur löðrandi í olíu allt frá Rauðanúpi að Tjörnesi, að því er ég hef heyrt. Eru þar álkur, lundi, langvíur og haf- 'tyrðlar. Fulltrúar Slysavarnafélagsins gátu ekki ráðið af þeirri lýs- ingu, er þeir höfðu fengið, hvers lenzkur gúmbáturinn er. Hafa þeir gert rá’ðstafanir til þess að hann verði sendur til Reykjavík ur við fyrsta tækifæri og þeim er ekki kunnugt um að Skip hafi farizt úti fyrir Axarfirði. Höfðu þeir haft samband við Siglufjarðarradíó og var þar tjáð, að þar hefði ekkert grun- samlegt heyrzt. Bóndinn á Mánárbakka, Að- algeir Egilsson, sagði Mbl. í gær, að hann hafi farið á fjör- ur og fundið deyjandi fugla og hafi hann deytt yfir 50 fugla, en þeir voru a'ð krókna vegna olíunnar. Svartfuglinn skríður S<ms U KA SíjULíí Hlutafélag stofnað um rekstur Alþýðublaðsins Kristján Bersi Ólafsson ráðinn ritstjóri Fuglamir, sem verst hafa orðið úti á Axarfirði. á land um leið og hann blotn- ar í olíunni. Ekki virðist eins mikil olía inni á firðinum og á útnesjum. Á Ytri-Tungu á Tjörnesi fundust og nokkrir deyjandi fuglar, en sá bær er vestanmeg- in á nesinu. Þá hafði Mbl. í gær tal af Árna Waag, sem er mikill kunn- áttumaður í fuglafræði. Árni kvaðst ætla að haftyrðlarnir, sem væru að drepast við Ax- arfjörð væru af norðlægari slóðum og leitu'ðu þeir hingað á veturna. Væru þeir ef til vill frá Jan Mayen en haftyrðill verpir hvergi á íslandi nema í Grímsey. Hveriur hann alls staðar annars staðar af landinu og flyzt norður á bóginn, er vorar. Hins vegar sagði Árni að olí- an gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir æðarvarpið. Þó væri ekki unnt að fullyrða neitt um það hversu alvarlegt þetta gæti orðið fyrir þessar fuglategund- ir, fyrr en varptíminn hæfist í vor og sumar. Slysavarnafélagið hafði hug á að senda flugvél norður í dag til þess að kanna nánar olíu- brákina. Henry Hálfdanarson kvaðst ekki vita um neinar ferð ir olíuskipa á þessum slóðum.' Eftir lýsingu manna fyrir norð- an að dæma væri þó helzt að ætla að eitthvert slys hefði orð- ið á svæðinu milli Grímseyjar og Rauðanúps. Samkvæmt upplýsingum er Mbl. fékk frá Raufarhöfn, mun hér um svokalla’ða fuelolíu að ræða, en hún er notuð til brennslu undir katla gufuskipa. Hér mun því ekki um vélarolíu að ræða. ALÞÝÐUBI.AÐIÐ skýrir frá þvi sl. sunnudag, að stofnað hafi verið hlutafélag til að annast rekstur blaðsins, Nýja útgáfu- félagið h.f. Jafnframt hefur Kristján Bersi Ólafsson verið ráðinn ritstjóri Alþýðublaðsins og ábyrgðarmaður, en Benedikt Gröndal verður eftir sem áður ritstjóri við blaðið og annast aðallega stjórnmálaskrif. Al- þýðuflokkurinn er áfram eig- andi blaðsins. Kristján Bersi Ólafsson er Hafnfirðingur, þrítugur að aidri. Hann varð stúdent við Mennta- skólann í Reykjavík 1957 og lauk fil. kand. prófi vi<ð háskól- ann í Stokkhólmi 1962. Síðan þá hefur Kristján Bersi stundað blaðamennsku, fyrst við Tímann en þrjú síðustu árin við Al- þýðu'blaðið. Viðtal við skipstórann á Víkingi III: Annar brezkur togari kallaði Romanus upp EINS og fram hefur komið í fréttum, heyrði mb. Víkingur III frá ísafirði .neyðarkall frá togaranum St. Romanus, sem nú er talinn af. Morgunblaðið reyndi að ná sambandi við Ásgeir Sölvason, skipstjóra á Víkingi, þegar þetta fréttist, en hann var þá úti á sjó og ekki hægt að ná tali af hon- um. Um síðustu helgi náðist svo í Ásgeir ,og sagði hann þá: „Ég var sofandi þegar neyð- arkallið heyrðist ,en stýrimað urinn sagði mér frá því. Ég spurði hvort hann hefði náð sambandi við einhvem, og stýrimaðurinn sagði, að strax og neyðarkallinu lauk hafi annar brezkur togari byrjað að kalla hann upp. Meira heyrðist ekki fyrir truflunum. Við mundum nafnið á St. Romanusi þegar byrjað var að lýsa eftir honum, því að það er dálítið sérstætt. Hinsvegar tók stýrimaðurinn ekki eftir nafni togarans sem var að kalla hann upp. Ég vil taka það fram, að ef við hefðum getað veitt hina minnstu hjálp hefðum við gert það strax og án nokkurrar um- hugsunar. En þar sem togar- inn var mörg hundruð mílur frá íslandi og nær öðrum löndum, og auk þess annar brezkur togari að hafa sam- band við hann, fannst okkur við ekkert geta gert. Færeyjar aðilar að EFTA skv. óskum fœreysku landsstjórnarinnar HINN 1. janúar sl. gerðust Færeyingar fullgildur aðili að Fríverzlunarbandalagi Evrópu (EFTA). Aðild Fær- eyinga að EFTA gekk í gildi í ársbyrjun skv- tillögum færeysku landsstjórnarinnar og tilkynningu dönsku stjórn arinnar þar um, en skv. samn ingum nægði slík einhliða til- kynning af hálfu Dana til þess að aðild Færeyja að EFTA tæki gildi. Grænland varð með sama hætti aðili að EFTA 1961. Á ráðherrafundi EFTA-land- anna í októbermánuði sl. skýrði Fundi Oryggisrúðsins um Pueblo freslað New York, 29. janúar — NTB ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna frestaði í dag fundi þeim, sem ákveðinn hafði verið um Pueblo-málið, svo að fulltrúar ráðsins fengju tækifæri til frek- ari einkaviðræðna. Forseti ráðs- ins, Agha Shahi frá Pakistan, skýrði frá því, að ekki hefði ver- ið ákveðinn neinn tími fyrir næsta fund ráðsins, þar sem hann mun verða kominn undir því, hverju fram vindur í einka- viðræðum fulltrúanna. Forseti Öryggisráðsins vildi ekki heldur skýra neitt frá því, hvað hinir einstöku fulltrúar ráðsins ræða á einkafundum sín um. en haft er eftir öðrum heim- ildum, að eitt aðalatriðið sé möguleikinn á því, að Öryggis- ráðið bjóði Norður-Kóreu að senda fulltrúa, sem tala skuli máli Norður-Kóreu. Haft er eftir heimildum frá Austur-Evrópu, sem standa í nánum tengslum við stjórnarvöldin í Pyonyamg að Norður-Kóreumenn miuni taka slíku tilboði, verði það gef- ið án skilyrða af nokkru tagi. Árshátíð frestað ÁRSHÁTÍÐ Sjálfsæðilsfélaganna á Akureyri, sem halda átti næst- komandi laugardag, hefur verið frestað, vegna andláts Þórarins Björnsson, skólameistara. Árs- hátíðin verður haldin laugar- daginn 2. marz. viðskiptamálaráðherra Dana frá því, að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar um þetta efni og hafa viðræður síðan farið fram, sem voru nauðsynlegur undan- fari aðildar Færeyja. Færeying- ar munu nú njóta þeirra tolla- fríðinda í EFTA-löndunum fyrir útflutningsvörur sínar, sem fylg- ir aðild að EFTA og bætir það mjög samkeppnisaðstöðu þeirra á þessum mörkuðum. Kjósarsýsla FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðlsfé- laganna í Kjósarsýslu efnir til fundar að Hlégarði í kvöld kl. 21.00. Fulltrúaráðsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna. Silfurhestuiinn í SVARGREIN Kristjáns Alberts- sonar s.l. sunnudag vegna verð- launaveitingar fyrir skáldsögu Guðibergs Bergssonar urðu þrjár meinlegar prentvillur í einni m’álsgein, og átti hún að hljóða svo: „Og ennfremur því, hve rit- dómarar geti leyft sér að lúta lágt, þegar þeir knékrjúpa illri útlenzkri tízku, því sem skríls- legast er og hraksmánairlegast i nýrri tíma kynóraskáldskap og fjarlægast heilbrigðum íslenzk- um bókmenntasme.kk“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.