Morgunblaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 19-68 ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVKMYNPIR TÓNABlÓ EINVÍGIÐ (Invitatlon to a gunfighter) Mynd þessi segir frá ungum manni Matt Weaver (George Segal) sem kemur heim úr borgarastríðinu í Bandarikjun- um, þar sem hann hafði barizt með Suðurríkjunum. Hann kemst að því að bankastjórinn í bænum (Pat Hingle) hefur lát- ið bjóða upp býlið hans og keypt þa'ð og selt aftur með gróða. Hann reiðist mjög og skundar heim til bankastjórans, þar sem hann særist og er ráðið eindregið að halda sem fyrst úr bænum. í þess stað fer hann á býlið sem hann átti áður, þar sem kemur til átaka við nýja eigandann og lætur sá lífið. Telst nú Weaver vera morðingi og vilja bæjarbúar hann feigan, að undantekinni fyrrverandi kærustu hans, sem nú er gift öðrum manni og síðri, og einum Mexicana. Þetta vefst þó fyrir bæjarbú- um, enda er þeim annað lagi'ð en hetjuskapur. Er því einn sendur út af örkinni til að ná í Ieigumorðingja. Hann kemur, en verður skelfingu lostinn, þegar hann sér annan leigu- morðingja, og miklu fremri fyr- ir á staðnum. Sá er leikinn af Yul Brynner og hafði hann í- lengzt á staðnum, eftir að hafa séð fyrrnefnda kærustu, og lit- izt vel á. Er hann nú ráðinn til drápsins. En nú kemur skrít- ið í ljós. Leigumorðinginn er róman-tískur píanóleikari, vernd ari ekkna og bágstaddra og að auki heimspekilega þenkjandi. Það kemur einnig í ljós að hann er Suðurríkjamaður og ætti því að hafa samúð með Weaver, en þá kemur í Ijós að hann er sonur konu, sem var til þess að skera úr um, í eitt ambátt, og ætti því að vera á móti Weaver, en þó að hann ætti eftir þessu að vera á móti Weaver, er hann það ekki. Ef þið skiljið þetta ekki, erum við svipað stödd. Eiginmaður fyrr- verandi kærustunnar er nú orð- inn afbrýðisamur, enda Brynn- er fluttur heim til • þeirra, Brynner orðinn hrifinn af marg nefndri kærustu auk þess sem Weaver er nú innilokaður á bæ sínum, eða ætti kannske að segja fyrrverandi bæ sínum, og hefur aldrei hætt að vera hrif- inn af kærustunni. Yfir öllum þessum ósköpum drottnar svo Brewster bankastjóri, því að hann á peningana. Nú má hverjum manni vera ljóst, sem eitthvað horfir á kvikmyndir, að þetta getur ekki gengið, tveir góðir og einn held- ur lei'ður ástfangnir af sömu stúlk unni. Það er einfalt að drepa þann sem ekki er góður og ekki anna'ð en léttir að því, en nú verður að drepa að minnsta kosti einn góðan og þá vandast málið. Þá hættir þetta að vera hasar og er orðið drama, sem endar sorglega. I lokin gerist kynblandaði leigumorðinginn (Brynner) á- kaflega göfugur í aðra röndina, en djarftækur til kvenna í hina og vill hafa brott með sér kær- ustuna, eftir að hafa til þæg- inda drepið mann hennar. Og einn góður er drepinn í lokin. Þetta er vissulega með skelfi- legustu söguþráðum, sem frá kvikmyndaiðnaðinum hafa kom- ið, og bersýnilega er ætlunin að fást við siðferðileg vandamál frelsis og jafnréttis, en þær um- ræður lenda allar í klúðri og verða svo óskírar, að ekki er gott að átta sig á hver mein- ingin er, enda þarf meira en lítið til a'ð leisa úr hnút atburða rásarinnar. Yul Bryn ner leikur aðalhlut- verkið og líkist mest reistum hesti í göngulagi og framgangi, og finnst manni að hann ætti að fnæsa og hneggja um sínar stóru nasir. Janice Ruler leikur kæruítuna vinsælu og gerir það þokalega. Weaver er leikinn af George Segal, með nokkrum lát- um og hávaða en án mikilla tilþrifa. Aðeins eitt getur talist til tíð- inda um þessa mynd, sem er það, að nafn Stanley Kramers skuli bendlað við svona fram- leiðslu. Hann ef vanur að fást vi'ð merkari hluti og gerir það vonandi framvegis. Hafnarfjarðarbíó: SJÖUNDA INNSIGLIÐ Kvikmynd þessi var gerð árið 1957 og er því orðin meira en tíu ára gömul. í mynd þessari reynir Ingmar Bergman að setja vanda nútímamannsins, stríð og írú, sem þrátt fyrir allt eru venju lega erfðiari vandamál en matur og þekking, upp í dæmisöig.u frá miðöldum. Þetta mistekst og verður yfirborðslegt, en það sem te’kst, er að búa til mjög sér- kennilega og á köflum frábær- lega góða kvikmynd, sem ekki ristir sérlega djúpt. Bergman er prestssonur að uppruna, og segist hann hafa sóW innblástur að mynd þessari í miðaldamyndir í kirkjum föð- ur síns. Þetta kemur víða fram, og notar hann fjölda af fyrirbær- um, sem eru einkennanidi fyrir miðaldirnar svo sem svarta dauða og plágu, taflið við dauð- ann, dauðinn að höggva lífsins tré, trúðurinn vitri o.s.frv. Sagt er frá krossferðariddara (Max von Sydow), sem kemur heim úr krossferð, eftir tíu ára fjarvist, ásamt hestasveini sín- um( Gunnar Björnstrand), kald- hæðnum manni en góðlátlegum. Svarti dauði geisar og fólk er hrætt. í skógimim hitta þeir Jof (Nils Poppe), góðlátlegan far- andtrúð, ásamt konu sinni (Bibi Anderson) og barni. Aðrar meiri háttar persónur eru Dauðinn (Beng't Ekerot) sem teflir við riddarann um sál hans oig vinnur að lokum, og Raval (Bertel And- erberg), presturinn sem hafði hvatt þá félaga hvað mest til krossferðarinnar, sem nú kemur fram sem líkræningi og einnig sem prestur, sem hvarvetna legg ur illt til og eykur skelfingu fólksins í stað þess að róa það. Efnið er mjög kippótt. Stund- um torskilið: „Trúin er þjáning. Hún er eins og að elska ein- hvern í myrkri, sem svara aldrei I þegar maður kallar". Stundum ! hljóma setningarnar eins og Oscar Wilde væri höfundurinn: „Krossferðirnar eru svo heimsku legar að aðeins ídealisti hefði getað fundið upp á þeim“. Og sumar setningarnar eru komnar beint úr piparsveinskómedíu með Jack Lemmon: „Ástin er verri en svarti dauði. Gallinn við hana er sá, að maður deýr ekki úr henni. Hún líður alltaf hjá“. Myndin er nokkuð yfirborðsleg, þegar hún fjallar um synd, trú og dauða, eilíft líf og eilífa tor- tímingu, hluti sem voru miðalda manni lifandi vandamál og sann leikur sem stóð djúpum rótum. En fyrir Bergmann eru þetta meira og minna látalæti. Það sem bezt er um myndina er kvikmyndunin, sem er hreint snilldarverk. Kvikmyndatöku- maðurinn gerir ekki mynd- ina einn, en án þessa ágæta manns, hefði þessi mynd varla nokkurn tíma orðið neiW lík því sem hún er. Leikur er án undantekninga' góður. Nils Poppe leikur trúðinn og er upp- Iýstur af in-nri gæðum hins sanna manns, sem metur inni- hald lífsins meira yfirborði. Bibi Anderson, sem leikur konu hans, gerir það vel, en hlutverk- ið gefur ekki tækifæri til að slá í gegn, eins og hlutverk hennar í Persona. Max von Sydow leik- ur riddarann af eins'takri ró og tekst að gæða þessa persónu ör- yggi hinnar sterku vonar, þrátt fyrir efasemdir og þreytu. Gunn- ar Björnstand leikur hestasvein- inn. Háir það honum nokkuð, að allt hlutverkið er úr samræmi við myndina og er þar raunveru lega nútímamaður á ferð, eftir 'talsmáta og framgangsmáta. Nú kann ýmsum að finnast ég fara óblíðum höndum um þessa kvikmynd, umfram það, sem ég myndi gera um aðrar síðri. Þetta er að vissu leyti rétt Það er ekki hægt að mæla allar kvik- myndir með sömu mælistiku og út frá sömu sjónarmiðum. Sum- ir gefa stjörmur og aðrir gefa aðrar einkunnir, en ef setja mætti svo að ég væri að gefa stjörnur, þar sem hæst væri gef- ið sex, myndi ég gefa þessari mynd fimm. Ég segi þetta til að fyrirbyggja misskilning. Berg- mann gerir þannig hluti og fæst við þannig efni, að ekki verður komizt hjá því að krefjast mik- ils. Það er táknrænt, að gaUarnir sem ég hef bent á, eru ekki í sjálfri tekninskri gerð myndar- innar, heldur er um að ræða ai- varlega veikleika í heimspekileg um og siðferðilegum grundvelli efnisins. Nýtízku blómaborð ÚTSÖLUSTAÐIR: Rósin, Aðalstræti. Alaska, Blómið, Austurstræti. Michel- sen, Suðurlandsbraut. Hús- gagnahöllin. Bólstrun Harðar Péturssonar, Laugavegi. Hús- gagnagerðin, Hverfisgötu 125. Híbýlaprýði, Hallarmúla. Hús- gagnaverzlun Austurbæjar. í KEFLAVÍK: Húsgagnav. Gunnars Sigur- finnssonar. AKRANESI: Húsgagnaverzlunin Vestur- götu 52. TRÉTÆKNI S.f. 2ja og 3ja herb. íbúðir Til sölu eru skemmtilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í sambýlishúsi á góðum stað í Breiðholts- hverfi. Seljast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og inni frágengin. Húsið er nú að verða fok- helt, en íbúðirnar afhendast 1. ágúst n.k. Ágætt út- sýni. Teikning til sýnis á skrifstofunni. Hagstætt verð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Kvöldsími 34231. 11 Fimmtugur í dcg: Úlahir E. Úlnfsson knupfélœgsstjóri VESTUR í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandasýslu gerast í dag þau tíðindi að einn af höfð- ingjum héraðsins, Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstjóri í Króksfjarðarnesi, á fimmtugs- afmæli. Hann er maður vaskur, myndarlegur á velli og drengi- iegur, eins og hann á kyn til. Fæddur er hann að ValShamri í Geiradalshreppi, sonur Ólafs E. Þórðarsonar og Bjarneyjar S. Ólafsdóttur, hins ágætasta fólks. Lifir frú Bjarney enn við háan aldur og býr hjá Ólafi syni sín- um og konu hans. Ólafur lauk verzlunarprófi við Samvinnuskólann árið 1936. Vann síðan hjá SÍS til ársins 1938, en þá gerðist hann starfs- maður Kaupfélags Króksfjarðar. Síðan hefur hann starfað sam- fleytt í þágu ættarhéraðs síns og heimabyggðar. Kaupfélagsstjóri ýarð hann árið 1943. Hefur hann lengstum orðið að búa við erfið starfsskilyrði í þrönguim húsa- kynnum. En fyrir nokkrum ár- um reisti Ka-upfélag Króksfjarð- ar nýtt og glæsilegt verzlunanhús rétt við þjóðbrautina vestur sýsluna. Með þeirri framikvæmd batnaði bæði aðstaða fólksins, sem þarna verzlar og starfsfólks fyrirtækisins. Fagnaði Ólafur því mjög. Man ég, hve glaður og feg- inn hann var er hann sýndi mér þessi nýju og fallegu húsakynni. Ólafur 'hefur gegnt ýms.um trúnaðarstörfum í þágu sveitar sinnar og héraðs. Hreppstjóri hefur hann verið síðan árið 1956 og formaður skólánefndar frá 1952. Bjartsýni, áhugi og góðvild eru höfuðeinkenni Ólafs í Króks- fjarðarnesi. Hann ann ættarhér- aði sínu heils hugar og vill hag þess og ibúa þess sem beztan og traustastan. Veit ég ekki annað en að hann njóti almennra vin- sælda, þótt einstök innanbéraðs- mál geti valdið ágreiningi þar í sveit, eins og víðast annars stað- ar. Það er ávallt ánægjulegt að koma í Króksfjarðarnes á heim- ili kaupfélagsstjórahjónanna, Ól- afs og frú Friðrikku Bjarnadótt- ur, og hins mannvænlega barna- hóps þeirra. Sérstæð gestrisni, höfðingsskapur og alúð mótar þar allar móttökur og viðmót fólksins. f baráttunni fyrir framfara- málum héraðsins er ólafur hinn. liðtækasti. Er gott að eiga við hann samvinnu, sakir sanngirni Oians og heilinda. Starfssaga þessa heiðursmanns og góða drengs verður ekki rak- in hér frekar að sinni. Hann er 1 blóma lífsins eins og fimmtugir menn eru yfirleitt. Framundan er starf og barátta í þágu fag- urra sveita og myndarlegs fólks. Vinir Ólafs í Króksfjarðarnesi árna honum, hinni ágætu konu hans og fjölskyldu, allra iheilla og hamingju á timamótum, með þökkum fyrir liðinn tíma. S. Bj. Verzlunarstjóri óskast fyrir nýja sérverzlun í Miðbænum. Æskilegt að hann geti skrifað ensk og dönsk verzlunarbréf. IJppl. um menntun og fyrri störf óskast sendar Mbl. merktar: „Reglusamur 5212“. Trésmiður óskast Ungur duglegur trésmiður (má vera réttindalaus) óskast til iðnaðarstarfa í nágrenni Reykjavíkur. Lítil íbúð í nýju húsi fylgir starfinu. Aðeins reglusamur, ábyggilegur maður kemur til greina. Sendið upplýsingar um fyrri störf þar sem leita má eftir meðmælum. Tilboð sendist Mbl. fyrir hádegi á föstudag merkt: „Útsjónarsamur — 5213“. Nauðimpruppboð Eftir kröfu Jóhanns Þórðarsonar, hdl., og Inn- heimtu ríkissjóðs verður húseignin Narfakot í Njarðvíkurhreppi, þinglesin eign Christian Lillie, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 1. febr. 1968, kl. 4.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 63, 65. og 67. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.